Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 80

Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 80
80 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ CODE NAME: THE CLEANER kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 7:20 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI OCEAN'S 13 kl. 3:50 - 5:30 - 6:30 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 3:50 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS Nafnið á sveitinni, [box], erþversögn því hug-myndafræðilegurgrunnur verkefnisins passar eiginlega ekki í neitt box, það er ekki auðhlaupið að því að skorða hana niður á blað, hvað þá koma henni í kassa. Í grófum drátt- um er þetta þó svo: Óskalisti var settur saman með nöfnum fram- sækinna tónlistarmanna og haft í huga að ekki væri bara að þeir yrðu að vera í fremstu röð, heldur líka að þeir þekktust ekki. Mælst var til þess að þeir myndu ekki ræða tón- listina sín á milli fyrr en þeir hittust í fyrsta sinn og reyndar að þeir ræði ekki um það sem þeir eru að gera nema á sviðinu eða í hljóðveri þótt það sé ekki bannað, það er nefnilega bannað að banna. Fleira kemur og við sögu, meðal annars það að í raun er hljómsveitin ekki til og hluti af verkefninu að halda tón- leika með þannig hljómsveit og eins að fylgjast með áheyrendum, upp- lifa upplifun þeirra, eins og það var orðað. Fræknir fjórmenningar Þegar haft var samband við þá sem voru á listanum svöruðu fjórir þeir fyrstu játandi og því þurfti ekki að hafa samband við fleiri. Þessir fjórir eru bassaleikarinn Trevor Dunn, sem var einn af stofn- endum Mr. Bungle með Mike Pat- ton á sínum tíma og hefur spilað með Fantomas, Secret Chiefs 3, Trio Convulsant, Marc Ribot og John Zorn í Moonchild og Electric Masada. Á trommur er Svíinn Morgan Ågren sem hefur meðal annars spilað með Mats/Morgan band, Frank Zappa, Steve Vai, Flesh Quartet, Christian Vander, Kaipa og Frederik Thordendal’s Special Defects. Gítarleikarinn er svo finnskur, Raoul Björkenheim, og spilar reyndar líka á viola da gamba. Hann hefur leikið með Scorch Trio, Krakatau, Edward Ve- sala, Paul Schütze, Bill Laswell, Gady Gerbracht, William Parker/ Hamid Drake og fleirum. Síðastan er svo frægan að telja norska hljómborðsleikarann Ståle Storløk- ken sem er þekktur fyrir spila- mennsku með sveitinni mögnuðu Supersilent, en hefur líka spilað með Humcrush, Bol, Terje Rypdal, Generator X, Terje Isungset og Christian Wallumrød svo dæmi séu tekin. Beint á band Liðsmenn hittust svo í fyrsta sinn síðastliðinn þriðjudag þegar þeir mættu í upptökur á breiðskífu sem Rune Grammophone hyggst gefa út. Að sögn manns sem var á staðn- um fór vel á með listamönnunum og sá sagði líka að þeir hefðu verið einkar einbeittir og ákveðnir þegar þeir byrjuðu að taka upp og víða hefði verið komið við í spunanum, allt frá grófri rífandi framúrstefnu í hálfgert innansveim – það var spenna í samspilinu sem skilaði spennandi tónlist, flókinni vegna þess að þetta eru tónlistarmenn sem hafa gríðarlegt vald á hljóð- færum sínum, en ekki vegna þess að menn hafi einsett sér að gera eitthvað flókið eða framúrstefnu- legt. Upptökurnar gengu bráðvel að sögn, og því líkast sem margar hljómsveitir væru að spila, svo víða var komið við í stílum og stefnum. Ekki var tilraunamennskunni lok- ið þegar haldið var í tónleikaferð, sem er hluti af verkefninu. Fyrstu tónleikarnir voru í Amsterdam og þar mátti þekkja sitthvað sem sveit- in hafði unnið í hljóðverinu, en á næstu tónleikum eftir það, sem einnig voru í Amsterdam síðar sama dag, var allt annað upp á ten- ingnum; eintómur frjáls spuni. Enn var breytt út af í Stokkhólmi á fimmtudagskvöld, allt nýtt, og heimildarmaður minn sagði að hann byggist við því að fá enn nýja tón- list á tónleikum sveitarinnar í Genf á föstudagskvöld. Í kvöld er sveitin svo í Ósló og annað kvöld á Íslandi, leikur á Gauknum eins og getið er. Vildu Hilmar Af tónleikunum fimm eru þrennir teknir upp og verða hugsanlega gefnir út síðar eða notaðir sem hrá- efni í plötuna eða ekki, það veit í raun enginn hvert stefnir enda regl- an sú að stefna ekki neitt, en kom- ast samt á leiðarenda. Samkvæmt mínum heimildum óskuðu hugmyndasmiðir verkefn- isins eftir því að Hilmar Jensson spilaði með þeim á Íslandi og ætl- uðu að líta framhjá því að hann þekkir mætavel þrjá tónlistarmann- anna og hefur spilað með þeim. Af því gat þó ekki orðið vegna anna Hilmars. Út úr boxinu Vísast þekkja flestir tónlistaráhugamenn það að hafa velt fyrir sér draumahljómsveitinni, hvernig bassaleikari úr einni hljómsveit myndi hljóma með annarri sveit og síðan ef gítarleikaranum væri líka skipt út, þá trommaranum og svo má telja. Sú hugmynd liggur að baki hljómsveitinni [box] sem leikur á Gauknum annað kvöld, því hún var sett saman eftir óskalista yfir framsækna tón- listarmenn. Box Sveitin samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð sem þekktust ekki fyrr en bandið var sett saman. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.