Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María Tryggva-dóttir fæddist í Reykjavík 17. nóv- ember 1917. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardag- inn 28. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónasdóttir kennari og kaupkona í Reykjavík, f. 7. október 1887, d. 17. ágúst 1962, og Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri, f. 18. október 1835, d. 21. október 1917. Systur Maríu voru Lilý Guðrún, f. 24. september 1912, látin og Áslaug, f. 28. mars 1916, látin. María giftist Gunnari Krist- inssyni verslunarmanni og söngv- ara í Reykjavík 12. október 1946, f. 5. október 1917, d. 21. október arstúlka á tannlæknastofu 1932 og starfaði á tannlæknastofu þar til hún hætti fastri vinnu 1990 eða í hartnær 60 ár, fyrst sem aðstoð- arstúlka til 1940, síðan sem tann- smiður og síðar tannsmíðameist- ari eftir að tannsmíði var gerð að iðnnámi. María ólst upp í Lauf- ásvegi 37 og eftir að hún gekk í hjónaband bjuggu María og Gunnar alltaf í Reykjavík utan ’46-’48 er hann lagði stund á söngnám í Svíþjóð, 1954-1966 bjuggu þau á Tómasarhaga 53, en frá 1966 til dauðadags á Reynimel 80. María starfaði að félagsmálum innan Tannsmiðafélags Íslands og var gerð að heiðursfélaga 1987. Jafnframt starfaði hún mikið með Kvennadeild Rauða krossins á síð- ari árum. Útför Maríu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 2004. Börn þeirra: 1) Helgi versl- unarmaður í Reykja- vík, f. 4. maí 1948. 2) Gunnar Kristinn framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, f. 21. febrúar 1950, maki Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, póstmeistari í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra a) María Kristín 28. ágúst 1974, í sambúð með Atla Þór Þórssyni. a1) Eydís Rún Arnardóttir, a2) Sigrún Fjóla Atladóttir. b) Gunn- ar Geir 18. ágúst. 1976, maki Fríða Björk Arnardóttir. b1) Kristinn Örn Gunnarsson. c) Inga Lilý 7. september 1977, maki Hilmar Þórlindsson. c1) Þórunn María Hilmarsdóttir. María hóf störf sem aðstoð- Elsku amma Maja hefur nú feng- ið hvíldina miklu eftir mikil veik- indi undanfarna mánuði. Amma Maja var alveg ótrúlega dugleg og drífandi kona. Vinamörg, myndarleg í öllum skilningi þess orðs og féll sjaldnast verk úr hendi. Það var órjúfanlegur hluti af bernsku okkar systkinanna að koma í heimsókn á Reynimelinn til ömmu og afa. Áratugum saman mættum við í sunnudagskaffi og alltaf gat maður treyst á að fá súkkulaðiköku og bollur með rifs- berjahlaupi. Ófá skipti kíktum við líka í heimsókn á leiðinni heim úr skólanum, og jafnvel gaukaði amma að manni spýtubrjóstsykri. Alltaf var maður jafn velkominn og amma og afi jafn glöð að sjá okkur. Amma var ótrúlega ung í anda og glæsileg kona. Hún hreyfði sig mikið, fór í sund eldsnemma á morgnana, eldriborgaraleikfimi og gekk daglega um vesturbæinn eins lengi og hún hafði heilsu til. Það kemur enn fyrir að maður hugsi augnablik "ætli þetta sé amma?" þegar maður sér aftan á hvíthærða konu á röskri göngu um vesturbæ- inn, því ósjaldan rakst maður á hana við slíka iðju. Ömmu leið aldrei vel iðjulausri og fann sér stöðugt eitthvað að gera, hvort sem það var bakstur, hannyrðir, garðyrkja eða hreyfing. Hún hafði yndi af garðinum sínum á Laufásveginum þar sem hún ólst upp og skildi maður oft ekkert í hvað hún hafði heilsu í að sinna honum klukkutímum saman, komin hátt á níræðisaldurinn. Amma barðist áratugum saman við veikindi, þrátt fyrir ótrúlega heilsusamlegt líferni. Hún var þó ótrúlega stolt kona, sá afar vel um sig og sína og sagðist vel geta búið ein. Fyrir um 9 mánuðum varð hún þó fyrir þeim veikindum sem smám saman drógu úr henni allan and- legan og líkamlegan þrótt. Það var einstaklega erfitt að horfa upp á þessa dugmiklu konu hrörna svo mikið, og við vitum að henni líður betur nú á nýjum stað með afa Gunnari. Hvíl í friði, elsku amma. María Kristín, Gunnar Geir og Inga Lilý. Eftir langvinn og erfið veikindi verður hvíldin ekki það versta. Þór- unn Anna María lést 27. apríl. Hún var tengdamóðir systur minnar og þannig kynntist ég henni sem Ömmu Maju á Reynimel. Ég bjó í Vestmannaeyjum en byrjaði ung að passa börn systur minnar í Reykja- vík og þar með eignaðist ég nýja vinkonu í Ömmu Maju. Frá því ég var lítil stelpa var ég alltaf hjart- anlega velkomin á Reynimelinn og þar var ekki ósjaldan tekið á móti manni með heimabökuðum rúnn- stykkjum, rifsberjasultu frá Lauf- ásveginum og nýbökuðum kökum. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn og finna þessa hlýju og öryggi sem börnum og unglingum er svo nauðsynlegt. María var mikil fyrirmynd, reykti hvorki né drakk, stundaði sund á hverjum morgni, borðaði hollan mat og gekk mikið. Svo var hún alltaf svo dugleg í höndunum, prjónaði mikið og var mikil húsmóðir. Kostir sem eru ekki hátt skrifaðir í dag. Með þessu öllu vann hún líka sem tannsmiður og elskaði starf sitt. Það eru for- réttindi að hafa fengið að kynnast Maríu og fyrir það er ég þakklát. Megi algóður guð styrkja syni hennar og fjölskyldur. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Guðrún Kristín. María Tryggvadóttir á sér merka sögu tengda tannlækningum á Ís- landi, því að um þær mundir sem TFÍ er að halda upp á 5 ára afmæl- ið sitt árið 1932 gerist hún ,,klinik- dama“ hjá Jóni Benjamínsyni tann- lækni í Reykjavík. Er ekki ofmælt að Maríu fannst breyttir tímar hvað varðar samskipti klinik- stúlkna við húsbændur sína. Hafði hún haft á orði að í þann tíma hefði þótt sjálfsagt að ,,klinikdama“ tæki við yfirhöfn tannlæknis að morgni og aðstoðaði hann við að klæðast vinnuslopp sínum. Þá voru þéring- ar milli náins samstarfsfólks taldar sjálfsagðar. Nokkrum árum síðar hóf hún nám við tannsmíði hjá Matthíasi Hreiðarssyni sem rak tannlækningarstofu í Reykjavík í marga áratugi. Lauk hún því námi María Tryggvadóttir ✝ Sigurbjörg Þor-valdsdóttir fæddist í Ólafsfirði 8. október 1918. Hún lést á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi þriðju- daginn 24. apríl síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Þorsteins- dóttur, f. á Hólkoti í Ólafsfirði 14. októ- ber 1892, d. 21. ágúst 1962, og Þor- valdar Sigurðs- sonar, útgerðarmanns og spari- sjóðsstjóra, f. á Höfða á Höfðaströnd 27. feb. 1887, d. 2. ágúst 1971. Sigurbjörg var ein- birni en árið 1923 tóku foreldrar hennar Jakobínu Jónsdóttur, f. 6. maí 1920, í fóstur en hún var syst- urdóttir Þorvaldar. Hún bjó lengst af í Danmörku, en er nú látin. Eiginmaður Sigurbjargar var Jóhannes Elíasson, lögmaður og síðar bankastjóri, f. á Hrauni í myndaleikstjóri, f. 17. nóvember 1948, gift Sigurði Pálssyni, rithöf- undi, f. 30. júlí 1948. Sonur þeirra er Jóhannes Páll, f. 20. mars 1987. 3) Þorvaldur, lögmaður, f. 3. nóv. 1949, kvæntur Sonju Hilmars, læknaritara, f. 1. ágúst 1949. Dæt- ur þeirra eru: a) Anna Sigrún, tannsmiður, f. 23. jan. 1970, í sam- búð með Ásgeiri Sæmundssyni, matreiðslumeistara, f. 29. nóv- ember 1964. Þau eiga tvær dætur: Sonju, f. 19. okt. 1992, og Ásgerði, f. 18. júlí 1997. b) Sigurbjörg, hjúkrunarfræðingur, f. 13. feb. 1978. Sigurbjörg ólst upp í Ólafsfirði, en fór í nám til Kaupmannahafnar árið 1937 í snyrtiskólann Klinik. Hún kom síðan heim haustið 1940. Þegar hún giftist Jóhannesi 1942 settust þau hjónin að í Reykjavík. Hún var heimavinnandi húsmóðir, en eftir lát eiginmanns síns tók hún einnig virkan þátt í starfi Rauða krossins um langt árabil. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Öxnadal 19. maí 1920, d. 17. mars 1975. Þau gengu í hjónaband á Möðru- völlum í Hörgárdal hinn 14. júlí 1942. Foreldrar hans voru Róslín Berghildur Jóhannesdóttir, f. á Hrauni í Öxnadal 24. febrúar 1897, d. 28. janúar 1935, og Elías Tómasson, bóndi á Hrauni í Öxnadal og síðar bankafulltrúi á Akureyri, f. á Steins- stöðum í Öxnadal 3. apríl 1894, d. 8. september 1971. Systir Jóhannesar er Jóhanna Elíasdóttir, fyrrverandi talsíma- varðstjóri á Akureyri, f. 22. jan. 1925. Hún er ekkja Vignis Ársæls- sonar, sölufulltrúa, f. 23. febrúar 1924, d. 20. maí 1979. Sigurbjörg og Jóhannes eign- uðust þrjú börn, þau eru: 1) Rósl- ín, Bowen-tæknir, f. 9. nóvember 1942, áður gift Eric S. Boyce, við- skiptafræðingi. 2) Kristín, kvik- Þegar Sigurbjörg Jóhannesdóttir langamma mín andaðist árið 1930 voru ort um hana eftirmæli sem lýsa einnig sérstaklega vel eðlisþátt- um og viðhorfi dótturdóttur hennar, móður minnar, Sigurbjargar Þor- valdsdóttur, til lífsins og samferða- fólksins. Um höfund ljóðsins er ekki vitað en kveðjan var frá syni og tengdadóttur. Síðustu tvö erindin eru svohljóðandi: Ég er í huga hljóður mitt hjarta söknuð ber. Því enginn átti móður ástríkari þér. Þú margra mæðu breyttir þú mildi og hlýju barst. Þú öllum athvarf veittir þú allra skjöldur varst. Við grátum ei þér yfir en unnið þökkum starf. Hin ljúfa minning lifir er lætur þú í arf. Er banans öldur breiðar loks brúa dauðinn má Og saman liggja leiðar. – Hve ljúft að hittast þá. (Höf. ók.) Ég hef valið þessi erindi úr ljóð- inu vegna þess að þau orða þær til- finningar sem ég ber til móður minnar betur en ég sjálf get gert. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að eyða þessum síðustu árum með henni og annast hana. Það er einnig með hennar hjálp og fordæmi að ég hef komist þangað sem ég er í dag. Ég kveð móður mína með sárum söknuði, en ég veit að hún er komin á góðan stað og líður vel, umvafin kærleika og ljósi. Mig langar að endingu að þakka öllu starfsfólkinu á lungnadeild Borgarspítalans fyrir þá miklu hlýju og góðvild sem þau sýndu henni og fyrir að lofa mér að vera hjá henni dag og nótt til hinstu stundar. Róslín Jóhannesdóttir. Mér birtist einu sinni fyrir um það bil 30 árum ljósmynd í draumi. Hún var af pabba að hjálpa mömmu yfir á. Hann rétti höndina á móti henni hinum megin árinnar. Við börnin bröltum í þúfum, héldumst í hendur, þó nokkuð á eftir þeim. Þessi draumsýn varð seinna horn- steinninn að kvikmyndinni Á hjara veraldar og rataði þar inn í senu þegar móðirin, ein af aðalpersónum myndarinnar, deyr og hverfur til dalsins þaðan sem hún var upprunn- in. Þennan dal hefur staðið til að setja undir uppistöðulón fyrir virkj- un og það getur hún ekki sætt sig við. Í myndinni leikur Öxnadalurinn þennan dal og við fylgjum sjónar- horni hennar látinnar þar sem hún svífur inn dalinn og engjafólk fortíð- arinnar fagnar henni og hún sér manninn sinn rétta sér höndina yfir ána … Ég vil gjarnan halda í þessa mynd núna og trúa því að pabbi hafi rétt henni höndina og hún sé umvaf- in ástinni handan árinnar og pabbi hafi munað eftir því að setja aríu Toscu á fóninn. Ástin var kjarninn í lífi mömmu. Ég man eitt sinn þegar ég var mjög ung sagði mamma mér að maður væri algjörlega handviss á augna- blikinu þegar lífsförunauturinn birt- ist. Sagði að þegar hún sjálf hafði séð Jóhannes sinn í fyrsta skipti í gilinu á Akureyri hefði hún fengið þvílíkan skjálfta í hnén að hún var næstum rokin um koll. Samt voru þau ekki sömu megin á götunni. Þau þekktust ekkert þá og það var ekki fyrr en hún dreif sig inn í bakaríið þar sem hann vann með náminu í Menntaskólanum á Akureyri og keypti af honum marsipanköku að eiginleg kynni hófust. Þá voru þau heldur ekkert að tvínóna við hlutina. Á einu ári voru þau gift, búin að eignast dóttur og flutt til Reykja- víkur. Bað mamma mig lengstra orða að gefa mig ekki nokkrum manni fyrr en ég hefði fundið skýrt fyrir þessum skjálftaáhrifum. Mamma gerði nefnilega ekkert með hangandi hendi enda var hún „sigld“ og hafði farið til Köben í nám og lent í sögufrægum stríðs- hrakningum sem kenndar eru við Petsamo á heimleið í stríðinu og hefði með þessa reynslu treyst sér í hvað sem er. En hún valdi ástina og umhyggjuna. Hún studdi pabba dyggilega í laganáminu og yfirleitt til allra verka, var þó oft hart í ári hjá þeim framan af. Hún bjó honum og okkur síðar gott heimili sem var lærdómssetur jafnt sem samkomu- staður og athvarf þar sem fegurð, virðing og traust urðu hornstein- arnir. Eins og foreldrar hennar hafði mamma djúpan skilning á því, að gleðin er aflgjafi í gæfuleit sérhvers manns sem og samfélagsins alls og því reyndi hún að miðla til annarra og neytti allra bragða til að örva okkur börnin, styrkja skilningarvit- in og hvetja okkur til að gleðjast yf- ir gjöfum þessa lífs. Mér er til efs að nokkur lifandi manneskja hafi hlust- að jafn oft á Gullna hliðið á vínyl og ég sem unglingur með mömmu og hún svo upptendruð í hvert skipti að það var ekki annað hægt en að hrí- fast með, a.m.k. fyrstu fimmtíu skiptin. Ég er líklega búin að reyna að undirbúa mig lengi undir móður- missinn, jafnvel alveg frá því ljós- myndin birtist mér fyrir um þrjátíu árum. Oft hefur mér dottið í hug á þessum áratugum að almættið hafi átt í samningaviðræðum við óvininn um mömmu í þetta skiptið til þess að gera aðra útgáfu af Jobsbók. Til- raun um trúfestu í þjáningunni. Ég veit ekki um aðra manneskju sem hefur sigrast á jafn mörgum ban- vænum sjúkdómum með ylhæðinn húmor að vopni sem var alveg í sér- flokki. Fyrsta minning mín um mömmu er kona á gulum kjól að ryksuga stofu horfandi út í einhverja óskil- greinda fjarlægð. Á stóra gramma- fóninum er Chopinsónata á fullu í harðri samkeppni við Hoover-ryk- suguna sem þessi fallega kona dreg- ur fram og til baka yfir blómskrúðið í teppinu. Það er hins vegar alsælu- svipurinn á andlitinu sem er fók- uspunktur minn. Ég hef varla verið meira en þriggja ára enda sjónar- hornið mjög lágt og ég gleymi aldrei hvernig ég svolgraði í mig þennan kraft sælunnar sem streymdi frá henni. Ég sá þennan svip aftur á henni síðasta daginn hennar hér en þá hafði hún fyrir löngu lagt ryksug- unni endanlega og í stað Chopins- sónötunnar var komið róandi gutlið í súrefnisflöskunni hennar. Hvíldu í langþráðum friði, elsku mamma. Kristín Jóhannesdóttir. Sigurbjörg tengdamóðir mín var komin af fólki sem byggði upp Ólafsfjörð á sínum tíma, fólki sem tókst á við kringumstæður sem við getum varla gert okkur í hugarlund, stórhuga fólk og þrautseigt. Þor- valdur faðir hennar útgerðarmaður og síðar sparisjóðsstjóri, Kristín móðir hennar mögnuð kona og list- ræn, sótti sér menntun í hannyrðum og listum í upphafi aldarinnar, fór fótgangandi suður yfir heiðar, sigldi til Noregs og Danmerkur, lét ekk- ert stöðva sig. Stjórnaði kjölfest- uheimili Ólafsfjarðar um áratuga skeið, ræktaði skrúðgarð andspænis Norður-Íshafinu, þetta átti ekki að vera hægt og var auðvitað ekki hægt, en hún gerði það samt. Þrautseigja og ræktun gætu verið lykilorðin í lífi þessa fólks og alveg örugglega í lífi Sigurbjargar. Allt greri í höndunum á henni, náði góð- um þroska. Hún var úti í garði öll- um stundum, ræktaði ótrúlegustu jurtir, kunni á þeim öllum skil og nöfn. Að sjá Sigurbjörgu Þorvalds- dóttur úti í garði var eins og að sjá fisk í vatni; það blasti við einhvers konar augljóst og eðlilegt samband, samlíf, sem var ótvírætt og á ein- hvern dularfullan hátt rétt. Þau Jóhannes Elíasson banka- stjóri, eiginmaður hennar, voru ein- staklega samrýnd, mynduðu órofa heild. Sú heild rofnaði hér í heimi með andláti hans fyrir þrjátíu og tveimur árum, hann varð bráð- kvaddur, aðeins fimmtíu og fjögra ára. Líðan Sigurbjargar verður vart með orðum lýst. En smám saman fór að rofa til. Baráttugenin skildu ekki uppgjöf. Svo var Anna Sigrún mætt til leiks og þremur árum síð- ar, árið 1978, eignaðist Sigurbjörg sonardóttur og alnöfnu og dóttur- soninn Jóhannes Pál nokkrum árum síðar eða fyrir tuttugu árum. Mér er minnisstætt hvað þau amma hans áttu vel saman, hvað ræktunarhæfni hennar var augljós þegar hún ann- aðist börn. Gleði hennar var ómæld þegar Jóhannes Páll gat leikið eft- irlætislagið hennar, Für Elise, með glæsibrag á píanó. Ef hún var rúm- föst var það spilað gegnum síma. Fyrir allmörgum árum hellti hún sér út í leirlistanám og þá kom vel í Sigurbjörg Þorvaldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.