Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 33

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 33
Jaðrakan Votlendisfugl á láglendi sem hefur breiðzt út frá Suðurlands- undirlendinu um mestallt land. Þessi var á ferðinni við Höfn í Hornafirði. Lómur Straumlínulagaður og líkur frændanum himbrima, en minni. Ófær til gangs, flugtakið er honum fyrirhafn- arsamt og fluglagið sérstakt. Vælir á sundi en gargar á flugi. Þennan lóm bar fyrir linsuna á Héraði. Skógarþröstur Vorboðinn ljúfi syngur með sætri raust og vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel. Konsert við Mývatn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 33 P IP A R • S ÍA • 7 1 1 7 2 >>Kennaraháskóli Íslands sími 563 3800 > www.khi.is Kennaraháskóli Íslands auglýsir diplómunám á þroskaþjálfa- og tómstundabraut sem miðar að því að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku með því að gefa hópnum tækifæri til náms að loknu námi í framhaldsskóla. Um er að ræða nýjung í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Kennaraháskóla Íslands. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa á starfsvettvangi þroskaþjálfa og tómstunda- og félagsmálafræðinga. Um er að ræða fjölbreytileg störf, s.s. í skólum, frístunda- heimilum, félagsmiðstöðvum og á þeim vettvangi sem fólk með þroskahömlun sækir þjónustu. Námið hefst í október 2007 og dreifist á tvö skólaár. Því lýkur vorið 2009. Gerður verður námssamningur við hvern nemanda þar sem tilgreind verða markmið einstakra námskeiða, starfstengd markmið sem og leiðir að settu marki. Inntökuskilyrði eru fjögurra ára nám á starfsbrautum framhaldsskóla eða sambærileg menntun og starfsreynsla. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð sem fást afhent á skrifstofu Kennaraháskóla Íslands. Nauðsynlegt er að staðfestingar á fyrra námi og meðmæli fylgi umsókn. Skrásetningargjald við Kennaraháskóla Íslands eru 45.000 kr. fyrir skólaárið. Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 25. júní kl. 17.00 í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands. Nánari upplýsingar veita ábyrgðarmenn námsins Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor, sími: 5633965 og Vilborg Jóhannsdóttir, lektor, sími: 563800 Umsóknarfrestur er til 29. júní Starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun > > > >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.