Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 2

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlendar metsölubækur FRÁBÆRT VERÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FORNBÍLAKLÚBBURINN og Ferðafélag Íslands efndu í gær til ferðar á fornbílum frá Reykjavík til Þingvalla og Laugarvatns. Tilefnið var að 100 ár voru liðin frá heimsókn Friðriks VIII konungs til Íslands en á sama tíma var lokið við gerð Konungsvegarins um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss og Geysi, sem er lík- lega ein dýrasta vegaframkvæmd í sögu landsins. Stoppað var á nokkrum stöðum á leiðinni og heim- sókn konungs rifjuð upp í sögum og ljóðum. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, var fararstjóri ferðarinnar en um leiðsögn sáu þeir Sigurður G. Tóm- asson og Gísli Sigurðsson. Í broddi bílafylkingar var formaður klúbbsins, Sæv- ar Pétursson, ásamt dönsku sendiherrahjónunum. Morgunblaðið/Golli Fornbílar keyrðu konungsveginn Konunglegrar heimsóknar Friðriks VIII minnst „Í NÝBIRTRI úttekt Ríkisendurskoðunar var lagt mat á akademísk gæði háskóla á Íslandi. Þar kom í ljós að nemendur við Háskóla Íslands fá mest út úr sínu námi og þeim vegnar best í at- vinnulífinu að námi loknu,“ sagði Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, í brautskráning- arræðu sinni í Laugardalshöll í gær. Háskólarektor lagði áherslu á sterka stöðu HÍ og nefndi nokkur verkefni sem skólinn vinnur að í þeim tilgangi að efla íslenskt samfélag og þar með styrkja stöðu þess alþjóðlega. Meðal þeirra verk- efna er sókn HÍ í uppbyggingu orkuvísinda og þátttaka í samstarfsverkefnum með sveitarfélög- um, orkufyrirtækjum, fjármálastofnunum og öðr- um menntastofnunum. Kristín gerði einnig að um- talsefni nýgerða samstarfssamninga, annars vegar við Harvard-háskóla og hins vegar Háskól- ann í Minnesota. Sagði hún Háskólann sækja ómetanlegan styrk í samstarfssamninga á borð við þessa. Allt miðaði þetta að því að skólinn næði því langtímamarkmiði sínu að komast í hóp fremstu menntastofnana í heimi. Kristín ræddi einnig fyrirhugaða sameiningu Háskólans og Kennaraháskóla Íslands í þeim til- gangi að styrkja kennaramenntun á öllum skóla- stigum. Greindi hún frá því að í tengslum við sam- einingu skólanna væri ráðgert að hefja stórsókn í fjarkennslu og byggja hana upp með samstarfi við fræðasetur HÍ sem nú eru starfrækt á sjö stöðum á landinu. Fram kom í ræðu háskólarektors að góð þjónusta við nemendur og kennara væri Háskól- anum mikið kappsmál. Benti hún á að síðar á þessu ári tæki skólinn í notkun nýtt 10 þúsund fer- metra húsnæði sem myndi valda byltingu í aðbún- aði og þjónustu við nemendur. Stórsókn í fjarkennslu  Segir góða þjónustu við nemendur og kennara vera Háskóla Íslands mikið kappsmál  Samstarfssamningar við erlenda háskóla veiti HÍ mikinn styrk Í HNOTSKURN »Alls voru brautskráðir 1056 kandídatarfrá Háskóla Íslands í gær. Þeir hafa aldrei verið fleiri. »695 kandidatar brautskráðust með BS-eða BA-próf og 369 með gráðu á meist- arastigi. »Sjö fræðasetur Háskóla Íslands hafaverið byggð upp víða um land. Stefnt er að því að stórefla fjarkennslu. HREFNUKJÖT rokselst hjá versl- unum og veitingastöðum um land allt og hefur aldrei verið jafnvinsælt og í ár. Þetta segir Gunnar Bergmann Jónsson, hjá Félagi hrefnuveiði- manna, en Morgunblaðið sagði frá því í gær að Hagkaup hefðu hætt sölu þar sem illa gengi að koma kjöt- inu út. Gunnar segir að kjötið hafi verið verðlagt allt of hátt hjá Hagkaupum þegar þau hófu fyrst sölu á því 2003 og því sé von að salan hafi verið dræm. Kjötið hafi svo verið fryst og ekki rétt frá því gengið, þar til það var sagað niður og selt á tilboði. „Það skyldi engan undra að þeir hafi ekki náð markaði með ónýta vöru,“ segir Gunnar. Hann segir annað liggja að baki afstöðu Hagkaupa til kjötsins en lítill markaður, því þrátt fyrir að Félag hrefnuveiðimanna auglýsi lítið rjúki allt út og áætlað sé að salan í ár verði 50 tonn hið minnsta. „Við höf- um ekki verið áberandi en við höfum heldur ekki þurft að auglýsa okkur því við seljum allt sem við eigum. Af- hverju þá að vera að eyða peningum í auglýsingar?“ segir Gunnar. Segir hrefnukjöt rokseljast Áætlað að salan í ár verði a.m.k. 50 tonn UMFERÐARÓHAPP varð við bæ- inn Minni-Akur í Blönduhlíð í fyrra- kvöld þegar tveir bílar ultu út af veginum, líklega vegna fram- úraksturs, að sögn lögreglu. Minni- háttar meiðsl urðu á farþegum en bílarnir skemmdust mikið. Einn maður var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar vegna eymsla í baki og að sögn lögreglu fóru fjölmargir fram úr sjúkrabílnum á leiðinni þótt hann væri í forgangsakstri á miklum hraða. Bílvelta vegna framúraksturs LÖGREGLAN í Reykjavík fékk um hádegisbil á föstudag tilkynningu um ökumann í annarlegu ástandi. Var hann stöðvaður á Hverfisgöt- unni og reyndist þá vera góðkunn- ingi lögreglunnar frá fyrri tíð, í annarlegu ástandi. Í bifreiðinni fundust meintar e-töflur og LSD í einhverju magni. Í framhaldinu var framkvæmd húsleit á heimili mannsins þar sem fundust fleiri fíkniefni, bæði hvítt efni og töluvert magn af hassi, og voru greinileg merki um neyslu á staðnum. Einnig fundust sterar í sprautuformi og lyfsseðilsskyld lyf. Í íbúðinni reyndist auk lyfjanna vera loftriffill og umtalsvert magn af þýfi, s.s. tölvur og flatskjáir, sem lögreglan lagði hald á. Maðurinn var enn í haldi lögreglu þegar blað- ið fór í prentun. Með fíkniefni á Hverfisgötu MIKILL erill var í fyrrinótt hjá lög- reglunni á Akureyri. Tjaldstæðið að Hömrum fylltist um þrjúleytið og þurfti eftir það að vísa fólki frá, og safnaðist mikill fjöldi fólks sam- an í miðbæ Akureyrar. Mikið var um ölvun og auk þess kom upp eitt minni háttar fíkniefnamál. Tilkynnt var um líkamsárás á tjaldstæðinu um hálffjögurleytið, en þegar lögreglan kom á staðinn og hugðist ræða við árásaraðilann kom annar að og veittist að lög- reglu. Sá var handtekinn auk fyrri árásarmannsins. Alls voru til- kynntar sjö líkamsárásir en auk þess þurfti lögregla að stöðva fjöldann allan af slagsmálum, þar á meðal hópslagsmál. Margir voru látnir gista fanga- geymslur og sofa úr sér og þurfti undir morgun að sleppa þeim sem fyrr höfðu komið til að losa rými. Mikil ölvun á Akureyri FLUGFÉLAG Íslands hefur hafið reglubundið áætlunarflug í fyrsta skipti milli Keflavíkur og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Nuuk er fjórði áfangastaðurinn sem félagið býður upp á í áætlunarflugi en einnig er flogið til Kulusuk, Con- stably Pynt og Narsarsuaq. Flogið verður þrisvar í viku til Nuuk til 31. ágúst. Flug hafið til Nuuk „ÞAÐ eru vonbrigði að úrskurðar- nefndin hafi ekki fundið nein úrræði til þess að stöðva framkvæmdirnar,“ segir Sigrún Pálsdóttir, stjórnarmað- ur í Varmársamtökunum, um úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þess efnis að ekki sé unnt að stöðva framkvæmdir við Varmá til bráðabirgða eða þar til nefndin hafi tekið efnislega afstöðu til kæru samtakanna. Aðspurð segist Sigrún ekki vita hvenær kæran fái efnislega meðferð og tekur fram að hún hafi áhyggjur af því að búið verði að vinna óafturkræfar skemmdir á svæðinu áður en sú niðurstaða liggi fyrir. Að sögn Sigrúnar hafa samtökin m.a. kært aðfarir verktaka fram- kvæmdanna og að ekki skuli vera far- ið í neinar mótvægisaðgerðir til að vernda Varmá og koma í veg fyrir meiriháttar umhverfisspjöll á meðan framkvæmdir við lagningu fráveitu á svæðinu standi yfir. Sigrún segir einsýnt að með fram- kvæmdunum sem nú standa yfir í og við vegarstæði Helgafellsbrautar og við bakka Varmár sé bæjarstjórn Mosfellsbæjar að ganga á bak orða sinna um að hafa samráð við íbúa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Seg- ir hún fráleitt að farið sé út í fram- kvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir án þess að fyrir liggi deiliskipulag fyr- ir umrætt svæði, en nýlega var nýtt deiliskipulag fyrir svæðið auglýst til kynningar. „Það er blekking og full- komlega tilgangslaust fyrir íbúa að gera réttmætar athugasemdir við eitthvað sem þegar er komið til fram- kvæmda. Þá er verið að troða á lýð- ræðislegum rétti íbúa til að hafa áhrif á skipulagsmál,“ segir Sigrún. Niðurstaðan vonbrigði Segir troðið á lýðræðislegum rétti íbúa ELDUR kom upp í heimahúsi á Sel- fossi um kvöldmatarleytið í fyrra- dag og er húsið mjög mikið skemmt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá potti á eldavél, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Reykkafarar slökkviliðsins gerðu leit að heimilisfólki en húsið reynd- ist vera mannlaust. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið er illa farið eftir bæði reyk og eld. Eldur kviknaði út frá potti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.