Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 31

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 31 ÁRANGUR Á ÖLLUM SVIÐUM heildræna hugsun; að taka ákvarð- anir út frá samþættingu þriggja sjónarmiða; samfélags, efnahags og umhverfis. Við ákvarðanatöku þurfum við að leita jafnvægis milli þessara þriggja sjónarmiða með það markmið að skila umhverfinu af okkur með sömu gæðum og við tókum við. Við megum ekki nýta landið þannig að við skerðum tæki- færi komandi kynslóða til að njóta þess og nýta. Þessi umræða hefur ekki verið átakalaus hér á landi og einhvern veginn gengur illa að tala um þessi þrjú sjónarmið á sama tungumáli. Menn nota ólík viðmið við gild- ismat á þessum þremur þáttum og enda í flókinni átakaumræðu.“ – Umræðunni um, hvort stóriðja og náttúrvernd séu andstæður, eða hvort þær geti farið saman? „Það fylgir náttúruvernd að við eigum að stíga varlega til jarðar. Sérstaklega þegar við nýtum nátt- úruna með óafturkræfum áhrifum. Eðlilega viljum við nýta okkar vistvænu orkugjafa, fallvötnin og jarðvarmann. Sú nýting kallar oft á óafturkræf náttúruspjöll. Þess vegna er mikilvægt að mínu mati að við vöndum ákvarðanatöku um það hvort og hvernig við nýtum orkuna. Í umræðunni um þessi mál eru menn oft fyrr en varir komnir ofan í skotgrafir og þá verður lítið um heildstæða umræðu. Ríkisstjórnin setur nú fram í stefnuyfirlýsingu sinni metn- aðarfull markmið um að Ísland verði í fararbroddi í umhverf- ismálum og stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verð- mætra náttúrusvæða. Það er já- kvætt að þetta skuli sett fram með þessum hætti. Ég held að við get- um náð sáttum. Ég vona það. Það myndi skila okkur svo miklu betur áleiðis en þetta karp úr skotgröf- unum.“ Athafnir leysi orðin af hólmi Umhverfisstofnun aðstoðar nú Færeyinga við að koma upp sínum fyrsta þjóðgarði. Það gleður for- stjórann sérstaklega að Fær- eyingar skuli eiga í hlut. „Mér finnst gaman að því,“ við- urkennir hún. „Það hefur ekki ein- asta með starfið að gera heldur hefur það líka vakið með mér per- sónulegar hugrenningar. Ég hef alltaf dáðst að Vestur-Íslend- ingum, hvernig þeir hafa haldið tengslunum við íslenzkan uppruna sinn kynslóð fram af kynslóð. Móð- ir mín er færeysk. Ég á þar rætur. Og börnin mín. En þau tala ekki færeysku. Ég velti því fyrir mér hvernig megi vekja Færeyinginn sem ég vona að blundi með þeim.“ – Fyrsti þjóðgarður Færeyinga – stærsti þjóðgarður Evrópu á Ís- landi. Hvert er hlutverk Umhverf- isstofnunar í þjóðgörðum? „Umhverfisstofnun hefur umsjón með þjóðgörðum og rekur þar gestastofur. Vatnajökulsþjóðgarð- ur er ný ríkisstofnun sem mun lúta sérstakri stjórn og undir þennan stóra þjóðgarð munu færast þjóð- garðar frá Umhverfisstofnun, eins og Skaftafell og Jökulsárgljúfur. Þeir þjóðgarðar verða því ekki á könnu Umhverfisstofnunar, þótt stofnunin starfi á landsvísu.“ – Er það galli? „Vatnajökulsþjóðgarður er mjög metnaðarfullt verkefni, en per- sónulega tel ég mikilvægt að mörkuð verði heildstæð stefna um þjóðgarða á Íslandi þar sem horft er til framtíðar og lært af reynsl- unni; bæði því sem vel hefur geng- ið og hinu, sem miður fór. Og ekki bara um þjóðgarða. Við þurfum að móta skýra framtíð- arstefnu fyrir Ísland allt. Við þurf- um að koma okkur saman um það hvernig draumaland okkar lítur út. Nú er rétti tíminn til að láta at- hafnir leysa orðin af hólmi.“ – Er þetta þinn draumur í for- stjórastólnum? „Þetta er ágætur stóll,“ segir hún og rúllar sér fram og aftur. Stoppar svo og horfir ákveðin á mig. „Ég vil að Umhverfisstofnun sé framsækin og sterk stofnun, sem getur lagt mikilvægan skerf til umræðunnar um umhverfismál. Hér er mikill mannauður, við þurf- um að gera þekkinguna sýnilega og matreiða upplýsingarnar þannig að þær séu hverjum manni skilj- anlegar og gagnist í þjóðmála- umræðunni. Þetta er nefnilega ekki bara mál hins opinbera. Við getum öll, hvert og eitt, lagt okkar af mörkum. Kolviðarverkefnið sýnir að við get- um bætt fyrir okkur. Grænu skref- in hjá Reykjavíkurborg leggja líka áherzlu á þetta og að vistvænn lífsstíll er jákvæður og borgar sig. Landvernd hefur unnið feikigott starf á sviði vistvæns lífsstíls. Á heimasíðu þeirra er að finna ógrynni vistvænna húsráða fyrir þá sem vilja taka til hjá sér. Við þurfum að horfa okkur nær, bæði fólk og fyrirtæki. Þegar ég kom til landsins, leit- aði ég að vistvænum bíl en rakst alls staðar á vegg. Nú keppast bílaumboðin við að auglýsa grænu bílana sína. Tækifærin eru alls staðar. Við þurfum bara að grípa þau. Og varast að reisa okkur hurðarás um öxl. Ef við treystum okkur ekki til að leggja bílnum daglangt byrjum við bara á því að labba út í bakarí. Það er hægt að gera svo margt. Allt telur.“ Svo snýr hún stólnum til að sjá út um gluggann þar sem snjókorn dansa í sólstöfum. „Við þurfum að hafa skýra fram- tíðarsýn sem felst í því að lifa í sátt við sjálfbæra náttúru,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir við sjálfa sig. Og mig. Og umhverfið. Svo slær hún botninn: „Við þurfum að hugsa fram á við, til komandi kynslóða. Við er- um hér núna og okkur ber að skilja eftir okkur græn spor.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.