Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 43
HUGVEKJA
S
agan segir að eitt sinn
hafi tveir vinir verið á
gangi í eyðimörk. Á
leiðinni fóru þeir að
rífast, og annar gaf
hinum léttan kinnhest. Honum
sárnaði að vonum, en án þess að
segja nokkuð skrifaði hann í
sandinn: „Í dag gaf besti vinur
minn mér, einn á ann!“
Þeir héldu nú áfram göngunni
þar til þeir komu að vatnslind og
óðu út í. Sá sem kinnhestinn fékk
var nærri drukknaður. En þá
bjargaði vinurinn honum. Þegar
hann hafði jafnað sig, risti hann í
stein: „Í dag bjargaði besti vinur
minn mér frá drukknun.“
Vinurinn sem bæði hafði hrellt
hann og bjargað spurði:
„Þegar ég sló þig skrifaðir þú í
sandinn og nú ristir þú texta á
steininn. Hvað kemur til?“
Hinn svaraði: „Þegar einhver
særir þig áttu að skrifa um það í
sandinn, þar sem blær fyrirgefn-
ingarinnar getur eytt því. En
þegar einhver gerir þér gott áttu
að meitla það í stein þar sem eng-
inn getur eytt því.“
Lærðu að skrifa sárindi þín í
sandinn en hamingjuna í stein.
---
Til er saga af litlum dreng sem
var afar geðvondur. Faðir hans
gaf honum naglapakka og sagði
honum að í hvert sinn sem hann
missti stjórn á skapi sínu skyldi
hann negla einn nagla í bakhlið
grindverksins.
Fyrsta daginn negldi dreng-
urinn 37 nagla í grindverkið.
Næstu vikur lærði hann að hafa
stjórn á reiði sinni og negldum
nöglum fækkaði dag frá degi.
Hann uppgötvaði að það var auð-
veldara að hafa stjórn á skapi
sínu en að negla alla þessa nagla í
girðinguna.
Loks rann upp sá dagur að
enginn nagli var negldur og
drengurinn hafði lært að hafa
stjórn á sér. Hann sagði föður
sínum þetta og hann lagði til að
nú drægi drengurinn út einn
nagla fyrir hvern þann dag sem
hann hafði stjórn á skapi sínu.
Dagarnir liðu og loks gat
drengurinn sagt föður sínum að
allir naglarnir væru horfnir. Fað-
irinn tók soninn við hönd sér,
leiddi hann að grindverkinu og
sagði: „Þú hefur staðið þig með
prýði, en sérðu öll götin á grind-
verkinu? Það verður aldrei aftur
eins og það var áður. Þegar þú
segir eitthvað í reiði skilur það
eftir ör alveg eins og naglarnir.“
Þú getur stungið mann með
hnífi og dregið hnífinn aftur úr
sárinu, en það er alveg sama hve
oft þú biðst fyrirgefningar, örin
eru þarna samt áfram. Ör sem
orð skilja eftir sig geta verið jafn-
slæm og líkamleg ör.
Vinir eru sjaldgæfir eins og
demantar. Þeir hlusta á þig,
skiptast á skoðunum við þig og
opna hjarta sitt fyrir þér. Ef okk-
ur finnst að við höfum ekki gætt
okkar og ef til vill skilið eftir göt í
grindverki einhvers sem okkur er
kær, ættum við alltaf að vera fljót
til að leita sátta og biðja fyr-
irgefningar.
---
Danski presturinn Skovgaard
Petersen segir á einum stað:
„Einu sinni prédikaði ég í
kirkju á Jótlandi. Uppi á kór-
grindunum stóðu tréskurð-
armyndir af postulunum. Þær
voru fagrar og áhrifamiklar séðar
framan úr kirkjunni. En þegar ég
sneri mér frá altarinu og horfði
aftan á þær, sá ég mér til angurs
að þær voru holar að innan. Þetta
vakti með mér alvarlegar hugs-
anir. Þetta gerði svo sem post-
ulunum ekkert til. Þeir þoldu
það. Þeir voru allir heilsteyptir
menn. En mér varð hugsað til
okkar hinna. Hvernig litum við
út? Ekki framan úr kirkjunni,
eins og söfnuðurinn sá okkur,
heldur séð frá altarinu – með
augum Guðs?“
---
Að lifa er: að elska það
sem í oss finnum best.
Að lifa er: að leitast við
að lífga það sem mest.
Að lifa er: að láta sjást
hvað lífið gilda kann.
Að lifa er: að hegðun hrein
æ, heiðri sannleikann.
Að lifa er: að losa úr hug
allt logið, rangt og spillt.
Að lifa er: í sinni sál
að sjá Guðs tillit milt.
Naglarnir
Dæmisögur voru ein leið meistarans til að koma
boðskap sínum á framfæri, eins og víða má lesa
í samstofna guðspjöllunum. Sigurður Ægisson
er með eitt og annað til umhugsunar af þeim
toga í dag, en allt samt úr nútímanum.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Sumarbrids á Akureyri
Alla þriðjudaga í sumar er spilað
bridge í hinu nýja og flotta húsnæði
Bridgefélags Akureyrar í Lionssaln-
um við Skipagötu. Mæting tók kipp
við flutninginn þrátt fyrir að margir
væru í sumarleyfum, þar á meðal
fréttaritarinn.
Hér eru úrslit undanfarin kvöld:
3. júlí, 6 pör:
Víðir Jónsson – Reynir Helgason +9
Gissur Jónasson – Jón Sverrisson +7
Ragnh. Haraldsd. – Ólína Sigurjónsd. +5
10. júlí, 8 pör. Hér kom ótrúleg
staða upp svo við verðum að birta
fleiri sæti:
Pétur Guðjónsson – Víðir Jónsson +13
Marinó Steinarsson – Ólafur Steinarsson +4
Björn Þorláksson – Bragi Jóhannsson +3
Gissur Jónasson – Jón Sverrisson +2
17. júlí, 10 pör:
Reynir Helgason – Frímann Stefánsson +33
Hermann Huijbens – Stefán Vilhjálmss.+21
Ólína Sigurjónsd. – Ragnh. Haraldsd. +18
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 29 júní var spilað á
12 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Ragnar Björnss. – Gísli Víglundsson 289
Björn Árnason – Ólafur Gíslason 256
Björn Karlsson – Jens Karlsson 233
A/V
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 269
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 259
Bragi V. Björnss. – Oddur Jónsson 250
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS
YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR
OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM
EINNIG Á SÖLUSKRÁ MIKILL FJÖLDI EIGNA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.
Sjá nánar á www.fmeignir.is - www.fasteignamidstodin.is
Jörðin Lambafell er upprunalega 200
hektarar að stærð og samanstendur af
fjalli, sem er metið um 80 hektarar, og
undirlendi fyrir framan/sunnan fjallið
og dal, Fjalldalur, fyrir ofan/norðan
fjallið. Lambafell og Lambafellsheiði
koma beint suður úr hábungu Eyjafjal-
ljökuls.
Jörðunum Lambafell og Seljavellir
fylgir mikil hitaréttindi sem hafin var
nýting á 2003. Jörðinni Lambafell he-
fur verið skipt upp í nokkrar lóðir, að
hluta verið tekin úr landbúnaðarnotkun,
reist gistihús, 2 gistihýsi, lögð hitavei-
ta, um 600 fm kanadískt bjálkahús með
þrefölfdum bílskúr. Verið er að vinna
að aðalskipulagsbreytingum vegna
fyrirhugaðrar uppbyggingar á jörðinni
á heilsudvalarstað með starfstengslum
við 28 húsa þorp. Miklir möguleikar
eru á uppbyggingu frístundabyggðar á
jörðinni og í tengslum við heilsuhótelið.
Jörðin er einstök undir hábungu Eyjaf-
jallajökuls, fáir staðir þar sem rís jafn
hratt land frá flatlendi upp í um 1670
metra háa bungu jökulsins.
Hitaréttindin opna einstaka mögu-
leika á uppbyggingu ásamt þjónustu
við nágrannabyggðir. Jörðin er aðeins
150 km frá Reykjavík og malbiki og
láglendi. Þjóðvegur 1 fer í gegnum
jörðina. Allar nánari uppl. veitir Hákon
í síma 898-9396, Óskað er eftir tilboði
í jörðina
Hákon Svavarsson
löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
LAMBAFELL UNDIR EYJAFJÖLLUM
Kirkjubraut 5, Akranesi og Grensásvegi 13, Reykjavík
Beint nr. 570-4824 Fax 570-4820 Gsm 898-9396
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
SVARFHÓLSSKÓGUR
ÞRASTARLUNDUR
B-gata 3 (land á milli Þingvallavegar
og Kóngsvegar). Samtals er húsið
69,3 fm, þ.e. sumarhús auk úti-
geymslu, u.þ.b. 4 fm. Húsið er 52,5
fm og gestahús er 16,8 fm. Um er að
ræða vandaðan bústað á frábærum
stað. Eignarlóð (innbú fylgir).
Verð 16,5 millj. Sölumaður: Sigurður, sími 898 3708.
Mjög fallegt, samtals um 90 fm, hús á 11.300 fm
lóð (tvær lóðir) í landi Svarfhóls í Svínadal. Tvö
rúmgóð svefnherb. á neðri hæð og eitt stórt á efri
hæð. Húsið er 68,3 fm auk svefnlofts um 25 fm.
Sérstaklega vandað, hlýlegt og fallegt hús með öllum búnaði. Fullbúið eldhús,
rafmagn, hitaveita, heitur pottur. Stór og góð verönd. Mikill gróður en á unda-
förnum árum hefur mikið verið gróðursett á lóðinni. Stutt í veiði, golf og sund.
Verð 25 millj. Sölumaður: Þórhallur, sími 896 8232.