Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 55
UMRÆÐAN
HÆÐ VIÐ INGÓLFSSTRÆTI
Skrifstofuhúsnæði
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Glæsileg, 181,2 fm eign í virðulegu húsi á besta stað í miðbænum. Eignin er skrifstofuhúsnæði á
2. hæð sem skiptist í þrjár stórar skrifstofur, opið vinnurými, fundarherbergi, starfsmannaað-
stöðu, salerni og skjalaherbergi. Í kjallara er 22 fm geymsla. Út frá fundarherberginu eru stórar
og sólríkar svalir. Mikil lofthæð er í húsnæðinu og er fallegur linoleum-dúkur á gólfum. Gluggar
eru upprunalegir og eru eir-gluggalistar með rúðum. Eignin er afar snyrtileg og hefur fengið gott
viðhald. Sameign er mjög snyrtileg og þar er lyfta. 6825
Nánari upplýsingar veita Hákon Jónsson og
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasalar hjá Eignamiðlun ehf.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Herragarður í Þrastarskógi
Vorum að fá í sölu þennan herragarð, sem
samanstendur af sumarhúsi og fl. á ca
18.750 m² eignarlandi í Þrastarskógi, Veru-
lega gott 55,2 m² fullbúið sumarhús með 3
svefnherbergjum, kamína í stofu, heitur
pottur á verönd. Á landi er 36 m² bílskúr og
geymsla, 2 gróðurhús og stór tjörn.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
Frábærlega staðsett og rúmgóð íbúð á tveimur hæðum ásamt sér-
stæðum bílskúr. Stærð alls 169 fm, þ.a. bílskúr 29,3 fm. Glæsilegt
útsýni. Tvennar góðar svalir. Vandaðar innréttingar og gólfefni.
Arinn í sjónvarpsstofu.
SÉRLEGA GÓÐ STAÐSETNING Í FOSSVOGINUM.
GLÆSILEG EIGN. Verð. 46,0 millj.
jöreign ehf
ÁLFALAND - FOSSVOGI
GLÆSILEG EIGN
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Iðndalur - Vogum, fjárfesting
Atvinnuhúsnæði -
veitingastaður í Vogum
á Vatnsleysuströnd.
Húsnæðið er 320 fm og
er í dag starfandi
veitingastaður í fullum
rekstri. Einnig er gott
iðnaðarbil m. góðum innkeyrsludyrum, 480 fm. Óvenju
stór lóð m. möguleika á byggingarétti. Lóðin er ca 7500
fm. Eignarhlutarnir seljast saman eða sitt í hvoru lagi.
Óskað er eftir tilboðum.
VIÐ lifum á þeim undarlegu tímum,
þegar allt virðist leyfilegt. Ekkert
má banna og helst má aldrei segja
nei. Sumir vilja halda því fram að
við séum á fallanda fæti meðal ann-
ars af þessum ástæðum. Hvað sem
um það er, sýnist vel við hæfi að
rifja upp hvað maður dagsins, Jón
Sigurðsson frá Hrafnseyri í Arn-
arfirði, sagði um frelsið og agaleys-
ið.
Skólapiltar úr Lærða skólanum í
Reykjavík fóru eitt sinn í skrúð-
göngu að húsinu Glasgow í Reykja-
vík, þar sem Jóni Sigurðssyni var
haldið samsæti. Hann kom út á
tröppurnar, hélt ræðu og mótmælti
þeim ummælum, að hann hefði
aldrei þekkt bönd. Að þola stjórn
og bönd væri eitt af skilyrðum þess
að geta orðið nýtur maður, bönd
væru jafn nauðsynleg inn á við sem
út á við, jafn nauðsynleg fyrir líf
einstakra manna sem þjóða. Frelsið
án banda, án takmörkunar, væri
ekki frelsi, heldur agaleysi og
óstjórn.
Þessi orð frelsisforingjans okkar
eru íhugunarefni fyrir okkur öll.
Vert er að vekja athygli á því að
þau eiga ekki eingöngu við um börn
og unglinga. Þau eiga ekki síður við
um okkur sem teljumst fullorðin.
Og orð hans eiga við á öllum svið-
um þjóðlífsins.
Svo nýjasta dæmið sé nefnt, á
skilgreining Jóns forseta vel við um
stjórnendur Seðlabankans við Arn-
arhól. Þeir virðast ekki með nokkru
móti skilja að þeir eru undir húsaga
fólksins í landinu. Þeir virðast ekki
með nokkru móti skilja að frelsi
þeirra þarna innanstokks við Arn-
arhól hefur nú snúist upp í agaleysi
og óstjórn. Og þeir virðast alls ekki
skilja að nú hafa þeir gengið einum
of langt. Stýrivextir og hækkun eða
lækkun punkta í þeim efnum er
sjálfsagt ágætis hagstjórnartæki.
En að hafa almenning með sér en
ekki móti er ábyggilega betra en
nokkurt tæki til hagstjórnar. Von-
andi bera umræddir peningamenn
gæfu til að skilja það og þekkja
sinn vitjunartíma.
HALLGRÍMUR SVEINSSON
Brekku, Dýrafirði
.
Frelsi og agaleysi
Frá Hallgrími Sveinssyni
Jón Sigurðsson um fimmtugt, á
tindi manndómsáranna.
Í TILEFNI af fréttum um aukinn
hraðakstur í umferðinni verður mér
hugsað til þess hömluleysis sem
gengur yfir marga í samfélaginu í
dag. Hömluleysi gengur ekki upp
þar sem það kemur niður á öðrum
sem síst skyldi. Hömlur og mörk
eiga allir að setja sér til að ganga
ekki of langt. Þetta á við um svo
margt í okkar lífi sem við þurfum að
taka ákvörðun um. Spurningar svo
sem hvort keyra eigi hraðar en þau
mörk sem eru sett samkvæmt um-
ferðarlögum, hvort eigi að neyta
áfengis eða ekki, hvort eigi að aka
ölvaður eða ekki, hvort beita eigi of-
beldi eða ekki.
Freistingar eru á hverju götu-
horni, oft lagðar fram vísvitandi af
þeim sem vilja hagnast á okkur án
tillits til afleiðinga. Stundum búum
við til okkar freistingar sjálf, sér-
staklega þegar við höfum ekki fyr-
irfram sett okkur mörk, okkar eigin
hömlur.
Það getur verið erfitt að fyrir þá
sem eru veikir fyrir og haldnir ein-
hverjum fíknum að setja sér mörk
og standa við þau, en það er hægt að
fá aðstoð. Það eru mjög margir sem
standa uppúr og ekki falla í freist-
ingu. Herra Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti fékk mikið hól konu sinn-
ar fyrir að vera staðfastur og falla
ekki fyrir freistingum. Við getum öll
tekið okkur hann sem góða fyr-
irmynd og sett okkur skynsamleg
mörk og staðið við þau, hvað sem á
dynur.
Höfum í huga að það eru alltaf ein-
hverjir sem líta upp til okkar og leita
að fyrirmynd. Ekki bregðast þeim.
AÐALSTEINN
GUNNARSSON,
formaður Barnahreyfingar
IOGT á Íslandi.
Góðar fyr-
irmyndir
Frá Aðalsteini Gunnarssyni
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn