Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is M eð sjálfri mér geri ég mun á því hver ég er og hvað ég vinn,“ segir hún, þegar ég spyr, hver hún sé. „Ég er eiginkona, móðir, dóttir, systir og svo fram- vegis, menntuð sem lögfræðingur og starfa að umhverfismálum.“ Við ákveðum að hafa samtalið bland í poka. „Ég er fædd á Landspítalanum í Reykjavík 15. september 1964 og ólst upp í Hvassaleiti 16 til tvítugs. Foreldrar mínir eru bæði að- fluttir Reykvíkingar. Faðir minn, Guðmundur Guðmundsson, var bóndi í Dölunum; bjó síðast með móður sinni í Dagverðarnesi, sem er sérstaklega fallegur staður, en eftir að amma dó seldi hann jörð- ina og flutti suður. Mamma, Pet- rea Sofia Guðmundsson, er Fær- eyingur, hún flutti til Íslands 1956 og fór að vinna á Hótel Vík og þangað kom pabbi til að fá sér kaffibolla. Öðru vísi gat það ekki orðið því hann fór aldrei út fyrir landsteinana. Fyrir vikið hefur Hótel Vík alltaf verið rómantískur staður í mínum huga, þótt ég hafi satt að segja aldrei komið þar inn fyrir dyr. Einhvern veginn kynntist ég föðurfjölskyldu minni því miður frekar lítið og móðurfjölskyldan er fjarri í Færeyjum, þannig að segja má að Hvassaleiti 16 hafi verið mín fjölskylda, þar átti ég mína vini, bæði börn og fullorðna, og vinaböndin voru sterk. Ég er ekki fyrst og síðast úr Háaleitishverf- inu, heldur er ég fyrst og fremst úr stigaganginum Hvassaleiti 16.“ – Áttu ennþá vini þaðan? „Já, já. Á hæðinni fyrir neðan mig bjó bezta vinkona mín; Heiða. Það munar meðgöngutímanum á okkur og við töldum víst að for- eldrar hennar hafi hrokkið í gang þegar þau sáu mig! Ég var ekki gömul þegar ég skreið niður og síðan var alltaf mikill samgangur. Við vorum fimm stelpur á líku reki sem lékum okk- ur mikið saman og það vill nú svo til að við ætlum að hittast eitt kvöldið í vikunni. Fyrsta útrás mín úr hverfinu var að elta ekki krakkana í 9. bekk Réttarholtsskóla, heldur flaut ég með vinkonum mínum, sem sóttu um gagnfræðaskóla í Kvennaskól- anum. En eftir þrjú ár fannst mér ég hafa brotið Háaleitishlekkina af mér og sneri aftur í heimahagana; fór í Menntaskólann við Hamra- hlíð.“ – Varstu með heimþrá? „Kannski ekki svo mikla Það freistaði mín að losna úr viðjum bekkjakerfisins.“ Hún útskrifaðist frá MH um jól og segist þá allt í einu hafa setið uppi með hálft ár, sem hún ákvað að gera eitthvað skemmtilegt við og fór til Frakklands að læra frönsku ásamt þremur vinkonum sínum. „Ég hef oft hugsað til þess að ég hefði þurft lengri tíma til frönskunáms, en ég kom heim og fór í læknisfræði um haustið. Mig dreymir enn um að taka upp þráð- inn, þar sem ég hvarf frá frönsk- unni.“ Það voru örlögin, sem tóku í taumana. Ellý Katrín féll í prófi um jólin og datt ekki í hug að fara aftur. En tómhent kom hún ekki úr læknisnáminu því þar kynntist hún eiginmanninum; Magnúsi Karli Magnússyni. Eftir vandlega umhugsun ákvað hún að fara í lög- fræði. Ríóráðstefnan gerði útslagið „Ég sá einhvern veginn aldrei fyrir mér að ég myndi fara út í lögmennsku.Foreldrar mínir voru verkafólk og móðir mín slasaðist illa á vinnustað þegar ég var ung- lingur. Þrautaganga hennar til að ná fram einhverjum rétti vakti hjá mér löngun til þess að geta orðið að liði undir svona kring- umstæðum. Það má því segja að ég hafi valið lögfræðina út frá ákveðinni félagsmálahugsjón. Mig langaði til að gera eitthvað sem skipti máli. Ég hugsa að þetta hafi líka ráðið þegar ég fór í lækn- isfræði.“ Í lögfræðináminu fékk hún sér- stakan áhuga á hugverkarétti og fékk vinnu hjá Einkaleyfastofunni þar sem hún starfaði í fjögur ár. – Sóttirðu um einkaleyfi á um- hverfismálum? „Nei,“ svarar Ellý Katrín og hlær að fjarstæðunni. „En þegar ég útskrifaðist var ég farin að velta umhverfismálunum fyrir mér.“ – Hvað kveikti á þeim? „Umræðan um þynningu óson- lagsins vakti athygli mína og Ríó- ráðstefnan 1992 kveikti svo í mér að umhverfismálin urðu í mínum huga grundvallarmál og eru það enn. Á þessum tíma var ég líka ný- orðin móðir og horfði kannski þess vegna aðeins öðruvísi á tilveruna og lengra fram í tímann.“ Og nú var tekinn sá kúrs að ekki varð aftur snúið. Þau hjón fluttu til Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum, þar sem dóttirin, Ingibjörg, fór í grunnskóla, hann í framhaldsnám í læknisfræði og hún í mastersnám í umhverfis- og alþjóðarétti. Þar bættist þeim sonurinn Guðmundur í búið. „Það er svo skrýtið,“ segir Ellý Katrín hugsi, „hvernig per- sónuleg mál manns æxlast. Við eignuðumst dótturina þegar ég var á síðasta ári í lögfræðinni og ég taldi mig hafa lært það þá að það er tóm vitleysa að blanda saman barneignum og námi. Svo var ég ekki fyrr komin í framhaldsnám en ég varð ófrísk aftur.“ Hún lítur til mín með svo mikla kímni í svipnum, að það er ljóst að hún telur þessa „hrösun“ þeirra hjóna þeim til heilla frekar en hitt. Enda bætir hún við: „Ég sá svo að þetta var hárréttur tími til þess að bæta við barni.“ Í Madison varð Magnús Karl sérfræðingur í lyflækningum og Ellý Katrín lauk sinni meistara- gráðu í lögum. „Ég var alvarlega að hugsa um doktorinn, en svo langaði mig líka aftur út á vinnu- markaðinn og það varð ofan á. Málið var að finna stað í Banda- ríkjunum, þar sem ég gæti unnið að lögfræði og Magnús Karl að sinni grein. Hann fékk vinnu hjá bandarísku heilbrigðisstofnuninni; National Institutes of Health, í út- borg Washington DC, og ég hóf langa og stranga leit að atvinnu; hafði samband við hin og þessi frjálsu félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki án þess að fá nokkuð að gera. Þetta var heljarinnar verk- efni, sem ég vann að jafnt og þétt samhliða öðru síðasta árið mitt í Madison.“ Sótti um eftir símaskránni „Ég hafði fylgzt með starfi Al- þjóðabankans en þekkti þar engan. Ég hringdi í þá Íslendinga, sem ég vissi að höfðu unnið þar, og leitaði ráða, hvernig ég gæti þokað starfsumsókn áfram innan þessa stóra bákns. Það kom lítið konkret út úr því, þar til ég hitti Hilmar Hilmarsson, sem var orðinn að- stoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Hann ráðlagði mér að kaupa símaskrá Alþjóðabankans og athuga hvort ég kannaðist við einhvern í henni. Mér fannst þetta nú frekar lang- sótt en gerði það samt, fann reyndar engan sem ég þekkti, en fann nafn sem ég kannaðist við; David Freestone. Ég hafði lesið margar greinar eftir hann og setti mig í samband við hann. Hann er kurteis Breti sem kunni ekki við að slíta sambandinu þótt ekkert væri á lausu, heldur sagði mér að hringja aftur. Og það gerði ég. Ég hringdi aftur og aftur. Og hann var alltaf jafn elskulegur. Á end- anum uppskar ég ráðgjafastarf og síðar tryggði ég mér fasta stöðu, reyndar ekki í umhverfismáladeild- inni, heldur þeirri deild sem sá um viðskipti við lönd Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Þar starfaði ég sem lögfræðingur í viðskiptum bankans við ákveðin lönd og umhverf- ismálin tengdust oft mínum verk- efnum.“ – Ertu alltaf svona ákveðin? Hún lítur á mig og verður hugsi. „Ég hugsa að ég sé nokkuð fylgin mér þegar ég veit hvað ég vill. Ég hef lært það af reynslunni að það hefst ekki neitt með því að sitja með hendur í skauti. Maður Skylda okkar að skilja eftir græn spor Rætur hennar eru í Hvassaleiti 16. Þaðan lagði hún upp í lögfræði af ákveðinni félags- málahugsjón en fór síð- an út í heim þar sem umhverfismálin tóku hug hennar allan. Nú er Ellý Katrín Guð- mundsdóttir snúin heim aftur og nýsetzt í forstjórastól Umhverf- isstofnunar. Morgunblaðið/Sverrir Skelegg Ellý Katrín Guðmundsdóttir segir að við þurfum að hafa skýra framtíðarsýn sem felst í því að lifa í sátt við sjálfbæra náttúru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.