Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 42

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 42
42 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 17. júní 1977: „Þau lög munu elzt í landinu, eldri en hið forna þjóðveldi, sem fjölluðu um fyrstu skyldur hreppanna, hinna fornu sveitarfélaga. Í þeim lögum liggja rætur trygginga meðal norrænna manna. Efnisatriði þeirra voru þau, að þegar bær brann eða búsmali féll, skyldu allir bæta. Samhliða helgum rétti einstaklingsins til skoðana, sem er aðall Íslendingaeðl- isins, hefur félagslegt réttlæti og öryggi fest rætur. Við Ís- lendingar lítum á það sem tákn þjóðarmenningar, hvern veg búið er að þeim, sem lokið hafa ævistarfi í þágu þjóð- félagsins; sem og hinum, sem ekki ganga heilir til skógar vegna sjúkleika, slysa eða ör- kumla. Á þessum vettvangi sameinast Íslendingar einnig í eina þjóð, sem axlar sameig- inlegar, þjóðfélagslegar kvað- ir.“ . . . . . . . . . . 17. júní 1987: „Þjóðhátíð- ardagurinn gefur okkur tilefni til að staldra við og huga að stöðu okkar í samfélagi þjóð- anna. Við erum ein hin fá- mennasta sjálfstæða þjóð í heimi og jafnframt meðal þeirra efnuðustu. Að þessu leyti hefur okkur vegnað vel. Sú efnalega velgengni veldur því, að við gætum ef til vill ekki að okkur sem skyldi. Við lifum í veröld, þar sem vax- andi hætta er á, að smáþjóðir týni sérkennum sínum, tungu og menningu. Sumir segja, að þetta sé svart- sýni. Betur ef svo væri. Ör þróun í fjarskiptatækni hefur leitt til þess, að hvorki Berl- ínarmúrar né gaddavírsgirð- ingar geta komið í veg fyrir samskipti fólks af ólíku þjóð- erni. Síminn, sjónvarpið og út- varpið og gervihnettirnir hafa tekið völdin af þeim þjóð- arleiðtogum, sem reyna að loka þjóðir sínar inni á bak við slíka varnarmúra. Á þann veg getur fjarskiptabyltingin smátt og smátt átt þátt í að brjóta niður ófrelsi þjóðar, eins og t.d. þjóða Austur- Evrópu.“ . . . . . . . . . . 17. júní 1997: „Fullveldisbar- átta lítillar þjóðar er viðvar- andi. Á þjóðhátíð er skylt að beina athygli og umhyggju hennar að hornsteinum hins íslenzka fullveldis: sögunni, menningararfleifðinni og móðurmálinu. Mikilvægast er að hinir fullorðnu deili rækt- arsemi við söguna og tunguna með uppvaxandi kynslóðum – myndi með þeim skjaldborg til framtíðar um menningar- arfleifðina. Sem og um hvers konar þjóðminjar, sem eru í raun undirstaða sjálfstæðrar þjóðmenningar. Á tímum þeg- ar við tengjumst öðrum þjóð- um og menningarheimum miklu nánari böndum en áður er ræktun og varðveizla arf- leifðar þjóðarinnar mikilvæg- ari en nokkru sinni fyrr.“ . . . . . . . . . . Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MERKILEGT FRAMTAK Forráðamenn Eignarhalds-félagsins Samvinnutryggingahafa tekið merkilegt frum- kvæði í að breyta félaginu. Það varð til við sameiningu Samvinnutrygg- inga og Brunabótafélags Íslands. Nú hefur verið ákveðið að þessu félagi verði slitið og nýtt fjárfestingarfélag stofnað, sem taki við öllum eignum Samvinnutrygginga. Hlutafé þessa nýja félags verður skipt á milli fyrrverandi tryggingar- taka Samvinnutrygginga, sem áttu svokallaðan skilyrtan eignarrétt í eignarhaldsfélaginu. Þetta þýðir, að hluthafar verða á fimmta tug þús- unda. Um þessa ákvörðun sagði Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Eignar- haldsfélagsins Samvinnutrygginga í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er í fyrsta sinn, sem við- skiptavinir fyrirtækis eignast með þessum hætti fyrirtækið sjálft.“ Og Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri félagsins segir í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Hlutafé það, sem til einstakra hluthafa mun renna tekur mið af um- fangi viðskipta þeirra við Samvinnu- tryggingar g.t. og munu því stærstu viðskiptavinirnir vera nokkrir lög- aðila, sem áttu í miklum viðskiptum við tryggingafélagið á þessum tíma.“ Þórólfur Gíslason segir, að ástæð- an fyrir þessum breytingum sé sú, að eignarhaldsfélagið sé nú í nær engum tengslum við tryggingastarfsemi eft- ir að hlutur félagsins í Vátrygginga- félagi Íslands hafi verið seldur til Ex- ista á síðasta ári. Eigið fé eignarhaldsfélagsins er talið um 30 milljarðar og stærstu eignir þess hlutafé í Exista hf., ís- lenzkum fjármálastofnunum og óbeinn eignarhlutur að þriðjungi hlutafjár í Icelandair. Þetta er óvenjuleg aðgerð og kem- ur áreiðanlega mörgum í opna skjöldu. Algengara hefur verið, að þeir sem hafa verið í aðstöðu til að ráða slíkum fjármunum hafi haldið fast í þá stöðu. Nú ganga forráða- menn þessa félags fram á sjónarsvið- ið og framkvæma það, sem alltaf var sagt, að Samvinnutryggingar væru í eigu viðskiptavina þess. Nú fá við- skiptavinirnir hlutabréf í sína eigu til marks um það. Þannig skila forráða- menn Samvinnutrygginga frá sér hreinu borði, sem er til fyrirmyndar. Óneitanlega vekur þetta athyglis- verða framtak forráðamanna Sam- vinnutrygginga þá spurningu, hvort til séu fleiri félög, sem hægt sé að koma í beina eigu félagsmanna og viðskiptamanna með þessari sömu aðferð. Á það við um fleiri félög, sem tilheyrðu samvinnuhreyfingunni? Á það við um félög, sem hingað til hafa verið í sameiginlegri eign bænda? Þessi aðgerð forráðamanna Sam- vinnutrygginga er heilbrigð og í anda samvinnuhugsjónarinnar. Reyndar athyglisvert að stjórnarformaður fé- lagsins, sem tekur þetta skref er nán- asti eini maðurinn, sem hefur getað rekið kaupfélag við gjörbreyttar að- stæður. Það er ástæða til að óska forráða- mönnum Samvinnutrygginga til ham- ingju með þetta framtak og væntan- legum hluthöfum í hinu nýja fjárfestingarfélagi til hamingju með þær eignir, sem þeir fá í hendur á næstu mánuðum. Það er ekki á hverjum degi sem svo skynsamlegar ákvarðanir eru teknar í viðskiptalífinu. Þótt Samband ísl. samvinnufélaga hafi liðið undir lok á sínum tíma er ljóst að miklar eignir hafa þrátt fyrir allt verið eftir. Þær hafa verið ávaxt- aðar með árangursríkum hætti af þeim stjórnendum úr samvinnu- hreyfingunni, sem við þeim tóku og í sjálfu sér fróðlegt rannsóknarefni að sjá hvernig endanlegar tölur í upp- gjöri samvinnuhreyfingarinnar hafa verið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ L eiðir Ingileifar Bryndísar Hall- grímsdóttur, sem jarðsett var sl. þriðjudag, og Morgunblaðsins lágu saman mikinn hluta 20. ald- arinnar og fram á nýja öld. Hún var í hópi eigenda Morgunblaðs- ins í áratugi, þeirra hljóðlátu eigenda, sem studdu blaðið með ráð og dáð en gerðu litlar sem engar kröfur. Saga þessa fólks er ekki síður merkileg en þeirra fjölskyldna, sem átt hafa ýmis stórblöð úti í heimi og hana þarf einhvern tíma að segja. Raunar gæti 100 ára afmæli Morgunblaðsins eftir rúm 6 ár orðið tilefni til þess. Morgunblaðið hefur alla tíð verið heppið með eigendur sína og er enn nú, þegar breytingar eru að verða og hafa orðið í þeim hópi. Ingileif var systir bræðranna Björns og Geirs Hallgrímssona en lengst af voru bein tengsl hennar við blaðið minni en þeirra, en auðvitað voru tengsl Geirs við Morgunblaðið mest þeirra systkina vegna starfa hans á opinberum vett- vangi og forystu hans fyrir stjórn Árvakurs hf. um árabil. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir starfsmenn Morgunblaðsins og að nokkru leyti ákveðið upp- eldi í því fólgið að kynnast því fólki, sem var í eig- endahópi Morgunblaðsins verulegan hluta af út- komutíma þess. Þetta fólk var á sinni tíð og er að hluta til enn meðal hinna efnuðustu Íslendinga en hógværð þess og lífsstíll var til fyrirmyndar og eftirbreytni. Að því kom að Ingileif Bryndís átti nokkur samskipti við ritstjóra Morgunblaðsins og þá var athyglisvert að kynnast hugðarefnum hennar. Eins og þau birtust í samtölum við hana á rit- stjórnarskrifstofum Morgunblaðsins snerust þau um tvennt. Hún vildi beina athygli ritstjóranna að þeim, sem við lökust kjör bjuggu og þá ekki sízt að konum í þeim hópi. Þessar áherzlur henn- ar féllu vel að þeim sjónarmiðum, sem þá voru uppi og eru enn á ritstjórn blaðsins. Þótt ímynd Morgunblaðsins hafi lengi verið sú, að blaðið væri málgagn „auðvaldsins“ í landinu eins og gömlu kommarnir sögðu gjarnan mundi annað koma í ljós ef ritstjórnarskrif Morgunblaðsins áratugum saman yrðu krufin til mergjar. Hitt málið, sem Ingileif Bryndís Hallgríms- dóttir vildi tala um við ritstjóra Morgunblaðsins voru geðheilbrigðismál. Hún fagnaði þeirri áherzlu, sem Morgunblaðið hefur lengi lagt á þann málaflokk og ýtti frekar undir að umfjöllun um hann yrði aukin. Eins og gjarnan er um þá, sem vilja leggja þeim málaflokki lið, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum, hafði Ingileif Bryndís og fjölskylda hennar beina reynslu af geðsjúkdómum og afleið- ingum þeirra, vegna veikinda eins sona hennar. Þetta kom skýrt fram og fallega í merkri ræðu sr. Bernharðs Guðmundssonar við útför hennar. Henni þótti vænt um að Hallgrímur sonur hennar hafði tekið þátt í að koma Klúbbnum Geysi á fót og ekki síður að starfsmenn Morg- unblaðsins höfðu einnig komið þar við sögu. Í nánast hverju samtali fyrir nokkrum árum spurði hún um stöðu mála hjá Klúbbnum Geysi. Það var þroskandi að eiga samskipti við Ingi- leifi Bryndísi Hallgrímsdóttur. Að leiðarlokum vill ritstjórn Morgunblaðsins þakka fyrir þau. Þjóðhátíðardagur S umum finnst sagan skipta litlu máli. Öðrum finnst hún skipta öllu máli. Sumum finnst fortíðin liðin tíð, sem engin ástæða sé til að halda á lofti. Hið eina, sem máli skipti sé núið. Öðrum finnst ástæða til að minna á það, sem liðið er. Morgunblaðið er í síðarnefnda hópnum. Þess vegna m.a. er birt á forsíðu Morg- unblaðsins í dag, laugardag, mynd af þeim Ró- bert Arnfinnssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur, sem voru heiðruð á Grímu-hátíðinni í gærkvöldi, föstudagskvöld, en á baksíðu myndir af þeim Benedikt Erlingssyni, leikara og Charlotte Böv- ing, eiginkonu hans, sem unnu glæsilega sigra á þeirri hátíð, þar sem þau voru sameiginlega verð- launuð fjórum sinnum, Benedikt þrisvar sinnum og Charlotte einu sinni. Sýnum því sem liðið er virðingu og fögnum afrekum nýrra kynslóða Ís- lendinga og í þessu tilviki einnig frænda okkar Dana. Þessi afstaða á líka við um 17. júní. Sá dagur skiptir þessa þjóð máli, grundvallarmáli. Þann dag árið 1944 náði sjálfstæðisbarátta íslenzku þjóðarinnar hápunkti. Þetta var ekki bara enda- punktur nokkurra ára baráttu eða nokkurra ára- tuga baráttu heldur baráttu Íslendinga margra alda fyrir að öðlast sjálfstæði. Einhverjir hafa kannski tilhneigingu til, þegar hér er komið sögu, að yppa öxlum yfir þeim af- rekum fyrri kynslóða Íslendinga. Það sé bara lið- in tíð, sem engin ástæða sé til að minnast eða halda í heiðri. En það er alvarlegur misskiln- ingur. Þjóð, sem missir tengslin við rætur sínar, sögu og fortíð er glötuð. Einskis virði. Þess vegna eigum við að minnast sögu okkar, ekki sízt á 17. júní. Og ánægjulegt í því sambandi, að nú er útgáfa Sögu Íslands undir ritstjórn Sig- urðar Líndals, komin vel á veg en ákvörðun um þá útgáfu var tekin fyrir meira en þremur ára- tugum, þegar haldið var upp á ellefu hundruð ára afmæli Íslands byggðar. Það ritsafn verður, þeg- ar fram líða stundir, grundvöllur þekkingar nýrra kynslóða Íslendinga á sögu lands og þjóðar. Á síðari árum hefur gætt tilhneigingar til að gera lítið úr 17. júní og hátíðahöldum þess dags. Jafnvel haft á orði að hátíðahöld af öðru tilefni og á öðrum tímum laði að fleira fólk. Það er ekki hægt að bera 17. júní saman við nokkurn annan dag, sem hátíðlegur er haldinn. Sá dagur er einstakur í sögu þessarar þjóðar. Aðrar hátíðir koma og fara. En svo lengi, sem ís- lenzk tunga er töluð í þessu landi verður 17. júní hátíðlegur haldinn. Yngsta kynslóð Íslendinga skilur þetta kannski betur en aðrir. Sú kynslóð tekur 17. júní fagnandi. Sú kynslóð heldur 17. júní hátíðlegan af einlægni og án nokkurra fyr- irvara. Þar er framtíð Íslands á ferð og gengur glöð fram undir fána Íslands. Tilhneigingin til þess að gera lítið úr hátíða- höldum 17. júní kemur líka fram í umfjöllun um aðra þætti sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga. Stundum mætti ætla, að þorskastríðin skipti engu máli. Veruleikinn er þó sá, að þau skipta öllu máli. Það skiptir öllu máli fyrir sjálfstæða þjóð að ráða yfir auðlindum sínum. Þorskastríðin voru ekki bara barátta um þorsk. Þau voru bar- átta um að við Íslendingar hefðum fulla stjórn á okkar eigin auðlindum, eins og allar þjóðir vilja hafa, sem ekki eru í klóm nýlenduherra. Það voru ekki Danir, sem höfðu lagt undir sig auðlindir Ís- lands heldur fyrst og fremst Bretar og að ein- hverju leyti Þjóðverjar. Við náðum þessum yfirráðum með því að heyja þorskastríðin. Þess vegna eru þau merkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu okkar. Hitt er svo annað mál, hvernig okkur hefur vegnað við að nýta þær auðlindir og byggja þær upp. Nú er lokabaráttan kannski fram undan. Ef íslenzkir stjórnmálamenn guggna enn einu sinni og hafa ekki kjark til þess að taka nauðsynlegar en óvinsælar ákvarðanir er mikil hætta á ferðum. Þá kann vel að vera að við eigum eftir að verða þjóðin, sem eyðilagði auðlindir sínar í hafinu í kringum landið. Öðrum þjóðum hefur tekizt slíkt. Við höfum barið okkur á brjóst og talið að við stæðum öðrum framar í þeim efnum. Það kemur í ljós á næstunni, hvort við stöndum undir því en ekki verður mikil saga þeirra manna, sem gefast upp á ögurstundu. Sjálfstæðisbarátta samtímans E n í hverju er sjálfstæðisbarátta okkar samtíma fólgin? Hún er fyrst og fremst menningarleg og á þeim vígstöðvum gengur á ýmsu. Morgunblaðið hefur lengi haft áhyggjur af erlendum áhrifum á íslenzka menn- ingu. Stundum hafa viðbrögð blaðsins af því til- efni kannski gengið einum of langt. Það geta ver- ið skiptar skoðanir á því, hvort íslenzk tunga sé í hættu stödd vegna erlendra menningaráhrifa og þá fyrst og fremst engilsaxneskra. Óumdeilt er að erlendum tökuorðum fjölgar í daglegu tali fólks og slanguryrði eru mikið notuð og æ meir í rituðu máli. Það er t.d. nánast að verða ófram- kvæmanlegt að hreinsa slík orð út úr þeim texta, sem birtist á síðum Morgunblaðsins. Erfiðara er þó að koma í veg fyrir málvillur á netútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, þar sem hraðinn skiptir öllu máli. Á hinn bóginn er ljóst, að í heimi nútímans skiptir tungumálakunnátta meira máli en nokkru sinni fyrr. Og það liggur við að það sé eitt af furð- um veraldar, hvað yngsta kynslóðin er fljót að til- einka sér þekkingu á ensku vegna tölvunotkunar án þess að það komi niður á íslenzkukunnáttu hennar. Börnum, sem eru tvítyngd og tala jafnvel fleiri tungumál en tvö fjölgar og það er merkilegt að sjá, hvað þau eiga auðvelt með að greina á milli þeirra tungumála, sem þau geta talað. Þess vegna er ekki alveg víst, að þeir, sem hafa haft áhyggjur af erlendum áhrifum á íslenzka tungu hafi rétt fyrir sér. En þótt bjartsýnin aukist við að sjá litla hnokka skilja ensku í tölvuforritum, þótt þeir hafi aldrei lært það tungumál en tala jafnframt skýra Laugardagur 16. júní Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.