Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 1

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is „Í RAUN er ekki alveg klárt í lögum á hvaða stigi deili- skipulagsvinnu ber að kynna minjavörslunni hvað verið er að gera. Eigendur viðkomandi bygginga eiga að láta húsafriðunarnefnd vita af því í góðu tómi áður en þeir hyggjast rífa hús sitt, flytja það eða breyta því. Þarna er vissulega gat sem þarf að huga að við endurskoðun laga um húsafriðun. Samráðið þarf að fara fyrr af stað,“ segir Nikulás Úlfar Másson arkitekt sem tekur við starfi for- stöðumanns Húsafriðunarnefndar ríkisins 1. nóvember nk. Hann átti þátt í að hrinda af stað húsakönnun Árbæj- arsafns meðan hann starfaði þar og hefur unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðbæinn hjá skipulags- og bygging- arsviði Reykjavíkurborgar undanfarin ár. „Staðreyndin er sú að fólk kann vel við sig í sögulegu umhverfi, þykir vænt um það. Þarna kemur því inn rann- sóknar- og miðlunarskylda minjavörslunnar,“ segir Nikulás Úlfar Másson. Samráð um deiliskipu- lagsvinnu hefjist fyrr „Vissulega gat sem þarf að huga að við endurskoðun laga um húsafriðun“  Eftirsjá hins gamla getur verið sár | 28 Saga Nikulás Másson, verðandi for- stöðumaður húsafriðunarnefndar. Manuel Antonio Noriega hefur sl. 17 ár verið í fangelsi í Miami í Bandaríkjunum. Lögmenn hans freista þess nú að koma í veg fyrir að hann verði framseldur. Verður Noriega framseldur? Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is „BÆÐI Í vinnu við bíó og auglýs- ingar eru alltaf fleiri karlmenn en konur, ekki síst í leikstjórastólnum. Mér finnst eins og við Íslendingar séum aðeins aftar á merinni hvað þetta varðar en aðrar þjóðir þó að við viljum ekki trúa því og ekki einungis í kvikmyndum,“ segir Silja Hauks- dóttir, 31 árs leikstjóri í Reykjavík. „Ég hef ekki prófað að vera karl- maður í bransanum og veit ekki hvernig það er öðruvísi. Ég hugsa ekki mikið um að ég sé kona í þessum bransa og mér persónulega finnst kyn mitt ekki skipta máli í þessu samhengi. Í gegnum tíðina hefur það að vera kona bæði unnið með mér og á móti mér en ég velti mér ekki upp úr því. Mér finnst samt að ég fái þessa spurningu það oft hér að það sé umhugsunarefni. Það er staðreynd að það er alltof lítið af kvenleiks- tjórum á Íslandi. Það er augljóst að það að gera bíómyndir er listræn ábyrgðarstaða sem krefst gríð- arlegra fjármuna og fjármögnunar. Peningarnir og aðgangur að fjár- magni er eitthvað sem hefur áhrif á þetta jafnvægi og raskar þess vegna kynjahlutfallinu. Því er miður og þessu verður að breyta. Það er sam- félagsleg nauðsyn að sögurnar okkar séu sagðar af báðum kynjum til jafns ef við ætlum að halda því fram að þær endurspegli samfélag okkar á raunsæjan hátt, segi okkur eitthvað um okkur sjálf.“ | 22 Kvikmyndagerðarkonan Silja Hauksdóttir hefur komið víða við Morgunblaðið/Kristinn Viðhorfið Silja segir það mikilvægt að vera trúr sjálfum sér í þessari vinnu. „Að bera virðingu fyrir verkefninu er númer eitt, tvö og þrjú.“ Sögur af báð- um kynjum  Fleiri kvenleikstjórar samfélagsleg nauðsyn  Íslendingar aftarlega TALSMAÐUR neytenda er nú með stuðningi stjórnvalda að hleypa af stokkunum vefgáttinni „Leið- arkerfi neytenda“ sem felst í því að benda neytendum á reglur og úr- ræði í kerfinu. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir verkefnið brýnt enda hrýs neytendum oftar en ekki hugur við því að leggja á fjallið þegar ágreiningur kemur upp. „Réttarbæturnar koma nú í aukn- um mæli í pósti frá Brussel og það má vel vera að flækjustigið fæli fólk frá því að láta slag standa ef það telur á sér brotið,“ segir Gísli. „Leiðarkerfi neytenda“ verður ekki nýr vettvangur fyrir neyt- endur heldur er tilgangurinn að að- stoða þá við að finna farveg sem þegar er til staðar í kerfinu. „Bæði er þetta fyrirbyggjandi verkefni en ekki síður til þess fallið að hjálpa neytendum að leita réttar síns ef ágreiningur hefur risið. Reglurnar og úrræðin sem til eru hér á landi eru að mörgu leyti góð en gallinn er sá að fólk þekkir upp til hópa ekki reglurnar og veit ekki af úrræð- unum. Því viljum við breyta,“ segir Gísli. Fjallað er um neytendavitund Ís- lendinga í Morgunblaðinu í dag og kemur m.a. fram gagnrýni á fjöl- miðla sem Brynhildi Pétursdóttur, ritstjóra Neytendablaðsins, þykir mega standa sína plikt betur. | 10 „Leiðarkerfi neytenda“ komið á fót VIKUSPEGILL Þótt George W. Bush sé ekki talinn hafa mikla þekkingu á sögunni hafði hann aldrei þessu vant rétt fyrir sér þegar hann bar Íraksstríðið nú sam- an við Víetnamstríðið. Notar söguna til réttlætingar Verum saman í vetur! Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR FRÁSAGN- ARGLEÐI HVERSDAGSLÍF Í STYRJÖLD SASA STANISIC >> 34 STEFNIR Í HARMLEIK JÓHANN ÆVAR GRÍMSSON NÆTURVAKTIN >> 26 LITRÍKT OG LÍFLEGT TÍSKUVIKAN Í NEW YORK VOR OG SUMAR 2008 >> 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.