Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú meiri brandarinn Margrét mín, það er ekki að undra þó dallurinn leki, það er bara ekkert verið að kjósa um umhverfismál. VEÐUR Til eru þeir sérfróðu menn um ís-lenzk stjórnmál, sem eru ekki al- veg jafn hrifnir og Morg- unblaðið af þeirri löggjöf, sem sett hefur ver- ið um fjármál íslenzkra stjórn- málaflokka og takmarkar mögu- leika fyrirtækja og fjársterkra aðila til að veita einstökum flokkum stuðning í kosningum eins og nú standa yfir.     Þessir aðilar telja, að alltaf verðihægt að fara fram hjá slíkum lagaákvæðum með einum eða öðrum hætti. Og þegar spurt er hvernig það sé hægt er svarið: Sjáið t.d. forsetabókina og er þá átt við bókina, sem Guðjón Frið- riksson er að skrifa um núverandi forseta Íslands.     Hver getur bannað fjársterkumaðilum að standa undir kostnaði við útgáfu slíkrar bókar til stuðn- ings frambjóðanda í prófkjöri eða forystumanni stjórnmálaflokks?     Hér er bók Guðjóns um forsetannaugljóslega tekin sem dæmi um hvað gæti gerzt eða hvað hægt er að gera.     Þetta er auðvitað umhugsunarefniog nauðsynlegt að fylgjast með því, að ekki sé farið í kringum lög- gjöfina um fjármál flokkanna. Það er t.d. hægt með því að setja í lög ákvæði um ákveðið gagnsæi í öllum þeim aðgerðum, sem flokkast geta undir einhvers konar stuðning við frambjóðanda, hvort sem er í for- setakjöri, þingkosningum, sveit- arstjórnarkosningum eða próf- kjörum.     Þetta er óneitanlega verðugt um-hugsunarefni og sjálfsagt að bæta löggjöfina eins og kostur er. STAKSTEINAR Fram hjá lögum? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             ! " "       #         :  *$;<                    !"#  $ %  &'  (( &   (   )  *   +# *! $$ ; *! $ !%  & '   %  '  (  ' ) * =2 =! =2 =! =2 $ ('&   + # , -./   >         ;     0.   ! '   '  ## ! 0.1 . 2  # 3  / %   " 4  /    " *  0.   ! '   '  ## ! 0.1 . 2  # 3  / %   " 4  /    " /    0.   1 .     ',  &  .    # " 5!   ! 0.1 . 2  # 3     ##   # 3  6 %   # " 4      3 ' #  %   " 7 ! 88 ' )! 9  .) + # 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 3 3 3  "   " " "   " " " " " "  " " 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sóley Tómasdóttir | 2. maí 2007 Til fjölmiðla Væri því ekki eðlilegt að eins og hálfum þætti yrði varið í að ræða jafnrétti kynjanna? Kynbundinn launa- munur, klámvæðing, kynbundið ofbeldi, at- vinnutækifæri kynjanna, menntun og staðalmyndir væru tilvalið um- ræðuefni hvert um sig, þó vel væri hægt að sameina þetta allt undir yf- irskriftinni kynjajafnrétti. Konur (og margir karlar) hafa áhuga á að vita hvað stjórnmálaflokkarnir hyggjast fyrir í þessum málum. Meira: soley.blog.is Óli Björn Kárason | 3. maí 2007 Ólafur Ragnar og Björgólfur Fyrir sagnaritarann verður auðvitað nauð- synlegt að líta til for- sögu Ólafs Ragnars og kortleggja viðhorf hans til viðskiptalífs- ins. Þar verður auðvitað sagt frá því þegar Ólafur Ragnar, sem fjár- málaráðherra, lét ráðast inn í Hag- virki en ekki verður síður dregið fram með hvaða hætti forsetinn kom fram í Hafskipsmálinu. Meira: businessreport.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 3. maí 2007 Klíkufundir – taktleysi! Fyrsta opinbera kynn- ingin sem fram fer á inntaki skýrslunnar fer ekki fram á opnum borgarafundi – ekki á sameiginlegum fundi allra stjórnmálaflokka. Ónei. Fyrsta formlega kynningin þar sem aðstandendur skýrslunnar gefa kost á fyrirspurnum og svörum – hún fer fram á lokuðum fundi Sjálfstæðismanna á Ísafirði. Er hægt að hugsa sér neyðarlegra takt- leysi? Meira: olinathorv.blog.is Bjarni Harðarson | 3. maí 2007 Fréttastofa í kviksyndi Vinur minn Helgi Selj- an hefur varla séð fyrir það kviksyndi sem hann var að koma sér og sinni stóru stofnun út í með Bjartmarz- málinu. En áður en lýkur á þetta mál eftir að verða Rík- isútvarpinu dýrkeyptara en nokkru sinni okkur Framsóknarmönnum og það er greinilegt af athugasemdum Þórhalls Gunnarssonar í dag að hann gerir sér grein fyrir þessari grafalvarlegu stöðu. Nú ætla ég ekki að gera Helga það upp að hafa sett fréttina fram í pólitískum til- gangi en vitaskuld hefði verið heppi- legra fyrir RÚV að setja varkárari fréttamann í málið í byrjun og helst fréttamann sem ekki var alinn upp á DV og á ekki að bakgrunni að hafa verið starfsmaður Samfylking- arinnar. „Fréttin“ um meinta spillingu við veitingu ríkisfangs Gvatemalastúlk- unnar byggir frá fyrstu tíð á getgát- um og það sér hver vanur frétta- maður að í hana vantar alveg allan trúverðugleika og heimildir. Það hefur einfaldlega enginn, hvorki Kolbrún Halldórsdóttir, Sigurjón Þórðarson né nokkur annar sýnt fram á hið óeðlilega. Ef við skoðum þetta útfrá hefðbundnum glæpa- fræðum þá vantar bæði sannanir og ástæðu fyrir glæp. Það segir sig al- gerlega sjálft í þessu máli að hags- munir Jónínu Bjartmarz af því að tilvonandi tengdadóttir hennar fengi ríkisfang á Íslandi eru ekki svo ríkir að líklegt sé að hún hafi þar hætt pólitískum frama sínum og beitt bellibrögðum. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar hafa vitnað um það að afgreiðsla á erindinu var algerlega eðlileg og það er ekkert handfast til þess að draga yfirlýsingar þeirra í efa enda hefðu þau haft meiri pólitískan hag af öðru svari eða hreinlega því að þegja. Ásakanir Kolbrúnar og Sigurjóns eru aftur á móti ótrúverðugar og lykta af því að kosningar eru í nánd. Það alvarlegasta í fréttaflutningi RÚV er svo hvernig allar venjulegar reglur um mikilvægi mála og for- gangsröð hafa verið brotnar á und- anförnum dögum með því að marg- endurtaka þessa frétt án þess að nokkuð nýtt hafi komið fram. Meira: bjarnihardar.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.