Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 8

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 8
Kostnaður Seðilgjöld geta numið tugum þúsunda á ári fyrir heimilin. FYRIRTÆKIÐ Veita hf., sem er nýtt nafn á sameinuðu fyrirtæki AM Kredit og Premium, hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld. Er þetta gert til að mæta kröfum neytenda samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. „Fyrir vikið lækkar kostnaður greiðenda en greiðsla seðilgjalda hefur hingað til hvílt á þeim. Umræða um seðilgjöld hefur verið áberandi síðustu mánuði og misseri, enda margir ósáttir við að greiða sérstakt gjald til þess að geta greitt reikninga sína. Þótt um tiltölulega lágar upphæðir sé að ræða í hvert sinn geta seðilgjöld numið tugum þúsunda á ári hverju fyrir heimilin í landinu. Með nið- urfellingu seðilgjaldanna er Veita að taka á sig þennan kostnað og leggja sitt af mörkum til réttlátari innheimtuþjónustu hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Á rætur að rekja allt til 1941 Veita byggir á grunni tveggja fyrirtækja, AM Kredit og Premi- um, sem sameinuð voru fyrir rúmu ári. Bæði fyrirtækin búa yfir ára- langri reynslu af innheimtu, innan- lands sem utan. Almenna Mál- flutningsstofan, sem síðar skiptist í AM Kredit og AM Praxis, á ræt- ur að rekja allt til ársins 1941. Premium, sem stofnsett var árið 2001, var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem bauð upp á fruminn- heimtu. Með sameiningu fyrir- tækjanna náðist töluverð rekstr- arhagræðing og þjónusta við viðskiptavini fyrirtækjanna varð meiri og skilvirkari, skv. upplýs- ingum fyrirtækisins. Veita hf. fellir niður seðilgjöld 8 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-lands, kemur stöðugt á óvart. Á fréttavef Der Spiegel í gær var greint frá því að blaðið hefði undir höndum upplýsingar um að Sar- kozy hefði boðið Þjóðverjum kjarn- orkuvopn þegar hann borðaði há- degisverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Frank- Walter Steinmeier utanrík- isráðherra í Meseberg í Brand- enburg á mánu- dag.     Mun Sarkozyhafa sagt að Þjóðverjar nytu þegar öllu væri á botninn hvolft verndar kjarnorkuvopna Frakka. Því ættu þýsk stjórnvöld að velta fyrir sér hvort þau tækju ekki þátt í rekstri þeirra og þar á meðal að taka ákvörðun um notkun þeirra.     Samkvæmt upplýsingum blaðsinshöfnuðu bæði Merkel og Stein- meier boðinu afdráttarlaust. Sagði Steinmeier að Þjóðverjar stefndu ekki að því að koma sér upp kjarn- orkuvopnum og studdi Merkel hann afdráttarlaust.     Sarkozy hefur komið eins ogstormsveipur inn í evrópska pólitík og var tími til kominn eftir doðann síðustu ár Jacques Chiracs á forsetastóli. Sarkozy er klókur pólitíkus. Honum hefur tekist að af- vopna gagnrýnendur sína með því að skipa vinstrimenn í lykilstöður, sérstaklega í utanríkismálum. Eftir sitja sárir sósíalistar, muldrandi máttlítið um svikahrappa, sem flúið hafi undan merkjum.     Líkt og Vladimír Pútín hefur Sar-kozy verið myndaður ber að of- an. Nú eiga þeir það einnig sam- merkt að bjóða grönnum sínum vernd. Rússar vilja semja við Ísland um eftirlit, en Frakkar bjóða Þjóð- verjum kjarnorkusamstarf. STAKSTEINAR Nicolas Sarkozy með geislabaug. Kjarnorkutilboð Sarkozys FRÉTTIR                       ! " #$   %&'  ( )                * (!  + ,- . / 0      + -                       12       1  3   4 2- 2  *-  51 % 6! (78 9 4$ (                        :  *$;<=                    !  "  #  !  $ ! %   &    ' ! (!     ! )#      *! $$ ; *!  ! "  # $  " $  %  &$ '& >2  >! >2  >! >2  ! %$#  ( )*+,&-  <$  -           * (!  ! +   ,   $ !     &     ! 6 2  -    !! !  ,     $    !  &     ! ;  -   '. ! !!       "(!  !   ) )  !     &   "     ! !  ./ &00 &$1 & ,&( )2     3'45?4 ?*>5@ AB *C./B>5@ AB ,5D0C).B 4 4                 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vilhjálmur Þorsteinsson | 14. sept. Um olíuauðlindir Íraks Lykilatriði í uppbygg- ingu Íraks eftir stríðið er að komast að nið- urstöðu um hvernig fara eigi með olíu- auðlindir landsins og hvernig eigi að skipta arði af þeim. Íraska þingið hefur rætt þetta mál fram og aftur … Kúrdar hafa þegar stofnað Kúr- distan-svæði og reka þar eigin stjórnarstefnu sem í orði á að vera í samræmi við írösku stjórnarskrána. Meira: vthorsteinsson.blog.is Stefán Jónsson | 14. september Kannski-fréttir og ekki-fréttir Ósköp eru svona aula- fréttir leiðinlegar. Eið- ur Smári verður kannski í leikmannahóp Barcelona. Það á eftir að gerast a.m.k. 30 sinnum á þessu tímabili að Eiður Smári verði kannski í hópnum. Miðað við svona fréttamennsku, þá get ég nú aldeilis skúbbað hérna á síðunni: Ríkisstjórnin mun kannski klofna í afstöðu sinni til næsta álvers… Meira: stefanjonsson.blog.is Ársæll Níelsson | 14. september Sænska klámkynslóðin …ætla Svíar að innleiða nýtt námsefni í grun- skólum landsins. Frá og með þessari önn munu nemendur í 8. bekk og upp úr, vera með porno- grafíu-áfanga á námskrá sinni. Sænsk menntayfirvöld ákváðu að fara þessa leið til að kynna ungling- um uppbyggingu klámefnis, tilgang þess og því hversu mikið, eða lítið, klám tengist raunverulegu kynlífi. Meira: polli.blog.is Einar K. Guðfinnsson | 13. september Valgerður vegur að Guðna Evrópumálin verða enn um sinn mikið ágrein- ingsmál í Framsókn- arflokknum. Allir vita um andstöðu Guðna Ágústssonar við áherslur flokksins í þeim málum á umliðnum árum. Þegar hann varð formaður mátti ætla að sveigt yrði af leið flokksins í þessum efnum. Það verður þó ekki gert ef Valgerður Sverrisdóttir varafor- maður flokksins fær nokkru um ráðið. Hún hefur óbifandi skoðun á málinu, eins og heyra mátti í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag, 11. september. Hún læt- ur sem hún sé að skamma Sjálfstæð- isflokkinn. Öllum er þó ljóst að þang- að er spjótunum ekki beint. Hún veit sem er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið virkan þátt í Evrópuumræð- unni, leiddi starf sérstakrar nefndar um Evrópumálefni, sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka og sem sendi frá sér ítarlega skýrslu. Þar kom fram hvílík kynstur hefur verið skrifað og fjallað um þessi mál. Þar á meðal um evruna. Þau mál hafa því lengi verið uppi á borðinu, skoðanir sannarlega skiptar en margir máls- metandi menn hérlendis og erlendis beinlínis lagst mjög hart gegn því að við köstuðum krónunni og tækjum upp evruna. Þar á meðal eru þekktir fræðimenn, innlendir og erlendir. Hér er því einfaldlega um að ræða málefnalegan ágreining, sem teljast má eðlilegur í opnu lýðræðislegu þjóð- félagi. Orð Valgerðar verða að skoðast í þessu ljósi. Engum er þetta betur ljóst en henni. Sjálfum utanríkis- ráðherranum fyrrverandi, sem gegndi því starfi einmitt þegar Evr- ópunefndin skilaði af sér. Þess vegna blasir auðvitað við að spjótum hennar er fyrst og fremst beint til formanns hennar, að sjálfum Guðna Ágústssyni. … Svona aðferð sem Valgerður Sverrisdóttir notar er alþekkt. Oft kölluð Albaníuaðferðin, svo sem kunnugt er og á rætur sínar aftur um marga áratugi. Til þessarar margreyndu aðferðar grípur varafor- maður Framsóknarflokksins nú í mál- flutningi sínum. En enn athyglisverð- ara er að formaðurinn svarar köpuryrðum varaformanns síns í engu. Meira: ekg.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR EKKI fór á milli mála í gærmorgun að veturinn er í nánd. Vífilfell og Bláfjöllin hvít af snjó og víða á Norðurlandi var allt að 7 stiga frost í fyrrinótt en annars var 1-8 stiga hiti, hlýjast á Suðurlandi. Vindhraði mældist 24 metrar á sekúndu á Stór- höfða í Vestmannaeyjum klukkan 6 í gærmorgun en annars staðar á landinu var mun hægari vindur eða 5-13 m/s. Veðurstofan gerði áfram ráð fyrir austan og norðaustan 10-18 m/s. Spáð var mestu hvassviðri um landið sunnanvert og rigningu. Í dag er spáð norðan 5-10 m/s, slydduéljum norðaustan til en ann- ars bjartviðri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kuldalegt og hvítt til fjalla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.