Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 46
46 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Stöðugt fleiri Íslendingar leggja leið
sína til borgarinnar við sundin, sem
var okkar höfuðborg um margar ald-
ir. Til Kaupmannahafnar sóttu menn
menntun sína og Hafnarháskóli hef-
ur verið sú menntastofnun sem hefur
án efa verið mikilvægust fyrir ís-
lensku þjóðina frá upphafi. Hér hafði
vagga íslenskrar lærdómsmenningar
staðið síðan um siðaskiptin og ís-
lenskir fræðimenn norrænna vísinda
lifað og starfað. Hér voru íslenskar
sagnir, munnmæli og endurminn-
ingar bundnar strætum, knæpum og
krókum.
Því er ekki úr vegi fyrir Íslendinga
að fræðast um Jónshús, menning-
arsetur Íslendinga í borginni, og þá
margvíslegu starfsemi sem fram fer í
Jónshúsi.
Heimili Jóns Sigurðssonar
Frelsishetjan okkar, Jón Sigurðs-
son, bjó þar lengst af með konu sinni
Ingibjörgu Einarsdóttur eða frá 1852
til dauðadags árið 1879. Meðan þau
hjón bjuggu í húsinu var það mið-
punktur allra Íslendinga í borginni.
Og eins þeirra heima á Íslandi sem
þurftu á aðstoð eða hjálp að halda,
þeir leituðu til Jóns og Ingibjargar.
Hér gat verið um að ræða aðstoð við
sjúklinga, námsmenn, fanga eða við
að útvega margskonar vörur svo sem
timbur, veiðarfæri, fatnað, lækn-
ingaáhöld og apótekaravörur. Einu
sinni í viku var opið hús hjá þeim
hjónum og var þá margt Íslendinga á
staðnum og vel veitt af íslenskum
mat. En greiðasemin var venjulega
þökkuð með matarsendingum að
heiman.
Gefið íslenska ríkinu
Húseignina fékk íslenska ríkið að
gjöf 1966 frá Carli Sæmundsen stór-
kaupmanni (sem var af íslenskum
ættum) og konu hans Jóhönnu og
fólu þau það forsjá Alþingis. Árið
1970 var húsið opnað og heyrir hús
Jóns Sigurðssonar undir forseta Al-
þingis og forsætisnefnd þingsins.
Jónshús er nokkuð miðsvæðis í
borginni, við Östervoldgade 12,
skammt frá Listasafni ríkisins (Sta-
tens Museum for Kunst) og Rosen-
borgargarðinum, um 15 mínútna
göngu frá Kongens Nytorv.
Sýningin og starfið í Jónshúsi
Árið 2004, á hundrað ára afmæli
heimastjórnarinnar, lagði Alþingi
fjármagn til töluverðra endurbóta á
húseigninni og hefur sýningin um líf
og störf þeirra Jóns og Ingibjargar
verið aukin og endurbætt, þannig að
heimsókn í Jónshús verður bæði
fróðleg og ánægjuleg upplifun fyrir
alla Íslendinga sem þangað koma.
Gjörbreytt starfsemi
Margvísleg starfsemi fer fram í
húsinu, flesta daga vikunnar og allan
ársins hring. Undanfarin ár hefur
húsið haft fastan framkvæmdastjóra,
Jón Rafn Runólfsson, sem er búsett-
ur á efstu hæð hússins ásamt konu
sinni, Ingu Harðardóttur. Þessi
skipulagsbreyting hafði það í för með
sér að öll starfsemi hússins gjör-
breyttist og jókst til muna. Nú er
húsið opið gestum og gangandi alla
daga vikunnar og á sl. ári voru gesta-
komur á annan tug þúsunda og þá
eru undanskildir allir þeir sem sækja
fasta liði starfseminnar. Fræði-
mannsíbúðin er þar ekki lengur,
heldur örskammt frá í Skt Pauls
Gade 70, en skrifstofa er í húsinu til
afnota fyrir fræðimenn. Þar er einnig
skrifstofa fyrir alla þá félagastarf-
semi íslenska sem óskað er. Prestur
Íslendinga í Danmörku hefur að-
stöðu í húsinu og hefur færst í vöxt
að kirkjulegar athafnir, eins og
hjónavígslur og skírnir, fari fram í
stofu Jóns Sigurðssonar. Bókasafn
Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem
telur um 6.000 bækur á íslensku,
barnabækur, fræðibækur og skáld-
sögur, er í húsinu.
Samkomusalur og veitingasalur
eru á fyrstu hæð Jónshúss. Þar eru
ýmsar uppákomur: Listsýningar,
tónleikar, fundir og kaffisala alla
sunnudaga (í umsjá kóranna) og ís-
lensk dagblöð liggja frammi.
14 mismunandi hópar og aðilar
hafa fasta vikulega starfsemi í Jóns-
húsi. Íslenski skólinn hefur kennslu á
laugardagsmorgnum. Kaupmanna-
höfn borgar kennslulaunin og Náms-
gagnastofnun veitir afslátt af náms-
gögnum. Íslenskur kennari leiðir tvo
hópa grunnskólabarna, eldri og yngri
deild, og er tilgangurinn að kenna og
viðhalda málinu og eins að kenna
þeim ýmislegt um íslenskar hefðir og
venjur. Foreldrar þessara 38 barna
leggja það á sig að koma um langan
veg með börnin, til þess að þau megi
verða upplýstir og stoltir Íslend-
ingar. Skólinn hefur verið svo lán-
samur að hafa fengið mjög hæfa
kennara til starfsins og mátti vel
finna hvað börnin nutu þess að koma
í húsið og njóta samvistanna við önn-
ur íslenskumælandi börn.
Sunnudagaskólinn er fyrir yngstu
börnin á sunnudagsmorgnum. Hon-
um stjórna nú tveir reyndir og góðir
kennarar, og mæta milli tíu og tutt-
ugu börn á sunnudagsmorgnum með
foreldrum sínum. Barnakór hefur
einnig verið starfræktur. Ákveðið
samstarf hefur verið milli þessara
barnastarfshópa, sem hefur gefist
vel.
Þrír aðrir kórar hafa blómlega
starfsemi og fastar æfingar í húsinu,
sem eru Kvennakórinn í Kaup-
mannahöfn, kirkjukórinn og Staka,
sem í er ungt tónlistarfólk í fram-
haldsnámi.
Konukvöldin eru elsta hefðin í
Jónshúsi, ríflega 30 ára, og eru þau
nokkur á vetri. Bókmenntaklúbb-
urinn Thor hefur fundi og kynningar
á nýútkomnum íslenskum bókum.
Nokkrar deildir AA hafa fasta og
vel sótta fundi, eins eru fundir Al-
anon-deildar. Hefur tilvist þeirra
hjálpað mörgum og skilað góðum ár-
angri. Auk þessara hópa funda einnig
í húsinu stjórnir íslenska safnaðar-
ins, Íslendingafélagsins og íslenska
stúdentafélagsins. Það hefur verið
gæfa starfseminnar í Jónshúsi að til
hennar hefur valist áhugasamt og
hæfileikaríkt fólk.
Til þess að fá upplýsingar um
starfsemi Jónshúss og afgreiðslu-
tíma er bent á heimasíðuna,
www.jonshus.dk. Jónshús er opið alla
virka daga, nema mánudaga, frá kl
12-20, lau. 10-15 og su. 10-17. Eins
býður forstöðumaður að opna húsið
utan auglýsts tíma sé þess óskað.
Á komandi hausti eru liðin 200 ár
frá fæðingu skáldsins og náttúru-
fræðingsins Jónasar Hallgríms-
sonar. Þeir Jón Sigurðsson og Jónas
voru félagar á stúdentagarðinum,
Regensen, og unnu saman að ýmsum
málum. Verður afmælisins minnst á
Íslandi og einnig hér í Kaupmanna-
höfn.
Eftir fjögur ár, árið 2011, munum
við allir Íslendingar minnast þess að
þá verða liðin 200 ár frá fæðing-
ardegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní
1811.
Öflugt starf Hjónin Inga Harðardóttir og Jón Runólfsson, forstöðumaður
Jónshúss, og Sigrún Gísladóttir, sem situr í stjórn Jónshúss.
Fyrir allar kynslóðir Börn í íslenskuskólanum í Jónshúsi fara í limbó.
Hér gat verið um að ræða
aðstoð við sjúklinga,
námsmenn, fanga eða við
að útvega margskonar
vörur svo sem timbur,
veiðarfæri, fatnað,
lækningaáhöld og
apótekaravörur.
Menningarsetur Íslendinga
í Kaupmannahöfn
Jónshús í Kaupmannahöfn á sér langa sögu og
merkilega og enn er það kjarni í samfélagi Íslend-
inga í borginni við sundin. Sigrún Gísladóttir
fjallar um Jónshús.
Höfundur er búsettur í Kaupmanna-
höfn, situr í stjórn Jónshúss og veitir
leiðsögn um borgina.
B
yggingarlist og skipulag
eru í sviðsljósinu um
þessar mundir og sann-
arlega ekki vanþörf á að
hafa endaskipti á rislít-
illi umræðunni hér um, einkum í
tengslum við þau miklu umsvif sem
nú eiga sér stað hvert sem auga er
litið í borgarlandinu. Lengi hefur
skort gagnrýna og faglega samræðu
á vettvanginum og virðast arkitektar
næstum jafn hikandi við að taka til
máls á opinberum vettvangi og
myndlistarmenn, orsökin keimlík,
nefnilega óttinn við að það gæti kom-
ið sér illa fyrir starfsframa þeirra og
verkefnum fækki. En ekki langt síð-
an Pétur H. Ármannson skrifaði at-
hyglisverða grein og kvað þá við
beinskeyttan og harðan tón, gagn-
rýndi meðal annars háhýsabygg-
ingar, aðallega fyrir þá sjónmengun
sem þeim fylgja eins og til að mynda
Grand hótel við Sigtún sem nú er
verið að ljúka við. Veri hann bless-
aður og sammála honum um flest, en
annars virðist mér gott samræmi í
byggingunni og sem arkitektúr sómi
hún sér vel sem viðbót við eldra hót-
elið. Annað mál er með húsa-
samstæðuna sem þekur nær allan
fyrrum Þróttarvöll og er sem þungt
kassahlass hafi óforvarendis hrunið
af himni ofan og lokað fyrir allt oln-
bogarými á staðnum, en verklega
séð virðist ljómandi vel að verki stað-
ið sem þó er annar handleggur.
Íslendingar hafa horn í síðu gagn-
rýninnar umræðu og í því tilefni
langar mig að vísa til orða hinnar
miklu dönsku leikkonu Bodil Udsen,
sem hún viðhafði í Berlinginum fyrir
nokkrum árum, þá 71 árs að aldri:
„Vilji maður standa sig í leikhús- eða
óperuheiminum, verður maður að
þola að vera sallaður niður og af-
klæddur inn að skinni.“ Þetta á auð-
vitað við allar listgreinar því leiðin á
tindinn getur verið býsna grýtt og
sjálf fór Udsen ekki varhluta af
vantrú á getu hennar, til að mynda
hvort leikkonan réði við stór og erfið
hlutverk sem henni buðust á ferl-
inum, en sem betur fer var hún gædd
óþrjótandi baráttuvilja og ýtti frá sér
úrtöluröddum.
Leiðin á tindinn í arkitektúr er
ekki bein og greið og um það er
starfsferill margra arkitekta til vitn-
is, það er nefnilega býsna stórt orð
að standa við að vera arkitekt og hér
hafa próf og meistaragráður lítið að
segja, árangurinn hins vegar allt. Yf-
irburða þekking á grunnformum það
sem máli skiptir, en yfir þau er oft
meira og minna hlaupið í arkitekta-
skólum ekki síður en myndlist-
arskólum nútímans. Gefur skrifara
tilefni til að segja litla sögu sem birt-
ist í Der Spiegel fyrir fimm árum.
Skeði í Basel 1956, að tveir sex ára
drengir voru að leika sér með teina
Verðlaunavöllur Knattspyrnuvöllurinn í München, sem reis í tilefni heimsmeistarakeppninnar 2006 líkist helst
loftbelg og var 280 milljóna evra verkefni (tölvumódel).
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
menning
Húsameistarar með láði