Morgunblaðið - 22.07.2007, Side 50

Morgunblaðið - 22.07.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Björk Guð-munds-dóttir er nú á ferð um heiminn til þess að kynna nýjasta geisla-disk sinn, sem heitir Volta. Ferðin hófst með tón-leikum í Laugar-dals-höll í apríl og er nú hálfnuð. Björk hefur þegar leikið á stærstu úti-hátíðum Evrópu, á Glaston-bury á Eng-landi og Hróars-keldu-há-tíðinni. Þá hefur hún líka leikið á há-tíðum í Pól-landi og Belgíu og síðar í mánuðinum verður hún á Ítalíu og Sviss. Björk hélt í ferðinni þrenna tón-leika á Spáni. Spán-verjar vildu fá fleiri tón-leika, einkum íbúar í Barce-lona, en þar er Björk mjög vin-sæl. Á tón-leikunum í Bilbao vakti hrifningu þegar hún tileinkaði Lagið „De-clare Inde-pendence“ (Lýsið yfir sjálf-stæði) sjálf-stæðis-baráttu Baska, en á hátíð-inni í Hróars-keldu til-einkaði hún lagið Fær-eyingum. Heims-reisan hálfnuð Björk í Baskalandi. Myndun eyði-marka hefur verið alvar-legt vandamál í Kína í mörg ár. Ráða-menn hafa sagt að jarð-vegs-eyðing sé mesta um-hverfis-vandamál sem kínverjar glíma við. Síðasta ára-tug hafa Kín-verjar unnið hörðum höndum við að koma í veg fyrir land-fok og nú virðast þeir loksins vera að ná árangri. Myndir, sem gervi-hnettir hafa tekið, sýna að síðustu 5 ár hafa eyði-merkurnar minnkað um 1200 fer-kíló-metra á ári. Frá árinu 1981 hafa tæplega 50 millj-arðar af trjám verið gróðursettir í Kína. Formaður kínverska skóg-ræktar-ráðsins hefur sagt að stjórn-völd stefni að því að 26% landsins verði vaxið skógi árið 2020. Víða um heim hefur stækkun eyði-marka verið mjög alvar-legt vanda-mál. Þegar eyði-merkur stækka vaxa þurrkar og fram-leiðsla mat-væla minnkar. Menn sér grein fyrir þessari hættu og í mörgum löndum er reynt að koma í veg fyrir að eyði-merkur stækki. Eyði- merkur minnka Föstu-daginn 19. júlí klukkan eina mín-útu yfir ellefu var farið að selja sjöundu bókina um Harry Potter. Þetta er síðasta bókin um galdra-strákinn og vini hans. Margir voru því mjög spenntir. Sumir biðu í röðum fyrir framan bóka-búðir til að tryggja sér ein-tak. Þrjár ís-lenskar stúlkur biðu í meira en sólar-hring fyrir utan bóka-búðina Nexus til að verða örugg-lega fyrstar í röðinni. Það var mikil öryggis-gæsla vegna út-gáfu bókarinnar. Einhverjum tókst samt að taka myndir af hverri einustu síðu í bókinni og setja á netið áður en hún kom út. Það er ó-lög-legt. Áður en sjötta bókin kom út höfðu upp-lýsingar um sögu-þráð hennar lekið út. Sagt var frá sögu-lokum á mörgum vef-síðum og því komust margir að því hvernig bókin endaði, án þess að vilja það. J.K. Rowling, höfundi bókanna, finnst þetta mjög miður. Harry kveður Á Ísa-firði eru menn nú upp-teknir við að undir-búa Evrópu-meistara-mótið í svo-kallaðri mýra-knatt-spyrnu. Hálf-dán Bjarki Hálf-dáns-son hefur verið ráðinn „drullu-sokkur“ mótsins og hefur um-sjón með því. Mótið verður háð dagana 3.-5. ágúst og leikið verður á fjórum völlum í Tungu-skógi. Ýmis-legt verður til skemmtunar fyrir móts-gesti. Mýra-knatt-spyrna er til-tölu-lega ný en er orðin afar vin-sæl íþrótt í Finn-landi og eru þar haldin fjöl-menn mót á hverju sumri. Leikið er í mýr-lendi og þykir það hin mesta skemmtun. Mótið á Ísa-firði er nú haldið þar í fjórða skipti. Mýra-knatt- spyrna Um 7-leytið á mánu-dags-kvöld í síðustu viku hrapaði þyrla Land-helgis-gæslunnar, TF-SIF, í sjóinn rétt hjá Straums-vík við Hafnar-fjörð. Þyrlan var þar á björgunar-æfingu ásamt á-höfn björgunar-bátsins Einars Sigur-jóns-sonar. Um borð í þyrlunni voru fjórir menn og björguðust þeir allir um borð í björgunar-bátinn. Skömmu eftir að þyrlan lenti í sjónum gaf fram-flot hennar sig. Hvolfdi þyrlunni þá, en hún flaut áfram á -öðru flotinu. Mjög gott veður var á slys-staðnum og auð-veldaði það allar björgunar-aðgerðir. Um 30 manns tóku þátt í björgun þyrl-unnar. Kafarar tóku spaðana af henni. Var þyrlan síðan dregin í land um kvöldið og flutt í flug-skýli Land-helgis-gæslunnar. Björn Bjarna-son, dóms-mála-ráð-herra, fór á slys-staðinn ásamt Georg Lárus-syni, for-stjóra Land-helgis-gæslunnar. Björn sagðist afar þakk-látur fyrir að mönnunum skyldi bjargað. Strax verður reynt að útvega nýja þyrlu en TF-SIF er senni-lega ó-nýt. Ekki er vitað hvað olli þessu ó-happi, en rann-sókn er hafin. Á-höfn þyrlu bjargað Morgunblaðið/ÞÖK Þyrlan TF-SIF hrapaði á góðviðrisdegi. Ingi-björg Sól-rún Gísla-dóttir, utan-ríkis-ráð-herra, var í síðustu viku í opin-berri heim-sókn í Ísrael. Á mið-viku-daginn var hitti hún Shimon Peres, sem ný-lega tók við embætti for-seta Ísraels. Var búist við að fundur þeirra stæði í 20 mínútur en þau ræddu saman í rúma klukku-stund. Skiptust þau á skoðunum um al-þjóð-leg stjórn-mál og ástandið í Ísrael og Palestínu. Var Ingi-björg fyrsti, erlendi stjórn-mála-leið-toginn, sem Shimon hitti eftir að hann varð for-seti. Eftir fundinn með for-setanum heim-sótti hún ísrelska þingið og ræddi við forystu-menn þess. Þá heim-sótti hún fjöl-skyldu sem ný-lega hafði orðið fyrir eld-flauga-árás. Daginn eftir fór hún yfir á vestur-bakka Jórdan-árinnar og hitti m.a. Mahmoud Abbas, leið-toga Palestínu-manna og Salem Fayyad, for-sætis-ráð-herra. Óskuðu þeir eftir að-stoð al-þjóða-sam-félagsins við endur-reisn á svæðum Palestínu-manna. Þá kynnti hún sér hjálpar-starf Rauða Krossins á meðal Palestínu-manna. Ingi-björg fór einnig til Betlehem til að kynna sér ástandið þar. Ingi-björg Sól-rún í Ísrael Ingibjörg Sólrún fór til Ísrael og Palestínu. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.