Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 28

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 28
byggð í deiglu 28 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S enn tekur Nikulás Úlfar Másson arkitekt við starfi forstöðumanns Húsafrið- unarnefndar ríkisins. Varðveisla gamalla húsa hefur verið í brennidepli í um- ræðunni að undanförnu. Ljóst er því að ekki verður næðisamt hjá Niku- lási eftir 1. nóvember, en þann dag tekur hann við hinu nýja starfi. En hvaðan kemur Nikulás Úlfar og hverjar eru skoðanir hans á þessu viðkvæma deilumáli samtímans? „Ég er fæddur og alinn upp í mið- borg Reykjavíkur, í gömlu húsi við Hverfisgötu 40 sem síðar var flutt og stendur nú á móti Hótel Holti og er Bergstaðastræti 36,“ segir Nikulás þegar blaðamaður hitti hann að máli í Borgartúni 3 þar sem hann hefur starfað undanfarin ár hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavík- urborgar. Skyldi honum hafa fundist sorglegt að hans æskuheimili var flutt til? „Jú, það stóð að vísu fram í götuna en það hefði verið allt í lagi að flytja það bara aftar í lóðina,“ svarar Niku- lás. Þessir „sorglegu“ flutningar áttu sér stað meðan hann var í námi í arkitektúr í Portsmouth í Bretlandi og lauk því námi 1985. „Eftir það starfaði ég á teiknistofu með Einari Ingimarssyni og Pálmari Ólafssyni arkitektum til ársins 1991 þegar ég var ráðinn arkitekt hjá Ár- bæjarsafni. Þaðan fór ég hingað árið 2001.“ Eru Bretar ekki nokkuð íhalds- samir í byggingamálum? „Jú, það er ekki laust við það, hús- ið sem ég bjó í var hundrað ára gam- alt og þótti tiltölulega ungt – og er fremur dæmigert íbúðarhús þar í landi,“ svarar hann og brosir. „Annars er aldur á arfi í formi húsa nokkuð afstæður, hann miðast við byggingararf í viðkomandi landi. Húsin sem við höfum verið að berj- ast fyrir hér að séu virt sem menn- ingararfur eru mörg innan við 100 ára gömul.“ Sá mig sem framsækinn hönnuð í námi og starfi Er það skólaganga þín í Bretlandi sem veldur áhuga þínum á gömlum húsum? „Nei, ég sá mig sem mjög fram- sækinn hönnuð, bæði í skóla og eftir að ég kom heim til Íslands. Skólinn í Portsmouth er mjög framsækinn og var á mínum námsárum póstmód- ernískur sem var viðbrögð við mód- ernismanum. Hugmyndirnar voru að leitast skyldi við að gera bygging- arlist aftur manneskjulega, ef svo má að orði komast. Funkisstíllinn varð smám saman að módernisma. Póst- módernismi leitaði fanga allt til 19. aldar, í smiðju nýklassíkur í bygg- ingarlist.“ Hefur þú teiknað hús í þessum stíl hér á landi? „Ég myndi þá helst nefna Frið- rikskapellu sem ég teiknaði á Hlíð- arenda í Valslandinu. Hún er nokkuð í anda póstmódernisma og tekur minni jafnvel úr torfhúsunum. Mód- ernisminn er stórt orð og tekur yfir mikið, hér á landi störfuðu menn sem skildu vel eðli hans, sem dæmi má nefna Manfreð Vilhjálmsson sem við arkitektar köllum okkar í milli einn af gömlu meisturunum. Í Bretlandi misskildu sumir dálítið módern- ismann og þar er farið að rífa niður ýmis hverfi sem byggð voru á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, blokkahverfi. Póstmódernisminn er viðbragð við slíkum byggingarstíl, sem t.d. var algengur víða á þessum tíma.“ Varð fljótt mjög hrifinn af starfi Árbæjarsafns Hvað olli því að þú réðir þig þá sem arkitekt á Árbæjarsafn? „Ég rak augun í auglýsingu frá safninu og það var farið að ræða þetta á teiknistofunni þar sem ég vann. Ég tek það fram að ég hafði þá aldrei komið á Árbæjarsafn og lítið um það hugsað, fannst það líklega bara vera samansafn gamalla hrófa- tildra í geymslu. En þegar ég fór að hugsa meira um þetta efni kviknaði forvitni hjá mér. Ég ræddi þetta meira við kollegana á stofunni og það endaði með að þeir mönuðu mig til að sækja um þetta starf, sem ég og gerði. Ég fékk starfið og fannst fyrsti dagurinn þar mjög einkenni- legur. En mjög fljótt varð ég hrifinn af því starfi sem þarna var verið að vinna. Margrét Hallgrímsdóttir var þá borgarminjavörður, mikill eld- hugi. Við ræddum starfssvið mitt, við safnið hafði ekki starfað arkitekt áður. Um þetta leyti voru komin ný lög um þjóðminjavörslu og skipu- lags- og byggingamál sem kváðuá um að gera skyldi húsakannanir. Það var mikið verk óunnið í þess- um efnum, frumkvöðulsstarf. Með þessum lögum varð Árbæjarsafn í raun lögformlegur álitsgjafi varð- andi eldri byggð í Reykjavík. Við hófum þegar í stað að gera húsaskrá Reykjavíkur, við fengum afrit af teikningasafni byggingafulltrúa og skráðum allar teikningar að húsum sem byggð voru fyrir 1945 – ein- hvers staðar urðum við að hafa mörkin og okkur þótti ástæða til að fara fram yfir stríðsárin seinni. En síðan hafa nýrri hús alltaf bæst við eftir því sem umsagnir bárust og deiliskipulag hefur gert ráð fyrir. Húsaskrá Árbæjarsafns er nú orðin mjög góð heimild. Einnig var leitað eftir sögu húsanna og íbúa þeirra. Tekin voru viðtöl við gamalt fólk sem fætt var og uppalið í Reykjavík. Á tímabili sá Jónas Jónasson um það starf og tók viðtöl við mörg hundruð ef ekki þúsundir Reykvík- inga.“ Hvaða hús í Árbæjarsafni þykir þér vænst um? „Mér þótti alltaf vænt um Ný- lendu, fannst ég skynja einhverja baráttusögu þar. Þetta er í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem hinn al- menni Íslendingur byggir sér var- anlegt húsnæði. Eftir byggingu Al- þingishússins 1881 fóru menn að reisa steinbæi í Reykjavík, sem er sérreykvískur byggingarstíll. Mér finnst Nýlenda mjög góður vitn- isburður um þann byggingarstíl og þá baráttu þegar Reykvíkingar voru að öðlast sess sem borgarar í landinu í raun og koma sér undan vist- arbandinu og öllu því sem því fylgdi. Nýlenda stóð við Nýlendugötu, sem dregur nafn sitt af þessu húsi.“ Góður vitnisburður Finnst þér rangt að taka gömul hús og setja þau á sérstakt safn? „Safn eins og Árbæjarsafn á tví- mælalaust rétt á sér sem slíkt. En oft verða svona söfn til því miður bara vegna þess að menn eru að losa sig við gömul hús úr byggðinni. Þannig eru sum hús komin í Árbæjarsafn og enn heyri ég sem starfsmaður skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavík- urborgar hugmyndir í þessa veru. Árbæjarsafn er eins góður vitn- isburður um byggingarsögu Reykja- víkur og hægt er að hafa hann enda er það hlutverk safnsins.“ Hvað með hugmyndir um að flytja safnið? „Ég skildi ekki umræðuna um að flytja safnið út í Viðey en mér finnst hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar um að flytja safnið í Hljómskálagarð- inn athyglisverð. Þá sá ég fyrir mér gamla bæinn í Árósum, hvernig hann er enn hluti af miðbænum, en það er safn sem varð til eins og Árbæj- arsafn. Þetta gæti eflt starfsemi safnsins sem slíks og orðið skemmti- legur hluti af gamla miðbænum.“ Nikulás hóf störf hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar árið 2001, hvernig fékk hann af sér að yfirgefa Nýlendu og aðrar ger- semar Árbæjarsafns? „Á þessum tíma var verið að vinna deiliskipulag Reykjavíkur og það átti að vinna það mjög hratt. Það starf sem ég hafði unnið á safninu var m.a. grundvöllur þessa deiliskipulags. Ég var sáttur við störf mín í Árbæj- arsafni og tilbúinn til að takast á við ný verkefni. Þegar mér var boðið að verða verkefnisstjóri umrædds deili- skipulags í gamla bænum með Jó- hannesi Kjarval árið 2001 þá „hopp- aði ég yfir á hinn borðsendann“, ef svo má segja. Þetta var gífurlega skemmtilegt verkefni, þessar húsa- kannanir byggjast að miklu leyti á vinnu Húsverndarnefndar Reykja- víkurborgar sem komið var á fót að undirlagi Guðrúnar Ágústsdóttur 1994. Þremur árum síðar skilaði nefndin af sér stefnumörkun varð- andi framtíðarsýn á húsvernd í Reykjavík. Síðan var þessi nefnd lögð niður. Tekið var tillit til þessara húsakannana að mjög miklu leyti við gerð deiliskipulags miðborgarinnar.“ Nú ríkja deilur um deiliskipulag miðborgarinnar? „Því miður er það þannig að varð- veisla menningararfsins er lang- hlaup í vissum skilningi. Þarna þótt- umst við vera að búa til deiliskipulag á þessu svæði til frambúðar en Ís- lendingar hafa tilhneigingu til spretthlaups og það gerðist í millitíð- inni að gerðar voru breytingar á deiliskipulaginu sem búið var að vinna hér. Búinn var til vinnuhópur um endurskoðun deiliskipulagsins og hann sneri við ýmsu í deiliskipulag- inu sem okkur, sem það gerðum, hafði þótt samræma vel húsavernd- un og nýtingu á svæðinu. Til að mynda voru í drögum okkar heimildir til um 50 þúsund fermetra nýrrar byggðar á þessu svæði, sem er heil Smáralind í fermetrum. Þetta átti að gera með betri nýtingu gömlu húsanna við Laugaveginn og bygg- ingu á baklóðum, einkum milli hans og Hverfisgötu. Við endurskoðunina var veitt heimild til að rífa nokkuð Eftirsjá hins gamla getur verið sár Friðun gamalla húsa er heitt mál um þessar mundir. Nýr forstöðu- maður tekur senn við stjórnartaumum hjá húsafriðunarnefnd. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Nikulás Úlfar Másson arkitekt sem hef- ur tekist á hendur þetta mikilvæga og oft um- deilda verkefni. Morgunblaðið/Kristinn Forstöðumaður Nikulás Úlfar Másson er að taka við stjórnartaumum hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins. Umdeild Húsin við Laugaveg 2 og 4 eru um þessar mundir bitbein þeirra sem vilja láta rífa þau og hinna sem ekki vilja það. Í HNOTSKURN » Fullskráð hús í HúsaskráReykjavíkur á Árbæj- arsafni eru um 6.000. » Hús byggð fyrir 1945 eruum 4.500. » Hús byggð fyrir 1918 eruum 600 og eru háð lögum um húsafriðun um allar breyt- ingar. » Hús í Reykjavík byggðfyrir 1900 eru um 170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.