Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 43
2004. Hún var um „Hvíta stríðið“
1921, þegar barist var um erlendan
dreng, sem sósíalistinn Ólafur Frið-
riksson ritstjóri hafði tekið með sér
hingað. Hann reyndist vera með smit-
næman augnsjúkdóm, trachoma, og
vildi valdstjórnin því senda hann úr
landi. Ólafur óhlýðnaðist, og þurfti þá
að bjóða út varaliði lögreglu. Pétur
hafði grafið upp, að pilturinn hefði síð-
ar fengið bót meins síns erlendis.
Taldi hann brottvísun hans hina
verstu valdníðslu. Ég var undrandi,
þegar ég kom á fundinn, sem Pétur
hafði haft allt frumkvæði að. Salurinn
var troðfullur! Pétur flutti skörulega
framsöguræðu, en ekki skipulega.
Lagði hann áherslu á, að trachoma
væri læknanlegur sjúkdómur, svo að
rétt hefði verið að reyna að lækna
piltinn hér í stað þess að vísa honum
brott. Ég svaraði, að jafnvel einbeitt-
ustu frelsisunnendur vildu takmarka
frelsi til að bera smit. Árið 1921 hefðu
aðstæður verið erfiðar á Íslandi,
þröngbýlt í Reykjavík, fólk fátækt,
aðeins tveir sérfróðir augnlæknar á
öllu landinu og spánska veikin öllum í
fersku minni. Aðalatriðið væri þó, að
Ólafur Friðriksson og bardagasveit
hans hefðu reynt með ofbeldi að koma
í veg fyrir, að boði löglegra yfirvalda
væri fylgt.
Þessi kappræða snerist upp í ein-
vígi um íslenskan fróðleik. Hvor gat
farið með mergjaðri ákvæðavísur og
sært fram sterkari stuðningsmenn
frá fyrri tíð? Þegar ég vitnaði í gagn-
rýni Ólafs Björnssonar prófessors á
haftabúskapinn, svaraði Pétur því til,
að Steinn Steinarr skáld hefði farið
óvirðulegum orðum um mág sinn,
Ólaf. Þá minnti ég Pétur á, að Steinn
hefði snúist frá kommúnisma síðustu
æviárin og ort mögnuð kvæði gegn
Kremlverjum. Þegar ég vitnaði í ný-
birt skjöl, sem sýndu, að sósíalistar
hefðu þegið fjárhagsaðstoð frá Kreml
til að reisa stórhýsi Máls og menning-
ar við Laugaveg 18, rifjaði Pétur upp
sögusagnir um, að Kristinn E. Andr-
ésson, forstjóri Máls og menningar,
hefði fengið fyrirgreiðslu í Búnaðar-
bankanum gegn loforði um, að sósíal-
istar styddu Stefán Hilmarsson, son
Hilmars Stefánssonar bankastjóra, til
að taka við starfi föður síns. Þannig
má lengi telja. Skemmtu fundarmenn
sér hið besta. En nú mun þrumuraust
Péturs Péturssonar ekki heyrast
lengur. Hann lést 23. apríl 2007.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Eitt eftirminnilegasta augnablik ís-
lensks útvarps var fyrir 55 árum þeg-
ar Sigfús Halldórsson frumflutti lag
sitt, Litlu fluguna, og það varð á allra
vörum daginn eftir. En þátturinn,
sem lagið var flutt í, var engu ómerk-
ari en lagið. Þetta var fyrsti blandaði
útvarpsþátturinn hér á landi og und-
anfari allra slíkra síðan, bæði í sjón-
varpi og útvarpi. Smekklegt nafn
þáttarins, „Sitt af hverju tagi“, sagði
allt um innihald hans og þar var við
stjórnvölinn einn merkasti frum-
kvöðull í ljósvakamiðlum á Íslandi,
Pétur Pétursson þulur. Það er sjón-
arsviptir að þessum hressilega manni
og öllum þeim kynstrum af söguleg-
um fróðleik frá öldinni sem leið sem
hann tekur með sér, – missir sem
aldrei verður bættur.
Ef hægt er að hugsa sér nokkurn
„þul“ í margræðri merkingu þá var
það þessi stórbrotni frásagnasnilling-
ur sem gaf manni hugmynd um
hvernig snilld sagnamanna Íslend-
ingasagnanna skóp hin ómetanlegu
verðmæti sem síðar voru skráð á
skinn. Auk þularstarfa í útvarpi starf-
aði Pétur áratugum saman í þágu
listamanna og skemmtikrafta og nú
þegar leiðir skiljast kveð ég þennan
gamla og gróna fjölskylduvin allt frá
æskuárum mínum með djúpri þökk
og virðingu og votta aðstandendum
hans innilega samúð.
Ómar Ragnarsson.
Kveðja til kærs föðurbróður okkar.
Þó jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól,
þá fylgir þeim gæfa, sem treysta á ástina og
vorið.
Með einum kossi má kveikja nýja sól.
Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið.
Hin innsta þrá getur eld til guðanna sótt.
Ein auðmjúk bæn getur leyst hinn hlekkjaða
fanga.
Svo fögnum þá – og fljúgum þangað í nótt,
sem frelsið ríkir, og sígrænir skógar anga.
Á hvítum vængjum fljúgum við frjáls og ein,
og fram undan blika skógar og draumaborgir.
Í útsæ loftsins laugum við okkur hrein.
Í logandi eldi brennum við okkar sorgir.
Við fljúgum þangað, sem friðlausir eiga skjól.
Þar fagnar okkur heilagur griðastaður.
Í veröld austan við mána og sunnan við sól
á söngvarinn lönd... Á jörð er hann skógar-
maður.
Til óskalandsins fljúgum við frjáls og ein.
Þar fáum við öllu jarðnesku böli að gleyma.
Á vegi þínum á jörð er steinn við stein.
Í stjörnuborgum söngvarans áttu heima.
Þú elskar ljóðin, lifir í anda hans.
Eg lofsyng nafn þitt, helga veröld mína.
Mín vígða brúður, drottning míns drauma-
lands.
Í drottins nafni krýp eg við fætur þína.
Með þig í faðminum flýg eg burt í nótt.
Nú finn eg gleðinnar töfra um hjartað streyma.
Að elska er að hafa eld til guðanna sótt
og opna þeirra fegurstu sólarheima.
Þó jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól,
þá fylgir þeim gæfa, sem treysta á ástina og
vorið.
Með einum kossi má kveikja nýja sól.
Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Í Guðs friði, kæri frændi.
Ólafía Kolbrún, Ásta og Guðrún
Steinunn Tryggvadætur.
Pétur vinur minn er dáinn.
Ég ætlaði ekki að trúa því að þessi
góði drengur væri farinn. Hann var
alltaf svo góður og gott að koma til
þeirra hjóna, hans og Birnu, á meðan
hún lifði. Á jólunum var sérstaklega
gaman en þá átti Birna afmæli og þá
fór Pétur á flug og sagði frá mörgu
skemmtilegu og brandararnir voru
margir. Ég átti oft leið um Vesturbæ-
inn og kom þá við hjá honum, og kem
ég til með að sakna þeirra ferða til
hans. Hann var góður drengur og vin-
ur vina sinna.
Ég vil að lokum senda mínar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu Péturs.
Segi að lokum: Far vel minn vin.
Farðu í friði.
Þínir vinir
Aldís og Stefán.
Pétur Pétursson vinur minn er lát-
inn. Rödd eins af bestu sonum þjóð-
arinnar er þögnuð. Þar er skarð fyrir
skildi. Ég heyrði fyrst í Pétri á ár-
unum þegar kalda stríðið geisaði og
verkalýðsbaráttan var sem hörðust.
Þá var hann í starfi hjá Ríkisútvarp-
inu og var með þátt þar sem hlust-
endur gátu hringt inn og sagt álit sitt
á því efni sem fjallað var um. Sumir
réðust þá harkalega á hann og
skömmuðu fyrir að vera of pólitískan,
en Pétur tók hraustlega á móti og
svaraði einarðlega fyrir sig. Þetta
voru fyrstu kynni mín af honum og
síðan var hann ávallt í miklu uppá-
haldi hjá mér.
Pétur var óþreytandi við að safna
að sér efni úr sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar, aðallega frá fyrri tíð. Þar
lágu leiðir okkar saman. Hann verk-
aði á mig eins og prófessor í sögu við
einhvern virtan háskóla úti í heimi.
Hann flutti mál sitt þannig að hann
fléttaði saman fróðleik og húmor og
það varð til þess að frásögnin fékk svo
viðkunnanlegan blæ að eftir var tekið
og mönnum leið vel í návist hans. En
hann var miklu meira, hann var einn
sérstæðasti persónuleiki sem ég hef
kynnst. Hann var þulur eins og þeir
sem maður lærði um í Íslandssögunni
forðum sem barn. Eins og maður gat
ímyndað sér lögsögumann til forna.
Í gegnum árin áttum við Pétur
töluverð samskipti. Hann hringdi í
mig alltaf öðru hvoru þegar hann
vantaði eitthvað að vita í sambandi við
gamla bókagerðarmenn. Stundum
tókst mér að miðla honum einhverju
efni eins og t.d. undirskriftalista með-
al prentara og bókbindara að fjár-
söfnun fyrir byggingu Alþýðuhússins
í Reykjavík. Ég leitaði til hans aftur á
móti þegar mig vantaði fróðleik um
húsið okkar bókagerðarmanna að
Hverfisgötu 21. Hann var útsmoginn
að komast að hinu sanna og í einu til-
felli vantaði mig að vita hvort Áfeng-
isverslun ríkisins hefði verið til húsa í
húsinu okkar – Þá sagði Pétur við
mig: Farðu vestur á Grímsstaðaholt, í
Símasafnið á Melunum og fáðu að
leita í gömlum símaskrám og það
dugði. – Vitneskjan komst á hreint.
Þannig var Pétur, ekkert nema hjálp-
semin í hverju sem var. Og það var
ekki eingöngu verkalýðspólitíkin sem
átti hug hans allan, það var bara allur
þjóðlegur fróðleikur, hverju nafni
sem nefnist, t.d. var hann fjölfróður
um gamla Reykvíkinga. Ég man eftir
einu sinni að hann fékk þá hugmynd
að það væri gaman að við gæfum út
plötu með söng og tónverkum gam-
alla bókagerðarmanna, t.d. Hauki
Morthens, Oliver Guðmundssyni,
Karli O. Runólfssyni o.fl., en það kom
dimmur skuggi á andlit hans þegar
hann sagði mér frá því að gamla upp-
takan hjá Ríkisútvarpinu með söng
Gísla Guðmundssonar bókbindara
(Gísla Gúm) væri nú brotin og eyði-
lögð.
Hann hvatti okkur til þess að sinna
þessum málum betur og gefa út þó
seinna væri tónverk eftir þessa gömlu
snillinga eða með flutningi þeirra. Ég
kem þessu hér með til skila til þeirra
sem kynnu að hafa áhuga. Verum
minnug þess að við eigum mikla auð-
legð í sögu lands og þjóðar.
Ég vil að lokum þakka Pétri sam-
fylgdina og allar þær stundir sem mér
leið vel í návist hans og sendi dóttur
hans Ragnheiði Ástu og öðrum að-
standendum bestu samúðarkveðjur
okkar Rögnu.
Svanur Jóhannesson.
Látinn er í Reykjavík Pétur Pét-
ursson, þulur, og langar mig að
kveðja hann með nokkrum orðum.
Rödd Péturs þuls fylgdi mér gegn-
um uppvöxtinn og æskuárin; drynj-
andi hádegisfréttir og tilkynningar í
Ríkisútvarpinu alvöruþrunginni
röddu yfir soðningunni.
Ég hafði ekki verið lengi við störf á
Borgarskjalasafni Reykjavíkur þegar
ég fékk símtal frá Pétri þul, en þannig
kynnti hann sig ávallt. Röddin ein
vakti upp ótal minningar, ekki síst hjá
ömmum mínum og öfum.
Pétur þulur var þarna að leita að
heimildum á Borgarskjalasafni fyrir
grein sem hann var að undirbúa og
þetta var fyrsta símtalið af ótal mörg-
um símtölum okkar um mögulegar
heimildir sem gætu komið Pétri að
notum. Ég held að fólk hafi ekki gert
sér grein fyrir hversu mikil rannsókn-
arvinna lá oft að baki greinarskrifum
hans um hús og sögu Reykjavíkur.
Pétur þekkti safnkostinn á Borgar-
skjalasafni vel, var kröfuharður um
þjónustu en kunni jafnframt að meta
góða og skjóta þjónustu starfsmanna
safnsins.
Borgarskjalasafnið fékk Pétur
nokkrum sinnum til að halda fyrir-
lestra um söguleg efni og voru þeir
ótrúlega skemmtilegir og fræðandi
enda ætíð vel sóttir. Pétur var sögu-
maður af gamla skólanum sem hafði
unun af því að rifja upp gamla tímann
og segja frá og ekki síst að tengja
saman ólík atriði þannig að maður gat
séð atburði og persónur ljóslifandi
fyrir sér. Síðasta skiptið sem Pétur
hélt fyrirlestur fyrir Borgarskjala-
safnið var hann kominn í göngugrind
og farinn að láta á sjá, enda mikið
áfall fyrir hann að missa konuna. En
andlega var hann jafn skýr, minnugur
og frásagnargóður. Pétur afhenti líka
safninu hluta af heimildarsöfnum sín-
um og er mikill fengur að þeim.
Kynni okkar Péturs tengdust í
fyrstu vinnunni fyrst og fremst en
þegar við fórum að þekkjast betur,
hringdi hann oft heim í mig, sérstak-
lega á sunnudögum og við áttum lang-
ar samræður um liðna tíð. Hann
spurði mig ætíð frétta af fjölskyld-
unni og lagði mér lífsreglurnar um
hvað ég ætti að kenna dætrum mín-
um. Til dæmis gaf hann þeim kass-
ettu með fuglahljóðum og sagði þeim
að allir krakkar þyrftu að þekkja nöfn
og hljóð fugla.
En nú er rödd Péturs þuls þögnuð
og það er skrítið að eiga ekki aftur
von á símtali frá honum. Ég kveð Pét-
ur þul með virðingu og söknuði og við
á Borgarskjalasafni sendum aðstand-
endum hans okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Svanhildur Bogadóttir
Í huganum geymi ég mynd af Pétri
Péturssyni: Fræðaþulurinn stígur út
úr leigubíl við Þjóðskjalsafnið á ní-
ræðisaldri með hjálp bílstjóra, grár
fyrir hærum, og gengur með erfiðis-
munum við staf eða hækju inn í safn-
ið. Þar ætlar hann að rýna í skjöl sjón-
dapur og viða að sér efni í
Morgunblaðsgrein. Slíkt starf má
kalla sigur viljans. Löngu eftir að
flestir menn af kynslóð Péturs höfðu
hætt að láta í sér heyra, birti hann
ótal greinar um söguleg efni í Morg-
unblaðinu og safnaði þeim saman í
bók. Þar var að finna margan fróð-
leiksmolann, minningar Péturs og
lýsingar hans á gömlu Reykjavík,
bænum, sem hann unni heitt og vissi
allt um.
Í tæpa þrjá áratugi naut ég þess að
geta hringt í Pétur og heimsótt hann
á hlýlegu heimili þeirra Birnu til að
heyra hann segja frá mönnum og mál-
efnum. Þó að Pétur væri frá barns-
aldri einn ákafasti vinstri-jafnaðar-
maður landsins og við værum lengi
eins ósammála um ýmis málefni og
tveir menn gátu hugsanlega verið,
fann ég vel, hvernig hann reyndi að
dæma menn af verðleikum og eigin
kynnum af þeim fremur en af stjórn-
málaskoðunum. Sósíalismi Péturs var
sósíalismi hjartans blandaður heitri
föðurlandsást.
Pétur bjó af kynnum sínum við
ógrynni manna á langri ævi. Enginn
heimildirmaður minn gat heldur
nafngreint fleiri einstaklinga á ljós-
myndum en Pétur, þegar ég undirbjó
myndræna sögu styrjaldaráranna á
Íslandi fyrir fáeinum árum. Þó var
sjón hans mjög skert orðin, en á hjálp
hans mátti að venju treysta, hvernig
sem á stóð. Nemendum mínum í Há-
skóla Íslands miðlaði hann einnig af
reynslu sinni af harðri verkalýðs- og
stjórnmálabaráttu kreppuáranna,
sem mótaði lífsviðhorf hans.
Pétur var eldhugi að upplagi, og sá
eldur, sem innra brann, hélt honum
gangandi löngu eftir að venjulegum
mönnum hefði skilist að líkaminn
gæti ekki meira. Víst kom þetta líka
fram í því að hann gat verið ærið
stríðlyndur. En hlýtt var hjartalag
Péturs, skopskynið ríkt og fróðleiks-
fýsnin óslökkvandi. Í æsku hefði hann
gjarnan viljað ganga menntaveginn,
en aðstæður og atvik komu í veg fyrir
að hann gæti stundað langt nám í
skólum. Pétur harmaði það þó ekki.
Hann ákvað að ganga sinn eigin
menntaveg og sú ganga endaði ekki
fyrr en með síðasta andvarpi hans.
Unun var að heyra hann fara með ljóð
utan bókar með sinni hljómmiklu
rödd, sem hafði áunnið honum miklar
vinsældir sem útvarpsþulur og upp-
lesari í Ríkisútvarpinu.
Minni Péturs var vissulega með fá-
dæmum og ekki gat ég merkt að það
væri í neinu skert, þegar ég heimsótti
hann í hinsta sinn á haustdögum.
Þrátt fyrir vanheilsu, lék sögumaður-
inn á alls oddi. Minni þjóðar, sem svo
er kallað, er vafalaust einhvers konar
sameign margra, en þó er ég sann-
færður um, að með fráfalli Péturs
skerðist þetta minni svo að um mun-
ar. Einn gildur strengur til fortíðar er
brostinn, Reykjavík hefur misst
tryggan uppeldisson og sjálfur sakna
ég vinar í stað. Fjölskyldu hans votta
ég innilega samúð.
Þór Whitehead.
Pétur frændi, eins og við kölluðum
hann alla tíð, er látinn. Við systkinin
fimm eigum okkar góðu minningar
um hann. Hann var giftur Birnu,
bestu frænku í heimi, og þær voru
ekki amalegar stundirnar sem við
krakkarnir áttum með þessu góða
fólki. Okkur þótti þau líka fallegustu
hjón í heimi og var þó á engan hallað.
Pétur heillaði alla með framkomu
sinni og talanda og okkur fannst hann
ótrúlega töff karl og hann var alla tíð
eins og unglamb í okkar augum. Við
vorum alltaf velkomin til þeirra og
það var á tímabili okkar annað heim-
ili. Ekkert heimili var eins smekklegt
og hlýlegt og þeirra. Í minningunni
eru þau síbrosandi að bera fram
kræsingar og nægur tími var fyrir
gestina. Við vorum aldrei fyrir þar og
Pétur hafði tíma til þess að spjalla við
okkur og fræða. Það var ekki kennd
slæm siðfræði á því heimili, allir jafn
velkomnir, háir sem lágir, og voru all-
ir umvafðir kærleika þeirra. Á tali
hans við gesti og gangandi mátti
heyra að hann hafði sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum. Það var auð-
velt fyrir þá sem hlustuðu að tileinka
sér skoðanir hans því hann var svo
sannfærandi og fullur ákafa og áhuga.
Það er óhætt að fullyrða það að sam-
gangur við þau hjónin á uppvaxtarár-
um okkar hafi mótað viðhorf okkar til
lífsins. Við ólumst líka upp við þá trú
að Pétur Pétursson væri einn af
greindustu mönnum í heimi þar sem
karl faðir okkar var óspar á lofsyrðin
um greind hans.
Hann var framan af ævinni eitt og
annað að sýsla og rak hann meðal
annars söluturna víða um bæ. Þaðan
eigum við öll skemmtilegar minning-
ar þegar við sem börn og unglingar
fengum að smakka ýmislegt góðgæti
sem ekki var daglega á boðstólum í þá
daga. Alltaf var hann að reyna að
gleðja okkur og fannst sjálfsagt að við
nytum góðs af hans eignum enda
safnaði hann aldrei auði og kapítal-
ískur hugsunarháttur var honum víðs
fjarri.
Nú þegar við lítum til baka og rifj-
um upp stundir okkar með Pétri
frænda kemur það berlega í ljós
hversu samrýnd þau hjónin voru því í
flestum okkar minningum eru þau
sem einn maður. Þegar við tölum um
þau segjum við yfirleitt Birna frænka
og Pétur frændi og ástúðin á milli
þeirra duldist engum. Yndislega
frænka okkar hún Lilla er lifandi
sönnun þess hve gott fólk það var sem
ól hana upp og Pétur frændi sagði
okkur oft í seinni tíð hve mikil gæfa
það hefði verið fyrir hann og Birnu að
eiga slíka dóttur. Hann varð einnig
þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá stóran
og glæsilegan hóp afkomenda komast
á legg.
Við vottum elsku Lillu okkar og
hennar fólki dýpstu samúð.
Krakkarnir þeirra
Guðrúnar og Jónasar.
Morgunblaðið/Eggert
Þulurinn Pétur Pétursson útvarpsmaður í hljóðstofu.
Meðan ferðalúið lið
leiðir þræðir kunnar.
Blóma sveigum sæmum við
soninn Fjallkonunnar.
Með þökk fyrir liðna góða
daga.
Ásbjörn Sveinbjarnarson
og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA