Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síð- an að mér var gersamlega fyr- irmunað að samþykkja þá stað- reynd að ég væri sjálf ábyrg fyrir lífi mínu og ham- ingju. Þrátt fyrir það þóttist ég vera sjálfstæð kona og ég stóð á því fastar en fót- unum að ég hefði alla tíð fylgt hugsjónum mínum eftir af festu og einurð. Ég taldi mér sömuleiðis trú um að ytri að- stæður lífs míns hefðu komið í veg fyrir að ég væri ekki bara máls- metandi manneskja, heldur mikils- virt á einhverju sviði – sem ég vissi reyndar ekki alveg hvert var. Það var ýmislegt, og raunar ansi margt ef grannt var skoðað, sem hindraði mig í að ná þeim árangri í lífinu sem efni stóðu til. Það voru foreldrar mínir til dæmis og skóla- kerfið. Foreldrarnir voru ekki nógu vel stæðir og skólinn var sí- fellt að púkka uppá ofvitana og tossana en á sama tíma gleymdist að hvetja okkur hin til dáða. Það voru krakkarnir sem fæddust með silfurskeið í munni og þurftu ekk- ert fyrir lífinu að hafa. Mennta- skólinn í Reykjavík sem fældi mig frá langskólanámi. Maðurinn minn sem skildi mig ekki. Sjúkraliða- félagið sem samþykkti lúsarlaun fyrir mína hönd. Jólabókaflóðið. Rithöfundasambandið. Húsnæðis- málastofnun. Launamisréttið. Skatturinn. Ríkisstjórnin. Stefnu- skrá fjórflokksins sem var aldrei sniðin að mínum þörfum. Óeining á vinstri væng stjórnmálanna. Kosningalögin og kjördæmaskip- anin. Í öllu þessu volæði minntist ég sjaldnast á kynbundið misrétti enda ætlaði ég ekki að láta húkka mig á einhverju kvennavæli. En lýðræðið var mér fjötur um fót. Mér fannst Íslendingar misnota lýðræðisleg réttindi sín gróflega. Málfrelsið með því að úttala sig í heitu pottunum en þegja síðan þunnu hljóði á opinberum vett- vangi og kosningaréttinn með því að kjósa yfir sig sömu stjórnina á fjögurra ára fresti en kvarta sáran yfir óréttlætinu í þjóðfélaginu þess á milli. Mér ofbauð þýlyndi þjóð- arinnar og skildi ekki hvers vegna þessi sínöldrandi meirihluti sat alltaf á sömu þúfunni og beið eftir Godot í stað þess að rísa upp og mótmæla. Ég var orðin ansi rass- blaut þegar ég áttaði mig loksins á því að ég var einn af forsöngv- urunum í þessum aðgerðarlausa búktalarakór. Á sama tíma rann það upp fyrir mér að afstaða mín til manna og málefna var alltaf byggð á neikvæðum forsendum. Viðhorf mín og viðbrögð stjórn- uðust af mótþróa við afstöðu og athafnir annarra og atkvæði mitt var yfirleitt svokallað mótatkvæði. Ég vissi uppá hár hvað ég vildi ekki en ég var tregari til að við- urkenna það, bæði fyrir sjálfri mér og öðrum, hvað það var sem ég vildi. Þá hefði ég hugsanlega þurft að standa fyrir máli mínu – og það sem verra var – ég hefði neyðst til að líta í eigin barm og gangast við ákvörðunum mínum og gjörðum í gegnum tíðina. Ég tel það síðan mitt mesta lán í lífinu að hafa staldrað við á þess- um tímapunkti. Þá fékk ég ráðrúm til að endurskoða viðhorf mín til sjálfrar mín og lífsins. Ráðrúm til að taka ábyrgð á eigin velferð og annarra. Ráðrúm til að breytast. Þeir þræðir tilverunnar sem ég hef í hendi mér eru að vísu sárafá- ir en þeir eru traustir ef ég beiti þeim rétt. Þó að vald mitt sé ein- göngu fólgið í því hvernig ég bregst við lífinu frá degi til dags getur það engu að síður haft víð- tæk áhrif á tilveru annarra. Þess vegna vil ég vanda mig. Ég kýs að leita að því sem tengir mig við aðra menn í stað þess að einblína á það sem greinir mig frá þeim. Rækta þau málefni sem sameina okkur mennina í stað þess að ein- blína á þau sem sundra okkur. Leggja mitt af mörkum til að við getum öll notað þá hæfileika sem við búum yfir, okkur sjálfum og öðrum til góðs. Til þess að svo geti orðið þarf grunnurinn sem samfélagið byggist á að vera heil- steyptur. Við þurfum að gefa okk- ur tíma til að finna það út hvernig við ætlum að lifa í þessu landi án þess að ganga sífellt á náttúruna. Við verðum að vera reiðubúin til að borga okkar réttláta skerf í sameiginlegan sjóð til að treysta grunninn. En við eigum líka að gera kröfu til þess að þeim fjár- munum sé varið á skynsamlegan hátt. Það er skylda okkar að end- urreisa velferðarkerfið frá grunni og byggja upp metnaðarfullt skólakerfi. Ekki af því að við höf- um efni á því – heldur er ástæðan sú að við höfum ekki efni á öðru. Þegar ég spyr sjálfa mig að því hverjum ég treysti best til að búa þannig í haginn – að börn þessa lands hafi jafn- an rétt til að njóta sín – að öryggisnetið fyrir þá sem búa við skerta getu og starfsorku sé strekkt út í öll horn – að frelsi eins sé aldrei á kostnað annars þá liggur svarið í augum uppi. Það eru jafnaðarmenn. Þess vegna kýs ég Samfylkinguna í vor. Með eða á móti! Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Höfundur er rithöfundur. ÞAÐ er alkunna, að Alþingi eru mislagðar hendur við sitt meg- inhlutverk, lagasmíðina. Markmiðs- setningin sem kem- ur fram í 1. grein laganna um stjórn fiskveiða er nógu skýr en henni er ekki fylgt eftir með ákvæðum, sem geri jafnskýra stöðu eig- anda auðlindarinnar, þjóðarinnar, annars vegar og hins vegar stöðu leiguliðans, þess, sem fær nýting- arréttinn með lagasetningunni. Eft- ir hatrama, heiftarlega, og oft og tíðum eitraða, baráttu tókst að koma því ákvæði í lög að nýtendur auðlindarinnar greiddu fyrir einka- rétt sinn til aðgangs að auðlindinni, þó ekki væri nema táknrænt gjald, sem eigandinn getur þó hækkað hvenær sem er. Það sem verður að teljast enn ámælisverðara er, að Alþingi skyldi ekki átta sig strax á nauðsyn þess að setja nýtingarrétt- inum takmörk í tíma. Það er á þessu atriði sem tillaga Magnúsar Thoroddsens tekur með orðalaginu „til ákveðins tíma gegn gjaldi“. Eft- ir að þetta ákvæði væri komið í stjórnarskrá, væri útilokað fyrir út- gerðarmenn að halda því fram að þeim hefði verið afhentur fiskveiði- rétturinn til eilífrar eignar. Mikið hefur verið gert úr þörf út- gerðarmanna til þess að geta skipu- lagt rekstur sinn nokkuð fram í tímann og er sjálfsagt og eðlilegt að taka tillit til þess. Hvar þau tímamörk eiga að liggja er erfitt að segja nákvæmlega og gæti það að lokum orðið samkomulagsatriði milli ríkisvaldsins og útgerð- armanna. Hugsa mætti sér tólf ára afnotatíma í senn. Í byrjun þyrfti að afmarka upphaf afnotatímans með því að allir núverandi nýt- endur auðlindarinnar þyrftu að færa sönnur á, hvenær þeir hefðu komist yfir núverandi nýting- arheimildir sínar, og hefðu frá þeim degi tólf ára nýtingarheimild. (Samkomulagsatriði væri það svo milli útgerðarmanna og eiganda hvenær nýtingarheimild rynni út og gæti það gerst í áföngum. t.d. að 5%, eða 10% heimildarinnar rynnu út á ári hverju). Með þessari aðferð væru útgerð- armenn komnir í sömu stöðu gagn- vart eiganda auðlindarinnar og t. d. stóriðjufyrirtæki gagnvart ríkinu sem handhafa orkulinda á og í jörðu. Stóriðjufyrirtækið eignast ekki orkulindina sjálfa heldur er því leigður eða seldur nýting- arréttur á orku til lengri eða skemmri tíma, t. d. fjörutíu ára. Innan þess tíma geta orðið eig- endaskipti að orkunýtingarrétt- inum, eins og þegar Swiss Al- uminium seldi Alcan Ísalverksmiðjuna í Straumsvík. Þar sem ég er fyrrum ábúandi á jörð sem ríkið (landbúnaðarráðu- neytið) fór með forræði fyrir, en var raunverulega eign Kirkjunnar í nafni Almættisins, væri kannski nærtækara að taka dæmi af stöðu ábúanda slíkrar jarðar gagnvart eigandanum. Ábúandinn hefur bú- seturétt til afmarkaðs tíma, stund- um lífstíðar, gegn árlegu gjaldi. Hann má nota öll tæki og tól til að fá þann afrakstur af jörðinni, sem hann ásælist, svo fremi að hann valdi ekki með því varanlegu raski á jörðinni. Til slíkra athafna þarf hann leyfi eigandans. Hann getur tekið lán til framkvæmda á ábúð- arjörð sinni með veðum í fram- kvæmdunum sem fjármálastofnanir taka gildar eða veðum í því kvikfé, sem jörðin getur framfleytt. Falli bústofninn fellur veðið og fjár- málastofnunin bíður skaða af, en ekki ríkið, eigandi jarðarinnar. Allar auðlindir Til viðbótar orðunum fimm, „til ákveðins tíma gegn gjaldi“, sem Magnús Thoroddsen bætti inn í hugsanlegt stjórnarskrárákvæði, jók hann einnig orðunum að [Nátt- úruauðlindir Íslands] „hvort heldur er í lofti, legi eða á láði“ skuli vera þjóðareign. Með því orðalagi eru öll tvímæli af tekin um að ekki er ein- ungis átt við auðlindir sjávarins heldur allar auðlindir landsins, sem faldar hafa verið ríkinu til vörslu og ávöxtunar til hagsbóta fyrir þjóð- ina. Með því ætti að vera loku fyrir það skotið að stjórnmálamenn sömu kynslóðar og gerðu tilraun til að afsala þjóðinni auðlindinni í haf- inu, leiki nú sama leikinn með því að einkavæða orkulindir landsins. Ef það gengi eftir væri auðveldur eftirleikurinn að selja orkulindirnar síðan innlendum eða erlendum að- ilum sem eftir það héldu þjóðinni í greip sinni, án nokkurs íhlut- unarréttar hennar um nýtingu þeirra. Meðal annars þess vegna er nauðsynlegt að binda hendur vald- hafanna með skýrum ákvæðum um eignarrétt þjóðarinnar á auðlind- unum í stjórnarskrá landsins. „Í lofti, legi eða á láði“ Eftir Ólaf Hannibalsson Höfundur er í 2. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík – norður. Ég veit ekki hvort fólk hefur al- mennt tekið eftir því, en eitt af því sem oftast er hvað vinsælast að ræða fyrir alþing- iskosningar er ekk- ert til umræðu að þessu sinni. Þetta áður vinsæla um- ræðuefni er skulda- staða ríkisins. Nú hefur það gerst, hægt og hljótt og án þess að mikið hafi borið á, að ís- lenska ríkið er svo að segja skuld- laust. Ábyrg fjármálastjórn ríkisins Það er ekki ýkja langt síðan skulda- staða ríkisins var eitt helsta áhyggjuefni landsmanna og spilaði stórt hlutverk í allri pólitískri um- ræðu. Vitaskuld er ánægjulegt að þetta vandamál er ekki lengur til staðar, en um leið er mikilvægt að hafa í huga að þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Það eru ábyrgir stjórn- málamenn á borð við þá Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen, sem setið hafa í stóli fjármálaráðherra þessarar ríkisstjórnar, sem hafa séð til þess að farið væri vel með fjár- muni almennings. Formenn Samfylkingar og VG söfnuðu skuldum Mörg dæmi mætti nefna um óá- byrga fjármálastjórn hjá hinu op- inbera en hér skulu aðeins nefnd tvö. Í tíð síðustu vinstri stjórnar, sem Steingrímur J. Sigfússon for- maður Vinstri grænna átti sæti í, jukust skuldir ríkisins til að mynda gríðarlega. Sama má segja um skuldir Reykjavíkurborgar í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. Það er engin ástæða til að ætla að þróunin hjá ríkissjóði yrði með öðr- um hætti ef þessir tveir stjórnmála- foringjar fengju tækifæri að loknum kosningum til að mynda hið svokall- aða kaffibandalag í samvinnu við Frjálslynda flokkinn. Við Seltirningar erum stoltir af því að fjárhagsstaða bæjarins undir stjórn sjálfstæðismanna er það góð að hér getum við framkvæmt fyrir vaxtatekjur í stað þess að hafa þungar vaxtabyrðar. Svipaða sögu er að segja um ríkissjóð og full ástæða fyrir Íslendinga að vera stoltir af rekstri hans. Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði vaxta- tekjur hans 2 milljarðar króna um- fram vaxtagjöld. Vinstri stjórn mundi snúa þróuninni við Ef kosningarnar 12. maí færu þann- ig að við þyrftum að búa við vinstri stjórn næstu árin má ganga út frá því sem vísu að þessi þróun snerist við. Þá færum við aftur í það gam- alkunna far að greiða háar fjár- hæðir í vexti til erlendra lán- ardrottna. Og við skulum minnast þess að þær fjárhæðir nýtast ekki til uppbyggingar og velferðarmála hér á landi. Gleymda umræðu- efnið í kosningunum Eftir Jónmund Guðmarsson Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna og bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi. Bjarni Jónsson | 4. maí Við sama heygarðshornið EIGNARHALDIÐ á atvinnutækj- unum og auðlindunum skipta höf- uðmáli fyrir arðsemi þeirra. Fyrir því eru haldgóð hagfræðileg rök og reynsla frá dög- um Adams Smiths fyr- ir rúmum 200 árum. Sameignarsinnar hafa þó alla tíð verið á öndverðri skoðun en hafa eftir gjaldþrot sameignarstefn- unnar klætt viðhorf sín í dulargervi. Meira: bjarnijonsson.blog.is Jakob Björnsson | 4. maí Það liggur víst á að virkja Í STERN-skýrslunni um gróður- húsaáhrifin er lögð áhersla á nauð- syn þess að „gera strax það sem hægt er að gera strax“ til að vinna á móti þeim. Meðal þess sem hægt er að gera strax er að auka álvinnslu á Íslandi með virkjun vatnsorku og jarðhita í stað rafmagns úr eldsneyti. Hvert áltonn á Íslandi sparar andrúmsloftinu 12,5 tonn af CO2. Það liggur því á að virkja hér samkvæmt þeirri skýrslu. Meira: jakobbjornsson.blog.is ÉG ER einn þeirra, sem komnir eru í hóp eldri borg- ara og það fyrir allnokkru. Það hefur sannarlega ekki farið framhjá mér, frekar en öðrum hvar ég eða öllu heldur við erum í gogg- unarröðinni, þegar vísað er til sætis í þessu samfélagi. Mér finnst í meira lagi hraustlega að verið, þegar ráð- herrar mæta í viðtöl, með allt niður um sig í málefnum aldraðra og öryrkja og láta eins og þar sé allt í þessu fína lagi. Fjármálaráðherra talar um tugi pró- senta, sem farið hafi í aukin framlög til þessa fólks. Hann virðist halda að auðvelt sé að villa um fyrir okkur með svona talnaleikfimi. Það er nú ekki alveg víst. Við vitum t.d. að ef öldungurinn fær 20% hækkun á 100 þúsundin sín þá gerir það 20 þúsund. Fái ráðherrann hinsvegar 20% á milljónina sína þá gerir það 200 þúsund! Sjálfsagt segir hann að báðir hafi fengið sömu hækkun, 20%! Það er ekki flóknara en þetta, málið dautt. Þá eru nú viðbrögð heilbrigðisráðherra ekki klökk. Þegar hún er innt eftir einhverjum efndum á 8 eða jafn- vel 12 ára gömlum loforðum stendur ekki á svörunum: „Jú jú, þetta mál er í fullri vinnslu í ráðuneytinu. Ég setti nefnd í málið í gær. Hún á að skila af sér í haust.“ (les: eftir kosningar) Hugsið ykkur að flokkurinn hennar hefur farið með málefni aldraðra og öryrkja í 12 ár samfleytt. Henni leið- ast biðlistar, enda eru alltof margir að setja nöfnin sín þar, miklu fleiri en á hinum Norðurlöndunum! Fram- kvæmdasjóður aldraðra er ekkert endilega notaður „til framkvæmda í þágu aldraðra“. Það þykir hentugt að grípa til hans í ýmislegt annað. Má þar nefna áróð- ursplögg fyrir ráðherrann eða til að rétta slagsíðuna á óperukórnum. Þegar hressa þarf uppá vinsældirnar eru kallaðir til myndatökumenn og tekin „skóflustunga“ Okkur hinum þykir nú lítið gagn að „skóflustungum“ ef ekkert meira gerist. En hún myndast vel, og veit af því. Sagan endurtekur sig. Og nú koma þau eina ferðina enn, búin að blása rykið af margsviknum kosningaloforðum. Nú er ekki grjót á hól- um: „Við höldum ótrauð áfram glæsilegu uppbygging- arstarfi okkar“! Hann er eflaust sæmdarmaður, hann Jón Framsóknarformaður, en fyrirsætubransinn hentar honum ekki, hreint ekki. Í öllum loforðagalsanum er eins og mönnum líði misvel. Menn hrökkva við þegar innt er eftir því hvort þeim finnist nú ekki tímabært að færa frítekjumarkið í svipað horf og það var þegar þeir tóku við stjórnartaumunum. „Hafið þið bara gáð að því hvað þetta kostar ríkið marga milljarða?“ En eru það ekki bara milljarðar, sem ríkið átti aldrei að taka til sín? Reiknað til núvirðis var frítekjumarkið 140 þús. fyrir 12 árum, en er 90 þús í dag. Okkur, sem erum því vönust að hugsa í lágum tölum fyndist umtalsverð bót að því að þessu yrði kippt í lag. Líklega kostar nú eitthvað að drita niður sendiráðum tvist og bast um heimsbyggðina, eða þá að senda afskrif- aða pólitíkusa í lystireisur vítt og breitt um veröldina. Sumir milljarðar eru dýrari en aðrir. Nú er ríkisstjórnin búin að selja flestar eigur sínar, sem eigulegar eru. Ekki nóg með það. Svo er að sjá sem hún sé búin að marglofa sumum milljörðunum sem þetta ráðslag gaf í kassann. En það verður trúlega fátt um fína drætti á næstunni. Hún mjólkar ekki mikið á morgun, kýrin sem þeir skáru í gær. „Málið er í fullri vinnslu“ Eftir Guðjón E. Jónsson Höfundur er fyrrverandi kennari og skólastjóri. NETGREINAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.