Morgunblaðið - 22.07.2007, Side 4
4 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Erlendar
metsölubækur
FRÁBÆRT
VERÐ
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÆTLI einhver sér að opna heima-
síðu þarf, auk útlits, uppsetningar og
efnis, að taka ákvörðun um lénið sem
er keypt, þ.e. það sem slegið er inn til
að opna síðuna. Oftar en ekki liggur
beint við hvert lénið er, svo sem nafn
fyrirtækisins eða einstaklingsins
sem um ræðir. Sumir kjósa þó að
láta frumlegheitin ráða og velja sér
grípandi lén sem gefur kannski ekki
miklar upplýsingar um innihald síð-
unnar.
Blaðamaður hafði samband við
fólk sem vafrar mikið á Netinu og
benti það á nokkur lén sem eru ýmist
frumleg, misvísandi eða er hægt að
lesa öðruvísi en eigandi síðunnar
hefur eflaust ætlað í upphafi.
Hass.is er ekki heimasíða hóps
sem berst fyrir lögleiðingu kannab-
isefna og reyndar tengist síðan ekki
fíkniefnum að neinu leyti. Síðan hýs-
ir vef Reykjaneshafnar og stendur
HASS fyrir Hafnasamlag Suður-
nesja.
Ótrúlegt en satt þá kemur Elv.is
konungi rokksins ekkert við. Á síð-
unni er íbúð á Spáni auglýst til leigu
og hafa eigendur síðunnar eflaust
valið þetta sniðuga lén svo fólk ætti
hægara um vik að muna það og er
þar með líklegra að þeim takist að
leigja íbúðina út. Hins vegar fer eng-
um sögum af því hvort eigendurnir
eru aðdáendur söngvarans sáluga.
Is.is er líklegast það lén sem auð-
veldast er að muna. Þar er um að
ræða síðu Iceland Seafood þannig að
um er að ræða upphafsstafi fyrir-
tækisins, sem kemur sér óneitanlega
vel í ljósi endingarinnar.
Suzukibilar.is er heimasíða Suzuki
bíla hf. en sé seinni hlutinn lesinn
eins og hann er ritaður, þ.e. án stafs-
ins í, hljómar lénið eins og ’Suzuki
bilar’ sem er eflaust ekki sá boðskap-
ur sem seljendur bifreiðarinnar vilja
koma á framfæri við mögulega kaup-
endur. Þeir sem eru ósáttir við teg-
undina og vilja stofna síðu sínu máli
til stuðnings, verða að finna annað
lén.
Á netinu má einnig finna urmul er-
lendra síðna með óheppileg lén, sér í
lagi þar sem hægt er að lesa orðin
öðruvísi þegar þau eru runnin saman
í eitt; fólk getur talið hluta eins orðs
tilheyra öðru orði og skapast þá allt
önnur merking. Nokkur dæmi:
Speed of Art er hönnunarskrif-
stofa með lénið www.speedofart-
.com. en Speedo sundskýlur koma
þar hvergi nærri. Á síðunni expert-
sexchange.com geta forritarar
skipst á ráðum og skoðunum þó ef-
laust hafi margir sem fara inn á síð-
una í fyrsta skipti verið með allt ann-
að í huga. Þá er hægt að finna
meðferðarsérfræðinga en ekki kyn-
ferðisafbrotamenn á síðunni
www.therapistfinder.com og á
www.ipanywhere.com er hægt að
nálgast tölvubúnað en ekki hugleið-
ingar einhvers blygðunarlauss ein-
staklings.
Þetta eru aðeins örfá dæmi úr hin-
um næsta óendanlega netheimi og er
ljóst að áður en lén er keypt þarf að
skoða það með augum aðila sem ekki
þekkir nafn einstaklingsins eða fyr-
irtækisins sem um ræðir því annars
er hætta á misskemmtilegum mis-
tökum.
Lesið úr lénum
Sum lén eru frumleg en önnur misvísandi eða þannig að
hægt er að lesa þau öðruvísi en eigendurnir ætluðust til
Morgunblaðið/ÞÖK
Misheppileg lén Á veraldarvefnum er urmull síðna með óheppileg lén.
Í HNOTSKURN
» Is.is er vefsetur IcelandSeafood og líklega það
lén sem auðveldast er að
muna.
» Elv.is tengist ekki söngv-aranum sáluga, svo vitað
sé, en á vefsetri er íbúð á
Spáni auglýst til leigu.
» Hass.is tengist ekki fíkni-efnum að neinu leyti.
HASS stendur fyrir Hafna-
samlag Suðurnesja og lénið
hýsir vef Reykjaneshafnar.
» Suzukibilar.is mun ekkitengjast biluðum bílum.
Þetta er hins vegar lén Su-
zuki bíla hf.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
MIKIL aðsókn hefur verið í skipu-
lagðar ferðir Útivistar og Ferða-
félags Íslands í sumar og segja tals-
menn félaganna að eftirspurnin
aukist stöðugt ár frá ári. Flestir
þeirra sem sækja í ferðirnar eru Ís-
lendingar, þótt einn og einn erlendur
ferðamaður slæðist með.
„Það er búið að vera mjög gott að
gera í sumar og vel bókað í lang-
flestar ferðir hjá okkur,“ segir Vil-
borg Gissurardóttir hjá Ferðafélagi
Íslands. „Við finnum fyrir gríðarlega
auknum áhuga Íslendinga á að
ferðast um sitt eigið land, hann hefur
vaxið undanfarin þrjú ár eða svo og
mætti jafnvel kalla þetta sprengju.“
Til marks um það nefnir Vilborg
ferðir félagsins á Hvannadalshnúk,
sem yfir 100 manns taka þátt í, og
160 manna Jónsmessugöngu á
Heklu í júní síðastliðnum. „Svo er
Esjan iðandi af fólki á hverju einasta
kvöldi og lengri ferðir, eins og á
Hornstrandir t.d., eru meira og
minna uppbókaðar.“ Fólk er farið að
bóka með æ meiri fyrirvara, að sögn
Vilborgar, enda kemst takmarkaður
fjöldi í hverja ferð, bæði vegna tak-
markaðs gistirýmis en einnig svo
fararstjórinn geti náð til alls hópsins.
„Vinsælustu ferðirnar, eins og á
Laugaveginn, verða snemma upp-
bókaðar. Þá myndast biðlistar og
færri komast að en vilja.“
Eins og utanlandsferð
Hjá Útivist hefur þróunin verið
með svipuðum hætti þannig að ferð-
irnar verða uppbókaðar fyrr en áður
gerðist og segir Bjarney Sigurjóns-
dóttir ferðafræðingur að margir
byrji að skrá sig í sumarferðirnar
þegar í janúar. „Mér finnst helsta
breytingin vera sú að fólk er byrjað
að skipuleggja innanlandsferðalögin
eins og það gerir þegar það fer utan í
frí, sem er mjög jákvæð þróun að
mínu mati,“ segir Bjarney. Útivist
stendur jafnframt fyrir dagsferðum
á hverjum sunnudegi þar sem fyr-
irfram skráning er ekki nauðsynleg
heldur getur hver sem er mætt á
BSÍ, þaðan sem lagt er upp að því
gefnu að þátttakendur séu minnst
tíu. Bjarney segir að yfirleitt sé mjög
góð mæting í þessar ferðir allt árið
um kring og mikil stemning.
Þar sem lengri ferðirnar eru flest-
ar bókaðar með góðum fyrirvara
segir Bjarney að góða veðrið sem
ríkt hefur í sumar hafi í raun ekki
bein áhrif á þátttöku, þótt það
skemmi að sjálfsögðu ekki fyrir.
Bjarney segir að það þekkist varla,
hvenær árs sem er, að hætta þurfi
við ferðir vegna veðurs. „Hvort sem
það er rigning eða sól förum við í
ferðirnar, því þótt spáin sé kannski
ekki sérlega góð verður allt betra
þegar maður er kominn af stað.“
Íslendingar
flykkjast til fjalla
Morgunblaðið/Ómar
TÖLVUNARFRÆÐ-
INGAR hafa nú fund-
ið leið til þess að spila
fullkominn leik í
dammtafli, þannig að
ekki sé nokkur mögu-
leiki á því að leikmað-
ur tapi leiknum. Ef
báðir beita aðferðinni
endar leikurinn með jafntefli.
Dr. Yngvi Björnsson er einn af
meðlimum rannsóknarteymisins
sem vann þetta verkefni, en því er
stýrt frá háskólanum í Alberta í
Kanada. Hópurinn samdi hugbúnað,
byggðan á gervigreindartækni sem
keyrði á mjög öflugum tölvubúnaði.
Það tók hann nokkur
ár að ljúka sönnun-
inni, enda eru mögu-
legar stöður í damm-
tafli yfir 500
milljarðar milljarða.
Þessi lausn þykir
marka nokkur tíma-
mót hvað varðar
stærð vandamála sem hægt er að
leysa með slíkri tækni.
Þess má til gamans geta að eitt
fyrsta gervigreindarkerfið var ein-
mitt hannað til þess að spila damm-
tafl. Nú hefur loksins fundist end-
anleg lausn á dæminu, rúmlega
hálfri öld síðar.
Tap sagt útilokað
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur og
Gunnhildi Finnsdóttur
ÁRLA morguns 12. júlí héldu fimm
drengir af stað í 34 tíma ferðalag
sem á endanum skilaði þeim og leið-
beinendum þeirra til Isfahan í Íran.
Þangað voru þeir komnir til að taka
þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Hvern vetur er hlutskörpustu
þátttakendunum í landskeppni í eðl-
isfræði boðið að taka þátt í Ólympíu-
leikunum. Einu skilyrðin eru þau að
keppendurnir mega ekki stunda nám
í háskóla eða vera orðnir tvítugir.
Að þessu sinni urðu fyrir valinu
þeir Arnar Þór Hallsson, Einar
Bjarki Gunnarsson, Gunnar Atli
Thoroddsen, Hafsteinn Einarsson
og Tómas Pálsson, allir nemendur í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Á síðunni ipho.hlekkur.is má finna
ferðasöguna
sem einn leið-
beinandanna,
Eysteinn
Helgason, ný-
útskrifaður eðlisfræðingur, sér um
að skrá. Hann veitti góðfúslegt leyfi
fyrir birtingu nokkurra vel valinna
kafla.
Íslandsfyrirlestur
og þjóðsöngur
„Liðið er lent í Teheran eftir rúm-
lega sólarhrings samfellt ferðalag.
Við sitjum þó fastir því vegabréfs-
áritunin frá sendiráði Írans í Osló er
ekki tekin gild.“ Vandamál ferða-
langanna leysist þó um síðir og end-
uðu þeir með því að deila lítilli rútu
til Isfahan með liðinu frá Singapore.
Sjálf keppnin hófst svo sunnudaginn
15. júlí.
Á mánudeginum fóru strákarnir í
skoðunarferð um genarannsóknar-
stöð. „ ... mér skildist nú á þeim að
þeim hefði ekki þótt það mjög áhuga-
vert. Þeir sögðust samt hafa haldið
fyrirlestur um Ísland í rútunni á leið-
inni og sungið íslenska þjóðsönginn.“
Strembin keppni
Verklegi hluti keppninnar fór
fram á þriðjudeginum og reyndist
strákunum frekar strembinn. „Við
[íslensku leiðbeinendurnir] hittum
þá áðan í kvöldmatnum sem var í
boði íranska ríkisbankans. Bankinn
var að sjálfsögðu með sundlaug og
gosbrunn í bakgarðinum en ég held
að það séu næstum 2 gosbrunnar á
mann hér í borginni.“
Liðið snýr aftur til Íslands seint í
kvöld, en úrslit lágu ekki fyrir þegar
blaðið fór í prentun.
Í hugarleikfimi á
Ólympíuleikum