Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 65
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
kveðjur við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BALDURS HJÁLMTÝSSONAR,
Arahólum 4,
Reykjavík.
Bragi Már Baldursson, Kristina Bergqvist,
Jóna Kristín Baldursdóttir, Sigþór K. Ágústsson,
Hjálmtýr R. Baldursson,
Friðrik Baldursson, Njála Laufdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
kveðjur vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Drekagili 14,
Akureyri,
sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Bakka-
hlíð, Lyfjadeild FSA og Skógarhlíð á Hlíð fyrir
einstaka alúð og hlýhug í veikindum hennar.
Gunnar Bergur Árnason,
Guðmundur Ö. Gunnarsson, Helena G. Gunnlaugsdóttir,
Jóhanna A. Gunnarsdóttir, Vilbergur Kristinsson,
Erna H. Gunnarsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra,
Skafta Friðfinnssonar,
Keflavík,
síðast Hörgshlíð 4,
Reykjavík,
sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilstaða fyrir
frábæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Svava Runólfsdóttir.
✝
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu,
ÁSTHILDAR BIRNU KÆRNESTED,
Háaleitisbraut 105,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki 11G
á Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólki
Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
einstaka umönnun og hlýhug.
Örn Johnson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Björn Hrannar Johnson,
Friðrik Johnson, Alma Rós Ágústsdóttir,
Haukur Johnson,
Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir,
Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested,
Sigríður G. Kærnested
og barnabörn.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÓLAFAR LILJU SIGURÐARDÓTTUR,
Faxabraut 13,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs
og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða
umönnun og hlýtt viðmót.
Þórður Kristjánsson, Unnur Þorsteinsdóttir,
Sigurður Davíðsson,
Gísli Davíðsson,
Kristín Ása Davíðsdóttir, Atli Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÍSAK JÓN SIGURÐSSON,
Hjaltabakka 12,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 22. maí,
Benjamín, Helga,
Jóna Guðrún,
Birna, Guðlaugur,
Vera Björk, Tryggvi,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hlíðarhjalla 6,
200 Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11E Landspítalans
og heimahlynning LSH fyrir frábæra ummönnun,
Kristján Hilmarsson, Sesselja M. Matthíasdóttir,
Guðjón Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir,
Birgir Hilmarsson, Erla Ólafsdóttir,
Guðrún Hilmarsdóttir, Hans G. Alfreðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það er svo skrýtið
að þó ég vissi alveg að
hverju stefndi hjá
þér, elsku frændi
minn, var ég ekki
tilbúinn að fá hring-
inguna frá pabba þegar hann til-
kynnti mér brottför þína.
Enginn er tilbúinn í svona. Mér
finnst gott að hafa getað kvatt þig,
Gunni minn, og þann dag rifjuðum
við upp þá skemmtilegustu ferð
sem ég hef farið um dagana, ferðina
í sumarbústaðinn forðum.
Þú brostir svo fallega þegar ég
var að þylja upp vitleysuna í okkur
þegar við fundum ekki bústaðinn í
myrkrinu og vorum að máta lyk-
ilinn í mörgum húsum. Þú með
kveikjarann og ég með lykilinn.
Þú brostir svo enn meira þegar
ég rifjaði líka upp þegar ég svo
henti lambalærinu í ruslið. Þú
skammaðir mig ekki svo lítið þá en
það hefur verið mikið hlegið að
þessu síðan. Svo rifjuðum við upp
þegar ég og þú vorum að útbúa her-
bergið hans Hlyns. Síðan þá hefur
þú kallað mig Dísu litlu og mér hef-
ur alltaf þótt vænt um það. Hlynur,
sem þá var bara pínulítill pjakkur,
rölti á eftir þér, benti á þig og sagði
afi Gunni minn, benti svo á mig og
Gunnar Þormóðsson
✝ Gunnar Þor-móðsson fæddist
í Reykjavík 7. júní
1944. Hann lést á
líknardeild LSH 4.
júní síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Digraneskirkju 11.
júní.
sagði Dísa litla. Alltaf
þegar ég var að koma
til afa í Hófgerðið
komstu niður og
spjallaðir við mig og
bauðst mér í alvöru
kaffi á loftinu hjá þér.
Gunni frændi minn.
Mér finnst skrýtið að
þú skulir ekki lengur
vera hér. Mér finnst
líka tómlegt í
vinnunni. Að rekast
ekki lengur á Gunna
frænda einhvers stað-
ar í húsinu með hon-
um Sigga vini þínum. Það er ekki
bara ég sem sakna þín í vinnunni,
heldur félagarnir líka. Nú er raun-
um þínum lokið, Gunni minn. Hinn
illi sjúkdómur sigraði að lokum.
Ég er sannfærð um að þér líður
vel núna og ert kominn til ömmu
Finnu og Hrappur þinn hefur líka
komið hlaupandi á móti þér. Þakka
þér alla þína aðstoð í gegnum árin.
Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa
mér, hvenær sem ég þurfti á að
halda. Þakka þér allt sem þú gerðir
fyrir mig þegar ég stóð í veseninu
með íbúðina mína. Það var mér
mikils virði. Þakka þér alla kaffi-
sopana á loftinu í Hófgerðinu.
Elsku Berglind mín, Jonni, Dag-
björt, Hlynur og Sólrún, Afi pabbi
og Viddi. Hugur minn er hjá ykkur.
Elsku Gunni minn. Hafðu þökk fyr-
ir allt og allt. Sofðu rótt.
Þórdís litla frænka.
Oft er það tilviljun hvaða lífsstarf
menn velja sér, ekki síst þeir sem
læra einhverja iðn og vinna síðan
ævilangt við hana. Að Gunnar varð
pípulagningamaður helgaðist lík-
lega helst af því að við Þormóður
faðir hans vorum samherjar og
samstarfsmenn á pólitískum vett-
vangi, bæði í hinum skammlífa
Þjóðvarnarflokki og síðan í bæjar-
málum í Kópavogi, auk þess sem
Árni bróðir Gunnars var heimilis-
vinur. Þannig atvikaðist það að
Gunnar varð nemandi minn í pípu-
lögnum. Eftir að námi lauk hitti ég
Gunnar sjaldan enda ekki hægt um
vik. Hann flutti síðar til Svíþjóðar
og fór á vegum sinna vinnuveitenda
þar vítt um heim, vann meðal ann-
ars í Jemen á Arabíuskaga. Heim-
kominn hóf hann störf sem pípu-
lagningameistari, einyrki eins og
svo margir í þessari iðn. Þá hitt-
umst við af tilviljun, það varð til
þess að við tókum upp samstarf að
nýju án þess að stofna saman fyr-
irtæki, hann gekk í verk með mér
þegar ég þurfti á aðstoð að halda og
ég með honum, hagkvæmt fyrir
báða.
Gunnar var góður fagmaður sem
hugsaði oft djúpt um eðli og tilgang
þeirra kerfa sem hann var að vinna
við. Hann fór ekki hratt yfir í vinnu
sinni, en vann af öryggi og lauk oft
verkum á ekki skemmri tíma en
þeir sem töldu sig vera mikla af-
kastamenn. Það sannaðist þar að
aðgát og forsjálni í störfum er ekki
síðri eiginleiki en að vinna sem
hraðast eins og íslenski mátinn á
víst að vera.
Andlát Gunnars kom mér sem
öðrum mjög á óvart, hann var á
besta aldri en maðurinn með ljáinn
spyr ekki um aldur.
Ég sendi öldnum föður hans og
öðrum ættingjum samúðarkveðjur.
Sigurður Grétar Guðmundsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýs-
ingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda
örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan út-
förin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@m-
bl.is og láta umsjónarmenn minn-
ingargreina vita.
Minningargreinar