Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 2

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÓPUR arkitekta hefur skilað skipulagssviði Reykjavíkurborgar tillögum sínum að því hvernig eigi að standa að uppbyggingu á reit- unum þar sem bruninn mikli varð í Lækjargötu og Austurstræti síðasta vetrardag. Funduðu borgaryfirvöld um tillögur hópsins á miðvikudag og munu ræða þær áfram á næstunni. Ekki fæst upp gefið enn sem komið er út á hvað tillögurnar ganga. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri sem fékk vinnu- hópinn til að semja tillögur að því hvernig ætti að standa að endur- byggingu húsanna sem skemmdust í brunanum. Niðurrif húsarústanna í Austur- stræti 22, þar sem áður var veit- ingastaðurinn Pravda, hefur farið fram að undanförnu en hlé hefur verið gert á því verki. Að sögn Ást- ráðs Haraldssonar, lögmanns eig- enda hússins, er mat á umfangi skemmdanna ekki orðið ljóst því eigendur og tryggingafélag eru ekki fyllilega á sömu línu þar. Segir hann að eigendur telji húsið ónýtt en tryggingafélagið hafi hins vegar ekki gengið frá yfirlýsingu þess eðl- is. Á meðan svo er ástatt töldu eig- endurnir óvarlegt að láta niðurrifið halda áfram. Þegar eldurinn logaði og slökkviliðsmenn höfðu reynt að slökkva í hálfa þriðju klukkustund var ákveðið að rífa þak Pravda. Rannsókn á brunanum stendur enn yfir hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki er neinu sleg- ið föstu um eldsupptökin að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra, en ýmislegt bendir til að kviknað hafi í út frá loftljósi í Fröken Reykjavík, við hlið Pravda og stað- festi lögreglustjóri þá kenningu á brunadag. Hlé gert á niðurrifi húsarústa eftir Miðbæjarbrunann vegna tryggingavafa Endurreisn í skoðun Morgunblaðið/Júlíus Stöðvun Eigendur Pravda telja húsið ónýtt og vilja stöðva niðurrifið í bili. TEKIST hefur að bjarga steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur úr kirkju sem fyrirhugað er að rífa í Düsseldorf í Þýskalandi. Glugg- arnir hafa verið fluttir til landsins og verða sýndir í Gerðarsafni í Kópavogi næstu daga. Umrædd kirkja, Melanchton- kapellan, sem var byggð árið 1966, þarf að víkja fyrir öðrum bygg- ingum en með snarræði tókst að bjarga gluggunum sem eru 20 tals- ins og mynda eina heild. Þeir voru gerðir þegar Gerður stóð á hátindi þess skeiðs á ferli sínum sem kennt er við ljóðræna abstraktsjón. Gerður naut mikilla vinsælda í Þýskalandi en við gerð hinna frægu glugga fyrir Skálholtskirkju komst hún í kynni við Oidtmann-bræður í Linnich, sem voru fremstu hand- verksmenn þýsku þjóðarinnar á sviði steindra glugga. Báru þeir hróður hennar víða og fékk hún fjölda verkefna í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að steinda glugga eftir Gerði er að finna í sex kirkjum í Þýskalandi. Gluggum Gerðar bjargað frá Þýskalandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ánægjulegt að sjá mikinn stuðning Norðlendinga við að grafin verði göng undir Vaðla- heiði, en skoðanakönnun leiðir í ljós yfir 90% stuðning við málið. Sturla segir Vaðlaheiðargöng skynsamleg- an kost og segir hann að gert sé ráð fyrir fjárheimildum til verksins sam- kvæmt samgönguáætlun. „Það er gert ráð fyrir því að samgönguráð- herra hafi heimild til að hefja við- ræður og undirbúning vegna einka- framkvæmdar,“ bendir hann á. „Það hefur alltaf legið fyrir að í fyrsta lagi þyrfti að gera ráð fyrir fjármunum til að borga tengingar við þjóðvega- kerfið en jafnframt að ríkið kæmi með einhverju móti nálægt þessu.“ Forsvarsmenn Greiðrar leiðar ehf. sem létu gera könnunina fyrir sig, eru samt vonsviknir með nýsam- þykkta samgönguáætlun og eru svartsýnir á að nokkuð verði af verk- efninu í bráð miðað við óbreytta samgönguáætlun. Sturla segir að viðræður sem hafnar eru milli Vegagerðarinnar og Greiðrar leiðar hafi átt að leiða aðild ríkisins að málinu í ljós. „Og Vega- gerðin hefur gert mér grein fyrir þeim atriðum sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa sett fram og það er allt til meðferðar. Það á ekkert að vera því til fyrirstöðu að viðræður haldi áfram, þannig að viðbrögð for- svarsmanna Greiðrar leiðar koma mjög á óvart og eru algerlega þvert á vilja ríkisstjórnarinnar og vilja minn sem samgönguráðherra sem er sá að koma þessum göngum á og hefja framkvæmdir sem allra fyrst.“ | 24 Ráðherra vill Vaðla- heiðargöng sem fyrst Yfirgnæfandi stuðningur er við jarðgöngin fyrir norðan Í HNOTSKURN »Sturla Böðvarsson sam-gönguráðherra vill koma jarðgöngum undir Vaðlaheiði á dagskrá og hefja fram- kvæmdir sem allra fyrst. »Yfir 90% íbúa Eyjafjarðarog S-Þingeyjarsýslu vilja Vaðlaheiðargöng en forsvars- menn Greiðrar leiðar ehf. eru svartsýnir á að hægt verði að fara í verkefnið miðað við óbreytta samgönguáætlun. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á mann í and- dyri hótels á Akranesi og skalla hann í andlitið og ráðast síðan á annan mann fyrir utan hótelið og sparka ítrekað í hann liggjandi. Atvikið átti sér stað í júní á síðasta ári en menn- irnir, sem fyrir árásunum urðu, störfuðu báðir sem dyraverðir á hót- elinu. Maðurinn sem dóminn hlaut rauf með brotum sínum nú skilyrði reynslulausnar sem hann hafði feng- ið af 5 mánaða eftirstöðvum refsing- ar samkvæmt eldri dómi. Maðurinn var dæmdur til að greiða þeim sem hann sparkaði í tæpar 260 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Vestur- lands frá 3. október sl. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein- ar Gunnlaugsson. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi var Sigríður Elsa Kjartansdótt- ir, saksóknari hjá embætti ríkissak- sóknara. Fangelsi fyrir árás FRAMSÓKNARFLOKKURINN tapar miklu fylgi yfir til Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarp- ið. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylking halda sínu fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkur með 5 menn Könnunin var gerð dagana 25. apríl til 2. maí og samkvæmt henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokks 41,6% og fær flokkurinn fimm þingmenn, fékk fjóra í síðustu kosningum. Fylgi Samfylkingar mælist 27,7% sem þýðir 4 þingmenn eins og í síðustu al- þingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna mælist 14,8% og kemur flokkurinn einum manni að sam- kvæmt þeirri niðurstöðu. Fylgi Framsóknarflokksins í kjördæminu mælist 6,5% og tapar flokkurinn sín- um þingmanni. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4,9% og fylgi Íslandshreyf- ingarinnar 2,5%. Missir mikið fylgi til VG ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.