Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 17
arson þekki ég vel úr borgarpólitík-
inni enda þótt við værum þar oftar en
ekki á öndverðum meiði.“
Geir mýkri en Davíð
Steinunn segir það engum vafa
undirorpið að kynslóðaskiptin í Sjálf-
stæðisflokknum hafi gert þetta sam-
starf kleift. „Fólk á mínum aldri,
kringum fertugt, er orðið áberandi í
flokknum og það dylst auðvitað eng-
um að Geir H. Haarde er mun mýkri
og sveigjanlegri maður en Davíð
Oddsson var nokkurn tíma. Mér virð-
ist traust hafa myndast milli hans og
Ingibjargar Sólrúnar sem skiptir of-
boðslega miklu máli. Annars er þetta
bara eins og í góðu hjónabandi, mað-
ur einlínir á það jákvæða og reynir að
lifa með göllunum.“
Steinunn er bjartsýn á nýju stjórn-
ina og segir hana hafa burði til að
breyta áherslum og koma ýmsum
stórum málum til leiðar. „Það hefur
verið hér ákveðinn velferðarhalli á
síðustu árum og það þarf að laga.
Stjórnin er þegar farin að taka til
hendinni í þeim efnum en Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
fylgdi úr hlaði á dögunum risaverk-
efni, aðgerðaáætlun í málefnum
barna og unglinga. Það er í fyrsta
skipti sem alvöru barnapólitík er
kynnt á Íslandi. Ég er líka sannfærð
um að málefni eldri borgara verða í
forgangi.“
Afglöp Steingríms J.
Þrátt fyrir bjartsýni á nýju stjórn-
ina neitar gamla Röskvu- og R-
listamanneskjan því ekki að hún hafi
horft til vinstristjórnar í vor. „Ég
gerði það, eins og fleiri. Það gekk
hins vegar ekki upp.“
– Hvers vegna?
„Mín skýring á því er einföld. Það
voru afglöp Steingríms J. Sigfússon-
ar. Viðbrögð hans strax eftir kosn-
ingar voru mjög sérkennileg, t.d.
þegar hann fór fram á afsök-
unarbeiðni frá Jóni Sigurðssyni út af
kosningabaráttunni, og ræðan við
þingsetninguna var greinilega bara
haldin „for the record“, eins og mað-
ur segir. Þar var hann að búa til sög-
una, þ.e. segja að hlutirnir væru öðru-
vísi en þeir voru. Mér finnst margt í
fari vinstri grænna eftir kosningar
benda til þess að þeir séu með sam-
viskubit. Sjái að þeir gerðu mistök.
Svo eru þeir að reyna að réttlæta það
eftir á. Ég held að margir í baklandi
VG séu afar ósáttir við forystu flokks-
ins.“
Steinunn telur Steingrím J. hafa
rangtúlkað stöðuna eftir kosningar.
„Ég tel að hann hafi haldið að hann
hefði einhverja brú yfir til Sjálfstæð-
isflokksins, að þeir flokkar gætu
myndað stjórn, enda höfðu verið
miklar þreifingar af hálfu VG. Við-
brögð VG eftir kosningar benda ekki
til þess að vinstristjórn hafi verið
fyrsti kostur af þeirra hálfu.“
Formaðurinn hefði ekki hætt
Sumir hafa haldið því fram að það
hafi verið pólitískt lífsspursmál fyrir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að
komast í ríkisstjórn á þessum tíma-
punkti. Steinunn er ekki endilega
sammála því.
„Það lá í loftinu að það yrðu breyt-
ingar eftir þessar kosningar, einkum
eftir útreið Framsóknarflokksins. Þá
lá líka í loftinu að Samfylkingin færi í
ríkisstjórn. Ég er ekki viss um að
Ingibjörg Sólrún hefði dregið sig hlé
hefði það ekki gerst. Kosningabar-
átta Samfylkingarinnar var frábær,
þar sem stemningin, jákvæðið og
gleðin voru í fyrirúmi, og sjá það ekki
allir á Ingibjörgu Sólrúnu í dag
hvernig þetta hefur skilað sér til
hennar? Veturinn var erfiður og þeg-
ar við héldum stóran landsfund í Eg-
ilshöll mældumst við með undir 20%
fylgi. Það þurfti mikinn kjark til að
standa frammi fyrir flokksmönnum
við þær aðstæður og tala í baráttutón
til þeirra. Þetta gerði Ingibjörg Sól-
rún frábærlega. Það skilaði sér svo
sannarlega og alla kosningabarátt-
una vorum við að sækja í okkur veðr-
ið. Það var því ekkert úrslitaatriði
fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og flokkinn
að komast í ríkisstjórn enda þótt þar
vilji menn vitaskuld vera. Við erum í
pólitík til að hafa áhrif.“
Spurð hvort hún muni sjálf sækjast
eftir meiri áhrifum innan Samfylk-
ingarinnar svarar Steinunn hiklaust
játandi. „Ég stefni að sem mestum
áhrifum innan míns flokks til að geta
hrint ákveðnum hugmyndum og hlut-
um í framkvæmd og mun taka að mér
þau verkefni sem bjóðast á þeirri leið.
Formaður flokksins hefur sýnt með
afdráttarlausum hætti að hún treyst-
ir konum og nýju fólki í þing-
flokknum, bæði með vali á ráðherrum
og nefndaformönnum. Þannig að
möguleikarnir eru tvímælalaust fyrir
hendi.“
Yfir landsbyggðarkarlanefnd
Steinunn er formaður samgöngu-
nefndar Alþingis og segir það hlut-
verk leggjast vel í sig. „Mér skilst að
ég sé fyrsta konan til að gegna þessu
starfi en þetta hefur víst alla tíð verið
mikil landsbyggðarkarlanefnd. Sam-
göngumálin eru í brennidepli og það
verður mjög spennandi að fást við
þau. Að auki flytjast sveitarstjórn-
armálin yfir til samgönguráðuneyt-
isins um áramót og þau mál þekki ég
út og inn. Ég er líka í fjárlaganefnd-
inni og er mjög spennt fyrir henni.
Þar tel ég að maður fái mjög góða yf-
irsýn yfir landsmálin. Þá er ég vara-
formaður þingflokksins. Það verður
því nóg að gera.“
Steinunn hóf meistaranám í op-
inberri stjórnsýslu við Háskóla Ís-
lands sl. haust en mun ekki halda því
áfram næsta vetur. „Ég sá fram á að
það yrði ekki eins mikið að gera hjá
mér í minnihlutanum í borgarstjórn
og áður og skellti mér því í fram-
haldsnám sem mig hafði lengi dreymt
um. Það var ofboðslega gaman en
vegna fyrirsjáanlegra anna á Alþingi
læt ég nú staðar numið í skólanum.
Námið verður enn um sinn að bíða
betri tíma.“
Ljósmynd/Jóhannes Long
Góður gestur Í borgarstjóratíð sinni tók Steinunn Valdís m.a. á móti
Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í fyrra.
„Bæði Svandís og Steingrímur J. Sig-
fússon eru þessa dagana í örvænt-
ingu sinni að reyna að skrifa söguna á
annan hátt en hún gerðist. Meira vil
ég ekki segja um það mál að svo
stöddu en hef í hyggju að fjalla ít-
arlega um endalok R-listans í grein í
Morgunblaðinu á næstunni.“
Meirihlutamanneskja í eðli sínu
Steinunn var kjörin á Alþingi í vor
og segir störf sín á þeim vettvangi
leggjast afar vel í sig. Samfylkingin á
aðild að ríkisstjórn og Steinunn segir
mörg spennandi verkefni framundan.
„Ég er í eðli mínu meirihlutamann-
eskja og þess vegna átti það ekki vel
við mig að vera komin í minnihluta í
borgarstjórn. Ég ákvað því að bjóða
mig fram til Alþingis enda þótt ég
vissi vitaskuld ekki hvort Samfylk-
ingin yrði í meirihluta eða minnihluta
eftir kosningar.“
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
höfuðandstæðingurinn allan hinn
pólitíska feril Steinunnar. Þar til nú.
„Það er auðvitað svolítið undarleg til-
finning að vera farin að vinna með
Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Ég
get ekki neitað því,“ segir Steinunn
brosandi. „Ég nálgast þetta samstarf
hins vegar með opnum huga og á
grunni þeirra verkefna sem verið er
að vinna að. Þegar öllu er á botninn
hvolft erum við líka öll í pólitík af
hugsjón og til að ná fram ákveðnum
málum. Stefnuskrá þessarar rík-
isstjórnar liggur fyrir og báðir flokk-
ar munu framfylgja henni af heilum
hug.“
Steinunn segir að þar fyrir utan
láti sér ágætlega að vinna með ólíku
fólki. „Svo þekki ég auðvitað marga
úr þingliði Sjálfstæðisflokksins. Við
Þorgerður Katrín erum gamlar
bekkjarsystur úr MS, Kristján Þór
Júlíusson og Ragnheiði Ríkharðs-
dóttur þekki ég úr stjórn Sambands
sveitarfélaga og Guðlaug Þór Þórð-