Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 36
samfélag 36 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst Blindra- bókasafnið ekki nógu áberandi. Þessu viljum við breyta þannig að allir sem þurfa á þjónustu okkar að halda viti af okkur og geti leitað til okkar. Nú standa yfir miklar breytingar á safnkostinum, sem felast í því að færa allt okkar efni af böndum yfir í stafrænt form. Safnið á nú hátt í 6.000 titla og þar erum við með mik- inn fjársjóð í höndunum, sem ekki er til annars staðar. Gömlu böndin eru farin að gefa sig og efnið á þeim ligg- ur undir skemmdum. Með yfirfærsl- unni björgum við því. Það er gífurleg vinna að koma þessu öllu í nýtt grunngeymsluform, en hún gengur vel. Allt á MP3 og Daisy Nú framleiðum við allar hljóð- bækur á MP3-diskum og Daisy, sem er umsýslukerfi utan um stafrænt innihald, og erum sem stendur með tvöfalt kerfi í gangi, en ef allt gengur að óskum mun snældan heyra sög- unni til fyrripart næsta árs.“ – Þarf fólk sérstaka spilara fyrir þessa MP3-diska? „Já, venjulegir geislaspilarar duga ekki til. Um 70% lánþega eru eldra fólk og ég beini því sérstaklega til þess og aðstandenda þess, að til þess að geta notfært sér þjónustu okkar áfram þarf fólk að fá sér MP3-afspil- unartæki. MP3-formið hefur þann kost, að hægt er að þjappa miklu efni á einn disk; venjulegur geisladiskur tekur 74 mínútur af efni, en á MP3-disk komast 50 klukkustundir. Með yfirfærslu á stafrænt form erum við að horfa til framtíðar því það gerir okkur kleift að bregðast við síbreytilegri og bættri framsetn- ingartækni.“ En eins og alltaf, þegar ný tækni tekur við, er sú næsta í sjónmáli. „Von okkar er sú að innan tíðar muni lánþegar geta hlaðið niður hljóð- bókum í gegnum síma eða tölvu. Nú er verið að þróa tækni sem hentar útlánsforminu vel, því hún gerir ráð fyrir að hljóðskrárnar eyðist sjálf- krafa eftir ákveðinn tíma, eða þegar útlánstíminn er liðinn. Eins munu menn geta valið hljóðskrár af netinu eða nettexta sem talgervill les um leið og textinn lýsist upp á skjánum. Þessi framsetning nýtist til dæmis lesblindum vel.“ Þóra Sigríður segir þessa tækni komna vel áleiðis, en áð- ur en skrefið verður stigið til fulls þurfi að huga vel að réttindamál- unum. Þar vill brennt barn forðast eldinn; menn vilja koma í veg fyrir að eins fari um bókina og tónlistina, sem er stolið af netinu í stórum stíl. Lesblindum fjölgar mest Helga Ólafsdóttir og Gísli Helga- son voru upphafsmenn Blindra- bókasafn Íslands og Helga veitti safninu forstöðu allar götur frá 1982 til þess að Þóra Sigríður tekur nú við. Starfsmenn eru 13 og lánþegar hátt í 3.000; þar af eru 110 stofnanir sem halda úti einskonar útibúi frá Blindrabókasafninu. Náms- bókaþjónusta safnsins sér blindum og sjónskertum framhalds- skólanemum og nemendum með lestrarörðugleika fyrir námsefni hvort tveggja á hljóðbókum og á blindraletri. Þóra Sigríður segir mestu aukninguna núna vera í hópi lesblindra lánþega. Lesblindir nem- endur þurfa að skila vottorði frá sér- kennara til að geta nýtt sér þjón- ustuna, en þeir sem eru komnir yfir þrítugt geta skráð sig vottorðalaust. – Hvað með almennan aðgang að safninu? „Ég hef á tilfinningunni að hér á landi sé mun fleira fólk, sem getur nýtt sér þjónustu okkar en nú er. Ég vil opna safnið betur fyrir fólki; að þeir sem geta ekki lesið bækur, til dæmis vegna veikinda og/eða sjúkrahúsvistar, geti notið þjónustu okkar. Og draumurinn er að opna safnið enn betur og gera þjónustu okkar aðgengilega öllum. Hljóðbókin er vinsæl; safnafólk segir mér að hljóð- bækur stoppi ekki inni, þannig að þörfin er fyrir hendi. Ég lít á það sem okkar hlutverk að sinna henni.“ Hljóðbækur sam- tímis prentuðum – Hvað gefið þið út af hljóð- bókum? „Við gefum nú út að meðaltali 150 titla á ári, sem er fjarri því að vera fullnægjandi, þegar bókaútgáfan í landinu nemur um 500 titlum á ári. Dæmi eru um það að lánþegar hér hafa hreinlega lesið allan kost safns- ins upp til agna enda gífurlega virk- ur lesendahópur. Markmiðið er að auka hljóðbóka- framleiðsluna jafnt og þétt og nú fyrir jólin ætlum við að brydda upp á þeirri nýjung að framleiða allmargar nýjar jólabækur sem munu verða til útláns á sama tíma og bækurnar koma út á prenti. Við erum þegar byrjuð á þessu verkefni, en það sem gerir okkur þetta kleift er velvilji út- gefenda sem veita okkur aðgang að textum strax og bækurnar eru til- búnar til prentunar. Þetta gefur okkur það forskot sem til þarf. Blindrabókasafnið hefur líka gefið út allmargar hljóðbækur fyrir al- mennan markað undir heitinu; Orð í eyra. Nú hafa JPV útgáfa og Orð í eyra gert með sér samstarfssamning um sex bækur, sem munu koma út á almennan markað í haust samtímis þeim prentuðu. Þetta er tilraun und- ir merkjum JPV og safnsins og það verður verulega spennandi að sjá, hvernig markaðurinn bregzt við. Ef vel tekst til verður hugað að stór- aukinni hljóðbókaútgáfu næstu ár- in.“ – Eru rithöfundar opnir fyrir hljóðbókum? „Við höfum samning við Rithöf- undasambandið um útgáfu á hljóð- bókum. Yfirleitt eru rithöfundar ánægðir með þetta og eru jákvæðir í garð hljóðbókarinnar. Einstaka álitamál hafa komið upp, eins og gengur, til dæmis um val á upples- ara, en ekkert orðið að ásteytingar- steini.“ Betra aðgengi að safninu Þótt aðeins séu röskir tveir mán- uðir síðan Þóra Sigríður settist í for- stöðumannsstól Blindrabókasafns- ins er hún fjarri því að vera þar nýgræðingur. „Nei, ég hef alltaf haft vissar taugar til þessa safns. Ég var sum- armanneskja í útlánunum í eina tíð og var þá beðin um að skreppa inn í stúdíó og lesa, ef ég ætti lausa stund. Það tókst vel og ég held að ég hafi lesið inn á annað hundrað bækur, þegar allt er talið. Þetta var þakklátt og gefandi starf í alla staði. Fyrir mörgum ár- um var ég stödd á skemmtistað í bænum og sat á tali við vini mína. Þá heyrði ég nafn mitt kallað; Þóra Sig- ríður, Þóra Sigríður. Þar voru þá nokkrir lánþegar safnsins sam- ankomnir, höfðu greint rödd mína í gegnum kliðinn og vildu þakka mér fyrir lesturinn.“ En þótt yfirfærsla á safnkostinum af böndum yfir í stafrænt form sé meginviðfangsefni dagsins lítur Þóra Sigríður í fleiri horn. Unnið er að bótum á aðgengi að safninu með betri merkingum, rampi, sjálf- virkum hurðum og bættri lýsingu. Og hún segist vilja leggja sérstaka áherzlu á endurmenntun starfsfólks- ins. Framundan eru ferðir til Kaup- mannahafnar og London og blindra- leturskonur hafa farið til Finnlands. Rætt hefur verið um þjónustu- miðstöð fyrir blinda og sjónskerta og segir Þóra Sigríður nokkuð borð- leggjandi að ef af henni verður muni blindraletrið, sem nú er framleitt í Blindrabókasafninu, verða flutt til hennar. Reyndar eru uppi hug- myndir um að flytja alla starfsemi í þágu blindra og sjónskertra undir eitt þak, en þá myndu hvorki húsa- kostur safnsins við Digranesveg né Blindrafélagsins við Hamrahlíð duga til. Yrði slík sameining ofan á myndi hún kalla á nýtt húsnæði. En Þóra Sigríður Ingólfsdóttir lætur þessar hugmyndir ekki halda aftur af sér. Hún vill gera Blindra- bókasafnið eins sýnilegt og unnt er á þessum stað, þar til annað kemur í ljós. Blindrabókasafnið verði sýnilegra Morgunblaðið/Frikki Drífandi Þóra Sigríður Ingólfsdóttir er nýr forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands, þar sem verið er að flytja allt efni af böndum yfir í stafrænt form. Þar með er MP3 diskurinn tekinn við og snældan heyrir sögunni til. Hún er nýr forstöðumað- ur Blindrabókasafns Ís- lands. Freysteinn Jó- hannsson talaði við Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, sem vill í fyrstu lotu búa blind- um, sjónskertum og les- fötluðum betra bókasafn, sem verði öllum opið. Í HNOTSKURN »Þóra Sigríður Ingólfs-dóttir hefur magisterspróf í bókmenntafræðum frá Há- skóla Íslands og Háskólanum í Kaupmannahöfn og hefur starfað lengst af í bókaútgáfu. Eiginmaður hennar er Karl Emil Gunnarsson þýðandi; þau eiga tvö börn. »Þóra Sigríður var skipuðforstöðumaður Blindra- bókasafns Íslands frá og með 1. júlí sl. »Blindrabókasafnið er rík-isstofnun og heyrir undir menntamálaráðuneytið. Það er til húsa á Digranesvegi 5, Kópavogi. freysteinn@mbl.isSkógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 20. september frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Montreal Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum 20. september í 8 nætur. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar og endalaust úrval verslana og veitingastaða. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Fjölbreytt gisting í boði. Verð kr. 19.990 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 20. september. Allra síðustu sæ ti 2 fyrir 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.