Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 27
Menningardagar
hefjast í Kópavogi
Kópavogsdagar verða haldnir 5.–
11. maí. Setningarhátíð verður í
Smáralind á laugardeginum kl. 14.
Ungir listamenn koma þar fram
auk þess sem opnuð verður ljós-
myndasýningin Frá háaloftinu. Um
er að ræða ljósmyndir af börnum
frá árunum 1950–1970. Kl. 16 verða
í Salnum Tíbrártónleikar þar sem
fram koma Skólakór Kársness og
Emilíana Torrini.
Myndlistarsýning
í Mosfellsbæ
Freyja Önundardóttir opnar
myndlistarsýningu sína í Listasal
Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þver-
holti 2 í Mosfellsbæ í dag. Nú er
um að gera að næra efnið og and-
ann, drífa sig á staðinn og njóta fal-
legrar myndlistar.
Rúnar Magnússon í
Bessastaðakirkju
Í Bessastaðakirkju mun Rúnar
Magnússon flytja verk sem hann
samdi fyrir myndlistarsýninguna
Hraunland, sem sýnd var í Gammel
Strand-sýningarsalnum í Kaup-
mannahöfn á dögunum. Tónleikarn-
ir eru á morgun, laugardag, og
hefjast kl. 20.
Senjórítur syngja
Senjórítur Kvennakórs Reykja-
víkur munu syngja inn vorið í Há-
teigskirkju á morgun, laugardag.
Tónleikarnir hefjast kl. 14 og flutt
verða fjölbreytt og skemmtileg lög
sem munu koma öllum sem á hlýða
í sannkallað sumarskap.
Stjórnandi kórsins er Ágota Joó
og undirleikari er Vilberg Viggós-
son. Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn, verð 1.200 kr.
Lífstakturinn á Akureyri
Á morgun, laugardag, kl. 15
verður opnuð í Listasafninu á Ak-
ureyri yfirlitssýning á jarðlista-
verkefni Andrews Rogers; Lífstakt-
urinn. Aðal Rogers eru risastórir
grjótgarðar og er ætlun hans að
mynda grjótkeðju umhverfis heims-
kringluna. Í bígerð hjá honum er
að smíða tólf umhverfisverk og hef-
ur hann þegar lokið við sjö þeirra
og eitt þeirra er að finna á Ak-
ureyri.
Lögreglukórinn
gleður landann
Lögreglukór Reykjavíkur og Kór
Prestsbakkakirkju verða með tón-
leika í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á
Klaustri á morgun, laugardag, kl.
16.
Lofað er léttum og skemmti-
legum lögum og tilvalið að upphefja
sálina með því að hlusta á kraft-
mikinn kórsöng fyrir þá sem verða
á ferðinni á þessum slóðum.
mælt með
„HINGAÐ voru keyptar þó nokkr-
ar jólastjörnur fyrir jólin, en þær
lifðu mislengi,“ segir Stella og
neitar því algjörlega að það sé
vegna þess að hún sé einhver sér-
stök blómakona að þessar þrjár
jólastjörnur séu enn á lífi. „Ég
keypti mér sjálf jólastjörnu til að
hafa heima og hún lifði nú ekki
lengi!“
Talar við jólastjörnurnar
Stella heldur að ástæðan fyrir
þessu sérstaka langlífi jólastjarn-
anna sé einfaldlega að yfir þeim
eru halógenljós sem lýsa þeim alla
daga og svo standa þær auðvitað í
myrkri á nóttunni þegar búið er
að slökkva ljósin í fyrirtækinu.
Aðspurð viðurkennir Stella að
hún fái mikið hól fyrir þessar fal-
legu jólastjörnur. Samstarfskona
hennar sem gengur framhjá þegar
við erum að spjalla um blómin
segir að það sé svo sannarlega
Stella sem eigi heiðurinn af þess-
um góða árangri, enda þurfi bæði
að hugsa vel um blómin og tala
við þau af og til.
Jólastjörnurnar hennar Stellu fá
hálft glas af vatni tvisvar í viku.
Þær skarta enn rauðu háblöðunum
og það sem meira er, á þeim eru
ný blöð byrjuð að roðna. Hefðu
verið keyptar jólastjörnur með
hvítum blöðum en ekki rauðum
hefðu þau getað þjónað hlutverki
sannkallaðra „hvítasunnustjarna“.
Óvenju langlífar jólastjörnur
Morgunblaðið/G.Rúnar
Met slegin Stella á heiðurinn af því hversu fallegar þessar jólastjörnur eru.
Áreiðanlega reka ýmsir upp stór augu þegar þeir
sjá myndir af jólastjörnu nú í maí. Oftar en ekki
er hún orðin blaðlaus og ljót áður en jólin eru um
garð gengin. Fríða Björnsdóttir rakst á þrjár fal-
legar jólastjörnur.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Blað roðnar Hér sést að blað er
byrjað að roðna svo engin dauða-
merki eru á plöntunni