Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 49 UMRÆÐAN ÞAÐ er mikið að gerast varðandi bú- setuúrræði fyrir eldri borgara í Reykjavík. Við opnuðum nýja vef- síðu þann 12. júní þar sem er að finna upplýs- ingar um það helsta sem er að gerast hvað þau mál varðar. Ég vona að eldri borgarar muni fylgjast grannt með framvindu mála hjá okkur á vefsíðunni og senda okkur athugasemdir og góð- ar tillögur um það sem betur má fara í málefnum eldri borgara í borginni okkar. Vefsíðan „Betra að eldast í borg- inni“ Á reykjavik.is er að finna borða „Betra að eldast í borginni“ og með því að smella á hann er farið inn á vef- síðu með upplýsingum um úrræði í búsetumálum aldraðra. Þar má finna upplýsingar um hvar stendur til að byggja upp á næstu ár- um fyrir eldri borgara ásamt upplýs- ingum um önnur verk- efni sem tengjast búsetu eldri borgara, s.s. ör- yggissíma, breytingar á íbúðum, samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu, for- varnir og fl. Uppbyggingarsvæði  Sléttuvegur – Reykjavíkurborg hefur nú undirritað samning við Hrafnistu um bygg- ingu 100 þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg. Auk þess hafa Samtök aldraðra fengið fyrirheit um lóð við Sléttuveg fyrir 50 íbúðir.  Spöngin í Grafarvogi – Reykja- víkurborg hefur undirritað samning við Eir um úthlutun byggingarréttar í Spönginni í Grafarvogi og samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna byggingar og reksturs 112 öryggis- íbúða og þjónustu- og menningar- miðstöðvar.  Árskógar í Mjódd – Verið er að skoða og meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar við Ár- skóga í Mjódd. Líklega má koma fyr- ir allt að 50 íbúðum á svæðinu og mun Félag eldri borgara líklega koma að þeirri uppbyggingu.  Gerðuberg – Verið er að skoða og meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar við Gerðuberg í Breiðholti, þar má líklega koma fyrir 40-50 íbúðum og mun Félag eldri borgara koma að þeirri uppbyggingu.  Seljahlíð – Farið hefur fram for- athugun og mat á möguleikum á byggingu nýrra þjónustuíbúða við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Seljahlíð.  Úlfarsárdalur – Unnið er að mótun hugmynda um byggingu 200 íbúða fyrir aldraða í Úlfarsárdal í tengslum við uppbyggingu þjónustu og verslunar þar. Stefnt er að því að efna til hugmyndasamkeppni í haust um hönnun, byggingu og rekstur íbúða fyrir aldraða á svæðinu. Betra húsnæði – lengur heima Verið er að kanna möguleika á að aðstoða eldri borgara við að gera breytingar á eigin húsnæði svo þeir geti búið lengur heima. Meðal kosta sem ræddir hafa verið er að Reykja- víkurborg veiti styrki til breytinga innan íbúðar og aðstoði við að meta hvaða breytinga er þörf og sjái um að breytingar seú gerðar. Ríkið komi hins vegar að breytingum utan íbúðar t.d. við uppsetningu á lyftu í stigahús. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins hafa ákveðið að fara í til- raunaverkefni með öryggissíma á eitt hundrað heimilum í höfuðborginni. Verkefnið er til 6 mánaða og hefst þann 1. september næstkomandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Miðstöð heimahjúkrunar hafa unnið að því að samþætta heima- hjúkrun og heimaþjónustu. Áfram verður unnið að því og er hugmyndin að fara í tilraunaverkefni með að sameina þessa þjónustu í að minnsta kosti einu hverfi borgarinnar. Græn heimaþjónusta Hægt er að sækja um á þjónustu- miðstöðvum borgarinnar aðstoð við umhirðu garðs nú í sumar hafi ein- staklingar ekki tök á að sjá um það sjálfir. Vinnuskólinn sér um að veita þessa þjónustu til þeirra sem eru í metinni þörf samkvæmt mati sem fram fer á þjónustumiðstöðvunum. Á frumstigi er samvinna við for- varnahús Sjóvá um forvarnir eldri borgara í heimahúsum. Verið er að móta með hvaða hætti Reykjavík- urborg mun koma að því verkefni og er hugmyndin að Forvarnarhús taki á móti eldri Reykvíkingum og fræði þá um forvarnir í heimahúsum áður en hætta skapast. Forvarnir í heima- húsum edri borgara snúast oft um einfalda hluti sem auðvelt er að laga. Þar má t.d. nefna þætti eins og hand- rið meðfram stigum og við baðkar eða jafnvel sturtu í stað kars, raða í skápa þannig að auðvelt sé að ná í það sem nota þarf dags daglega, taka þrösk- ulda og mottur o.fl o. fl Hægt er að fylgjast með framvindu uppbyggingar og verkefna á vefsíð- unni sem verður uppfærð eftir því sem málum vindur fram. Betra að eldast í borginni Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifar um áherslur borgaryf- irvalda í málefnum aldraðra Jórunn Frímannsdóttir Jensen » Á vefsíðunni er aðfinna upplýsingar um hvar stendur til að byggja upp á næstu ár- um fyrir eldri borgara auk upplýsinga um önn- ur verkefni tengd því. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs Reykjavík- urborgar auk þess að vera formaður stýrihóps um búsetuuppbyggingu fyrir eldri borgara. AFS International, samtök rúm- lega 50 landa um allan heim, halda nú upp á 60 ára afmæli sitt. Í öll þessi ár höfum við veitt ungu fólki tæki- færi til að taka þátt í fjölmenning- arlegum nemendaskiptum, af bestu mögulegu gæðum. AFS á Íslandi, sem kom um borð aðeins 10 árum eftir stofnun alþjóðasamtakanna, heldur nú upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Á þessum 50 árum hefur félag- inu tekist að skapa og veita heim- inum aðgang að einum bestu sendi- herrum Íslands á alþjóðavísu, sem eru ungmennin. Árið í ár, nú þegar við höldum upp á hálfrar aldar afmæli AFS á Íslandi, er mjög mikilvægt fyrir AFS á al- þjóðavísu. Árið 1947-1948 fóru fyrstu 52 skiptinemarnir til ársdvalar í Bandaríkjunum, víðs vegar að úr heiminum. Í dag hefur AFS tekist að verða raunveruleg alþjóðleg samtök með að- ildarfélög í yfir 50 löndum um allan heim. Þátttak- endur eru yfir 12.000 í yfir 80 löndum. Frá því að AFS byrjaði að bjóða upp á skip- tiprógrömm hafa yfir 350.000 þátttakendur, og svipaður fjöldi fósturfjöl- skyldna, öðlast mikilvæga lífsreynslu í gegnum AFS. Þessar tölur tákna ekki einungis vöxt, heldur einn- ig áhrif. AFS-arar taka nú þátt í öll- um geirum samfélagsins, jafnt hjá hinu opinbera sem í einkageiranum, í hinum menningarlega geira og hjá frjálsum félagasamtökum. Eftir AFS-reynslu sína hafa þátttakendur þau tæki og tól sem þarf til að búa og starfa í fjölþjóðlegu alheims- samfélagi. Þátttaka í AFS- prógrammi hefur margvísleg áhrif. Skiptinemar verða fyrir menningar- legum áhrifum frá sínu dvalarlandi, læra að tengjast öðrum og skilja þá sem eru „öðruvísi“ og geta þannig komið fram breytingum á eigin sam- félagi með því að hafa áhrif á viðhorf annarra, þegar heim er komið. Við óskum AFS á Íslandi, starfs- fólki, sjálfboðaliðum, þátttakendum og stuðningsaðilum til hamingju með 50 ára starf sem hefur einnig lagt mikið af mörkum til AFS-samtak- anna á alþjóðavísu. Við fögnum einnig sífellt vaxandi starfsemi AFS á Íslandi undanfarin ár. AFS hóf starfsemi sína á Ís- landi árið 1957, og hefur síðan þá sent 3.326 unga Íslendinga víðsvegar um heim, og tekið á móti 1.123 skiptinemum frá fjölmörgum löndum um allan heim. Síðasta ár var metár í sögu AFS á Íslandi frá upphafi, en þá fóru 162 nemar til 32 landa, sem er stórmerkilegur árangur, einkum í ljósi íbúa- fjölda. Bæði Brian Atwood og ég viljum þakka Rósu Björgu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra AFS á Íslandi, öðru starfsfólki, sjálfboðaliðum, fjöl- skyldum, fósturfjölskyldum og skól- um á Íslandi fyrir ómetanlegan stuðning. Samtökin hafa boðið til málþings, móttöku og hátíð- arkvöldverðar í tilefni þessa stór- afmælis. Meðal hinna virðulegu gesta, sem ég er hreykinn af að fá að fagna með, eru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Ís- landi. Það verður ánægjulegt að fagna með vinum sínum á Íslandi þann 16. júní nk. og skála fyrir áframhaldandi 50 ára velgengni AFS á Íslandi. Til hamingju með afmælið AFS á Íslandi! Francisco Tachi Cazal og J. Brian Atwood skrifa í tilefni af hálfrar aldar starfsafmæli AFS á Íslandi » Á þessum 50 árumhefur félaginu tekist að skapa og veita heim- inum aðgang að einum bestu sendiherrum Ís- lands á alþjóðavísu, sem eru ungmennin. J. Brian Atwood Francisco Tachi Cazal er forseti og framkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofu AFS, og J. Brian Atwood er formaður Alþjóðastjórnar AFS. Francisco Tachi Cazal Í GREININNI „Þurfum að gefa þessu tækifæri“ í Morgunblaðinu 9. júní sl. er Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður velferðarráðs, enn við sama heygarðshornið og hamrar á því að Njálsgata. 74, þar sem hún og velferðarráð vilja vista lengst leiddu vímuefnaneytendur borgarinnar, verði heimili en ekki stofnun. Jórunn heldur því fram að unnið hafi verið faglega að því að finna hentugt húsnæði en velferðarráð hefur ekki tekið tillit til staðsetningar hússins, umhverfis þess, hvort áætluð starf- semi falli að umhverfinu og síst hefur komið í hug ráðsins að kynna sér sjónarmið nágranna á fyrirhugaðri starfsemi. Hún vill miða við og bera saman við starfsemi á Miklubraut 20 en ólíku er saman að jafna og á þann mun minnist hún aldrei. Húsið nr. 20 við Miklubraut er endahús, það er ekki áfast öðrum húsum, stendur við breiða og mikla umferðargötu þannig að ekki er mikil nánd við húsin hinum megin göt- unnar eða næstu hús. Leikskóli, skóli eða leikvöllur eru ekki í næsta ná- grenni. Húsið nr 74 við Njálsgötu er sam- fast húsunum nr. 72 og 76. Það stendur við þrönga, rólega götu þar sem húsin eru sam- byggð þannig að nánd milli íbúa er mikil. Leik- skóli, skóli og leikvöllur eru í næsta nágrenni. Húsið við Skeggja- götu, sem velferðarráð hafði augastað á fyrir gistiskýli fyrir úti- gangsmenn, er sam- bærilegt við húsin við Njálsgötu. Skeggja- götuhúsið er parhús og eigandi hins hlutans mótmælti tilvon- andi starfsemi og þau mótmæli varð borgin að taka til greina. Eflaust hafa ein rök þess húseiganda verið þau að hús hans félli í verði eða yrði óselj- anlegt. Ráðamenn borgarinnar virð- ast hins vegar ætla að hunsa rök og mótmæli íbúa í nágrenni við 74 gegn fyrirætlun velferðarráðs. Vistmenn á Miklubraut eru menn sem eru hættir að drekka og eru að reyna „að ná tökum á lífi sínu“ eins og velferðarráð orðar það. Þeir sem vistaðir yrðu á Njálsgötu mega drekka og neyta eiturlyfja, en bara ekki inni í húsinu. Á þessu tvennu er reginmunur. Jórunn segir að á 74 verði vakt- maður, einn eða fleiri, allan sólar- hringinn, þar eigi að vera öflug fé- lags- og heilbrigðisþjónusta, koma megi í veg fyrir að vistmenn fari inn í garða nágranna, setja megi upp ör- yggismyndavélar í götunni, auka lög- gæslu í götunni og fleiri aðgerðir kæmu til greina. Með þessu viðurkennir hún að vist- menn og gestir þeirra gætu valdið nágrönnum ónæði og áreiti, að starf- semi hússins samræmist ekki venju- legri íbúðarbyggð og venjulegum heimilum og að áætlaður rekstur hússins flokkist undir stofnun en ekki heimili. Það getur varla talist boðlegt íbú- um götunnar að búa við það ónæði sem leiðir af því að nágrannar séu í eiturlyfjaneyslu þar sem alþekkt er að hegðum manna í vímu er hömlu- laus og þeim fylgir bæði slæm um- gengni, hávaði og ónæði á öllum tím- um sólarhrings. Það getur heldur vart talist boðlegt að allar ferðir og athafnir okkar nágranna séu teknar upp á öryggismyndavél á vegum Reykjavíkuborgar. Jórunn getur seint sannfært okkur um að ekki sé unnt að finna heppi- legri stað fyrir stofnunina en Njáls- götu 74. Í sama blaði birtist greinin „Eru ekki já-manneskjur“ og Kristín Helga Káradóttir á við að hún og örfáir nágrannar sem styðja stofnun „heimilisins“ séu ekki já-manneskjur borgaryfirvalda. Hún segist vilja leggja áherslu á siðferðilega hlið málsins, en að hennar áliti snýr sú hlið öll að velferðarráði og skjólstæð- ingum þeirra. Hún talar um að íbúar Njálsgötu hafi valið að búa í mið- bænum og af þeirri ástæðu geti þeir ekki gert sömu kröfur til öryggis barna! Hér skal Kristínu Helgu bent á að í götunni býr fólk sem telst til eldri borgara þessa lands. Margir hafa bú- ið á Njálsgötunni alla sína ævi og kannast ekkert við að hafa valið sér búsetu í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er fólk sem bjó og byggði hús sín á Njálsgötu, sem er í gömlu og grónu hverfi sem frá fyrstu tíð hefur verið kallað austurbær. Gatan, eða sá hluti hennar sem nr. 74 stendur við, er ein af fáum borgaralegum götum í Reykjavík. Á undanförnum árum hafa borg- aryfirvöld farið að kalla austurbæ „miðborg“, eflaust til að hægara sé að smeygja inn í hverfið ýmiss konar starfsemi sem íbúar annarra hverfa hafna og til að telja íbúum austur- bæjar trú um að þeir sem íbúar „mið- borgar“ geti ekki gert sömu kröfur og íbúar annarra hverfa. Á það agn hefur Kristín Helga bitið. Íbúar við Njálsgötu sætta sig ekki við að vera ekki álitnir jafningjar annarra íbúa borgarinnar og gera sömu kröfur og aðrir íbúar um að fullt tillit sé tekið til velferðar þeirra og hagsmuna. Kristín Helga gerir athugasemdir við kosningar í nefnd sem átti að ræða við fulltrúa borgarinnar. Íbúa- fundur var boðaður með góðum fyr- irvara og íbúar hvattir til að bjóða sig fram sem fulltrúa íbúa. Fjórir urðu við þeim tilmælum og af þeim var einn meðmæltur stofnuninni og fékk hann örfá atkvæði. Þeir tveir fulltrúar sem valdir voru með lýðræðislegri kosningu áttu að tala máli hinna 130 íbúa sem skrifuðu undir mótmælaskjal sem afhent var borgarstjóra 22. f.m. Málsvarar fyr- irhugaðrar stofnunar voru hinir tveir fulltrúar borgarinnar. Njálsgata 74 er ekki rétti staðurinn Edda Ólafsdóttir skrifar um fyrirhugað heimili fyrir heim- ilislausa á Njálsgötu 74 » Þeir sem vistaðiryrðu á Njálsgötu mega drekka og neyta eiturlyfja, en bara ekki inni í húsinu. Edda Ólafsdóttir Höfundur er íbúi á Njálsgötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.