Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 45
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
11
31
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna.
Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta
Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aðaldal
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir
frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og
orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Kraftverk
Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn-
ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu
sem tengist Landsvirkjun og orkumálum.
Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri.
Ljósafossstöð við Sog
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végarður í Fljótsdal
Líf í Þjórsárdal
Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á
Sprengisand og í Veiðivötn.
Sultartangastöð ofan Þjórsárdals
Heimsókn í Húnaþing
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi
Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Blöndustöð, Húnaþingi
Kynnist okkur af eigin raun
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Komdu í heimsókn í sumar!
Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir
um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.
Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum
HAFINN er undirbúningur hjúkr-
unarheimilisins Droplaugarstaða og
Alþjóðahúss að viðamiklu samstarfs-
verkefni um starfsþjálfun nýrra er-
lendra starfsmanna í umönnun aldr-
aðra. Markmið verkefnisins er að
fjölga starfsmönnum í öldrunarþjón-
ustu en skortur er á fólki í slík störf.
Á námsstefnu í Skíðaskálanum í
Hveradölum 9. mars sl., „Mentor er
málið – Allar heimsins konur“, sem
fjallaði um móttöku erlendra starfs-
manna, kom fram hjá Ingibjörgu
Bernhöft, forstöðumanni Droplaug-
arstaða, og Ingibjörgu Þórisdóttur,
deildarstjóra starfsmanna og gæða-
mála Droplaugarstaða, að þær teldu
að betra væri að mennta starfsfólkið
áður það hefur störf. Í framhaldi af
þessum degi fór af stað samvinna
Droplaugarstaða og Alþjóðahúss til
að koma þessari hugmynd í fram-
kvæmd. Þrátt fyrir starfsmannaeklu
í öldrunarþjónustu hefur margt er-
lent starfsfólk sýnt umönnunarstörf-
um áhuga og er jafnvel menntað í
þeim geira. Ónóg íslenskukunnátta
hefur komið í veg fyrir að það gæti
sinnt þessum störfum. Gerð er krafa
um íslenskukunnáttu.
Starfsþjálfun á launum
Verkefnið felst í því að bjóða nýju
starfsfólki, sem er að hefja störf á
Droplaugarstöðum, Dalbraut og hjá
heimilisþjónustunni Aflagranda, upp
á eins mánaðar starfsþjálfunar- og
íslenskunámskeið á launum áður en
hin eiginlega vinna hefst. Þannig öðl-
ast starfsfólkið nauðsynlegan orða-
forða til þess að geta haft eðlileg
samskipti á vinnustaðnum og fær
samtímis almenna starfsþjálfun og
aukna menningarfærni. ,,Við viljum
bæta öldrunarþjónustuna og það er
nauðsynlegt að starfsfólkið geti skil-
ið íslensku og tjáð sig við íbúa heim-
ilisins,“ segir Ingibjörg Bernhöft,
forstöðumaður Droplaugarstaða. Að
sögn Ingibjargar er það forsenda
góðrar aðhlynningar að fólk geti
skilið hvert annað. ,,Við viljum auka
öryggi íbúanna og vellíðan starfs-
fólks. Með því að þjálfa starfsfólk áð-
ur en það byrjar erum við að gera
hvort tveggja,“ segir Ingibjörg Þór-
isdóttir
Að sögn Ingibjargar Hafstað,
kennslustjóra í Alþjóðahúsi, er þessi
aðferð við þjálfun erlends starfsfólks
tiltölulega ný af nálinni og jafnvel er
þetta í fyrsta sinn sem henni er beitt
á Norðurlöndunum. Alþjóðahús hef-
ur undanfarin misseri lagt mikið upp
úr íslenskukennslu og þróun nýrra
aðferða til að koma til móts við þarfir
samtímans.
Samvinna
um þjálfun
erlends
starfsfólks
LIONSKLÚBBURINN Freyr
hefur fært deild R-2 á Landspít-
ala á Grensási að gjöf tvær loft-
dýnur til sértækra sáravarna.
Dýnurnar eru af gerðinni Auta
Logic 200. Lionsmennirnir í
Frey hafa verið sérstakir vel-
unnarar deildarinnar und-
anfarin ár og fært henni margar
góðar gjafir. Deildarstjórinn,
Hulda Bergvinsdóttir, tók við
gjöfinni og sannreyndi ágæti
hennar með því að leggjast í
rúmið.
Lions-
klúbburinn
Freyr gaf
loftdýnur
Sértækar sáravarnir Lionsklúbburinn Freyr gaf Landspítala Grensási loftdýnur.
VELFERÐARSVIÐ Reykjavíkur-
borgar hefur gert þjónustusamning
til þriggja ára við AE Starfsendur-
hæfingu ehf. um starfs- og atvinnu-
lega endurhæfingu fyrir sex Reykvík-
inga á ári í Hlutverkasetri.
Í fréttatilkynningu segir að mark-
miðið með rekstri Hlutverkaseturs sé
að efla virkni og þátttöku einstaklinga
með geðraskanir og einstaklinga sem
misst hafi hlutverk í samfélaginu af
öðrum orsökum og þurfi á endurhæf-
ingu að halda. Starfsemin byggist á
hugmyndafræði um sjálfseflingu not-
enda en um er að ræða sameiginlegan
vinnustað fagfólks og notenda.
Segir að sköpuð verði verkefni við
hæfi hvers og eins, og er hugmyndin
m.a. að reka kaffihúss. Í Hlutverka-
setri verður starfandi þekkingar-
banki sem gerir fyrirtækjum kleift að
leita eftir starfskröftum þeirra ein-
staklinga sem um ræðir og bjóða
þeim tímabundna verkefnavinnu.
Með starfsendurhæfingu í Hlut-
verkasetri verða einstaklingunum
sköpuð tækifæri til áframhaldandi
starfa á almennum markaði.
Hlutverka-
setur
♦♦♦