Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.07.2007, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku pabbi minn, nú ertu dáinn en í hjarta mínu á ég margar góðar og dýrmætar minningar sem ég mun alltaf geyma. Síðustu stundirnar átt- um við saman í sumarhúsinu í Skorradal sem var uppáhaldsstaður- inn okkar. Stundum löbbuðum við upp á fjall eða veiddum í vatninu. Þar áttum við líka góða vini sem við hittum oft. Það var svo margt sem við gerðum saman, þá sérstaklega að ferðast um landið og veiða, stundum komu amma og afi líka með. Mér finnst þetta fallega ljóð lýsa því vel hvað þér þótti vænt um nátt- úruna, sumarið og veiðar. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Elsku pabbi, ég mun aldrei gleyma þér. Þín dóttir Sjöfn. Elsku Óskar minn Nú hefur þú lagt af stað í ferða- lagið langa, en frá fegurri stað en Laufskála í Skorradal er vart hægt að hugsa sér að leggja upp í lang- Óskar Sigurbjörn Pálsson ✝ Óskar Sig-urbjörn Pálsson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1960. Hann varð bráð- kvaddur í Skorradal 8. júlí síðastliðinn. Hann var sonur Páls Ólafs Pálssonar, f. 23.1. 1937, og Sjafn- ar Óskarsdóttur, f. 22.9. 1936. Systkini Óskars eru Ragn- hildur, f. 1957, gift Austin Erwin og eiga þau börnin Adrian, Kristínu og Róbert, sonur þeirra Alexander dó ungur, og Sólveig, f. 1962, gift Árna Jóns- syni og eiga þau börnin Díönu, Ólaf Pál og Írisi, en dóttir þeirra Ása Sjöfn dó ung. Óskar kvæntist Guðrúnu Krist- jánsdóttur en þau skildu, og eiga þau dóttur, Sjöfn, f. 23. júní 1994. Útför Óskars var gerð frá Ás- kirkju 13. júlí. ferðalag. Kvöldsólin sest yfir vatnið frammi í dalnum í öll- um sínum undratón- um og skín beint inn í gluggann í stofunni á bústaðnum. Þannig var það einnig laugar- dagskvöldið síðasta þegar þið feðginin lit- uð yfir vatnið eftir dásamlega fallegt og rólegt kvöld í blíð- skaparveðri. Það var einmitt í Skorradal sem afi og nafni þinn Óskar Sigurbjörn lagði grunninn, sem við systkinin upplifðum þá bestu barnæsku sem möguleg er. Í sveitinni hjá afa og ömmu öll sumur lékum við okkur öll og lentum í æv- intýrum daglega. Á lygnum dögum byrjaði dagurinn ævinlega á að líta út um gluggann strax og við opn- uðum augun og ef silungarnir voru að hoppa við vatnsborðið rukum við í hvelli niður að vatni til að reyna að veiða og hættum ekki fyrr en amma kallaði á okkur í morgunmat. Þykj- ustu-útilegur upp á heiði, og komum oftast skrámuð heim eftir að príla í trjánum og troðast gegnum kjarrið. Dunduðum okkur við hornsílaveiðar af mikilli einbeitni og þegar við vild- um vera nær afa og ömmu skelltum við okkur í útreiðatúr á rugguhest- unum sem afi hafði smíðað, þrír stór- ir gæðingar allir í röð á pallinum, við fórum víða á hestunum og spennandi og mikil eftirvænting að líta eftir bílaferðum fram eftir dalnum þegar von var á pabba og mömmu. Inni í bústað var svo spilað á spil, fjöl- skyldan öll, meðan bjart var eða yfir lampaljósi. Óskar var einatt sá sem var klárastur að spila, og það var horft yfir Skorradalsvatnið langt fram á kvöld. Óskar hefur alltaf verið náttúru- barn og veiðidelluna fékk hann án efa frá nafna sínum. Hann mátti oft- ast finna uppi í Laufskála eða við af- skekkt veiðivötn um helgar, sumar sem vetur, og nóg af bleikjum og urriðum í kæliboxinu eftir slíkar ferðir. Óskar var einnig ritsnillingur og skrifaði mikið, ljóð sem og kímnar greinar um ævintýralegar veiðiferð- ir sem oft voru birt í veiðitímaritum. Við Sólveig systir eigum einstaklega falleg ljóð sem hann samdi þegar við misstum báðar litlu börnin okkar með aðeins hálfs árs millibili. Það lá mikil hugsun, tilfinning og sorg bak við þau fallegu orð og sýnir betur en annað hans innri mann. Óskar var alltaf hlýr og reiðubú- inn að hjálpa öllum. Síðari ár hefur móðir okkar átt við erfið og langvar- andi veikindi að stríða. Óskar hefur verið einstakur, hve hann hefur ver- ið henni innilega blíður og hjálpleg- ur, og verið pabba innan handar í þessum erfiðu veikindum. Það mun enginn geta komið í hans stað, hans mun verða sárt saknað. Hann var einnig bæði hvetjandi og hjálpfús við börnin okkar, sérstaklega Adrian, sem hann hefur verið eins og stóri bróðir í fjölda ára. Óskars mun verða sárt saknað og missirinn stærstur hjá elsku dóttur hans Sjöfn, sem var hjá honum í bú- staðnum, helgina örlagaríku, glæsi- leg, blíð og yndisleg stúlka eins og pabbi hennar, og vottum við henni innilega samúð okkar. Sjöfn, alnafna ömmu sinnar og því kölluð „litla“ Sjöfn, var hans augasteinn og Óskar óendanlega stoltur af henni. Í stutt- um ferðum mínum heim hef ég feng- ið að fylgjast með henni og heyra um afrek í sundkeppnum, nú síðast fyrr í vor sagði hann mér spenntur að hún hefði bæði sýnt hæfileika og áhuga á langhlaupum ég hvatti hann til að hjálpa henni áfram og styðja hana vel. Þótt sorglega ótímabært sé, hvílík blessun að sofna rólega á þeim frið- sæla stað sem var þér kærastur og nær dóttur þinni sem þú elskaðir meira en nokkurn, „litlu“ Sjöfn. Sofðu rótt, Óskar minn, og megi góður Guð og englar gæta þín. Við sláum örmum um engilinn þinn, hana litlu Sjöfn. Ragna systir. Með söknuði í huga kveð ég nú mág minn, vin og jafnaldra sem fór alltof fljótt. Hann varð bráðkvaddur 8. júlí sl. Óskari kynntist ég aðeins að góðu einu. Hann vildi öllum vel, sagði aldrei styggðaryrði um nokk- urn mann og var einstaklega barn- góður. Segja erindi úr ljóði er hann orti við lát dóttur minnar meira en mörg orð. Lífið virðist varla byrja, visku lífs hún öðlast ei. Hvers vegna? Ég hlýt að spyrja, er hrifin brott svo lítil mey. Ása ætíð ástúð vafin, átti alla góða að. Saklaust barn, frá sínum hafin, situr oss í hjartastað. Við áttum margar góðar stundir saman við veiðar og ferðalög og fylgja þeim góðar minningar, enda var Óskar góður ferðafélagi, fróður um margt, mikill veiðimaður og nátt- úruunnandi. Hann kunni öll tök við veiðimennsku og lærði ég margt af honum á ferðum okkar. Einnig hafa börn mín öll notið þeirra samvista er þau áttu við Óskar, enda laðaði hann börn að sér, var þolinmóður við þau og gaf sér alltaf tíma fyrir þau hvort sem það var á ferðalögum eða heima. Hann var duglegur að fræða þau um allt mögulegt. Ekki síst vil ég þakka Óskari og Sjöfn dóttur hans fyrir allar skemmtilegu helg- arnar sem Íris dóttir mín átti með ykkur á síðustu árum, voru þær henni ávallt tilhlökkunarefni og full- ar af gleði og ánægju. Ég óska Sjöfn litlu og öðrum ættingjum Óskars alls hins besta á þessum erfiðu tímum og kveð Óskar með öðru erind úr ljóði hans. Megi Guð vera með ykkur öll- um. Sorgin smýgur djúpt í hjarta, skjól finnst hvergi, við slíkt bál. Finnið vinir framtíð bjarta, og frið í ykkar þjáðu sál. Árni Jónsson. Óskar frændi, ég á eftir að sakna þín mikið, þú varst mér svo góður. Keyrðir og sóttir mig á sundæfingar þegar kalt var úti. Eldaðir heimsins besta pasta þegar afi var á fundum. Þú hjálp- aðir mér stundum við heima- verkefnin og vissir svo margt um fótbolta og bara allt mögulegt. Ég gleymi aldrei hve þú varst góður við ömmu þegar hún var veik. Kæri frændi hvíl í friði og sofðu rótt. Adrian Óskar. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem með hlýhug, nærveru og samúðarkveðjum minntust látins eiginmanns, bróður, föður, tengdaföður og afa, SVERRIS NORLAND, Sunnuvegi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut sem og deildar 11G fyrir ómetanlegan stuðning og alúð. Margrét Norland, Agnar Norland, Kristín Norland, Jón Norland, Sigríður L. Signarsdóttir, Halla Norland, Valdimar Sigurðsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR ÞORVALDSSONAR bílstjóra, Núpalind 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-6, Landspítala í Fossvogi, og líknardeildar Landspítala í Landakoti. Þorvaldur Þorvaldsson, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Jón Helgason, Arnbergur Þorvaldsson, Hanna Margrét Geirsdóttir, Gróa María Þorvaldsdóttir, Ingólfur Garðarsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR HELGADÓTTUR, Ökrum, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins í Víðinesi. Inga Ásta Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Katrín Ólafsdóttir, Pétur Haukur Ólafsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minningarathöfn um foreldra okkar, GEIRU ZOPHONÍASDÓTTUR PARRIS, f. 6. febrúar 1923, d. 1. júní 2006 og FRANK HARVEY PARRIS, f. 20. apríl 1922, d. 8. júní 1991, verður í Fossvogskapellu, föstudaginn 27. júlí kl. 15.30. Duftker verða grafin í Fossvogskirkjugarði hjá Guðbjörgu Oddsdóttur, móður Geiru. Laura Parris Reymore og fjölskylda, Lawrence Lyle Parris og fjölskylda. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR THEODÓRSDÓTTUR, Sjafnargötu 11, Reykjavík. Edda Þórarinsdóttir, Gísli Gestsson, Freyr Þórarinsson, Kristín Geirsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Bjarki Þórarinsson, Helga Þórarinsdóttir, Nanna Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.