Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 35
þjóðlífsþankar | er „þvingað val“ gæfulegt? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 35 Einu sinni þekkti ég konu semátti mann sem hélt framhjáhenni. Þessi kona var hörð í horn að taka enda alin upp í anda kreppuáranna. Hún komst að framhjáhaldinu og gerði manni sín- um kosti: Hún gaf honum þrjá mán- uði til að ljúka framhjáhalds- sambandinu – ef svo yrði væri málið dautt og hjónabandið óskemmt. Færi hann hins vegar á þessum tíma væri hjónabandinu lokið. Jafnframt áskildi hún sér rétt til þess að gera það sem henni sýndist á þessum þremur mánuðum. Skemmst er frá að segja að maðurinn gekk að þess- um kostum. Konan tók heimilispen- ingana, keypti sér glæsileg föt, fór í hraðmegrunarkúr, lét lita á sér hárið ljóst og hélt svo út á lífið og hitti gamlan kærasta. Lifði hún nætur og daga í dýrlegum fagnaði. Fögnuður bónda hennar var talsvert minni. Bæði sá hann eftir heimilispening- unum og sá fram á að missa konu sína. Hann tók ákvörðun, lauk í snar- heitum framhjáhaldinu og veit ég ekki betur en þetta hjónaband haldi enn í dag. Til að taka svo snöfurmannlega ákvörðun sem þessi kona gerði þarf að meta það svo að slægur sé í eig- inmanninum. Það kemur fyrir æði marga að halda einhvern tíma á langri leið framhjá maka sínum en eðli framhjá- halds er þó talsvert misjafnt og það hefur líka misalvarlegar afleiðingar. Það er sem kunnugt er töluverður munur á konum og körlum – og þess gætir ekki síst í framhjáhaldsmálum. Mætur sálfræðingur sem ég átti eitt sinn viðtal við sagði mér að konur ættu mun síður á hættu að verða svo- kallaðir raðframhjáhaldarar, enda líklegra að þær héldu framhjá af til- finningaástæðum. Sálfræðingurinn sagði mér og að svo sýndist sem sum- ir karlar þróuðu aftur á móti með sér ákveðið munstur í framhjáhaldi og skipti þá engu þótt þeir eignuðust nýja konu. Eftir ákveðinn tíma byrj- uðu þeir bara að halda framhjá henni eins og ekkert hefði ískorist. Konur sem hafa haldið framhjá en eignast svo nýjan maka móta að sögn sál- fræðingsins mun síður með sér slíkt munstur, heldur verða oftar en ekki mjög trúar sínum nýja maka. Karlar sem halda framhjá ætla yfirleitt ekki viðhaldinu neitt vægi í lífi sínu, öfugt við það sem oft er með konur, þær halda gjarnan framhjá af því að þær verða ástfangnar og vilja skipta um mann. Karlmennirnir eru hins vegar oftast bara að fá líkamlegum þörfum sínum fullnægt, í þessum efnum eru raðframhjáhaldarar á sama báti og aðrir karlframhjáhaldarar, en svo virðist sem þeir fyrrnefndu séu að auki að svala spennuþörf, áhættufíkn og hégómleika. Fæstir karlar sem halda framhjá vilja skilja við eiginkonu sína. En stundum fer verr en skyldi. Eig- inkonan kemst að öllu saman, – þótt algengt sé að maðurinn þræti í lengstu lög. Þegar hjónabandssamn- ingurinn er þannig brotinn kemur til kasta konunnar; vill hún halda hjóna- bandinu áfram eða losna við hinn ótrúa eiginmann. Það fer m.a. eftir því hversu „ljótt“ framhjáhaldið er hvernig konan bregst við. Þeir karlar sem halda framhjá meðan eiginkonan er ófrísk eru sennilega í verstu málunum. Oftar en ekki sitja þeir eftir með sárt ennið því í slíkum tilvikum er að vissu leyti um tvöföld svik að ræða. Mjög oft verður þá endirinn sá að eiginkonan slítur hjónabandinu og byrjar nýtt líf með ýmsum spennandi möguleikum. Þeir menn sem svona gera eru hins vegar fremur illa settir þegar til lengri tíma er litið. Þeir hafa misst frá sér stóru ástina – þá konu sem þeir í upphafi völdu og höfðu mikið fyrir að eignast vegna glæsileika hennar, gáfna, mannkosta og ann- arra góðra hæfileika – en sitja á stundum uppi með hvunndagslegri konu sem ekki var ætlað að verða annað en viðhald – en þau eru gjarn- an valin á öðrum forsendum en menn velja sér eiginkonur. Sumir leggja þá á flótta og hefja nýja eiginkonuleit en aðrir halla sér í ráðleysi að viðhald- inu og giftast því jafnvel. Rannsóknir sýna að hjónabönd sem til er stofnað á þennan hátt end- ast fremur illa, ætla má að aðeins um 30% þeirra haldi. Það er ekki óeðli- legt miðað við upphaf kynnanna. Þau eru mörkuð sekt, ekki síst í litlum samfélögum þar sem náunginn er með nefið niðri í hvers manns koppi og hefur sterkar skoðanir á fram- ferði samferðafólksins. Svona hjóna- bönd eru líka gjarnan mörkuð meiri afbrýðisemi en ella, sem er mjög skiljanlegt. Síðari konan hefur raun- hæfa ástæðu til að efast um trúleika eiginmannsins. Ekki síst eiga konur í slíkri stöðu um sárt að binda ef þær verða sjálfar vanfærar. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér að einmitt þá eigi framhjáhaldari erfitt með að hemja sig. Almennt er hlutskipti þeirra sem búa við ótrú- skap ekki fýsilegt en sennilega er hlutskipti svona „uppbótareig- inkvenna“ eitt það versta sem nokk- ur kona getur hlotið. Hún veit að hún er „þvingað val“, – uppbót fyrir hina fyrri konu. Erlendar rannsóknir sem hér hefur verið sagt frá í fjölmiðlum upplýsa að langflestir, konur sem karlar, sjái eftir sínum fyrsta maka og myndu mikið vilja gefa til að fá hann aftur og allt yrði eins og það var áður, hvað þá ef svona háttar til.. En gert er gert og etið það sem et- ið er – sjaldnast er aftur snúið – þótt það komi raunar stundum fyrir að fyrrverandi pör nái saman aftur. Flestir eiga þó ekki annars úrkosta en skunda lífsgönguna með „uppbót- armakanum“, þótt við hjartaræt- urnar búi ævilangt hin bjarta mynd þeirrar stóru ástar sem glataðist svo slysalega. Þegar stóra ástin glatast eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.