Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 34

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 34
bækur 34 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mamma, við lofuðum sög-um,“ segir drengurinnAleksandar við móðursína í skáldsögu bosn- íska rithöfundarins Sasa Stanisic, „Hermaður gerir við grammófón“. Fyrirmyndin að drengnum er að hluta til höfundurinn sjálfur, Sasa Stanisic, sem var einn gesta á nýaf- staðinni Bókmenntahátíð í Reykja- vík. Og höfundurinn stendur við lof- orðið – fléttar saman sögu eftir sögu um lífið í Bosníu í kringum stríðið á Balkanskaga. Stanisic fæddist í Visegrad í Bosn- íu árið 1978 en flúði til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stríðið braust út árið 1991. „Hermaður ger- ir við grammófón“ er hans fyrsta skáldsaga, hún kom út haustið 2006 og féll í góðan jarðveg hjá gagnrýn- endum. Drap Tító fjórum sinnum „Ég er gjarnan spurður að því hvort bókin sé ævisöguleg, en sagan sem ég segi er ekki alveg sönn,“ seg- ir Stanisic. „En ég var ungliði í Kommúnistaflokknum og trúði því að það gerði mig að betri námsmanni og betri krakka að vera í búningi með hatt. Því var haldið að mér í æsku. Og maður sór hollustu sína við Tító, flokkinn og ungliðana. Ég trúði því að Tító hefði stuðlað að miklum framförum í Júgóslavíu eftir heimsstyrjöldina síðari og gefið þjóðinni svigrúm til að nálgast Vest- ur-Evrópu. Ég trúði öllu sem mér var sagt í skóla, eins og Aleksandar sem trúir afa sínum. Það er ekki fyrr en eftir fráfall afa síns sem Aleks- andar heyrir harða gagnrýni á hann úr hverju horni.“ Það liggur vel á rithöfundinum unga er hann ræðir bók sína; hann er fjörlegur, hárið lausbeislað og jakk- inn strákslegur. En hann verður þó alvörugefinn þegar hann lýsir þeim blekkingum sem tíðkuðust í skóla- stofum í Visegrad. „Í eitt skipti í bókinni segist sögu- kennari ekki vilja kenna eftir náms- bók sem stjórnvöld hafa látið honum í té, en þar er dýrðarljómi yfir frels- ishernum [júgóslavneska úr seinna stríði] og Kommúnistaflokknum. Kennarinn segir að kennslan eigi ekki að snúast um goðsagnir. Daginn eftir mætir afi Aleksandars í skól- ann, hellir sér yfir kennarann og þvingar hann til að kenna aftur eftir flokkslínunni. Auðvitað er fólgin ádeila í sögunni á það hvernig kommúnistar ráðsk- uðust með líf fólks; hvernig krakkar voru heilaþvegnir af stjórnvöldum og hvernig foreldrar og skólar tóku þátt í þeim leik. Krakkarnir áttu í raun aldrei möguleika á að komast að sannleikanum um samfélagið. Aleksandar fann samt leið til að gera uppreisn, en hún fólst í því að henda gaman að formfestunni í skólanum.“ – Má ekki segja að þú náir þér nið- ur á Tító með því að drepa hann nokkrum sinnum í bókinni? „Fjórum sinnum,“ segir Stanisic og hlær. „Ég hugsa þetta þannig að í hvert skipti sem Tító hverfi úr vit- und fólks, til dæmis þegar mynd- irnar eru teknar niður úr kennslu- stofum, þá sé það dauðdagi. Þannig deyr hann mörgum sinnum. Og krankleikinn var ekki nýr af nálinni heldur hafði ágerst í Komm- únistaflokknum í nokkurn tíma. Um leið efldist lýðræðishreyfingin og gamla Júgóslavía heyrði brátt sög- unni til. Þetta var hægfara þróun og án átaka, allt þar til þjóðernisdeil- urnar hófust á tíunda áratugnum.“ Óttaðist mest leyniskyttur – Þegar Slavkó gaf upp öndina kvartaði Aleksandar litli yfir því að andlát afa síns væri ekki í samræmi við stefnu og markmið Komm- únistaflokksins. Af orðum hans að dæma var ægivald flokksins slíkt að jafnvel slík agabrot virtust óvenju- leg? „Þegar bókin hefst er hnignun Kommúnistaflokksins og miðstjórn- arkerfisins þegar hafin. Dauði afans er táknræn leið til að sýna það. Í jarðarförinni er aðeins gamalt fólk sem endurtekur sig og heldur lof- ræður sem hann verðskuldar ekki. Jafnvel drengurinn Aleksandar seg- ir að afi sinn myndi leiðrétta þá ef hann væri á lífi. Það var heldur ekki hægt að fá kommúnismann til að ganga upp og þess vegna þurfti að breiða yfir mis- fellurnar í sögubókum. Fráfall afans var til marks um að nýir tímar væru að ganga í garð.“ – Það skerpir á andstæðunum í þessari átakanlegu frásögn að segja hana út frá sjónarhóli barns. En um leið er sagan rík af kímni, til dæmis þegar fólk er deyja úr spennu, í bók- staflegri merkingu, út af íþrótta- viðburðum á sama tíma og það er að brjótast út styrjöld. „Ég ferðaðist oft til Bosníu til að safna efni í bókina, átti mörg samtöl við fólk og það sagði mér margar sögur sem rötuðu í bókina. Einn maður sagði mér frá því að í stríðinu hefði hann óttast mest að vera skot- inn af leyniskyttu, en núna tíu árum síðar óttaðist hann svo margt, að hann vissi ekki einu sinni hvað hann óttaðist mest. Þegar fólk óttaðist leyniskyttur gerði það allt til að hverfa, oft með því að fela sig niðri í kjallara. Það bjó án rafmagns dögum saman, en reyndi samt að lifa eðlilegu lífi. Það lifði sig enn meira inn í spil og tölvu- leiki en áður, hló meira að brönd- urum og horfði hugfangið á bíó- myndir – allt til að rjúfa tengslin og mála yfir stríðið fyrir utan húsið. Knattspyrnan var liður í því. Hún skapaði annars konar spennu og kveikti þá tilfinningu að til væri heimur fyrir utan þar sem lífið gengi enn sinn vanagang.“ – Þannig að hversdagsleg iðja hef- ur verið haldreipi fólksins? „Já, ég var þrettán ára og er þakk- látur foreldrum mínum fyrir að upp- lýsa mig um gang stríðsins, en einnig fyrir að halda mér uppteknum. Ég fékk aldrei að sitja aðgerðalaus og hlusta á sprengjurnar. Ég var skikk- aður til að hjálpa til við eldamennsk- una. Og brást illa við: „Af hverju á ég að taka þátt í að elda mat – ég hef aldrei þurft þess?“ En nú veit ég að þau voru að reyna að beina huga mínum að öðru en stríðinu. Margir hafa sagt mér að þeir hafi reynt allt til að aftengja stríðið með þessum hætti og lifa sem eðlilegustu lífi. Það vita þeir sem hafa þurft að hírast í kjallara eða loftvarnarbyrgi að það er ótrúlegt hvernig fólki tekst að þrauka og sigrast á óttanum.“ – Þú flúðir með fjölskyldu þinni til Þýskalands eftir að stríðið á Balk- anskaga braust út? „Það var í apríl árið 1992 og at- burðarásin var svipuð og í bókinni. Það leið skammur tími þar til Vis- egrad féll í hendur Serbum. Þeir höfðu komið sér upp miklum her í stríðsbyrjun og það var lítil mót- spyrna í bænum. Orrustan stóð í tvær vikur, en þetta var ekki umsát- ur í þrjú ár eins og um Sarajevó. Stríðið kom yfir bæinn á skömmum tíma, hann fylltist af hermönnum, nýrri stjórn var komið á fót og svo hurfu hermennirnir á braut. Ég er úr fjölskyldu af blönduðum uppruna og móðir mín fékk ábend- ingu um að fara frá bænum. Ef hún gerði það ekki yrði hún neydd til þess eða drepin ella. En okkur var ekki gert að yfirgefa bæinn á einni nóttu eins og í bókinni, heldur höfð- um við tíma til þess að pakka og ákveða hvað við tækjum með okkur. Aleksandar er hræddari í sögunni en ég var. Ég man að við vorum mjög róleg í tvo daga og viss um að okkur yrði leyft að fara. Við fórum til fjöl- skyldu föður míns í Serbíu og þaðan til Heidelberg í Þýskalandi. Fyrir til- viljun vann frændi minn þar og við gátum búið hjá honum. Mamma og pabbi settust síðan að Bandaríkj- unum, en ég var áfram í Þýskalandi.“ Bosnískur þrátt fyrir allt – Hvernig fórstu að því, aðfluttur flóttamaðurinn, að verða rithöf- undur á þýska tungu? „Ég settist að í Þýskalandi þegar ég var þrettán ára og hef búið fjór- tán ár í Þýskalandi. Ég eignaðist snemma þýska vini og náði fljótt tökum á tungumálinu. Og ég fann það síðar þegar ég lagði skriftir fyr- ir mig að ég gat leikið mér meira að þýska tungumálinu.“ – Þú sagðir frá því í Norræna hús- inu að aðrir innflytjendur frá Bosníu kæmu á upplestra þína og segðu þér sína sögu úr stríðinu. „Já, þegar ég tók eftir því að þetta var mynstur á upplestrum, þá byrj- aði ég að skrifa sögur sem fólk sagði mér. Þær eru afar fjölbreyttar, allt frá sögum af flutningum frá Júgó- slavíu til missis nákomins ættingja eða sonar. Ég er kominn með gott safn af sögum, sem ég gæti vel birt sem viðbrögð við bókinni. Og ég er ánægður með að hafa aftur eignast vini frá Bosníu. Ég hafði dottið úr tengslum við þetta samfélag þegar ég fór í nám, því þá sneru flestir aft- ur til Bosníu eða fóru til Bandaríkj- anna eins og foreldrar mínir.“ – Þú hefur fundið rætur þínar? „Á þessum fjórtán árum hef ég kynnst mörgu nýju, en ég gleymdi fáu frá Bosníu. Ég segi til dæmis alltaf brandara þaðan. Það er nokk- uð sem ég áttaði mig á eftir að bókin kom út – lítið atriði sem styrkir þá tilfinningu að ég sé bosnískur þrátt fyrir allt. Ég er með bosnískt vega- bréf, sem þýðir að ég á erfiðara með að ferðast, því ég þarf alltaf vega- bréfsáritun. En þannig verður það að vera – ég ætla mér ekki að breyta því. Aleksandar er frábrugðinn mér að þessu leyti. Seinni hluti sögunnar gerist eftir að hann er flúinn til Þýskalands; hann verður miklu kaldlundaðri, vill gerast þýskur og vill ekkert af styrjöldinni eða flótta- mönnum vita. Hann missir jafnvel hæfileikann til að segja sögur og verður hlutlaus gagnvart heiminum, fer frá einum stað til annars án þess að taka virka afstöðu, verður ódj- arfur, heigull. En barnið Aleks- andar var ekki þannig; það hikaði aldrei við að spyrja óþægilegrar spurningar.“ – Þannig fer stríðið með Aleks- andar – kemst Bosnía yfir stríðið? „Nei, samfélagið hefur breyst of mikið. Það hafa orðið miklir fólks- flutningar, til dæmis bjuggu 20 þús- und í Visegrad fyrir stríð, en nú búa þar tæp 10 þúsund. Yfir helmingur hefur flutt brott og yfirbragð bæj- arins hefur breyst. Sama þróun hef- ur átt sér stað víðar í Bosníu. Litla vinnu er að fá í smábæjum og fólk flyst í stórborgina. Þessi þróun var ekki svona öfgafull fyrir stríð. Auð- vitað var hreyfing í þessa átt, en hún var innan eðlilegra marka eins og í Vestur-Evrópu. Svo er mikið um spillingu, glæpi og spennu á milli þjóðarbrota. Ég er þó bjartsýnn á að þjóðin muni jafna sig félagslega; fólk reynir að lifa eðli- legu lífi. En ég er svartsýnni á efna- hagslífið og spennuna á milli borga og landshluta, sem ekki var til staðar áður. Ég held að það líði langur tími þar til fólk nær að slaka á og hættir að hugsa um afleiðingar stríðsins. Og ég held raunar að það sé jákvætt. Eftir seinni heimsstyrjöldina fór ekkert uppgjör fram við fortíðina. Sögubækur gerðu lítið úr átökum milli þjóðarbrota og aðeins var talað um stríðið við Þýskaland nasismans og Ítalíu fasismans. Nú er tímabært að gera upp og jafna þennan ágrein- ing. Þá fyrst kemst lífið í eðlilegt horf.“ – Þú ert með leikandi stíl og brýt- ur oft upp form frásagnarinnar? „Ég hef sannfæringu fyrir því að efni sögunnar velji stílinn sem bókin er skrifuð í. Ég hef engan stíl. Ég samdi nýlega leikrit um fjögur gam- almenni á öldrunarheimili, sem byggt er á smásögu sem ég skrifaði. Þar er ég ekki að lýsa litlum furðum eða að skrifa ljóðrænan prósa. Ég fylgdist með íbúum á elliheimili, hlustaði á þá tala saman og fann hvað þeir voru óhamingjusamir. Og þeir áttu enga von um að flytja eitt- hvað annað – úr þessari eymd. Við þessar kringumstæður fannst mér eiga við kaldur og knappur texti. Þannig reyni ég jafnan að móta tungumálið út frá efniviðinum hverju sinni. Ef ég tek dæmi um Ísland, þá myndi ég nota mjög myndríkt og kraftmikið tungumál. Við ókum á miðvikudag um hraun og það var auðvelt að skynja kraftinn í nátt- úrunni, sem leyfði þessum litla bíl að smjúga í gegn: „Ég get nú samt kramið þig!“ Ég hugsaði það í bíln- um að ég myndi aðeins nota sterkar myndlíkingar í þessu umhverfi. Og svo hætti ekki að rigna! Það var úr- helli allan daginn. Það er óvenjulegt, en mér líkaði það vel; maður venst hljóðinu – það er róandi.“ Rithöfundurinn Bosníski rithöfundurinn Sasa Stanisic flúði með fjölskyldu sinni til Þýskalands þegar stríðið á Balkanskaga braust út árið 1991. Þar hefur hann meðal annars sent frá sér skáldsögu og samið þrjú leikrit. Fólk reyndi að mála yfir stríðið Fyrsta skáldsaga bosníska rithöfundarins Sasa Stanisic leiftrar af frásagnargleði, þó að hann glími við lífið í fæðingarbæ sínum Visegrad þegar styrjöldin braust út á Balkanskaga. Pétur Blöndal talaði við Stanisic, sem flúði Bosníu með fjölskyldu sinni og settist að í Þýska- landi, um blekkingar kommúnismans, hversdagslíf í styrjöld og hvernig stíll ræðst af efniviði hverrar bókar. » Auðvitað er fólgin ádeila í sögunni á það hvernig kommúnistar ráðskuðust með líf fólks; hvernig krakkar voru heilaþvegnir af stjórn- völdum og hvernig for- eldrar og skólar tóku þátt í þeim leik. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.