Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 17. júní kl. 20.00 Hinn þekkti rússneski orgelleikari Daniel Zaretsky leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Alain, Hallgrím Helgason og Kohler. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 20/6 kl 20, 29/6 kl 20, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 UPPS. Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Á Byggðasafninu eru sex sýningar opnar í sumar: Saga Egyptalands, Þannig var... Saga Hafnarfjarðar, Leikfangasýning, Sívertsens-húsið, Siggubær og Álfasýning. Opið alla daga kl. 11:00—17:00 og til 21:00 á fimmtudögum. HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Til 24. júní 2007 Salur I, Temma Bell “Ný málverk” Salir II og III, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, “Sameiginlegt líf, uppstillingar” Bogaskáli, Ruth Boerefijn, “Innra landslag” Innsetning Opið: kl. 11:00—17:00 alla daga nema þriðjudaga, á fimmtu- dögum er opið til kl. 21:00. Eins og kunnugt er á Björksér ótal aðdáendur og einnhelsti vettvangur þeirra til skoðanaskipta er heimasíðan henn- ar, www.bjork.com. Allar fréttir af henni birtast á forsíðunni, en svo getur hver sem er skrifað gagnrýni um tónleika hennar á þeim hluta síðunnar sem nefnist gigography. Aðrar umræður fara fram á 4UM (forum) og einnig að einhverju leyti á túrblogginu, http:// blog.bjork.com.    Það er gaman að blogga áheimasíðu Bjarkar. Yfirleitt birtist mikið af kommentum þar og því er bloggið að einhverju leyti samræða við aðdáendur Bjarkar víðsvegar um heiminn. Stundum er eitthvað á 4UM eða á giggógrafí- unni sem er tilefni til bloggskrifa, og það vekur svo aftur enn meiri umræðu á blogginu. Sumir fjalla líka um tónleikana okkar á mynd- rænan hátt, oftast með því að senda myndir inn á giggógrafíuna og setja athugasemdir undir, eða þá með því að teikna skopmyndir af okkur, eins og þessa sem birtist hér í dag.    Eftir að við höfðum komið framí skemmtiþættinum Later With Jools Holland á BBC2 nýverið kvartaði einhver undan því á 4UM að Björk hefði „klúðrað“ textanum í lögunum. Hún hefði ekki sungið nákvæmlega það sama í sjónvarp- inu og á plötunni sinni, Volta. Af orðum viðkomandi mátti ætla að réttu útgáfuna af lögunum hennar væri að finna á plötunni og að flutningur laganna á tónleikum yrði alltaf að vera eins. Auðvitað er þetta vitleysa. Tón- list Bjarkar þarf einmitt EKKI að vera alltaf eins, maður þarf ekki alltaf að spila nákvæmlega sömu nóturnar á tónleikum hennar. Þannig er það ekki í heimi sí- gildrar tónlistar þar sem menn eru dæmdir „óheiðarlegir“ ef þeir fylgja ekki textanum út í ystu æsar. Einn mesti píanóleikari allra tíma, Sviatoslav Richter, staglaðist á þessu aftur og aftur í dagbókum sínum, sem voru gefnar út eftir dauða hans af kvikmyndagerð- armanninum Bruno Montsaigneon. Ef einhver leyfði sér að spila verk öðruvísi en skapari þess ætlaðist til sagði Richter hann vera „óheið- arlegan“. Sem betur fer hafa verið til snillingar á borð við Vladimir Horowitz sem hafa nálgast verk gömlu meistaranna afar frjálslega og breytt hinu og þessu – yfirleitt á mjög sannfærandi hátt. En það verður æ sjaldgæfara, og nú er svo komið að margir túlkendur klass- ískrar tónlistar, fyrir utan org- anista, eiga oft erfitt með að spila eitthvað frá eigin brjósti.    Til allrar hamingju er tónlistBjarkar lífræn. Hún er í stöð- ugri þróun og má flytja á ýmsa vegu. Við sem tökum þátt í flutn- ingnum megum vera skapandi og bæta inn ýmsu frá eigin brjósti. Þetta skapandi frelsi er undir- strikað með öllum fánunum á svið- inu sem sjá má á myndinni hér. Þetta eru persónulegir fánar tón- listarfólksins á sviðinu og líka hljómsveitarinnar í heild sinni. Hugmyndin tengist síðasta laginu sem Björk syngur alltaf á tónleik- unum sínum, „Declare Your Indep- endence“. Eins og ég túlka það þá er hún ekki bara að syngja til kúg- aðra þjóða eins og Grænlands og Færeyja, heldur til ALLRA kúg- aðra einstaklinga sem hafa gleymt sjálfum sér í lífinu. Á tímum þegar margir túlkendur klassískrar tón- listar þora ekki lengur að vera skapandi er sennilega mikilvægt að hampa slíkum skilaboðum. Óheiðarlegir tónlistarmenn? » Auðvitað er þettavitleysa. Tónlist Bjarkar þarf einmitt EKKI að vera alltaf eins, maður þarf ekki alltaf að spila nákvæm- lega sömu nóturnar á tónleikum hennar. senjonas@gmail.com Á TÚR MEÐ BJÖRK Jónas Sen Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is FROM Oakland to Iceland: Hip Hop Homecoming er heim- ildamynd um ferðalag íslensks plötusnúðs, DJ Platurn (Illuga Magnússonar), aftur til Íslands. Ill- ugi hefur búið í Kaliforníu frá sjö ára aldri og hefur lifað og hrærst í plötusnúða- og hip hop- menning- unni frá unglingsárum. Hann hefur sérhæft sig í skrámi (scratch) og hefur verið valinn besti skrámari fylkisins af East Bay Express árið 2005. Hann snéri aftur til Íslands haustið 2006, þá þrítugur. Hann var á landinu í mánuð og spilaði 15 sinnum á skemmtistöðum landsins, meðal annars á Airwaves-hátíðinni. Á meðan á dvölinni stóð kynntist hann fjölda íslenskra plötusnúða, rappara, beat-boxera, breakdans- ara og öðrum tónlistarmönnum. Í myndinni koma meðal annars fram Erpur Eyvindarson, Bent, Sölvi Blöndal, AC Bananas, Dóri DNA, Steve Sampling, Ómar Ómar og DJ Kári. Plötusnúðafjölskylda Ragnhildur Magnúsdóttir leik- stýrir og semur handritið en hún er líka systir leikstjórans. Hún segir að verkefnið hafi upphaflega átt að vera miklu minna í sniðum og hún hafi bara ætlað að taka upp túrinn sjálfan. Síðan fór íslenska senan að koma sterkar inn í mynd- ina. Þá fjallar hún líka um það að vera mitt á milli tveggja menning- arheima, en Ragnhildur er sú eina í fjölskyldunni sem búið hefur á Ís- landi undanfarin ár og myndin er á ensku þótt hún gerist mest hér- lendis. Tónlistin virðist vera í blóð- inu. „Pabbi var plötusnúður eins og við Illugi, en ég hef unnið á fimm útvarpsstöðvum hér í Reykjavík,“ segir Ragnhildur sem lærði al- þjóðastjórnmál í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir tæpum áratug og fór nokkuð óvænt að vinna við kvikmyndagerð, bæði sem framleiðandi og við markaðs- setningu. Þetta er hins vegar hennar fyrsta kvikmynd og hún hefur þurft að fjármagna verkefnið alfarið sjálf. Samböndin í kvik- myndaheiminum hafa þó nýst henni ágætlega og hún hefur getað leitað ráða hjá ýmsum vönum fag- mönnum þegar á þurfti að halda. Ragnhildur ætlar að taka sér góð- an tíma í að klára eftirvinnslu myndarinnar og reiknar með að hún verði frumsýnd upp úr miðju næsta ári. Plötusnúðurinn Illugi snýr heim Systkini Illugi og Ragnhildur eru bæði plötusnúðar í dag. Skrats Dj Platurn (Illugi Magnússon) snýr skífum. www.myspace.com/djplatinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.