Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 32

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 32
íslensk náttúra 32 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndir: Ómar Óskarsson Texti: Freysteinn Jóhannsson Hverjum þykir sinn fugl fagur segir orðatiltækið og getur fuglinnþá verið margt fleira en fugl, eins og sást í Morgunblaðinu, þegarformenn háskólafélaganna sögðu álit sitt á úttekt ríkisend-urskoðanda á háskólunum í landinu. Fyrirsögnin var; Hverjum þykir sinn fugl fagur. Í Merg málsins nefnir Jón G. Friðjónsson fjögur orðatiltæki tengd fuglum; eitthvað er hvorki fugl né fiskur, þegar það er lítils virði, og að fara sem fugl- inn fljúgandi/sem fugl fljúgi og er eftir orðanna hljóðan haft um þann eða það sem fer mjög hratt yfir. Lítill fugl hvíslaði því að mér segja menn þegar þeir vilja ekki tilgreina hvaðan þeir hafa tiltekna vitneskju og eru eins og væng- brotinn fugl/lóa/álft, þegar þeir eru niðurdregnir eða ná ekki að njóta sín. En fuglinn er fleira en fóður í orðatiltæki. Hann er fjölbreyttur yndisauki, sem gleður augu og eyru. Hann er vorboði og vetrarsýn. Hann deilir með okkur sumardal og dimmum dögum. Og flugið er frelsi og framtak. Sveltur sitjandi, en fljúgandi fær. Flestir láta sér lynda að sjá þá fugla, sem þeir ramba á. En fuglaskoðun er vinsælt áhugamál hjá fólki, sem leitar fuglana uppi og temur sér að fylgjast með öllum hliðum fuglalífsins. Nokkrir hafa gert sér far um að ljósmynda fugla og er Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, í þeim hópi. Hann fór nýlega hringinn og festi þá á filmu þá fugla, sem á vegi hans urðu. Fuglarapsódía Flórgoði Eini goðinn sem verpir á Íslandi. Hann er fimur sundfugl, en lengi á loft og flýgur sjaldan. Þessi flórgoði spókaði sig við Mývatn. Hrafnsönd Hún er meðalstór kafönd, hvergi algeng nema á Mývatni og nokkrum öðrum þingeyskum vötnum. Hún er fim á sundi og góður kafari en léleg til gangs. Þessa hrafnsönd sá ljósmyndarinn á flugi yfir Grænalæk. Skúmur Einkennisfugl sandanna sunnan- og suðaustanlands, kröftugur og fimur og árásargjarn í sandríki sínu. Úthafsfugl utan varptíma. Spói Stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Vell spóans er eitt af íslenzku sumarhljóðunum og svo flautar hann margvíslega að auki. Hann er fremur ófélagslyndur utan fartímans. Þessi spói er á útkíkki í Mývatnssveit. Straumönd Straumur og brim eru hennar kjörlendi. Á flugi fylgir hún ám og þræðir hverja bugðu. Þessi flýgur með Laxá í Mývatnssveit. (Í flestum myndatextum er stuðzt við Íslenskan fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.