Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 28

Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 28
Í slenski tískuheimurinn er í uppsveiflu og til marks um það var frumkvöðullinn og fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir sæmd heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu á þjóðhátíðardaginn. Fékk hún riddarakross fyrir frum- herjastörf í þágu fatahönnunar. „Ég varð orðlaus þegar ég fékk bréfið,“ segir Steinunn en orðu- þegum er tilkynnt um heiðurinn nokkrum dögum fyrir afhendingu. „Stundin þegar maður stígur fram fyrir forsetann og nælan kemur í barminn er sérstök og ég fann fyrir miklu þjóðarstolti. Ég upp- lifði sterkt að vera þarna fyrir hönd fatahönnunar á Íslandi og er ánægð með að fatahönnun sé kom- in á þennan stað.“ Uppgangur hönnunar Er þessi viðurkenning til marks um breytta og sterkari stöðu fata- hönnunar? „Í geiranum eru komin upp mjög sterk fyrirtæki sem fólk er farið að taka eftir eins og Nikita, ELM, Spakmannsspjarir og 66° Norður. Margir hafa atvinnu af fatnaði í dag og er staðan mjög breytt frá því fyrir um 20 árum síðan. Fyrirtækjum fjölgar og sí- fellt fleiri vinna í iðnaðinum.“ Steinunn er með verslun og vinnustofu á annarri hæð hússins við Laugaveg 59 sem er tileinkuð fatamerki hennar, sem ber nafnið STEiNUNN. „Ég flutti á Lauga- veginn fyrir rúmum þremur árum. Á þessum tíma hefur ýmislegt breyst og hér eru fjölmargar ís- lenskar hönnunarbúðir. Þegar ég kom hingað voru margar skrif- Íslenskt handbragð í Þjóðleg vísun Slaufan er vísun í slifsið á íslenska þjóðbúningnum. STEiNUNN haust 2007. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og einn fræknasti fulltrúi íslensks tískuheims var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu um síðustu helgi. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hana meðal annars um þjóðlegan innblástur, stöðu fatahönnunar hérlendis og uppganginn í miðbænum. Ljósmynd/Mary Ellen Mark Hefðir og handbragð Plíseringin á bakinu er bein vísun í íslenska þjóðbúninginn en fötin eru úr haustlínunni 2007. hönnun 28 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.