Morgunblaðið - 09.08.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.08.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 47 Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HILDUR Ingveldardóttir Guðna- dóttir sellóleikari og sænski raftón- listarmaðurinn Benny BJ Nielsen opna í kvöld klukkan 22 hljóðinn- setninguna Brotin milli hleina á Vesturveggnum, sem staðsettur er í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Hljóðin koma ekki langt að, úr firðinum sjálfum. „Þetta er allt nýtt efni, unnið sér- staklega fyrir Seyðisfjörð og tekið upp hérna,“ segir Hildur. „Við tók- um upp hljóðfæri í tónlistarskólan- um á Seyðisfirði. Benny vinnur mik- ið með umhverfishljóð og er sann- kallaður hljóðlistamaður, þannig að við erum búin að taka upp umhverf- ið, fossana og steinana og allt þar í kring og þaðan kemur titillinn. Þetta er alveg spes Seyðisfjarð- arverk, við reynum að taka upp það sem við heyrum forvitnilegt hér á staðnum og blöndum því saman og setjum á Vesturvegginn.“ Þau hafa þó haft lítil tengsl við Seyðisfjörð fram að þessu. „Ég hef bara komið hingað einu sinni, þegar ég var í hljómsveitinni Rúnk í gamla daga og spilaði í félagsheimilinu. En þetta er æðislegur staður.“ Möguleikar hljóðsins og takmarkanir tölvunnar Hildur hefur verið að spila tónlist frá því hún var pínulítil, „fyrst að læra á selló og svo í öllu þessu hljómsveitarbraski,“ en þaðan er hún væntanlega þekktust fyrir að vera einn meðlima múm. En hljóðinnsetningarnar byrjuðu á for- vitni, „maður er með hefðbundin hljóðfæri og venjuleg hljóð en setur það allt í nýtt samhengi. Gerir til- raunir og sér hvert maður getur farið með formið, hvernig maður getur notað hljóðfæri eða notað há- talara og víkkað út möguleika hljóðsins.“ Hildur leggur áherslu á að verkið sé lífrænt. „Tölvur eru orðnar mjög stór hluti af allri tónlist, með þeim verður allt pínulítið sterílt og þá verður forvitnilegra að nota venju- legar leiðar og nota ekki effekta. Þegar allir eru að nota sömu effekt- ana fer þetta að hljóma voða mikið eins.“ Á opnuninni sjálfri halda þau Benny og Hildur hefðbundna tón- leika en innsetningin mun hins veg- ar standa út 30. ágúst og á þeim tíma verður hún síbreytileg og fær að öðlast sitt eigið líf. „Hljóðið kem- ur út á fjórum mismunandi stöðum og samsetningin blandast alltaf dag frá degi.“ En er Seyðisfjörður eina bæjar- félagið sem fær hljóðinnsetningu? „Við erum mjög spennt fyrir áfram- haldi og erum með alls kyns hug- myndir að verkefnum sem okkur langar að gera sem tengjast sjávar- plássum þannig að ef einhver hefur áhuga hvet ég þá bara til þess að bjóða okkur.“ Seyðisfjarðarsól Hildur og Benny njóta veðurblíðunnar fyrir austan á milli þess sem þau leita að hljóðum. Hljóðmynd af Seyðisfirði Tónleikar og hljóð - innsetningar Hildar og BJ Nielsen Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Borgartúni 29, 105 Rvk. S ími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Mjög fallegt og mikið endurnýjað, 155,1 fm, einbýlis- hús á þessum skemmtilega stað í 101 Reykjavík. Eignin er í dag; skemmtileg íbúð með rúmgóðu eld- húsi, björtum eldhúskrók, borðstofu og stofu með hurð út sólpall sem er í smíðum. Í risi er stórt og skemmtilegt herbergi með kvistglugga, fataherbergi með gluggum og fallegu endurnýjuðu, flísalögðu bað- herbergi með sturtuklefa. Í kjallara er lítil íbúð. Hægt er að hafa innangengt milli hæðar og kjallara þannig að eignin sé samnýtt. Fallegir gluggar, hvíttuð hvíteik á stofugólfi, flísar á eldhúsi og parket á herbergi. Eignin er nýlega endurmúruð með múrkerfi sem ekki þarf að mála. Einstakt tækifæri að eignast einbýli á frábærum stað. Verðtilboð. Bókhlöðustígur - 101 Reykjavík Fallegt 260 fm parhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Húsið var byggt árið 1982 og skipt- ist neðri hæð í forstofu, baðherbergi tvö rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpsstofu, þvottahús og bílskúr. Frá neðri hæð er gengið út á sólpall. Efri hæð skipt- ist í tvær fallegar stofur, eldhús, búr, tvö svefnher- bergi og baðherbergi. Frá stofu og hjónaherbergi er gengið út á mjög stórar og flísalagðar svalir til suð- urs. Verð 68 millj. Aðalland - Fossvogur Stórglæsilegt, 281 fm, einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað. Húsið er fokhelt og selst í núverandi ástandi. Glæsi- legt útsýni er yfir Elliðavatn, Esjuna og fl. af efri hæð hússins og er hönnun hússins einstaklega vel heppn- uð með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Húsið er þegar tilbúið til afhendingar. Verð 59,9 millj. Faxahvarf - Útsýni Nýtt á sölu. Fallegt steniklætt, 170,3 fm, raðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Á neðri hæð er flísalögð forstofa, 3 svefnherbergi með eikarparketi, flísalagt baðherbergi, góð geymsla með hillum, þvottahús með útgengi út í bakgarð sem er með hellum, þvottasnúru og grasbletti. Skemmtilegt skot er undir stiganum, sem einnig er með fallegu eikarparketi eins og her- bergin. Stálstigi með viðarþrepum er upp á efri hæð en þar er opin og rúmgóð borðstofa, gott eldhús og stofa með sv.svölum og ljósu teppi. Á eldhúsi og borð- stofu er eldra parket á gólfi. Á hæðinni er einnig gott herbergi með skápum. Efri hæðin er opin og skemmtileg með rúmgóðri borðstofu. Eignin er mjög vel með farin og rúmgóð. Bílskúrinn er stakstæður og góð bílastæði við hann. Verð 36,9 millj. Flúðasel - Fallegt raðhús m/bílskúr Mjög falleg, 124,6 fm, 4ra herb. endaíbúð með rúm- góðum suðursvölum og frábæru útsýni. Eignin skipt- ist í anddyri, gang, þvottahús, baðherb, 2 svefnherb., sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu. Fallegar samstæðar innr. (kirsuber). Parket og flísar á gólfum, rúmgóðar sv.svalir með frábæru útsýni. Lyftuhús. Stæði í bílgeymslu fylgir. Verð 33,0 millj. Kórsalir - Útsýni Björt og rúmgóð, 102,9 fm, 3ja herb. íbúð á 3. (efstu) hæð með fallegu útsýni. Sérinngangur, flísalögð for- stofa, rúmgóð herbergi með eikarparketi sem einnig er á holi og stofu, flísalagt baðherbergi m. innr. og bað- kari, bjart eldhús m. flísum á gólfi og þvottahúsi inn af. Stutt í veslun og þjónustu í Spöngina. Gott leiksvæði við húsið. Fallegt hús að sjá. Verð 22,8 millj. Laufrimi - útsýni Falleg og frábærlega staðsett, 4ra herbergja, 108 fm neðri sérhæð á þessum eftirsótta stað. Gólfefni eru parket og flísar og hafa nýlega verið endurnýjuð. Eign- in skiptist í dag í sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og anddyri. Möguleiki er á að fórna einu svefnherbergi til að hafa tvær samliggjandi stofur en stofan í dag er rúmgóð með útgangi út á svalir. Verð 30,9 millj. Rauðalækur - Sérinngangur Nýtt á sölu. Opin og björt 4-5 herbergja, 134,4 fm, hæð ásamt 40,4 fm bílskúr (samtals 174,8 fm) í hinu gróna og vinsæla laugarneshverfi. Búið er að útbúa íbúð með tveimur svefnherbergjum í bílskúr. Hæðin er vel skipulögð og skiptist í rúmgott hol, þrjú svefnher- bergi, eldhús, baðherbergi og tvær samliggjandi stof- ur. Tvennar svalir til, austurs frá hjónaherbergi, og suðurs frá stofu. Góðar geymslur fylgja eigninni. Verð 41,5 millj. Laugateigur - aukaíbúð Ný á sölu þessi skemmtilega 61,8 fm 2ja-3ja herb. íbúð með aukaherbergi í kjallara m/aðgangi að snyrt- ingu sem gefur útleigumöguleika. Stofa er björt með svölum/útsýni, eldhús m/borðkrók v/glugga, Hjóna- herb. m/skáp, baðherb. flísalagt m/baðkeri, anddyri m/skáp. Á stofu og holi er parket. Á eldhúsgólfi og herb. er dúkur. Sameign var máluð sl. vetur. Húsið er allt steniklætt að utan. Góð íbúð m/möguleika á út- leigu. Verð 16,8 millj. Hraunbær - m/aukaherbergi LAUGARDAGINN 11. ágúst verður listsýning fjögurra þekktra lista- manna í Skaftfelli og hefst hún kl. 17. Erla Þórarinsdóttir sýnir verkið „Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma“. Um ræðir mál- verk af grunnflötum opinberra bygg- inga í Reykjavík og byggingarnar eru Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja. Hulda Hákon sýnir hluta verksins „Munaskrá,“ 350 spjöld með áletr- unum innihaldslýsinga jafnmargra kassa í geymslu Reykjavíkurborgar sem voru í eigu Jóhannesar Kjarvals og gefa þannig ákveðna mynd af vinnustofu listmálarans. Jón Óskar sýnir nokkrar teikn- ingar með fjölbreytilegum áherslum, tilvísunum í listasögu en ekki síður í veröld listamannsins og hans kyn- slóðar. Steingrímur Eyfjörð sýnir nýtt verk sem ber heitið „Einar 1 til Ein- ars 2“. Verkið er útlegging á tveimur ljóðum eftir Einar Má Guðmunds- son. Einar 1 til Einars 2 Morgunblaðið/Eyþór Ein fjögurra Erla Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.