Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 25

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 25 „Já, hún er það og mjög skemmtilegur. Sérstaklega þegar maður fær mörg mismunandi verk- efni af ólíkum stærðargráðum. Hraðinn, tímapressan og árangurs- krafan er mikill og harður skóli. Það segir sig sjálft að það getur verið erfitt fyrir leikstjóra að fá verkefni á Íslandi. Það er kannski ekki alveg nóg að leikstýra bíó- mynd á nokkurra ára fresti, vilji maður þroska sig í starfi, tækni- lega og listrænt. Þetta er allt þjálf- un og auglýsingarnar græða á bíó- myndunum og öfugt. Það sem mér finnst frábært við að vinna auglýs- ingar er að niðurstaða og árangur verkefnisins sést mjög fljótt. Ef handritið er gott og samvinnan líka er ferlið jafn skapandi og skemmti- legt og hvað annað. En það er hinsvegar ekkert sem segir að kvikmyndaleikstjóri sé góður aug- lýsingaleikstjóri og öfugt. Ég er ekki á því að það sé endilega sjálf- sagt samhengi þarna á milli.“ Silja hefur því komið víða við en aðspurð hvort hún sé fjölhæf segir hún erfitt að dæma um það sjálf. „Ég er þeirrar skoðunar að það jákvæða við þetta starf sé að á með- an maður sinni því almennilega, haldi maður áfram að læra og verði betri með hverju verkefninu. Ég held ég sé ekkert fjölhæfari en neinn annar en ég hef áhuga á því að vinna svona, mér finnst það gam- an.“ Ferðalögin til Afríku Annað verkefni á vegum Saga- film, sem Silja tók þátt í var fyrir UNICEF. Hún fór þrisvar sinnum til Afríku á síðasta ári til að taka upp efni fyrir vel heppnaða fjáröfl- unarútsendingu á Stöð 2. „Ein ferðin var með hljómsveit- inni Sigur Rós til Svasílands, önnur með menntamálaráðherranum Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur til Sierra Leone og sú þriðja með Sveppa til Gíneu-Bissá. Við tókum hús á fólki og fylgdumst með helstu samfélags- og þróunarvanda- málum í hverju landi fyrir sig. Til- gangurinn var að gera heim- ildarinnslög, „documercials“ en í raun voru þetta margar litlar sög- ur, prófílar af fólki.“ Nú heppnaðist átakið vel, hvern- ig tilfinning var að hafa fengið tækifæri til að taka beinan þátt? „Á köflum fylltist ég vanmátt- arkennd og fannst ég ekki að vera að gera neitt nema að horfa upp á sársauka og eymd fólks í gegnum linsu. En á sama tíma fyllist mað- ur keppnisanda og hugsar: Þetta skal skila einhverju! Ef ég hef ein- hvern tímann haft kapítalískan hroll yfir því að starfa í auglýs- ingum, hvarf hann þarna því reynslan úr auglýsingagerðinni var klárlega að nýtast og skila betra efni, sem síðar þjónaði sínum góða tilgangi.“ Skýjað með köflum Næsta stóra verkefni Silju er kvikmynd í fullri lengd eftir eigin handriti. Hún byrjaði á handrits- vinnunni á námskeiði í Amsterdam haustið 2005. „Myndin heitir Skýj- að með köflum, allavega eins og er. Ég kom með fyrsta uppkast af handritinu heim frá Amsterdam og er búin að vera með það í mariner- ingu og er núna að endurskrifa það í rólegheitum. Ég var að ákveða að breyta því frekar mikið svo ég er að endurskrifa samkvæmt því.“ Fyrir utan Silju hafði enginn á námskeiðinu gert kvikmynd í fullri lengd. „Hér á landi koma tækifær- in oft snemma. Það er einn kost- urinn við að búa í smærra sam- félagi.“ Fyrir utan hjálp frá prófessorum og samnemendum á námskeiðinu í Hollandi hefur Silja unnið ein að handritinu. „Ég er eiginlega ekki búin að sýna handritið neinum hér- lendis, því ég vil vera búin að taka stærri ákvarðanir með það áður en ég fer að sýna öðrum. Ég fékk handritastyrk frá Kvikmynda- miðstöð til að halda áfram með skrifin.“ Hvernig saga er þetta? „Hún flakkar á milli þess að vera svört kómedía og svo einhvers al- veg kolbikasvarts og síður fyndins. Það kemur vonandi fljótt í ljós.“ Líkt og Dís gerist Skýjað með köflum í Reykjavík samtímans en í þetta sinn eru aðalsöguhetjurnar orðnar aðeins eldri. „Hún fjallar um fáa karaktera og sambönd þeirra. Hún er um ástir og örlög aðalsöguhetjanna sem eru á milli þrítugs og fertugs.“ Handritið er ennþá á ensku því Silja byrjaði að vinna við það á ensku og getur sótt sér hjálp til reynds enskumælandi fólks á þessu sviði. Myndin verður þó um Íslend- inga og á íslensku. Hún hefur hug á að fara í tökur sem fyrst, í vetur eða næsta vetur. Silja segist ekki aðeins nota Reykjavík sem sögusvið því hún þekki borgina, heldur líka vegna þess að hún sé táknræn fyrir svo margt. „Reykjavík er mjög gott sögu- svið ef umfjöllunarefnið er sam- bönd fólks og það að fullorðnast. Sambönd geta á köflum einkennst af samblandi af innilokunarkennd og nánd og Reykjavík er lifandi dæmi um það. Nálægðin við náung- ann er okkar raunveruleiki í Reykjavík. Hún getur verið bæði erfið og góð. Það er eins og að vera í stormasömu sambandi að búa hérna.“ Af hverju að gera bíómyndir? „Til þess að miðla einhverju, segja fólki sögu, sem vonandi gefur því eitthvað mikilvægt. Svo er það líka skemmtilegt, skemmtilega erfitt.“ Eru leikstjórar alltaf að bíða eft- ir meistaraverkinu? „Ég hugsa að það sé nauðsynlegt að taka bara eitt skref í einu. Ég held að hvert meistaraverkið er, eða hvort það yfirhöfuð sé til stað- ar, komi hvort eð er ekki í ljós fyrr en eftir andlátið, og svo hefur fólk áreiðanlega mismunandi skoðanir á því! Ég held að maður eigi að sleppa öllum meistaratöktum í sínu plani og láta heiðarleikann gagn- vart hverju verkefni fyrir sig stjórna ferðinni.“ Leikstjórar eru gjarnan sagðir blómstra eftir miðjan aldur. Sérðu það fyrir þér með sjálfa þig? „Það er alveg ljóst að ef maður heldur rétt á spöðunum verður maður betri með hverju árinu sem líður. Það er svo skemmtilegt við þetta, með auknum þroska og reynslu verðurðu betri. Ég get al- veg séð mig fyrir mér gráhærða í ruggustól með prjónadót á setti og vona að það verði reyndin. Það er mikið rætt um að leikstjórar þurfi að hafa sýn gagnvart sínum verkum en ég held að maður fæð- ist ekkert með neina slíka sýn, hún er eitthvað sem þú þroskar og þróar með þér. Og sýnin verð- ur skýrari með aldrinum og reynslunni.“ ingarun@mbl.is 5 6 1. Fyrsti skóladagurinn. 2. Vel girt með Örnu systur í Kaupmannahöfn. 3. Með Stelpuhljómsveitinni The Gothics. 4. Stuðið getur verið mikið við tökur á Stelpunum. 5. Í Afríkuferð fyrir UNICEF á vegum Sagafilm. 6. Við tökur á auglýsingu fyr- ir KB-banka. Morgunblaðið/Kristinn Silja Hauksdóttir „Sambönd geta á köflum einkennst af samblandi af inni- lokunarkennd og nánd og Reykjavík er lifandi dæmi um það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.