Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 36

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 36
daglegt líf 36 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kaupmannahöfn Áhersla hefur verið lögð á að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í Kaupmannahöfn vegna þess að upphitun á hús- um og raf- magnsfram- leiðsla byggðist áður mest á olíubrennslu. Það hefur tekist með eigin loftslagsáætlun og til þess hefur verið nýtt vindorka og fjar- varmaorka, sem felst í því að brenna sorp og nýta orkuna sem myndast til að hita vatn og dæla því síðan inn á húsin. Einnig má nefna metnaðarfulla áætlun Kaupmannahafnarbúa um lífræn matvæli í skólum og mötu- neytum fyrir opinbera starfs- menn. Það sem vinnst með því er að við framleiðsluna eru ekki not- uð skaðvænleg efni fyrir um- hverfið og svo þykir hollustan meiri. New York New York verður leiðandi í bar- áttunni gegn gróðurhúsaáhrifum og dregur úr losun koltvísýr- ings um 30% til ársins 2030, samkvæmt til- lögum Michaels Bloomberg borgarstjóra. Í þeim felst m.a. umferð- artakmörkun frá 86. stræti til Battery-garðsins með gjaldtöku frá kl. 6 á morgn- ana til 18 á kvöldin, en sú tillaga er afar umdeild. Einnig er kveðið á um að hinir frægu gulu leigubílar verði með blendingsvélar, sem knúnar eru með rafmagni og bensíni, eigi síðar en árið 2012 til að draga úr loftmengun. London Hvergi er meiri mengun á Eng- landi en í London, en talið er að þúsund hafi lát- ist vegna loft- mengunar árið 2005 og svip- aður fjöldi lagst á spítala. Frá árinu 2003 hefur gjald verið lagt á þá sem fara akandi inn í miðborgina frá kl. 7 á morgnana til 18.30 á kvöldin. Síðan þá gengur umferð 37% hraðar í miðborginni og út- blástur koltvísýrings hefur dreg- ist saman um 15%. Áætlunin, sem upphaflega var nefnd „Kengestion“ í fjölmiðlum eftir Ken Livingstone borg- arstjóra, nýtur æ meiri stuðnings borgarbúa. Livingstone náði auð- veldlega endurkjöri árið 2004 og nú segjast tveir þriðju Lund- únabúa styðja áætlunina. Stokkhólmur Stokkhólmur tók upp umferð- artakmörkun í miðborginni í til- raunaskyni í fyrra með svip- aðri gjaldtöku og í London. Sú ákvörðun hefur mælst afar vel fyrir meðal íbúa og raunar verið staðfest í kosn- ingum. Stokkhólmur er einnig framarlega í því að byggja upp vistvæn hverfi, þó að í Malmö hafi verið gengið jafnvel enn lengra í þeim efnum. Slík hverfi eru byggð með umhverf- isvæn sjónarmið í forgrunni og ráða þau m.a. samgöngumynstri, útivistarsvæðum, fráveitu, bygg- ingarefni í húsum, orkufram- leiðslu og nýtingu, upphitun og lýsingu. Stundum er ekki gert ráð fyrir bílum í hverfunum, heldur að þeim sé lagt í bílastæði fyrir utan þau eða undir þeim. Borgir nota 75% af orku íheiminum og til þeirramá rekja 80% af út-blæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Því skyldi engan undra að baráttan gegn gróðurhúsaáhrif- um fari í auknum mæli fram í borg- um og bæjum. Á meðan þjóð- arleiðtogar eru ekki samstiga um hversu langt eigi að ganga í al- þjóðasamningum, þá eru skrefin stigin í hverfunum, einkum í hinum vestræna heimi. Þar virðast stjórn- málamenn sífellt finna nýjar leiðir til að þýða orð yfir í aðgerðir sem hafa bein áhrif á daglegt líf fólks í gegnum viðhorf þess og breytni. Í London er lagt upp með að breyta ekki lífsgæðum almennings heldur lífsvenjum. Þannig markaðs- setur hver borg breytingarnar með sínum hætti. Og ekki er lítið í húfi ef heimsendaspámenn hafa rétt fyr- ir sér. Nýjar rannsóknir benda til að útblástur koltvísýrings vaxi þrisvar sinnum hraðar en vís- indamenn höfðu spáð eða um 3% á ári á þessum áratug. Og munar þar mestu um Kína. Til samanburðar var aukningin um 1,1% á ári á tí- unda áratugnum. Það er að hitna í kolunum. Hægri og vinstri Lengi vel fengu sjónarmið um- hverfisverndarsinna helst hljóm- grunn hjá vinstri flokkum, en nú finna allir flokkar þeim farveg í stefnu sinni. Hægri flokkar hafa jafnvel tekið forystu í þessum efn- um, svo sem breski íhaldsflokk- urinn undir forystu Davids Came- rons. Þá er það rökstutt með því að að- ferðafræði frjáls markaðshagkerfis, s.s. eignaréttur og hagrænir hvatar, sé best til þess fallin að skila ár- angri. Það eigi ekki að beita boðum og bönnum heldur gefa fólki raun- hæfa og umhverfisvæna valkosti. En svo halda aðrir því fram að jafn- vel valkostir geti verið ansi þvingandi, ekki síst fyrir hina efna- minnstu, og séu í raun lítið annað en inngrip stjórnvalda. Gordon Brown, sem bráðlega tekur við sem formaður breska Verkamannaflokksins, hefur mælt fyrir því að þeir sem noti vistvæna orkugjafa á heimilum sínum eigi rétt á skattalækkunum. Og til stendur að sekta heimili þar í landi, sem ekki flokka úrgang um 30 pund á ári en endurgreiða heimilum sem aðskilja endurnýjanlegan úrgang eins og gler, pappír, flöskur og dós- ir. Nokkurt mál hefur reyndar verið gert úr því að lagt er til að teknar verði upp læsanlegar ruslatunnur til að koma í veg fyrir „sorpstríð“ á milli nágranna, sem kynnu annars að laumast með sorp í tunnurnar hver hjá öðrum. Hvað sem líður hægri og vinstri ríkir í stórum dráttum samstaða þvert á stjórnmálastefnur um að draga þurfi úr útblæstri gróður- húsalofttegunda og jafnvel Banda- ríkjaforseti tekur undir þau sjón- armið, þó að hann forðist skuld- bindingar í þeim efnum. Það segir hinsvegar sína sögu að yfir þrjú hundruð borgir í Bandaríkjunum hafa ákveðið að uppfylla skilyrði Kyoto-bókunarinnar. Það er ekki beðið eftir þjóðarleiðtogunum; borgirnar grípa til eigin ráða. Kannski þar heyrist betur raddir fólksins? Garðar á húsþökum Öll vinna varðandi umhverfisstörf borga og sveitarfélaga er sprottin úr staðardagskrá 21 sem samþykkt var á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Rio árið 1992, að sögn Hjalta J. Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra stefnumörkunar og þróunar hjá umhverfissviði Reykjavík- urborgar. „Síðan þá hafa sveitarfélög víðs- vegar um heiminn verið að taka upp þá hugmyndafræði að við meg- um ekki ganga á okkar auðlindir og gæði umfram það sem við þurfum, þannig að við skiljum að minnsta kosti það sama eftir handa kynslóð- unum sem koma á eftir okkur.“ Staðardagskráin var útfærð nán- ar í Jóhannesarborg árið 2002, en þá var því beint til sveitarfélaganna að þau færu að vinna afmörkuð verkefni í átt að sömu markmiðum. „Það má segja að grænu skrefin séu dæmi um það, en þetta hafa ná- grannalöndin einnig verið að gera og hafa lengri reynslu af því en við,“ segir Hjalti. Og það er sama hvar borið er niður í hinum vestræna heimi, alls- staðar eru borgir að máta við sig grænu fötin, fjölga grænum svæð- um og finna aðferðir til að draga úr mengun. Það nær ofan í grasrótina, sem stendur undir nafni í samtök- unum Grænum þökum í Bandaríkj- unum, en þau vinna að því að fá fólk til að rækta garða uppi á hús- þökum. Þannig voru þökin á Íslandi öldum saman, af því ekki var um annað að velja. Nú stunda menn umhverfisvernd af sömu ástæðu. Lífrænt ræktaðar Levi’s Baráttan gegn gróðurhúsaáhrif- um fer fram á öllum sviðum mann- lífsins og auðvitað eru það á end- anum einstaklingarnir sem hreyfa tíðarandann. Það er þá sem stjórn- málamenn leggja við hlustir. Og fyrirtækin. Nú rjúka út Levi’s-gallabuxurnar úr lífrænt ræktaðri bómull og ný- lega var seldur milljónasti Priusinn. Matador gaf nýlega út nýtt spil og bílarnir endurspegla tíðarandann, – Prius. Brad Pitt mætir á frumsýn- ingu á vetnisknúnum BMW og Leonardo DiCaprio frumsýnir nýja umhverfisverndarmynd í Cannes. Attenborough les Íslendingum pist- ilinn á mánudagskvöldum. Og því er hvíslað á kaffihúsi að hafin sé stærsta bylgjan í pólitík í áratugi. Borgir máta sig við grænu fötin Ekki er lengur beðið eftir þjóðarleiðtogum heldur gripið til aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum á öll- um sviðum mannlífsins. Pétur Blöndal kynnti sér stöðu umhverfismála og áhrif þeirra á daglegt líf. Morgunblaðið/G.Rúnar Útivist Hjalti J. Guðmundsson hjólar í vinnu allt árið og notar nagladekk á veturna, en þrengri skorður eru settar með nagladekk á bílinn. Í HNOTSKURN »Í Reykjavík eru yfir 600bílar á hverja þúsund íbúa, sem er svipað og vestra en mun hærra en í evrópskum borgum. »80 til 90% af útstreymigróðurhúsalofttegunda í Reykjavík kemur frá bílum. » Í Danmörku fara 40% áhjóli til vinnu en aðeins 2% á Íslandi. Reuters Bangladesh Þúsundir bíla í umferðarteppu í borginni Dhaka í Bangladesh í kæfandi mengunarþokunni. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.