Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 1

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 163. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KOMIN Í KILJU Metsölubók ársins 2006 ,,Bók konungsins sjálfs... Lesendur Arnaldar ættu vart að verða fyrir vonbrigðum ...“ Gauti Kristmannsson, RÚV SUNNUDAGUR SNÚIN HEIM ELLÝ KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR LÍFSHLAUP >> 28 LÍKAMS- TJÁNING HVERNIG LÍÐUR LEIKKONUM VEL? STELLINGAR >> 26 ERFIÐ ÁKVÖRÐUN FJÖLSKYLDA Á VÍGLÍNUNNI Á ÓLGUTÍMUM >> 38 Hillary Clinton er sigurstrangleg í forkosningum demókrata, en er hún sterkasti forsetaframbjóðandi þeirra? Ómenntaðar konur fylgja henni fremur en menntaðar. Hillary Clinton og atkvæði kvenna David Beckham virtust öll sund lok- uð hjá Real Madríd þegar hann samdi við Los Angeles, en nú fer hann á kostum og enginn vill kann- ast við að hafa viljað hann burt. Ótímabær kveðju- stund Beckhams? VIKUSPEGILL STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að hætta í borgarstjórn eftir þrettán ára setu. Hún mun tilkynna ákvörðun sína á borgarstjórnar- fundi á þriðjudaginn og láta af störfum formlega um næstu mánaðamót. Sem kunnugt er var Steinunn Val- dís kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í vor. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það fari ekki saman að sitja í borgarstjórn og á Alþingi. Menn hafa gert það gegnum tíðina en í prinsippinu er ég á móti því. Þetta er hvort tveggja fullt starf og maður fær borgað fyrir það sem slíkt. Þannig að maður verður að mínu mati að sinna því sem slíku,“ segir Steinunn Val- dís. Hún segir þetta heppilegan tíma til að víkja úr borg- arstjórn. „Eftir að hafa verið í tólf ár í meirihluta, þar af í átján mánuði sem borgarstjóri, er það óneitanlega svolítið önnur staða að vera í minnihluta. Ég er heldur ekki oddviti Samfylkingarinnar í borginni, heldur Dag- ur B. Eggertsson. Þess vegna ákvað ég að taka slaginn í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar og mun nú ein- beita mér að verkefnum mínum á þeim vettvangi.“ Vill eyða kynbundnum launamun Steinunn Valdís kveðst alla tíð hafa verið kvenna- pólitísk og því þykir henni við hæfi að tilkynna um brotthvarf sitt á kvenréttindadaginn. Hún gerir reynd- ar gott betur. „Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í að- gerðum gegn kynbundnum launamun. Það er hins veg- ar nokkuð um liðið síðan síðasta launakönnun var gerð og mitt síðasta verk í borgarstjórn verður að flytja til- lögu um að farið verði í nýja launaathugun. Á grund- velli þeirrar könnunar verði gripið til tímasettra að- gerða ef í ljós kemur munur á launum karla og kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg.“ Sigrún Elsa Smáradóttir mun taka sæti Steinunnar í borgarstjórn en Oddný Sturludóttir, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í fyrra, hefur að undanförnu leyst Stefán Jón Hafstein af hólmi, þar sem hann er í leyfi erlendis. „Þetta eru ungar og efnilegar konur sem nú fá tæki- færi til að spreyta sig án þess að ég sé andandi ofan í hálsmálið á þeim,“ segir Steinunn í léttum tón. | 10 Hættir í borgarstjórn Morgunblaðið/RAX Á förum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir skilið við borgarstjórn um næstu mánaðamót eftir þrettán ár. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is  Steinunn Valdís Óskarsdóttir telur ekki fara saman að sitja í borgarstjórn og á Alþingi  Hvort tveggja fullt starf ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Íslend- inga er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Flutt verða ávörp fjall- konunnar, forsætisráðherra og annarra fyrirmenna. Við lýðveldisstofnun árið 1944 var fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar forseta gerður að þjóðhátíð- ardegi Íslendinga. Jón fæddist sem kunnugt er á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811. Í tilefni dagsins er viðeigandi að flagga fánanum sem skartar rauða, hvíta og bláa litnum. Rauði liturinn táknar eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Morgunblaðið/RAX Þjóðhátíð- ardegin- um fagnað „ÞETTA er ekki spurning um annað- hvort eða,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson, formaður umhverfisráðs í Reykjavík. Þannig svarar hann Degi B. Eggertsyni, borgarfulltrúa Samfylk- ingar, sem segir að heldur eigi að ráðast í Öskjuhlíðargöng en mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. „Bæði Öskjuhlíðargöng og mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýr- arbraut eru á skipulagi og talið að ráð- ast þurfi í báðar framkvæmdirnar,“ seg- ir Gísli Marteinn. „Það hefur alltaf verið sagt að Öskjuhlíðargöng séu ekki arð- bær fyrr en Vatnsmýrin byggist upp og ég hef ekki séð nein ný rök sem hrekja það. Allir sjá hinsvegar ástandið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar og þess vegna ráðumst við í þessar framkvæmdir.“ Frumathugun á mislægum gatnamót- um og stokkalausnum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar var kynnt í borgarráði á fimmtudag. Um gagnrýni Dags á að heildarkostnaður sé ferfalt hærri en á samgönguáætlun, sem sam- þykkt var á vorþingi, segir hann að upp- haflega hafi verið gert ráð fyrir einfald- ari gatnamótum sem nú séu aðeins fyrsti áfangi framkvæmdarinnar. „70% af þeirri umferð sem nú brunar í gegnum Hlíðarnar eftir Miklubrautinni munu fara ofan í stokkinn. Það hljóta allir að sjá byltinguna sem í því felst fyr- ir íbúa svæðisins og þá sem eiga leið um í bílum. Hlíðarnar verða sameinaðar á ný og ökumenn sleppa við umferð- arhnúta sem skapa mengun og eru sóun á peningum,“ segir Gísli Marteinn. | 36 Hlíðarnar verða sam- einaðar á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.