Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 34
vísindi
34 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Óskar R. Harðarson hdl. löggiltur fasteignasali - Jason Guðmundsson Lögfræðingur BA
MIKLABORG
F A S T E I G N A S A L A N
Glæsilegt 3055 fm verslunar-, lager- og
skrifstofuhúsnæði frábærum stað í Víkur-
hvarfi í Kópavogi. Um er að ræða eign sem
skiptist í kjallara, götuhæð og 2 og 3. hæð.
Kjallarinn er 903 m2, 1. hæð er 891 m2, 2.
hæð er 891 m2 og 3. hæðin er 410 m2.
Eigninni fylgja 36 stæði í bílageymslu. Einstakt tækifæri fyrir öflug fyrirtæki, stofnanir eða
aðra aðila til að tryggja sér höfuðstöðvar á framtíðarstað. Að undanförnu hafa mörg öfl-
ug fyrirtæki komið sér fyrir í hverfinu.Óskað er eftir tilboðum í eignina. 6487
VÍKURHVARF
NÝBYGGING
Sumarbústaðurinn þinn í Skorrdal er tilbú-
inn! Hér er um að ræða afar glæsilegt sum-
arhús á frábærum stað í landi Indriiðastaða
en skorradalurinn er eitt rótgrónasta sumar-
bústaðasvæði landsins enda er þar að finna allt sem sumarhúsaeigendur sækjast eftir. Dal-
urinn er rómaður fyrir náttúrufegurð og veðursæld, enda er gróðurfarið fágætt og öll vaxt-
arskilyrði með eindæmum góð. Stutt í sund og golf.Eignarlóð. Veröndin er u.þ.b. 70 fm
Útsýni yfir vatnið.Bústaðurinn skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi.
Eignarlóð. 70 fm verönd. Útsýni yfir vatnið. 30 fm manngengt svefnloft. 6664
HRÍSÁS
SUMARPARADÍS
Sérlega glæsileg útsýnisíbúð á 6. hæð í eft-
irsóttu húsi við Espigerði miðsvæðis í
Reykjavík. Tvö barnaherbergi, hjónherbergi,
stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús ásamt
sérgeymslu. Nýtekin í gegn, s.s. parket, inn-
réttingar og hurðir. Tvennar svalir. Útsýnið er
óviðjafnanlegt og sést m.a. til Hallgrím-
skirkju, Álftanes, Nauthólsvík, Keflavíkur og Esjan sér um stofumálverkið. V. 37,5 m. 6616
ESPIGERÐI
ÚTSÝNISÍBÚÐ
Fallegt 250 fm raðhús við Brekkusel í Selj-
ahverfi Reykjavík. Um er að ræða 270 fm
endaraðhús á þremur pöllum með sér bíl-
skúr og auka íbúð. Allt umhverfi er til fyrir-
myndar og vel við haldið. Góður sérgarður.
Eignin hefur haft góðar leigutekjur. V. 46,8
m. 6720
BREKKUSEL
AUKAÍBÚÐ
Falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með
sérinngangi á frábærum stað í Smáíbúða-
hverfinu. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu,
herbergi og baðherbergi. Nýtt eikarparket
á öllum gólfum nema á baði þar sem eru flís-
ar. Fallegur og gróinn garður. V. 18,4 m.
HÓLMGARÐUR
Einstaklega glæsilegt, nýtt einbýlishús við Fjallakór í ein-
býlishúsahverfinu í Kórahverfinu í Kópavogi. Eignin er
samtals, 282 fm húsið er tvílyft og skiptist þannig; for-
stofa, geymsla, þvottahús, gestasnyrting, forstofuher-
bergi og 2ja herbergja aukaíbúð og bílskúr á jarðhæð. Á
efri hæðinni er hol, stofa, borðstofa, eldhús, sjónvarps-
hol, fjögur herbergi, baðherbergi og
fataherbergi. Húsið er frábærlega vel
skipulagt. Eftir er að múra húsið að ut-
an en seljandi klárar að múra það og
setja upp svalahandrið á framhlið
hússins. Eignin býður upp á að hafa
sjö rúmgóð svefnherbergi. Arkitekt
hússins er Kári Eiríksson.Hér er um að
ræða afar vandaða eign. V. 79 m. 6675
FJALLAKÓR - GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS - AUKA ÍBÚÐ
Helgafell – Athyglisverður staður – Sérbýlislóðir
· Suðurlóðir
· Útsýnislóðir
· Gatnagerðargjöld innifalin
· Stórar einbýlis, raðhús og parhúsalóðir
· Afhending í ágúst og október 2007.
· Tilvalið fyrir einstaklinga og verktaka.
löggiltur fasteignasali
Á
næstliðnum áratugum
mun hafa verið for-
vitnilegt að fylgjast með
rannsóknum á heyrn-
inni, þessu ótrúlega sig-
urverki sem flestir fá í vöggugjöf.
Ótrúlegu, vegna þess að vísindamenn
vita ekki ennþá fullkomlega hvernig
náttúran fer að í þessu mikla lista-
smíði sínu. Einnig hefur hátæknin
komið á móts við heyrnalausa/
heyrnarskerta og gjörbreytt daglegu
lífi þeirra ásamt því að hið end-
urbætta táknmál hefur opnað áður
óþekkta möguleika til menntunar,
einkum þeirra sem fæðast heyrnar-
lausir/heyrnarskertir. Raunsætt að
nefna heyrnina listasmíði náttúrunn-
ar, vegna þess að vísast eru hér að
verki sömu lögmál ósýnilegrar birt-
ingarmyndar og að baki sköpunar-
gáfunni sem aldrei verður stöðluð.
Og til viðbótar er hæfileiki skiln-
ingarvitsins til að greina á milli hljóða
einstaklingsbundinn og um leið svo
stórkostlega virkur að yfirgengur öll
þekkjanleg tól og tæki í mannheimi.
Að greina talað
orð í ringulreið hávaða
Þá er og verður lífeðlisfræðilegt
spursmál hvernig heili mannsins er
fær um að nema og greina talað orð í
ringulreið alls kyns hávaða í bak-
grunn. Ekki einu sinni fullkomnasta
tölva væri fær um að fanga og greina
hljóð frá öðrum á þennan hátt í lok-
uðu rými. Þetta ættu blaðamenn að
skilja flestum fremur því að dikta-
fónninn afhjúpar þetta algjörlega,
þannig kæmu þeir heim með full-
komlega ónothæfa niðurstöðu hugn-
aðist þeim til að mynda að taka upp
viðtal í herbergi þar sem verulegur
bakgrunnshávaði er til staðar. Míkró-
fónninn er einfaldlega ekki fær um að
greina mannsrödd frá sóninum frá
öðrum hávaða í lokuðu rými. En heili
mannsins er sem sagt fær um það.
Þetta eru viðteknar staðreyndir, en
nú bætist ein við sem margur mun
furða sig á og færri hafa gert sér fulla
grein fyrir. Heyrn byggist nefnilega á
örsmáum hárfrumum í innra eyra
sem umbreyta titringi í rafræna
hvata sem verða að sundurgreinan-
legum hljóðum í samræmi við heyrn-
arhæfileika hvers og eins, heitir að
hver heyri með sínu lagi. Einnig ræð-
ur virkni hárfrumanna hvort og
hvernig hljóð ná til heilans, komast á
leiðarenda.
Algengasta orsök algjörs heyrnar-
leysis er að þessar hárfrumur eru
Heyrnarrannsóknir Prófessor Torsten Dau hjá miðstöð hagnýtra heyrnarannsókna í Kaupmannahöfn, að prófa
gervieyra sem er notað til tilrauna í hljóðdauðu herbergi.
„Heyrn er spurning um hár“
Miklar rannsóknir hafa
verið gerðar á heyrn-
inni á undanförnum
áratugum, en þó er
ýmsu enn ósvarað um
hana. Um leið hefur há-
tæknin komið til móts
við heyrnarskerta og
heyrnarlausa og opnað
þeim nýja möguleika.
Bragi Ásgeirsson
skrifar um heyrnina.