Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vogahverfi | „Þetta breytir öllu, að fá sérhannaða aðstöðu fyrir okkar starfsemi. Húsnæðið verður hið glæsilegasta og búið nýjustu tækni og tækjum,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Lík- amsræktarstöðin mun undir lok árs- ins flytja í nýbyggingu sem er að rísa við Glæsibæ auk þess sem Blue Lagoon spa verður hluti af nýju stöð- inni. Hreyfing varð til á árinu 1998 með samruna tveggja stöðva og er nú dótturfyrirtæki Bláa Lónsins hf. Tvöfalt stærra húsnæði Nýja húsnæðið er á þremur neðstu hæðum byggingar sem Ís- lenskir aðalverktakar reisa við Glæsibæ. Það er 3.600 fermetrar að stærð, nærri því tvöfalt stærra en núverandi húsnæði fyrirtækisins við Faxafen. Hreyfing flytur með sér þá starf- semi sem nú er í Faxafeni, í sérstak- lega hannað og bjart húsnæði á nýja staðnum. Nýja stöðin er hönnuð af Sigríði Sigþórsdóttur hjá VA Arki- tektum sem hefur hannað öll mann- virki Bláa Lónsins hf. Auk rúmgóðs tækjasalar með nýj- um tækjum verða fjórir þolfimistaðir ásamt aðstöðu fyrir barnagæslu. „Við störfum á þeim grunni sem við höfum byggt upp. Ég hef til dæmis starfað við þetta í tuttugu ár,“ segir Ágústa. Spa frá Bláa Lóninu hf. Heilsulindin er þó helsta nýjungin. Blue Lagoon spa í Hreyfingu verður hið fyrsta sinnar tegundar, að sögu Ágústu, en fyrirhugað er að opna slíka aðstöðu í fleiri löndum. Í boði verða sérstaklega þróaðar meðferðir sem byggjast á virkum hráefnum Bláa lónsins og Blue Lagoon-húð- vörum. Þá verða útisvæði með heit- um pottum og gufuböðum. Við hönn- un spa-svæðisins er lögð áhersla á að skapa tengingu við náttúrulegt um- hverfi Bláa lónsins. „Gestirnir kom- ast ekki í Bláa lónið en nær því verð- ur varla komist. Þetta er afar spennandi,“ segir Ágústa um spa-að- stöðuna. „Við uppfyllum heildarhugmynd um lífsstíl. Fólk getur komið í nudd og fengið meðferð eftir óskum og stundað líkamsrækt og þjálfum á sama staðnum,“ segir Ágústa John- son. Hún segir að aðstaða skapist til að fjölga gestum í nýju stöðinni en hug- myndin sé fyrst og fremst að koma öllu betur fyrir þannig að betur fari um gesti og starfsfólk. Heilsulind frá Bláa lón- inu í húsnæði Hreyfingar Útisvæði Heitir pottar og gufuböð verða á útisvæði Hreyfingar við Glæsi- bæ. Er umhverfi Bláa lónsins fyrirmyndin eins og sést á þessari teikningu. Stöðin flytur í nýtt húsnæði við Glæsibæ í árslok Hafnarfjörður | Hafin er bygging annars áfanga námsmannaíbúða á sérhönnuðu svæði fyrir námsmenn við Bjarkarvelli í Hafnarfirði. Fyrsta skóflustungan að bygging- unni var tekin í gær. Samtals verða á svæðinu nærri 200 íbúðir. Við skipulagningu þriðja áfanga Vallahverfis var gert ráð fyrir þremur lóðum fyrir námsmanna- íbúðir, í þriggja og fjögurra hæða húsum. Byggingafélag námsmanna er að byggja þarna hátt í eitt hundrað íbúðir og hófust fram- kvæmdir á síðasta ári. Í gær var tekin fyrsta skóflu- stunga að byggingu sem Valhús námsmannaíbúðir byggja. Í húsum þeirra verða 100 íbúðir fyrir ein- staklinga, hjón og barnafjöl- skyldur, í þremur húsum. Námsmannaíbúðirnar standa all- ar við Bjarkarvelli og verður inn- gangur þeirra allra frá sameig- inlegu garðrými. Á milli þyrpinganna er fyrirhugað að koma upp aðstöðu fyrir leik- og smábarnaskóla. Unnið er að und- irbúningi þess í samvinnu Hafn- arfjarðarbæjar og Hjallastefn- unnar. Svæðið við Bjarkarvelli liggur vel við þjónustu, segir í frétta- tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ um skóflustunguna. Stutt er í íþróttamiðstöð Hauka og nýju sundlaugarmiðstöðina. Þá er stutt í alla verslunarþjónustu þar sem fyr- irtæki á Valla- og Selhraunssvæð- inu eru að koma sér fyrir. Stofnleið Strætó, S1, stoppar skammt hjá og ekur beina leið til Reykjavíkur þar sem vagnarnir stoppa meðal annars í nágrenni Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/G.Rúnar Framkvæmdir Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, tekur fyrstu skóflustunguna að námsmannaíbúðum við Bjarkarvelli Sérhannað svæði fyrir námsmannaíbúðir AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is YFIRGNÆFANDI stuðningur er við það meðal íbúa Eyjafjarðar og Suður-Þingeyjarsýslu að grafin verði jarðgöng undir Vaðlaheiði. Alls telja 92% svarenda í 2000 manna úrtaki mikilvægt að af framkvæmdinni verði skv. könn- un sem Capacent hefur gert fyrir Greiða leið ehf. Stjórn Greiðrar leiðar segir hins vegar að ekki verði ráðist í framkvæmdir að óbreyttri samgönguáætlun. Fátítt Í könnunni svöruðu 73% því að það væri „mjög mikilvægt“ og 15,4 „frekar mikilvægt“ að göngin yrðu grafin og „verður að telja af- ar fátítt að svo viðamikið verkefni í samgöngumálum njóti svo víð- tæks stuðnings almennings,“ seg- ir í tilkynningu frá Greiðri leið í gær. Stefnt hefur verið að því lengi að framkvæmdir hæfust í ár og göngin yrðu tilbúin 2010 en stjórn Greiðrar leiðar varð fyrir mjög miklum vonbrigðum með nýsamþykkta samgönguáætlun og segir að ekki verði ráðist í framkvæmdir, þar með talda fjár- mögnun og lokahönnun, fyrr en aðild ríkisins hefur verið tryggð. „Það liggur ljóst fyrir, og hefur raunar legið fyrir lengi, að aðild ríkisins þarf að vera umtalsvert meiri en sem nemur þeim 300 milljónum króna sem gert er ráð fyrir í nýlega samþykktri sam- gönguáætlun. Ef sú áætlun stend- ur óbreytt á næsta kjörtímabili er óhætt að fullyrða að afar litlar líkur eru á því að af verkefninu verði í bráð,“ segja forráðamenn Greiðrar leiðar í tilkynningu sem afhent var blaðamönnum á fundi í gær. Vonbrigði Stjórn Greiðrar leiðar segir að allar götur frá árinu 2005, á fund- um með samgönguyfirvöldum og þingmönnum, hafi félagið lagt fram hugmyndir sínar um þátt ríkisins að framkvæmdinni, sem forsendur þess að í gerð gang- anna yrði ráðist og nefna eftirfar- andi:  Að virðisaukaskattur verði felldur niður af framkvæmda- kostnaði líkt og gert var í Hval- fjarðargöngum, enda gert ráð fyrir innheimtu veggjalda með vsk.  Að ríkið veiti ábyrgð á lán- um Greiðrar leiðar að hluta eða öllu leyti.  Að ríkið taki þátt í fram- kvæmdakostnaði með stofnfram- lagi.  Að Greið leið ehf. fái heim- ild til reksturs ganganna og um leið gjaldtöku í 25 ár, með heimild til framlengingar ef þörf krefur. Að þeim tíma liðnum fái ríkið göngin afhent endurgjaldslaust á grundvelli þess að ríkið aðstoði við gerð þeirra.  Að ríkið kosti gerð vega ut- an gangamunna. Vegagerðin hef- ur þegar látið hanna vegina. Í samgönguáætlun sem sam- þykkt var á nýliðnu þingi eru Vaðlaheiðargöng meðal þeirra framkvæmda sem gert er ráð fyr- ir að fjármagnaðar verði með svo- kallaðri sérstakri fjármögnun. Í áætluninni er ekki tekin afstaða til þess hvernig fjár verði aflað, en áætlaðar 300 milljónir króna til Vaðlaheiðarganga sem deilist á árin 2008 – 2010. Gríðarlegur stuðningur við göng meðal íbúa Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu Engin Vaðlaheiðargöng að óbreyttri samgönguáætlun Í HNOTSKURN »Félagið Greið leið ehf. varstofnað 2003 og er í eigu allra sveitarfélaga í Eyþingi (Eyjafirði og Þingeyjarsýslu), auk 10 fyrirtækja. »Tilgangur félagsins er aðvinna að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Í því felst m.a. að annast áætlanagerð, rannsóknir og samninga við ríki og fjárfesta auk þess að standa fyrir framkvæmdum og rekstri ganganna. »Hluthafar í Greiðri leiðhafa lagt fram 65 milljónir kr. í formi hlutafjár til að und- irbúa gerð ganganna. 2   %    +$  B   )/   )/4E9 4<  C<$ 4$  ) / Q/<$ I  / // % "  7R   / 4<     74 D=        2 %  # 2  67 -# "  -# +-  , "  * -# 67 * -# 3456 7859 65: ;5< ;58 "2)    / /    VORHREINSUNARVIKA hefst á mánu- daginn og stendur til föstudagsins 11. maí á vegum Akureyrarbæjar. Eigendur og um- ráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði. Setja má ruslið að götukanti þessa daga og munu starfsmenn bæjarins fjar- lægja það samkvæmt eftirfarandi áætlun: Mánudagur: Innbær og Suðurbrekka sunn- an Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjudagur: Teigahverfi og Naustahverfi. Miðvikudagur: Lundahverfi og Gerða- hverfi. Fimmtudagur: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Föstudagur: Holtahverfi, Hlíðahverfi, Síðu- hverfi og Giljahverfi. Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang. Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt við- teknum venjum. Vorhreingerningin hefst eftir helgi LÖGN sem flytur kalt vatn í Glerárhverfi fór í sundur á gatnamótum Skarðshlíðar og Smárahlíðar snemma í gærmorgun. Töluverðar skemmdir urðu í Skarðshlíð- inni eftir að mikið vatn flæddi upp í gegn- um malbikið en að auki þurfti að grafa í gegnum malbikið í leit að biluninni. Kalt vatn var ekki að hafa í hluta Glerárhverfis fram eftir degi; t.d. í Glerárskóla, íþrótta- húsi skólans og sundlauginni og voru nem- endur skólans þess vegna sendir heim um hádegisbil. Þá var vatnslaust í Hamri fé- lagsheimili Þórs, stúdentaíbúðunum við Skarðshlíð og í húsum við Litluhlíð, Selja- hlíð og Steinahlíð. Skemmdir vegna vatnslagnar sem fór í sundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.