Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 34

Morgunblaðið - 22.07.2007, Page 34
34 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Björt og glæsileg 96 fm 1. hæð í einstaklega fallegu steinhúsi í miðbænum. Hæðin skipt- ist í samliggjandi stofu og borðstofu, eldhús sem er uppgert í upprunalegum anda, 2 rúmgóð herbergi og baðherbergi. Mikil loft- hæð er í íbúðinni og stórir bogadregnir gluggar fylla íbúðina birtu. Upprunalegar ró- settur og listar prýða öll herbergi og stofur. Íbúðin er öll parketlögð fyr- ir utan eldhús og baðherbergi. Húsið allt nýviðgert að utan. Allir glugg- ar og gler er nýtt, hljóðvistargler að götu. Eign sem vert er að skoða. Verð 36,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 16-17. Verið velkomin. Hringbraut 32 Gengið inn Tjarnargötumegin Opið hús í dag frá kl. 16-17 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Klettagarðar – Til leigu Vandað 2.944 fm stálgrindarhús rétt við Sundahöfn. Um er að ræða 1.762 fm vörulager/sal á jarðhæð með þrennum stórum inn- keyrsludyrum og er lofthæð við útveggi 10,8 metrar, en 12,7 metr- ar við mæni. Auk þess er á jarðhæð um 522 fm sýningarsalur, skrifstofu- og lagerhúsnæði með tæplega 5 metra lofthæð. Á 2. hæð, millilofti, er 524 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði auk 124 fm skrifstofurýmis yfir 2. hæð með útsýni yfir vinnusal. Gott athafnasvæði og stór malbikað plan. Fjöldi bílastæða. Húsið er afar vel staðsett rétt við Sundahöfn. Laust til afhendingar 1. október nk. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Höfum fengið í sölu 3.700 fm lóð við Furugerði í Reykjavík. Lóðin er leigu- lóð af hálfu Reykjavíkuborgar. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn má byg- gja á lóðinni. Á lóðinni stendur í dag einbýlishús auk tveggja gróðurhúsa. Staðsetning lóðarinnar er afar miðsvæðis og bíður upp á ýmsa möguleika. Tilvalið tækifæri fyrir byggingaverktaka. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Byggingarlóð við Furugerði NÝLEG skilaboð Mannréttinda- dómstólsins, varðandi það atriði að seta sérfræðinga Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Læknaráði við álitsgjöf á meintum læknamis- tökum innan sömu stofnunar þýði ekki hlutlausa málsmeðferð, eru tímabær. Það hefur kostað þrautagöngu fyrir sjúklinga gegn- um árin að ganga erinda gagnvart hinu opinbera með umkvörtunarefni hvers konar á heilbrigðisþjónustu hér á landi. Kerfið hefur haft tilhneigingu til þess að líta á sig sem „heil- aga kú“ þótt eitthvað hafi viðhorfið breyst undanfarin áratug. Embætti Landlæknis hefur það hlutverk með höndum að tryggja gæði heil- brigðisþjónustu en tekur einnig við umkvörtunum og kærum og gefur úr- skurði um hvort rétt hafi verið að verki staðið eða ekki. Við teljum þá máls- meðferð vera beggja vegna borðs og viljum sjá hér embætti umboðs- manns sjúklinga líkt og tíðkast ann- ars staðar á Norðurlöndum þar sem umfang heilbrigðisþjónustu er með álika móti og hér á landi. Eftirlit með heilbrigðisstéttum Það er stutt síðan loks komst á raf- rænn lyfjagagnagrunnur þar sem Landlæknir getur fylgst með lyfja- ávísunum en slíkt er hvort tveggja sjálfsagt og eðlilegt. Það er hins vegar ekki svo vel að verki staðið varðandi læknisverk til dæmis sérfræðinga, s.s. lýtalækna, þar sem embættið hefur ekki og fær ekki upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer í landinu hvað varðar unnin læknisverk og fjölda sjúklinga. Samkvæmt gildandi heilbrigð- islöggjöf ber sérfræðingum að senda heimilislæknum upplýsingar um framkvæmd læknisverk á sjúkling- um, sem hefur ekki gengið eftir í öll- um tilfellum. Því til viðbótar hefur ekki tekist að hafa nægilega marga heimilislækna að störfum í landinu og fjölmargir án heimilislæknis á fjölmennum svæðum. Mikilvægi þess að hægt sé að nálgast upplýsingar um sjúklinga á einum stað er afar mikið og forðar endurtekningum á kostnaðarsömum rannsóknum í kerf- inu. Samhæfing og skilvirkni allra aðila er koma að málum sjúklinga er forsenda árangurs í meðferð. Auka þarf vitund lækna um kostnað við lyfjaávísanir af almannafé en jafn- framt þarf ríkið að tryggja það atriði að kosta lækna á ráðstefnur erlendis þannig að þeir hinir sömu séu alfarið óháðir lyfjafyrirtækjum í því efni að kynna sér nýjungar sem starfsmenn hins opinbera. Af mistökum má læra Upplýsingar um mistök og óhöpp hafa ekki verið á reiðum höndum inn- an kerfisins, sem er ástæða til að benda á í þessu sambandi, og gildir þar einu hvaða aðili er spurður um slíkt en forsenda þess að læra af mis- tökum er að hafa upplýsingar um þau hin sömu og flokka og greina. Að hluta til kann ástæðan að vera sú að samið var um ýmis mál án dómstóla- meðferðar til skamms tíma en þar sem örorka er til staðar af völdum tjóns við læknismeðferðir, þá teljum við að TR eigi að halda utan um slík- ar upplýsingar innan sinna vébanda. Sífellt berast fyrirspurnir þess efnis til Lífsvogar hvort „góðir eða vondir læknar“ séu þeir læknar sem sjúk- lingur er að leita til en við bendum fólki á embætti Landlæknis sem enn hefur ekki farið þá leið að upplýsa um kvartanir og kærur á lækna, hvað sem tíminn kann að leiða í ljós. Að lokum, um leið og við viljum óska nýjum heilbrigðisráðherra vel- farnaðar í starfi, minnum við hann á nauðsyn þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga hér á landi sem aftur mun aðstoða stjórnvöld all- nokkuð við skipan mála. Lífsvog vill sjá umboðsmann sjúklinga hér á landi Guðrún María Óskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir vilja tryggja gæði heilbrigð- isþjónustunnar »Mikilvægi þess aðhægt sé að nálgast upplýsingar um sjúk- linga á einum stað er af- ar mikið og forðar end- urtekningum á kostnaðarsömum rann- sóknum … Guðrún María Óskarsdóttir Guðrún María er stjórnarmaður í Lífsvog og Jórunn Anna varafor- maður. Jórunn Anna Sigurðardóttir MIKIÐ er rætt og ritað um of- næmi þessa dagana vegna frjó- korna, sem séu óvenju snemma á ferðinni og óvenju mikil. En allt of margir, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru ofnæmi ofurseldir og telja margir læknavísindamenn ástæðuna liggja m.a. í barnasprautufári nú- tímans. En talið er að þær geti m.a. valdið sjálfsofnæmi. Hér áð- ur, ef til vill ögn enn, var ég með ofnæmi og gat stundum orðið nokkuð slæmur, sérstaklega ef ég kom ná- lægt nýslegnu grasi. Þá áttu aug- un til með að sökkva, endalaust rennsli úr nefi og hnerrar urðu ófáir. Þetta lagaðist ögn þegar ég eltist, en þó man ég eftir leik- ferðalögum sem voru mér hálf- gerðar martraðir á stundum, bíl- arnir óþéttir og þegar ryk og sól komu saman gat þetta orðið skelfilegt. En ég var svo heppinn að kynnast manni sem þekkti virkni fæðubótarefna s.s. vítamína og stein- efna og hvaða sam- setning hentaði í þessu og hinu tilfell- inu. Hann sagði mér að hunang hefði gagnast mörgum vel við ofnæmi, sér- staklega frjóofnæmi og sagði að næst þeg- ar ég færi í leik- ferðalag skyldi ég byrja daginn, viku áð- ur en lagt yrði í hann, með því að fá mér eina matskeið af hunangi og halda því svo áfram í ferðinni, eftir því hvað mér fyndist ég þurfa. Hann sagði líka að hunangið væri betra eftir því sem það væri dekkra og enn tala læknavísindin gjarnan um dökkt hunang sem allra meina bót. Hunang er líka mjög góður orkugjafi, en sætan skammtar sig sjálf í blóðið eftir þörfum líkamans og því getur ein matskeið enst lengi. En til að gera langa sögu stutta, þá hvarf ofnæmið og leik- ferðirnar urðu mér ekki lengur hálfgerð kvöl. Ég veit ekki hvort ég er alveg laus við ofnæmi eða ekki, en ég byrja vorin á því að fá mér hunangsskeið af og til, svona til að fyrirbyggja. Ég myndi mæla með því að þeir, sem haldnir eru ofnæmi eða eiga börn með of- næmi, prófi hunang. Það getur aldrei skaðað, aðeins gert gott. Ofnæmi, sjálfsofnæmi Hunang læknar ofnæmi segir Aðalsteinn Bergdal. »Hann sagði líka aðhunangið væri betra eftir því sem það væri dekkra og enn tala læknavísindin gjarnan um dökkt hunang sem allra meina bót. Aðalsteinn Bergdal Höfundur er leikari og lífskúnstner. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.