Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Brunnstígur - Hf. - einbýli Hraunhamar hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á þremur hæðum, samtals um 171,5 fm. Eignin skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu og gesta- snyrtingu. Í risi eru 2 herb., fatah., gangur og baðh. Í kjallara er forstofa, 2 herb. og þvottahús. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Einstök staðsetning. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi, gsm. 896-0058. 530 1800 37.400.000 Virkilega fallegt 122,2 fm. 4ra herb. einbýlishús á frábærum útsýnisstað með 26,1 fm. bílskúr samt.148,3 fm. Eignin er vel skipulögð og hefur verið talsvert endurnýjuð. Verönd og fallegur garður við eignina. BÓKIÐ SKOÐUN S. 530 1800/1811 Móabarð 22b - 220 Hfj FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur sími 487 5028 JÖRÐ Í RANGÁRVALLASÝSLU Til sölu er jörðin Búð 1 í Þykkvabæ. Landstærð er talin vera um 77 ha, sem allt er gróið land. Á jörðinni er 183 fm íbúðarhús, með 43 fm sam- byggðum bílskúr, 2 garðávaxta- geymslur, önnur 136 fm og hin 240 fm. Auk þess eru á jörðinni gamalt fjós og tvær gamlar geymslur. Verð kr. 60 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. Áhugavert fyrir fjárfesta/verktaka. Um er að ræða 43,7 ha kjörið bygging- arland við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið er mjög vel staðsett og liggur að Bjarkarlandi, sem er framtíðarbyggingarland sveitarfélags- ins. Skapandi fjárfesting! Land sem eykur verðgildi sitt. ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS Allar nánari upplýsingar gefur Andri Sig., sölustjóri DP FASTEIGNA í síma 561 7765 eða andri@dp.is. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hesthús - Sörlaskeið - Hf. Glæsileg, ný hesthús. Um er að ræða 5 eining- ar, 86 fm, ætlaðar 12 hestum hver. Húsið er steinsteypt, klætt að utan með áli. Hiti í gólfum. Góð sérgerði, stór hlaða, góð kaffistofa. Hús verður allt fyrsta flokks. Verð frá 16,9 millj. Hag- stæð lán. Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri, s. 893 2233. ALMÁTTUGI skapari og eilífi líf- gjafi. Á þessum góða degi sé ég sér- staka ástæðu til að þakka þér, kær- leiksríki Guð, fyrir sköpun þína og allar þínar góðu gjafir. Þakka þér fyrir landið mitt, Ísland, fyrir fegurð þess, hina stórbrotnu náttúru og hið óviðjafnanlega landslag. Ég þakka þér fyrir þjóðina mína, alla Íslendinga og aðra þá sem hér búa til lengri eða skemmri tíma og auðga þannig samfélag okkar með veru sinni og lit- brigðum. Hjálpaðu okkur þótt ólík séum að lifa saman í sátt og samlyndi. Þroskaðu okkur, gerðu okkur víðsýnni og umburð- arlyndari. Blessaðu skoðanir okkar allra, menningu, trú og ann- að það sem okkur er dýrmætt. Hjálpaðu okkur jafnframt að virða skoðanir og rétt hvert ann- ars. Hjálpa þú okkur að standa vörð um lýðræðið í landinu og hjálpaðu okkur að horfa sameiginlega til framtíðar, okkur öllum til heilla og blessunar. Framtíðar sem byggð er á traustum grunni. Fyrst og fremst þakklæti Fyrst af öllu kemur upp í huga minn þakklæti á þessum degi. Við getum verið stolt af landinu okkar og þjóðinni, þjóðsöngnum og fán- anum, en þó fyrst og fremst þakklát. Það er ómetanlegt að mega búa frjáls í fögru landi. Íslenski fáninn minnir mig á frels- ið og hve dýru verði það var keypt. Blái liturinn minnir mig á kærleika þinn, á himininn, á þig sem öllu vakir yfir, á eilífðina, lífið sjálft. Rauði krossinn í fánanum okkar minnir mig á blóðið þitt sem rann á krossinum forðum til fyrirgefningar synda minna. Hann minnir mig á þína al- gjöru fórn, á óend- anlegan kærleika þinn og elsku mér til handa. Og hvíti liturinn sem umlykur krossinn rauða minnir mig síðan á hreinleika þinn. Lát hann einnig minna mig á heilagan anda þinn sem er ávallt yfir mér og allt um kring, mér til huggunar og styrkt- ar, leiðbeiningar, upp- örvunar og hvatningar. Frjáls í fögru landi Já, þakka þér eilífi Guð, fyrir að fá að búa frjáls í fögru landi. Blessa þú áfram landið okkar, Ísland og ís- lensku þjóðina. Blessaðu framtíð þjóðarinnar og gef að sameiginleg áform okkar mættu verða okkur öll- um til heilla og blessunar. Hjálpaðu okkur að minnast forfeðra okkar og -mæðra með þakklæti og allra þeirra sem Ísland hafa byggt við erfið skil- yrði á misjöfnum tímum. Hjálpaðu okkur að umgangast frelsið með auðmýkt og nærgætni, virðingu og þakklæti. Hjálpaðu okk- ur að halda friðinn, varðveita frelsið og viðhalda því og gæta þess að allir fái notið þess því að það er sann- arlega öllum ætlað. Með eilíft sumar í hjarta Ég þakka þér algóði Guð fyrir all- ar þínar góðu og nytsamlegu gjafir og fyrst af öllu hið himneska og eilífa frelsi sem ég fæ að njóta vegna náð- ar þinnar. Hjálpaðu mér að opna hjarta mitt fyrir vorinu svo það nái þar raun- verulegum völdum. Gefðu að það mætti síðan þroskast þar og dafna á eðlilegan hátt svo þar ríki síðan eilíft sumar. Fylltu mig af friði þínum, friði sem er æðri öllum mannlegum skilningi, en ég má meðtaka, þiggja og njóta. Alls þessa leyfi ég mér að biðja þig, almáttugi og kærleiksríki Guð. Fylltur þakklæti til þín og aðdáunar yfir sköpun þinni. Lof sé þér á þess- um degi, heiður og dýrð. Þér sem ert höfundur og fullkomnari lífsins. Amen. Bæn 17. júní Sigurbjörn Þorkelsson skrifar í tilefni þjóðhátíð- ardagsins 17. júní »Hjálpaðu mér aðopna hjarta mitt fyr- ir vorinu svo það nái þar raunverulegum völdum. Gef að það mætti síðan þroskast þar og dafna á eðlilegan hátt… Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. RUNÓLFUR Ágústsson, fyrr- verandi rektor Háskólans á Bifröst, hefur gagnrýnt Ágúst Einarsson, núverandi rektor skólans op- inberlega fyrir að skýra frá þeirri erfiðu fjárhagsstöðu sem Bifröst var komin í undir lok stjórnartíðar Runólfs. Það er tvennt sem ég tel mikilvægt að benda á í þessari um- ræðu. Í fyrsta lagi þá staðreynd að tölur um rekstur Bifrastar voru þegar opinberar í árs- reikningi skólans áður en Ágúst minntist á þær á útskriftarræðu sinni. Þær er hægt að nálgast á Netinu (www.bifrost.is/Files/ Skra_0019180.pdf). Þar kemur fram að í lok stjórnartíðar fyrr- verandi rektors var eigið fé Bifrastar 74 milljónir króna og skuldir 678 milljónir. Það er hlið- stætt því að einstaklingur skuldi 90% í húsinu sínu. Í sjálfu sér þarf ekkert að vera athugavert við það ef einstaklingurinn hefur nægar tekjur til að standa straum af af- borgunum. En síðasta eina og hálfa árið sem Runólfur stýrði Bifröst var tap af rekstrinum 195 milljónir króna. Ef skólinn hefði verið rekinn með sama hætti áfram hefði hann væntanlega orðið gjaldþrota eins og hvert annað fyrirtæki. Í öðru lagi er vert að benda á að í september 2006 fór fram atkvæða- greiðsla í Háskólanum á Bifröst þar sem kennarar og starfslið skólans greiddu atkvæði um hvort rétt væri að skýra stjórn skólans sérstaklega frá óvið- urkvæmilegum stjórn- unar- og rekstr- arháttum Runólfs. Alls greiddu 36 kennarar og starfsfólk atkvæði með slíkri tillögu en 3 á móti (sjá Skessuhorn 27. september 2006). Þessi dæmi eru tvö af nokkrum í stjórn- unarsögu Runólfs á Bifröst. Runólfur vann mikið, merkilegt starf fyrir Viðskiptaháskól- ann á Bifröst fyrstu ár sín í starfi. En undir lokin hafði hann glatað trausti kennara og starfsfólks og komið skólanum fjárhagslega á ystu nöf. Það er minn skilningur að ekk- ert annað en uppsögn hefði beðið Runólfs vegna þessa, hefði hann ekki kosið að segja upp sjálfur. Sagan öll hefur ekki komið fram í fjölmiðlum. Þeir sem fylgdust með síðustu mánuðum Runólfs á Bifröst hafa ef til vill kosið að láta kyrrt liggja. Kannski hefðu þeir átt að ganga lengra og segja frá þeim ástæðum sem raunverulega bjuggu að baki brotthvarfi Runólfs frá Bif- röst. Ágúst Einarsson vísaði á afar hófstilltan og diplómatískan hátt til rekstrarvanda Runólfs í ræðu sinni við útskrift Bifrastar. Ofsafengin viðbrögð Runólfs gefa einungis til kynna að enn sé margt sem hann vill reyna að breiða yfir. Stjórnartíð Runólfs á Bifröst Ian Watson skrifar um málefni háskólans á Bifröst » Það er minn skiln-ingur að ekkert ann- að en uppsögn hefði beðið Runólfs vegna þessa, hefði hann ekki kosið að segja upp sjálf- ur. Ian Watson Höfundur er doktor í félagsfræði, kenndi á Bifröst og sá um alþjóðamál þar á árunum 2005-2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.