Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 30

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 30
ferðamenning 30 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ L eiðsögumaðurinn og listakonan Ósk Vil- hjálmsdóttir kallar eftir siðaskiptum í ferðamennsku. Hún aðhyllist nýjung í ferðaþjónustu sem kallast hægur ferðamáti eða „slow travel“. „Þetta er leit að lífsgæðum sem við missum af í stressinu. Kíló- metrafjöldinn skiptir ekki öllu máli heldur að ferðalögin feli í sér meira andríki og innihald,“ út- skýrir Ósk. Skyndibitaferðir þar sem heimsóttar eru tíu borgir á tíu dögum eru því á undanhaldi og fólk kýs í auknum mæli að líta sér nær. Hreyfingin er í takt við aðrar sem kenna sig við hægagang eins og til dæmis „slow food“ þar sem áherslan er á rekjanleika vör- unnar, að borða mat úr næsta um- hverfi sínu og efla matarmenn- ingu. Frístundir eru sífellt stærri hluti af lífi okkar og þær eru farn- ar að skipta jafnmiklu máli og starfið. Fólk vill gera eitthvað sem veitir því lífsfyllingu. Til dæmis er fólk farið að stunda hjálparstarf í fríum, það vill innihald og leggja sitt af mörkum. Fólk vill ferðir með inntaki.“ Þess má geta að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu frítíma sem grundvallarmannréttindi árið 1948 og nú er frítímafræði orðin há- skólafag. Ósk segir að umhverfisbylgjan sem gangi nú um heiminn hafi sitt að segja. „Fólk hugsar sig tvisvar um áður en það fer í erfið ferðalög með flugvélum um langar vega- lengdir. Exótísk ferðalög hafa ver- ið í tísku en þessi löngu ferðalög hafa mikla mengun í för með sér,“ segir hún og vísar til sótsporanna eða „carbon footprint“. Sem dæmi um aukna meðvitund almennra borgara og fyrirtækja auglýsti Icelandair fyrir rúmri viku að allir farþegar fyrirtækisins gætu nú kolefnisjafnað flugferðir sínar með því að greiða framlag til Kolviðar- sjóðsins, sem notað verður til að planta trjám á Suðurlandi. Ekki örmagna úr fríinu Hraðinn í lífi nútímamanneskj- unnar hefur líka sitt að segja um þróunina í ferðaþjónustu. „Stressið í lífi fólks hefur áhrif en það er eðlileg krafa að maður komi ekki örmagna úr fríinu eftir að vera bú- inn að eltast við alla staðina sem maður varð að sjá. Stórir flugvellir eru líka stressvaldar og einnig getur fólk orðið fyrir ákveðnu hita- eða menningarsjokki þegar það ferðast um langan veg.“ Gönguferðir eru gott dæmi um hægan ferðamáta. „Því hægara sem þú ferð yfir, því meira sérðu. Gönguferðir eru því ákjósanlegar og hægt er að skipuleggja þær út frá náttúru- og fuglaskoðun til að fá meira innihald.“ Fólk vill ekki koma úr fríi bara með ljósmyndir eða hluti sem sönnunargögn heldur sögu, reynsl- an og upplifunin skiptir máli. Ósk, sem er með fyrirtækið Há- lendisferðir, hefur starfað í fjöl- breytilegri ferðamennsku í ríflega 15 ár. Hún er menntaður leið- sögumaður og talar ensku, frönsku og þýsku. Hún hefur ásamt Ástu Arnardóttur boðið upp á göngu- ferðir um Kárahnjúkasvæðið (Jöklu og Kringilsárrana) síðustu fjögur ár en göngusvæðið hvílir nú á botni Hálslóns. „Við Ásta höfum farið á svæði sem eru í hættu vegna virkjana- framkvæmda. Þessar ferðir hafa í raun pólitískt inntak því fólk fræðist um landið, myndar sér skoðun og fær tilfinningu fyrir því að það hafi eitthvað að segja.“ Hentar vel hérlendis Ósk segir hæga ferðamátann henta vel á Íslandi. „Það eru tæki- færi í umhverfisvernd og þessari nýju hugsun í hægu bylgjunni, miklir möguleikar til uppbygg- ingar. Ísland ætti að vera í far- arbroddi en því miður er svo ekki. Við erum langt á eftir. Ég kalla eftir hugarfarsbreytingu, siða- skiptum í ferðaþjónustu. Mér finnst margt í ferðaþjónustu á Ís- landi svolítið firrt. Nú eru komin ný viðmið á alþjóðavísu sem við verðum að fara eftir,“ segir Ósk, sem er ekki hrifin af hvataferðum, sem „gera landið að leikvelli fyrir kalla með jeppadellu“ og byggjast á hraða. „Ég hef oft verið leið- sögumaður í svona ferðum og mér finnst þær ekki standast kröfur tímans um vistvæna ferða- mennsku. Mér finnst íslensk ferða- málayfirvöld hafa lagt alltof mikla áherslu á magn umfram gæði. Allt snýst um að fá hingað ferðamenn sem eyða miklu á stuttum tíma. Það er spurning hvort við erum á réttri leið. Viljum við verða Kan- aríeyjar norðursins?“ Ósk kallar eftir vandaðri vinnu- brögðum en hún segir að aðstaðan á stórum ferðamannastöðum sé ekki alltaf boðleg og byggist á því að græða sem mest á sem stystum tíma. Nauðsynlegt sé að líta til framtíðar. „Viðskiptin geta hrunið ef menn vanda sig ekki og ég hef séð það gerast. Það þarf að fara að eiga sér stað einhver endurnýj- un í íslenskri ferðamennsku með Hægur ferðamáti eða „slow travel“ er nýtt hug- tak í ferðamennsku, sem byggist á innihaldsríkum ferðum. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Ósk Vilhjálmsdóttur um hvernig hægt er að sjá meira með því að fara hægar yfir. Allt snýst um að fá hingað ferðamenn sem eyða miklu á stuttum tíma. Vilj- um við verða Kanaríeyjar norðursins? Ferðamennska hefur snú- ist alltof mikið um garps- skap og að sigra fjallið Lífsgæði í hægagangi Morgunblaðið/Golli Hægt og hljótt Ósk vill hvetja fólk til að fara sér hægar og er ánægð með uppgang hæglætishreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.