Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 55
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs föður okkar,
STEINGRÍMS HELGA ATLASONAR
fyrrv. yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði,
Hjallabraut 43,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Einar Steingrímsson og fjölskylda,
Atli Steingrímsson og fjölskylda.
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
hluttekningu vegna andláts,
GARÐARS SIGURJÓNSSONAR
fyrrverandi rafveitustjóra,
Dverghamri 11,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunarinnar í Vestmannaeyjum fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Þórir Garðarsson, Þórunn Einarsdóttir,
Kristín Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Einlægar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra,
ÞORLEIFS GUÐFINNS GUÐNASONAR
fyrrum bónda
á Norðureyri við Súgandafjörð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar og
bráðadeildar Fjórðungssjúkrahúss Ísafjarðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marianne Jensen,
Ævar Einarsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGUNNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Skúlagötu 20,
Reykjavík.
Færum hjúkrunarfólki á Landspítalanum í Foss-
vogi, deild A7 og heimaþjónustu, okkar bestu
þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Gunnar Randrup Valdimarsson,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Hreinn Gunnarsson,
Agnes Jónsdóttir, Jón Ólafsson,
Eyrún Jónsdóttir, Stefán Stefánsson,
Guðmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og einstakan hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og bróður,
KOLBEINS SKAGFJÖRÐ PÁLSSONAR,
Aðalgötu 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Gjörgæslu-
deildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða
umönnun og hlýtt viðmót.
Kolbrún Sigurðardóttir,
Margrét Kolbeinsdóttir,
Sigrún María Kolbeinsdóttir, Jósteinn Guðmundsson,
Sigurður Kolbeinsson, Dýrleif Rúnarsdóttir,
Anna Ósk Kolbeinsdóttir, Helgi S. Skúlason
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
HAUKUR EINARSSON
vélfræðingur,
Jöklafold 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fá allir sem komu að umönnun
hans.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Jóna Helga Hauksdóttir,
Inga Guðný Hauksdóttir, Bernharð Antoniussen,
Einar Birgir Hauksson, Kristín Óskarsdóttir,
Edda Kristín Hauksdóttir,
Anna Karen Hauksdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ANTONS SKÚLASONAR
fv. póst- og símamálastjóra,
Ægisíðu 60,
sem lést mánudaginn 4. júní. Útför hans fer fram
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. júní kl. 15:00.
Inga Gröndal,
Skúli Jónsson, Sigríður Björg Einarsdóttir,
Helga Jónsdóttir, Stefán Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum af alhug þeim fjölda sem sýndu okkur
samúð með nærveru sinni og hlýjum kveðjum við
andlát og útför minnar elskulegu eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
HILDIGUNNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Hamraborg 14.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heima-
hlynningar og líknardeildar Landspítalans
í Kópavogi, einnig deild 11B við Hringbraut.
Viðmót ykkar og stuðningur var okkur ómetanlegur.
Jónas Jónsson,
Hulda Jónasdóttir, Jónas H. Þorgeirsson,
Hildigunnur Jónasdóttir,
Hrafnhildur Jónasdóttir.
✝
HÁKON FRANKLÍN JÓHANNSSON,
f. 23. september 1915,
d. 12. júní 2007.
Kærustu þakkir fyrir kveðjur, kransa og blóm.
Þakkir til starfsfólks á Landakoti og deild A6,
Landspítalanum Fossvogi, og annara fyrir góða
umönnun, einnig til Oddfellow bræðra sem fylgdu
honum með virðingu og reisn síðasta spölinn.
Þökkum einlægan hlýhug.
Börn og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SESSELJU ZOPHONÍASDÓTTUR,
Lellu,
Fjarðargötu 17,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka alúð,
hlýju og frábæra umönnun.
Hafsteinn Ólafsson, Þóra Bragadóttir,
Jón Ólafsson, Þórhildur Sigurjónsdóttir,
Örn Ólafsson, Margrét Elín Egilsdóttir,
Theodór Ólafsson, Hulda Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
veika, svo sárt að hugsa um að maður
gæti ekkert gert fyrir þig nema vera
bjartsýnn og góður.
Elsku besta amma, ég mun alltaf
sakna þín og minningarnar mun ég
eiga alla ævi. Núna ertu á góðum
stað hjá guði í himnaríki og þar líður
þér vel og passar okkur á jörðinni.
Þú hittir pabba þinn og bræður og
munt fá eilíft gott líf. Þú munt alltaf
vera besta amma mín.
Þín
Berglind Anna.
Elsku amma mín. Núna ertu farin
frá okkur, en þú ert komin á betri
stað, þar sem þú þarft ekki að þjást
af þessum hræðilega sjúkdómi sem
er búinn að taka þig frá okkur.
Þegar ég fer að hugsa aftur í tím-
ann, þegar ég var að koma til þín og
afa í Keflavík, þá eru þetta með betri
minningum sem ég á frá því að ég
var lítill. Sérstaklega þegar ég var
heilu helgarnar hjá ykkur afa og
bara að vesenast með ykkur, fara
með afa í vinnuna og hjálpa honum
og vera svo bara með ykkur og
hjálpa þér í eldhúsinu ef þú varst að
baka kleinur. Verst að þú náðir ekki
að kenna mér nokkuð sem bara þú
gast gert, t.d. að gera brauðtertu,
kleinur og sykraðar kartöflur „a la
amma“. Ég þarf víst að æfa mig í að
gera það til að ná því eins og þú.
Ég vona að þú sért búin að hitta
bræður þína og ömmu Huldu. Þú ert
komin á betri stað þar sem þér líður
vonandi betur, en við munum öll
sakna þín.
Þinn
Ísak.
Við Íslendingar eigum margar
hetjur. Anna systir mín var ein af
þeim. Þegar hún greindist með
krabbamein fyrir tæpum fimm árum
sýndi hún fyrir alvöru hvað í hana
var spunnið og hefur barátta hennar
einkennst af æðruleysi og yfirvegun,
ekki síst vegna fráfalls beggja
bræðra okkar úr sama sjúkdómi.
Hún var ótrúleg. Þegar ljóst var í
hvað stefndi gerði hún ráðstafanir
fyrir Svenna sinn sem var líka orðinn
lasburða og fékk pláss á Hjúkrunar-
heimilinu Eir. Þegar hann var kom-
inn í öruggt skjól, þá var stutt eftir
hjá henni.
Hún var stóra systir mín sem var
alltaf til staðar ef hún gat eitthvað
gert fyrir mig og mína fjölskyldu og
ekki var hann Svenni til að skemma
sambandið. Þær eru orðnar margar
ferðirnar í gegnum árin sem við höf-
um farið heim á Ólafsfjörð með okk-
ar mönnum. Sú síðasta var farin um
miðjan október 2006. Var sú ferð far-
in meira af vilja en mætti til að sjá
mömmu okkar sem dvelst á Dval-
arheimilinu Hornbrekku.
Ég bið góðan guð að vaka yfir
Svenna þínum, börnum ykkar og
fjölskyldum þeirra og líka mömmu
okkar sem sér nú á eftir sínu þriðja
barni.
Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, –
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Við skulum leiðast eilífð alla,
– aldrei sigur lífsins dvín.
Ég sé þig, elsku systir mín.
Gott er þreyttu höfði að halla
að hjarta guðs – og minnast þín.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku Anna mín, takk fyrir allt.
Svanlaug.