Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 39
Kína Maður grillar mat sem Jóhann og Sonja pöntuðu í litlu veitingahúsi í Peking. Þar sem einungis kínversk tákn voru á matseðlinum þurftu þau að fara inn í eldhús og benda, því þótt látbragðsleikur dugi víða virkar ekki vel í Kína að líkja t.d. eftir hænu eða svíni. þeirra og vefslóðir, sem hann kann utanað. Ánægjunnar vegna Trúlega eru nöfn frægra ljósmyndara þó flestum framandi öðrum en ástríðufullum ljósmyndurum, enda almenningur alla jafna forvitnari um myndefnið heldur en myndasmiðinn. Þrátt fyrir ævintýralegt líf margra atvinnuljósmyndara með tilheyrandi ferðalögum um framandi slóðir kveðst Jóhann ekki láta sig dreyma um slíkan starfa. „Ég bíð ekki eftir því að mér verði boðið að ferðast um heiminn og taka myndir, slíkt væri fjarstæða. Hins vegar myndi ég hugsa málið, ef sú yrði raunin. Það freistar mín ekki að verða ljósmyndari við íslenskt dagblað eða tímarit. Ljósmyndun er dýrt áhugamál, einkum vegna þess að græjurnar eru svo dýrar, en ég hef alltaf tekið myndir á eigin kostnað og er fyrst og fremst að þessu til þess að hafa gaman af,“ segir Jóhann og rifjar upp hvernig eitt leiddi af öðru. Þegar hann var sex ára varð áhugi hans á fuglum til þess að hann keypti sér imbavél til að taka myndir af fuglunum við Feigsdal í Arnarfirði, þar sem hann var í sveit. „Ég varð alltaf fyrir vonbrigðum þegar filmurnar komu úr framköllun, því nánast þurfti stækkunargler til þess að sjá fyrirsæturnar.“ Gott og gjöfult samband Eftir þessa frumraun í sveitinni forðum segir fátt af ljósmyndatilþrifum Jóhanns eða þar til næstum tveimur áratugum síðar, árið 1999, að hann keypti sér alvöru linsuvél „… sem ég náði þó ekki almennilegu sambandi við,“ játar hann og að hafa aldrei lært almennilega á alla takkana. Hins vegar hefur hann átt gott og gjöfult samband við stafræna myndavél, sem hann keypti 2003. „Ég fann að stafræn ljósmyndatækni átti betur við mig og fór að prófa mig áfram. Fyrsta viðurkenningin, sem ég fékk fyrir ljósmynd, varð mér hvatning til að halda áfram og kafa dýpra, en ég lenti í 2. sæti í ljósmyndasamkeppni Morgunblaðsins 2004 fyrir mynd af skúm að ráðast á mann á Ingólfshöfða,“ segir Jóhann, sem upp úr því hóf að setja myndir sínar í auknum mæli á Netið og taka þátt í keppni. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga og kveðst fá mikil viðbrögð á myndirnar á vefsíðu sinni. „Við Sonja förum núna í fjórða sinn í ferðalag saman til útlanda gagngert til þess að taka myndir. Við skipuleggjum ferðalögin ekki mikið fyrirfram heldur látum oft hendingu ráða hvert dagurinn ber okkur.“ Þrívíddin og ræturnar Ljósmyndaáhugi Jóhanns hefur borið hann víðar en til framandi landa. Nefnilega inn í heim þrívíddargrafíkur, þar sem fyrirbæri á borð við Shrek hafa sprottið upp, og Litla lirfan ljóta, ef litið er okkur nær. Jóhann lætur þó ekki meira uppi um fyrirætlanir sínar en að hann sé að læra að teikna fígúrur og fyrir dyrum standi að fara á þriggja mánaða námskeið í tækninni í London. Hann verður öllu upprifnari þegar talið berst að öðrum verkefnum. Rætur hans sjálfs eiga þar hlut að máli. „Mig langar, í samvinnu við Særúnu, systur mína, að búa til bók með andlitsmyndum af allri móðurfjölskyldu minni, en móðir mín á 14 systkini svo ættin er orðin býsna stór. Mamma ólst upp í Hvestudal í Arnarfirði, en þar á firðinum sunnanverðum vestan við Bíldudal, í svokölluðum Ketildölum hef ég tekið margar myndir, sem ég gæti hugsað mér að gefa út í bók. Þá hef ég verið að skanna inn og skrá gamlar mannlífsmyndir frá Hvestu, sem móðir mín og ættingjar eiga, og verð áfram viðloðandi það verkefni því af nógu er að taka,“ segir Jóhann og býst til brottfarar. Séu þessi síðustu orð hent á lofti má þau til sanns vegar færa í þeim skilningi að fyrir ljósmyndarann sé myndefnið óþrjótandi, heima sem heiman, í fortíð sem framtíð. vjon@mbl.is Í HNOTSKURN » Árið 2004 ferðuðustJóhanna og Sonja um Austur-Evrópu, 2005 tóku þau Síberíuhraðlestina frá Moskvu til Peking með viðkomu í Mongólíu og Síberíu og ferðuðust áfram til Laos og Taílands. Til Kúbu fóru þau 2006 og eru nú á ferðalagi um Indland, Búthan og Nepal. » Þau hafa búið tiltvær bækur með myndum úr ferðalögum sínum og gefið út í takmörkuðu upplagi í gegnum netið, þar sem sú þjónusta er í boði að búa til bækur og prenta í mjög litlu upplagi. » Bókin um Havana: blurb.com/bookstore/detail/36883 og bókin um Austur-Evrópu: lulu.com/content/193834 » Þessa dagana blogga þau um ferðalagið í Asíu:sonjaogjoi.blogspot.com Doðrantur Afrakstur Adobe- ævintýrsins er rúmlega 300 blað- síðna kynningar- og uppskriftarbók fyrir notendur hugbúnaðarins. na Ljósmyndarinn Jóhann Guðbjargarson tekur myndir ánægjunnar vegna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 39 Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þús- undatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heill- andi menningu. Góð hótel í hjarta Prag auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Haustið í Prag frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 33.790 flug & gisting Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Ilf með morg- unmat. Netverð á mann. Verð kr. 49.990 helgarferð Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 3 nætur 11. okt. á Hotel Ilf með morgunmat. Netverð á mann. Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum báðar leiðir, m.v. útflug á sunnu- eða mánudegi og heimflug á fimmtudegi. Netverð á mann. 28. sept. - UPPSELT 1. okt. - laus sæti 4. okt. - UPPSELT 7. okt. - laus sæti 11. okt. - örfá sæti 14. okt. - laus sæti 18. okt. - UPPSELT 22. okt. - laus sæti 12. nóv. - laus sæti 15. nóv. - örfá sæti 18. nóv. - laus sæti 22. nóv. - örfá sæti Fegursta borg Evrópu M bl 9 10 42 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.