Morgunblaðið - 09.08.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 09.08.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 41 MERKILEGT er að segja frá því að sprelligosinn Mika er hinn eini er- lendra söngfugla sem kemst á ís- lenska tónlistann þessa vikuna, plata hans, Life in Cartoon Motion, situr í tólfta sæti. Annars eru vin- sælar safnplötur í efstu sætunum, Íslandslög, sem Björgvin Hall- dórsson hefur veg og vanda af, og Pottþétt 44, en sú plötusería er orð- in hreint ótrúlega lífseig. Þá rýkur skífan Í brekkunni - Eyjalögin út, en þjóðhátíðargestir í ár og hlust- endur beinnar útvarpssendingar brekkusöngs Árna Johnsen eru að öllum líkindum enn í sæluvímu. Gamlir jaxlar daðra jafnframt við efstu sætin; Megas gengur sátt- ur frá sínu og KK og Maggi Eiríks ættu einnig að una glaðir við sitt. Vagg- og veltubomban Magni gefur svo út samnefnda sólóskífu sína en ýmsir hafa vafalaust beðið hennar með nokkurri óþreyju. Platan er einnig gefin út í hinum stóra heimi og því forvitnilegt að sjá hvort framhald verði á stórstjörnu- ævintýri Magna hins magnaða, eins og hann er tíðum kallaður. Vinkonurnar Skoppa og Skrítla laumast svo inn í öftustu röð listans en um verk þeirra stallna er einmitt dómur í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ekki sé nema von að Skoppa og Skrítla séu bestu vinir yngstu barnanna.                                !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %-./)%            ! "#$ % &'()  * +$ )* ,)**-'. /% 0#1  "   233  2  ' 2 % 4$ 2!5 ! 6'( % 7 * 0#1  6'1( 7 *'- 4 *! %  1*-' 8  )  $ 0#1 *  --!*      !"   #$ $ %$   &'' ('' )' $ "*+, -  .* - /,$' 0' 1- 2$ $"*(  3$   4   566 7$", $$' 7 8  * 0' - 9"* 0- 0'-#$                0   " ( 1    #  *2 %      %    &34 %   -./)  -./)  5%+ )              $%3.'(  ',678'9:    +$ )* "--   ''#$*/ *  *  !!* 9: ;&'' 6 <! !=0'> :!- ;!  * "#$ % &'()  * 2* '.*-  ;' * ? ! @ * A%! 0* +) 0%(( 2 !(&* , ' *  *  B 0 'C %    +.* * 08   :'' '; 1"(<  =' &$$+ ' > !,$  ?  $6' %&! @ @;'($ 6!'+ A'6 /' + $ $ /  '$$  B !+  C + C'!' 'AD+ ; ;' E DF'A E1 (!( ('! G ( H - >$*;# 1 $!'A' 6  @ $ ( /' IG(H+", 3+ (  . $$ @ (!;& ?  D!'   E                  , ) %2 ;  <=< " %  *+  % > " " ?   * @%  A ?  " ;   0 -./)  (  , % "   Óvenjumargar safnplötur á lista Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Takk, takk ...! Bó Hall hlýtur að vera ánægður með viðtökur landsmanna . SENNILEGA hefur Gay Pride- hátíðin sem hefst í dag veitt Páli Óskari byr undir báða vængi; í hið minnsta skýst hann upp í fyrsta sæti íslenska lagalistans með diskó- smellinum „Allt fyrir ástina“. Söng- ur drengs er líka á góðri leið með að verða einn aðal-„hittari“ ársins í ár. Annars er greinilegt að Íslend- ingar eru sólgnir í íslenska músík um þessar mundir. Ótal frónskar kanónur eru á listanum, auk Páls má nefna Ladda og Milljónamær- ingana, rokkstjörnuna Magna, Megas, Stefán Hilmarsson og U2. U2 eru reyndar írskir en Írar eru nú svo náskyldir okkur að þeir hljóta að skipta sérstakan sess í hjörtum landsmanna. Æskufélag- arnir í U2 flytja umdeilda útgáfu af hinum kröftuga óði meistara Johns Lennon, „Instant Karma“. Sitt sýn- ist hverjum um meðhöndlun „bestu hljómsveitar í heimi“ á laginu; út- gáfa U2 er öllu mýkri en óhefluð ofsareiði Lennons, en eins og bítla- og lennonaðdáendur vita þá gargar hetjan úr sér lungun í sinni útgáfu. Engin ætti þó að afskrifa útgáfu Bonos, Edge, Larrys og Adams – hún vinnur á við hverja hlustun. Óþarfi er líka að bera hana saman við upprunalegu útgáfuna, og í raun algjörlega tilgangslaust. Lengi lifi U2! Söngur náfrænda okkar gleður! ÞAÐ verður æ algengara að tónlistarmenn sem öðlast hafa frægð í gegnum hljómsveitir sínar finni sig „knúna“ til að gefa út sólóplöt- ur. Stundum gerist þetta á meðan þeir eru í hljómsveitinni en oftar þegar hún hefur lagt upp laupanna. Nú geta menn nefnilega vaðið áfram í sjálfhverfunni, enginn lengur til að mótmæla eða bremsa af. Sólóplata Brett Anderson, fyrrum Suede-liða er kristaltært dæmi um þetta. Meginvandinn liggur þó í því að Anderson virðist ómögulegt að semja lög sem skilja eitthvað eftir sig. Platan kemur því og fer og þú tekur varla eftir henni. Og farið hefur fé betra. Einn og yfirgefinn TÓNLIST Brett Anderson – Brett Anderson  Arnar Eggert Thoroddsen MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan Mark Olson gafst upp á frægðinni, hætti í Jayhawks og fluttist upp í sveit í Kaliforníu. Þar stofnaði hann nýja hljómsveit með konu sinni og helsta vini, The Harmony Ridge Creek Dippers, og gaf út með henni fínar plötur. Fyrir skemmstu kom svo út umrædd plata sem er hans fyrsta sólóskífa. Hér hrærir Olson saman þjóðlagatónlist, sveitatónlist og nettri ný- bylgju í hreint frábæra blöndu gegnsýrða af einlægni og smekkvísi. Gömlum Jayhawks-aðdáenda hlýnar um hjartaræt- ur að sjá að þeir semja tvö lög saman, Olson og Gary Louris. Einlægni og smekkvísi TÓNLIST Mark Olson – The Salvation Blues  Árni Matthíasson JOAN Wasser, sem kallar sig Joan As Police Woman, er sjálfsagt þekktust fyrir það hverjum hún hefur unnið með (m.a. Lou Reed, Elton John, Scissor Sisters, Joseph Arthur og Rufus Wainwright) aukinheldur sem hún bjó með Jeff Buckley og tók upp með honum áður en hann hvarf í Mississippi- fljót. Skífa hennar Real Life er ekki alveg ný af nálinni, en hefur ekki fengist hér á landi fyrr en nú nýverið. Á henni sýnir Wasser að hún er ekki bara ágætis lagasmiður heldur eru sum laganna einkar vel heppnað og hlýlegt popp með textum sem leyna á sér. Ágæt skífa fyrir þá sem kunna að meta Antony, þó ekki risti hún eins djúpt. Hlýlegt popp TÓNLIST Joan As Police Woman – Real Life  Árni Matthíasson GÍTARLEIKARI Rolling Stones, Keith Richards, tók ösku föður síns í nefið. Nei, þetta er ekki gömul frétt heldur nýjar upplýsingar úr viðtali NME við Richards. Hann segist ekki hafa blandað jarð- neskum leifum föðurins í kókaín, eins og fjölmiðlar héldu fram fyrr á árinu, heldur skipt öskunni niður í línur, líkt og hann væri að taka kókaín. „Smá af pabba“ hafi óvart farið á borðstofuborðið og kunni Richards ekki við að nota fægiskóflu. Hann tók hana því í nefið. Einmitt það. Tók pabba í nefið Reuters Í nefið Keith Richards gerir hreint fyrir sínum dyrum. SÖNG- og leik- konunni Jennifer Lopez voru dæmdir 545.000 dollarar í skaða- bætur í gerð- ardómi í Los Angeles, í máli sem hún höfðaði á hendur fyrrum eiginmanni sín- um, Ojani Noa, sem ætlaði að gefa út bók og lýsa þar ýmsu í fari söng- konunnar. Lögbann var einnig lagt á handritið. Jennifer Lopez J-Lo fékk skaðabætur FLAUELSBARKINN Rufus Wa- inwright hefur gert aðdáendum sínum ómótstæðilegt tilboð, þ.e. að fá að syngja með honum á tón- leikum. Wainwright ætlar að leggja í heimsreisu í haust og eiga allir þeir möguleika sem þegar hafa keypt sér miða á einhverja tónleikanna og lagt inn túlkun á lesnum texta í lag- inu „Between My Legs“, eða „Milli fóta mér“, á vefsíðuna YouTube. Á plötu les textann leikarinn Siân Phillips. Lesið með Rufusi MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.