Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson                          ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓEL KR. JÓELSSON garðyrkjubóndi, Reykjahlíð, Mosfellsdal, sem lést, laugardaginn 16. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3. júlí kl. 15.00. Salome Þorkelsdóttir, Anna Jóelsdóttir, G. Thomas Fox, Jóel Kr. Jóelsson, Kristín Orradóttir, Þorkell Jóelsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐBJÖRG JÓHANNA LÁRENTSÍNUSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 17. júní, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13:00. Sævar Geir Gunnleifsson, Helga Birkisdóttir, Lárentsínus Gunnleifsson, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Hildur Einarsdóttir, Birkir Már, Aron Elí, Signý María, Ester Ósk og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, HILMAR J. HAUKSSON, Kóngsbakka 10 og Aflagranda 20, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, fimmtudaginn 14. júní. Útför Hilmars verður gerð frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 25. júní kl. 13.00. Monika Blöndal, Sara Hilmarsdóttir, Haukur Steinn Hilmarsson, Svava J. Brand, Þórunn Helga Hauksdóttir, Guðmundur Sveinsson, Björn Torfi Hauksson, Laufey Birkisdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, SIGFÚSAR STEFÁNSSONAR, Dalsgerði 7e, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki lyflækningardeildar 1 á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fyrir góða umönnun og hlýhug. Áslaug Þorleifsdóttir, Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Gylfi Hilmarsson, María Ýr Donaire og aðrir aðstandendur. ✝ HRAFNKELL THORLACIUS arkitekt, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 17. júní. Útförin fór fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. júní klukkan 15.00. Vinsamlega látið Heimahlynningu njóta minningar- gjafa (Krabbameinsfélagið, sími 540 1990). Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Thorlacius, Halla Thorlacius, Sveinbjörn Þórkelsson Ragnhildur Thorlacius, Björn Ægir Hjörleifsson Steinunn Thorlacius, Guðjón Ingi Eggertsson, Gunnlaug Thorlacius, Sigurjón Halldórsson, Eggert Thorlacius, Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnkell, Anna, Kristín Lilja, Þórunn Edda, Vilhjálmur Atli og Halldór Hrafnkell. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR JÓHANNSDÓTTUR hússtjórnarkennara, Hraunbrún 21, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennlækningadeildar Landspítala fyrir góða umönnun. Berent Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Berentsson, Auður Björgvinsdóttir, Jóhanna Berentsdóttir, Dagur Jónsson, Hólmfríður Berentsdóttir, Jóhann Berentsson og barnabörn. ✝ Anna Magða-lena Vilhjálms- dóttir fæddist á Ólafsfirði 16. októ- ber 1931. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigríður Gísladótt- ir, f. 5.11. 1908, og Vilhjálmur Jóhann- esson, f. 5.12. 1902, d. 1978. Systkini Önnu eru: Gísli Kristinn, f. 1933, d. 1898, d. 1979, og Júlíana Jóns- dóttir, f. 27.7. 1899, d. 1931. Systir Sveins er Jóhanna, f. 1928, maki Valdimar Gunnarsson. Anna og Sveinn eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Júlíana, f. 13.5. 1955, börn hennar eru Sveinn Daði og Berglind Anna Ein- arsbörn. Sambýlismaður hennar er Jón Már Jóhannesson. 2) Vil- hjálmur, f. 16.8. 1957, maki Hulda Fríða Berndsen, sonur þeirra er Ísak. Stjúpbörn: Ingvi Reynir, Mikael og Lilja. Útför Önnu var gerð frá Graf- arvogskirkju 6. júní. 1999, maki Soffía Árnadóttir; Viðar Sævaldur, f. 1937, d. 2005, maki Lóa Helgadóttir; og Svanlaug, f. 1944, maki Þorsteinn Jó- hannesson. Hinn 17. júní 1955 kvæntist Anna eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sveini Sæ- mundssyni, f. 8.11 1929. Foreldrar hans voru Sæmundur G. Sveinsson, f. 29.7. Mig langar í örfáum orðum að minnast Önnu tengdamóður minnar. Það var árið 1981 sem ég kynntist Villa syni hennar og var hún fyrst ekki mjög hrifin af þessari konu sem hann var búinn að kynnast. Kannski ekki skrýtið, því ég var einstæð þriggja barna móðir og prinsinn hennar kominn með stóran pakka. En hún var fljót að jafna sig á því þegar við fórum að ræða málin og upp frá því tengdumst við sterkum böndum og tryggri vináttu, enda ekki annað hægt, tengdó eins og ég kallaði hana ávallt var hjartahlý kona. Hún bar ekki tilfinningar sín- ar á torg, hún reyndist mér góð og yndisleg í alla staði, þó við værum ekki alltaf sammála. Hún og eftirlifandi eiginmaður hennar, Svenni, bjuggu í Keflavík en fluttu til Reykjavíkur árið 2000 til að vera nær börnum sínum og barna- börnum. Hún var svo glöð að vera flutt í Grafarvoginn. Hún breyttist mjög mikið við þessar breytingar, hún var svo glöð og hamingjusöm. En síðustu mánuði var hún mjög áhyggjufull út af veikindum sínum. Áhyggjurnar voru aðallega af því hvað yrði um hann Svenna hennar. En hún barðist fyrir því að hann kæmist í öruggt skjól því hann þurfti mikla umönnum vegna Alz- heimer-sjúkdómsins. Það var eins og hún leyfði sér ekki að hugsa um sín veikindi fyrr en hún væri búin að ganga frá sínum málum með hann Svenna sinn. Nú er hann í öruggum höndum á Eir. Síðustu vikurnar lá Anna á krabbameinsdeildinni við Hring- braut, á 11-E, og barðist hún hetju- lega og kveinkaði sér aldrei. Hún var svo ótrúlega viljasterk. Hún naut mikillar umhyggju hjá starfs- fólkinu á 11-E og sinni elskulegu systur Svanlaugu og börnum sínum og einnig reyndi ég að leggja mitt af mörkum. Við fjölskyldan gátum tekið hana og Svenna heim í Vallengið einn laugardag í maí. Það var yndislegur dagur fyrir hana og okkur. Hún naut þess að koma heim og vera með okk- ur og Svenna sínum. Elsku Anna mín (tengdó), nú ert þú búin að fá hvíld og frið. Ég mun sakna þín mikið, en minningin lifir í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Hulda Fríða. Elsku amma mín. Síðustu dagar hafa verið mjög erf- iðir. Ég hef saknað þín mikið og hugsað stanslaust um þig. Ég á svo margar minningar um okkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég man svo vel eftir síðasta deginum sem ég sá þig lifandi. Ég var að fara til pabba yfir helgina og ætlaði að kveðja þig fyrst. Ég tók í höndina á þér og horfði á þig sofandi og var næstum farin að gráta, svo kyssti ég þig og sagði bless. Ég fann það á mér um helgina að eitthvað myndi gerast og sunnu- dagskvöldið 27. maí hringdi mamma og sagði að nú værir þú dáin. Ég grét allt kvöldið og næsta morgun þegar ég vaknaði hugsaði ég að það gæti ekki verið að þú værir dáin. Ég hugsaði mikið um þig þennan morg- un. Amma mín, ég sakna þín svo mikið. Ég man þegar ég var yngri og kom til þín, þá vildir þú allt fyrir mig gera og ég var svo glöð. Það var ekki bara þegar ég var lítil, heldur hefur það alltaf verið þannig. Þú hefur verið svo ofsalega góð amma. Þú hefur alltaf verið besti kokkur í heimi í mínum huga. Þú gerðir bestu kökurnar, matinn og allt var bara svo frábært sem þú gerðir. En allt í einu varstu orðin svo veik. Æ amma, það var svo sárt að sjá þig svona Anna M. Vilhjálmsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.