Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR inberlega í formannskosningunum á sínum tíma og finnst hún hafa staðið sig vel í því hlutverki.“ Átján mánuðir eru ekki langur tími til að láta gott af sér leiða og Steinunn viðurkennir fúslega að hún hefði kos- ið að verma stól borgarstjóra lengur. „Auðvitað hefði ég viljað vera lengur en það var ekki mitt að ákveða það. Samfylkingin efndi til prófkjörs fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem harður slagur varð milli okkar þriggja, mín, Dags og Stefáns Jóns. Það var nauð- synlegt að það uppgjör færi fram og ótvírætt umboð fengist frá kjós- endum Samfylkingarinnar til að leiða lista flokksins í borginni. Eins og menn muna hafnaði ég í öðru sæti en Dagur í því fyrsta. Auðvitað hefði ég viljað vera í fyrsta sæti en við því var ekkert að segja. Dagur fékk umboð- ið.“ Prófkjör óheppileg Að áliti Steinunnar eru prófkjör óheppileg leið til að velja fólk á fram- »Einhverjir blaðamenn kölluðu mig „alþýðlega borgarstjórann“ og það átti vel við. Morgunblaðið/Kristinn Hlýhugur Steinunn Valdís og eiginmaður hennar, Ólafur Grétar Haraldsson, í blómahafi á heimili sínu kvöldið sem tilkynnt var að hún yrði næsti borgarstjóri. Hún kveðst hafa notið borgarstjórastarfsins fram í fingurgóma. varðandi lægstlaunuðu stéttirnar. Það voru ákvarðanir sem margir héldu að hefðu verið teknar á elleftu stundu en áttu sér mun lengri að- draganda. Ég hafði mun fyrr markað skýra stefnu. Við Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, sem nú er orðinn sam- herji minn í ríkisstjórn, tókumst talsvert á um þetta mál en hann taldi að með þessum ákvörðunum væri verið að tefla stöðugleikanum í þjóð- félaginu í hættu og allt færi á annan endann. Það gerðist auðvitað alls ekki. Ég finn að þessi aðgerð, að brjóta ísinn í þessum launamálum, skipti verulegu máli. Stjórn- málamenn þurfa að geta tekið af skarið og þarna gerði ég það. Ég hef stundum sagt: Þar sem er vilji, þar er vegur. Það á vel við í þessu máli.“ Ofan í þetta mál kom ákvörðun kjaradóms um að hækka hæstu laun- in í samfélaginu. Þá afþakkaði Stein- unn sína launahækkun. Taldi það í þessu samhengi ekki rétt. Fann ekki fyrir samanburði við Ingibjörgu Sólrúnu Ingibjörg Sólrún var vel liðinn borgarstjóri í langan tíma. Steinunn segir það þó ekki hafa verið erfitt að koma í kjölfar hennar. Hún hafi ekki fundið fyrir samanburðinum. „Auð- vitað eigum við Ingibjörg Sólrún margt sameiginlegt. Við erum báðar sagnfræðingar, vorum báðar for- menn stúdentaráðs og báðar borg- arstjórar, þannig að ég skil vel að ein- hverjir vilji bera okkur saman. Ég fann hins vegar aldrei fyrir sam- anburði við hana enda er þetta þann- ig starf að hver einstaklingur verður að finna sinn takt. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega.“ Steinunn segir samstarf þeirra Ingibjargar Sólrúnar alla tíð hafa verið gott. „Auðvitað tókumst við á um ýmis mál meðan við vorum í borg- arstjórn eins og aðrir borgarfulltrúar en ég hef aldrei reynt Ingibjörgu Sól- rúnu að öðru en trausti. Það skiptir mjög miklu máli. Ég studdi hana op- boðslista. Þau fari illa með flokka. „Auðvitað eru prófkjör leið til að gera upp á milli fólks í flokkum en þau eru ekki til þess fallin að bæta samskipti fólks. Það er alveg klárt. Ég held að menn verði að fara að endurskoða þessa aðferð. Hún er líka orðin of dýr. Láttu mig vita það, ég fór í tvö próf- kjör á síðasta ári. Það er dýrt að aug- lýsa, opna kosningaskrifstofu, hringja út og svo framvegis. Ég veit um margt fólk sem hefur áhuga á því að láta að sér kveða í pólitík en hrýs hugur við því að etja kappi við sitj- andi þingmenn eða sveitarstjórn- armenn, aðstöðumunurinn er svo mikill. Það eru til ýmsar aðrar leiðir en prófkjör, t.d. væri hægt að gera skriflega skoðanakönnun meðal flokksmanna sem formaður og upp- stillingarnefnd ynnu úr og stilltu í kjölfarið upp lista.“ Steinunn segir menn hafa gengið ósára frá prófkjöri Samfylking- arinnar í borginni á síðasta ári en við- urkennir að frambjóðendur hafi verið svolítið móðir eftir rimmuna. „Auð- vitað tók þetta sinn toll. Ég myndi ekki segja að það hafi haft áhrif í kosningabaráttunni en við vorum eigi að síður ekki ánægð með það að fá bara fjóra fulltrúa. Við ætluðum okk- ur meira.“ Sem kunnugt er slitnaði upp úr R- listasamstarfinu fyrir kosningarnar í fyrra og í samtali við Morgunblaðið fyrir viku fullyrti Svandís Svav- arsdóttir, borgarfulltrúi VG, að Sam- fylkingin bæri ábyrgð á því. Steinunn er ósammála þeirri söguskýringu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.