Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 51 Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | Frá Skagafirði verður ekið inn á hálendið að Laugafelli og þaðan niður í Eyja- fjörð og inn á Akureyri. Hrísey, Dalvík, Ólafsfjörður, Svarfaðardalur og Skíðadalur. Uppl. og skráning í síma 892-3011, Hannes. Eigum laus sæti í ferðina 30. júlí til 3. ágúst í Flateyj- ardal og Fjörð. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Skráning fer nú fram í dags- ferð í Veiðivötn og virkjanir fimmtu- daginn 26. júlí, ennfremur í tveggja daga ferð í Landmannalaugar, Eldgjá og Lakagíga. Nánari upplýsingar og skráningarlistar eru á töflum fé- lagsmiðstöðvanna Gjábakka s. 554- 3400 og Gullsmára s. 564-5260. Félagstarfið Langahlíð 3 | Ferðalag á Nesjavelli og Þingvöll næstkomandi þriðjudag 24. júlí. Lagt verður af stað kl. 13. Kaffi verður drukkið á Hótel Valhöll. Kostnaður á mann verður um 3.000 kr. Nánari upplýsingar í síma 552-4161. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Reykjanes fimmtudaginn 26. júlí kl. 13. Farið um Kálfatjörn, Voga, Kefla- vík, Sandgerði, Hvalsnes og Stafnes síðan um Hafnir að Reykjanestá. Síð- an í Grindavík í Saltfisksetrið. Kaffi drukkið í Bláa Lóninu. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir í lok samkomu fyrir þá sem vilja. Kaffi og samvera eftir samkomu. Allir velkomnir. Viðey | Kl. 14.30 verður klaust- urmessa í Viðeyjarkirkju. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson messar, Voces Thules syngur nokkur lög og sr. Þórir Stephensen flytur erindi um Viðeyj- arklaustur. Eftir messu verður leið- sögn um klausturrústirnar. Siglt er frá Sundahöfn kl. 14.15 og kaffisala er í Viðeyjarstofu til kl. 17. Morgunblaðið/Golli Gjöf frá söngelskum drengjum | Vinirnir Baldvin Fannar Guðjónsson, 6 ára, og Sigurður Magni Fann- arsson, 7 ára, gáfu Rauða krossinum 1.324 krónur sem þeir söfnuðu með því að syngja frumsamin lög og Gamla Nóa fyrir vegfar- endur. Peningarnir renna til aðstoðar börnum úti í heimi sem ekki búa við viðunandi lífskjör. Á myndinni má sjá Sigurð Magna Fannarsson með fenginn. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur, Þorbjörg Andrea Ásgrímsdóttir og Karen Kristín Vignisdóttir, héldu tombólu og færðu Rauða kross- inum ágóðann, 5.414 krónur. dagbók Í dag er sunnudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Fáskrúðsfirðingar haldaFranska daga helgina 27. til29. júlí. Margt verður um aðvera í bænum, eins og Berg- lind Ósk Agnarsdóttir framkvæmda- stjóri hátíðarinnar segir frá: „Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn en á Frönsk- um dögum minnumst við sögu franskra sjómanna við bæinn sem spannar rösk- lega þrjár aldir. Hér áttu franskir sjó- menn verbúð, starfræktu stóran spít- ala og kapellu, og margir þeirra báru hér beinin og eru jarðsettir í franska grafreitnum,“ segir Berglind. Á Frönskum dögum er boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna: „Haldin verður skemmtidagskrá á sviði í bænum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar koma m.a. fram nemendur tónlistarskólans í sveitarfélaginu, og við höfum fengið hingað til lands hæfileikaríkan ungan franskan listamann sem syngur og leikur fyrir gesti hátíðarinnar,“ segir Berglind. Haldinn verður tjaldmarkaður á meðan á hátíðinni stendur, þar sem hægt verður að finna margs konar handverk og muni, gómsæt matvæli úr héraði og jafnvel bókmenntaverk frá bókaútgáfu staðarins: „Við viljum sýna gestum hvað við erum að bardúsa hér austur á fjörðum og endurspegla fjöl- breytnina,“ segir Berglind. Safnið Fransmenn á Íslandi verður að sjálfsögðu opið á meðan á hátíðinni stendur: „Við höldum einnig sýningu á þjóðbúningum, flugvélamódelum og myndlist, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Berglind af dagskrá Franskra daga. Hefð hefur skapast á Frönskum dögum fyrir tónleikum Bergþórs Páls- sonar í Fáskrúðsfjarðarkirkju: „Berg- þór fær hvert ár einhvern valinkunnan listamann með sér, og eru tónleikarnir eru ætíð vel sóttir, og franskir tónar í aðalhlutverki,“ segir Berglind en Diddú syngur með Bergþóri að þessu sinni. Brekkusöngur og flugeldasýning verður að kvöldi föstudagsins, þegar hátíðn verður formlega sett og á laug- ardagskvöld verður haldinn harm- onikkudansleikur, unglingadansleikur og stórdansleikur síðast um kvöldið þar sem hljómsveitin Buff spilar. Finna má nánari upplýsingar um Franska daga á heimasíðu Fjarða- byggðar á slóðinni www.fjardabyggd- .is. Hátíð | Fjölbreytt dagskrá á Frönskum dögum helgina 27. til 29. júlí Fjör á Fáskrúðsfirði  Berglind Ósk Agnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1964. Hún stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og þá við Fjölbrautaskólann í Ármúla og lauk loks námi frá Fóstruskóla Íslands 1989. Hún starf- aði hjá leikskólum Reykjavíkur og leikskóla Fáskrúðsfjarðar, fyrst sem leikskólakennari og síðar deild- arstjóri og leikskólastjóri. Berglind er gift Hans Óla Rafnssyni launafulltrúa og eiga þau tvö börn. Mannfagnaður Reykir, Hrútafirði | Boðið verður til Sagnavöku að Reykjum í Hrútafirði, þar sem fram kemur helsta sagnafólk Norð- urlanda og Skotlands, ásamt íslensku sagnafólki. Fjölbreytt dagskrá með sögum og söngvum. Aðgangur ókeypis. Allir vel- komnir. Tónlist Akureyrarkirkja | Sumartónleikar kl. 17. Flytjendur eru Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðlu- leikari, Sólbjörg Björnsdóttir, sópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari. Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist. Tónleik- arnir standa í klukkustund og er aðgangur ókeypis. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | KK & Maggi Eiríks halda tónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 15. Á efnisskránni verða lög af nýrri plötu þeirra félaga „Langferðalög“ auk margra þekktra söng- laga úr fórum þeirra félaga. Hallgrímskirkja | Hannfried Lucke, pró- fessor í orgelleik við Mozarteum í Salz- burg, leikur á kvöldtónleikum, 22. júlí kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir J.L. Krebs, Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Jo- hannes Brahms, Felix Mendelssohn, Mau- rice Duruflé og Louis Vierne. Börn Patreksfjörður | Leikhópurinn Lotta mun sýna barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi á Sjúkrahústúninu á Ísafirði kl. 14 í dag. Upp- lýsingar og miðasala í s. 699-3993 og á www.123.is/dyrinihalsaskogi. Útivist og íþróttir Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (SJÁ) | Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úrvernd fara í vinnuferð í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfri 30. júlí–6. ágúst nk. Tveir möguleikar. Annars vegar löng ferð þar verið er allan tímann eða styttri ferð sem þátttakendur taka sem hluta af sumarleyfi. Upplýsingar í s. 8656677 og 8957609. HIN ellefu ára gamla Kristin Turgeon les blindraletursútgáfu af sjöundu og síðustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter í Bost- on í Massachusetts í gær. Í þessari útgáfu er Harry Potter and the Deathly Hallows heilar 1100 blaðsíður og vegur um fimm kíló. Harry Potter fyrir alla Reuters Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi ályktun frá stjórn smá- bátafélagsins Reykjaness: „Við teljum að stofnstærðar- mælingar Hafró séu byggðar á alltof veikum grunni til þess að ákveða heildaraflamark hvers fiskveiðiárs fyrir sig. Togararall- ið er látið vega 100% í þeirri ákvörðun, en þar kemur fram að áætlað mat þorskstofnsins sé á bilinu 565-580 þúsund tonn. Þeg- ar þeir styðjast við togararall og mælingar á fiski er stofninn á bilinu 620-640 þúsund tonn. Ef stuðst er við mælingar úr haust- ralli 2006 er þorskstofninn áætl- aður 810-830 þúsund tonn. Hvað er búið að gerast á þess- um fáu mánuðum? Meðalþyngdartölur falsaðar Það skyldi þó aldrei vera að það væri verið að finna verstu út- komuna til að menn hrykkju nógu mikið við. Áætluð þyngd Hafró á fimm aldursflokkum þorsks 10-14 ára gamals er út úr öllu korti miðað við meðaltal á ár- unum frá því mælingar hófust. Að halda því fram að þorskur 10 ára með meðalþyngd upp á 8,728 kg vigti 5,819 kg og 14 ára þorsk- ur með meðalþyngd 15,317 kg vigti 6,943 kg í dag er ekkert ann- að en fölsun á tölum til að ná nið- ur þyngd og stærð þorskstofns- ins. Ef eitthvað er til í þessum töl- um skuldar Hafró okkur og landsmönnum öllum skýringu á því hvað er að gerast í hafinu. Botntroll á ekki að leyfa á hrygningarsvæðum Mikið er talað um að nýliðun undanfarin ár sé mjög slæm og eigi eftir að koma illa niður seinna. Smábátafélagið Reykjanes hefur undanfarin ár ályktað um friðun viðkvæmra hrygningarsvæða fyrir botn- dregnum veiðarfærum því við teljum að skark með botn- dregnum veiðarfærum skaði skjól og botngróður sem er mikilvægur fyrir hrogn og við- kvæmt ungviðið. Svæðið hérna við Reykjanes er eina svæðið við landið þar sem togurum, allt að 42 metrar, er hleypt upp á 4 sjómílur frá landi vestur úr Sandgerði, einnig mega þeir toga upp að 3 sjómílum suður af Grindavík. Þessi svæði eru mjög mikilvæg hrygningar- svæði þorsks, ýsu og síldar, sem er í bullandi hrygningu þarna núna. Smábátafélagið Reykjanes hefur margítrekað bent sjávar- útvegsráðuneytinu á þessi at- riði en þeir hafa alltaf skellt skollaeyrum við því! HHÍ og 12 milljónir tonna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út þá yfirlýsingu að best væri að hætta að veiða þorsk í 2-4 ár og stækka þannig stofninn í um 1.200 þúsund tonn! Það er auðsjáanlegt að hag- fræði er ekkert skyld vistfræði. Halda hagfræðingarnir að þorskurinn lifi á sjónum einum saman? Þorskstofninn þarf á tífaldri þyngd sinni af fæðu að halda á ári og því þarf 600 þúsund tonna stofn á u.þ.b. 6 milljónum tonna af fæðu að halda á ári. Ef stofninn er 1.200 þúsund tonn þarf um 12 milljónir tonna.“ Telja mælingar Hafró byggðar á veikum grunni FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.