Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 18. september 1977: „Samtök ungra sjálfstæðismanna hafa gegnt margþættu hlutverki. Stór hópur ungs fólks hefur fengið þar sína fyrstu þjálfun í félagsmálastörfum. Slíkt starf er þroskandi fyrir æsku landsins, hvort sem það fer fram í stjórnmálasamtökum ungs fólks, íþróttafélögum, bindindissamtökum, kristi- legum félögum ungs fólks, eða innan vébanda félags- málahreyfinga. Slíkt starf ber því ekki að vanmeta, miklu fremur hlú að því og rækta þann garð vel. Það stuðlar að heilbrigðari og þroskameiri æsku og hlýtur því að hafa mikla þýðingu fyrir þjóðina í heild, ekki sízt nú á tímum, þegar margar hættur eru í vegi unga fólks- ins, þegar það stígur sín fyrstu skref til þess að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar. Margir þeirra, sem síðar hafa valizt til forystu fyrir mál- efnum þjóðarinnar hafa á yngri árum starfað innan samtaka ungra sjálfstæð- ismanna. Gefur það vísbend- ingu um hve þýðingarmikið það starf er, sem fram fer innan þeirra samtaka.“ . . . . . . . . . . 20. september 1987: „Tals- menn Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna hafa lagt á það áherslu eftir fundina í Wash- ington, að nú ætli sérfræð- ingar ríkjanna að snúa sér markvisst að langdrægu eld- flaugunum á landi og fækka þeim að minnsa kosti um 50%. Njóta þeir stuðnings allra til þess. Á hinn bóginn er ljóst, að hin nýju viðhorf vegna afvopnunarsamning- anna eiga eftir að setja mjög svip sinn á umræður um ör- yggismál í þeim löndum, sem hafa treyst á kjarnorkuhlíf risaveldanna, og á það ekki síst við um bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu. Sú staðreynd, að Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa mikla yf- irburði í hefðbundnum her- afla í Mið-Evrópu, breytist ekki við fækkun kjarn- orkueldflauganna. Enda er annars vegar lagður meiri þungi á það núna, að samið verði um fækkun þessara vopna, og hins vegar, að hin- ar lýðfrjálsu Evrópuþjóðir efli samstarf sitt í varn- armálum. Augljóst sé, að Bandaríkjamenn semji fyrst og síðast út frá eigin hags- munum, þrátt fyrir allt séu bandamennirnir í öðru sæti.“ . . . . . . . . . . 21. september 1997: „Í ljósi þeirra fjölmörgu atvika, þar sem hjálmar hafa bjargað hjólreiðafólki frá alvarlegum meiðslum, fer ekki á milli mála að þetta er mikilvægt og sjálfsagt öryggistæki. Ábyrgð foreldra á því að börn þeirra eigi og noti hjálma er að sjálfsögðu mikil. En við fullorðna fólkið erum líka hvert og eitt, hvort sem við eigum börn eða ekki, mik- ilvæg fyrirmynd.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ENDURSKOÐUN LAGA UM HÚSAFRIÐUN Mikilvægi þess að gömul húsnjóti verndar hefur aukist íaugum almennings. Oft virðist hins vegar sem menningar- verðmæti glatist vegna þess að þegar augu manna opnast er vinna við deili- skipulag of langt komin til þess að hægt sé að vinda ofan af skaðanum. Nikulás Úlfar Másson arkitekt tekur við starfi forstöðumanns Húsafriðun- arnefndar ríkisins 1. nóvember og í viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur í Morgunblaðinu í dag segir hann að ekki sé alveg klárt í lögum á hvaða stigi deiliskipulagsvinnu beri að kynna minjavörslunni hvað verið sé að gera. „Eigendur viðkomandi bygg- inga eiga að láta húsafriðunarnefnd vita af því í góðu tómi áður en þeir hyggjast rífa hús sitt, flytja það eða breyta því,“ segir hann. „Þarna er vissulega gat sem þarf að huga að við endurskoðun laga um húsafriðun. Samráðið þarf að fara fyrr af stað.“ Nikulás Úlfar líkir varðveislu menningararfsins við langhlaup. Um deiliskipulag miðborgarinnar segir hann: „Þarna þóttumst við vera að búa til deiliskipulag á þessu svæði til frambúðar en Íslendingar hafa til- hneigingu til spretthlaups og það gerðist í millitíðinni að gerðar voru breytingar á deiliskipulaginu sem bú- ið var að vinna hér.“ Hann segir að þessar breytingar hafi meðal annars lotið að atriðum, sem ætlað var að samræma húsavernd og nýtingu á svæðinu. „Til að mynda voru í drögum okkar heimildir til um 50 þúsund fermetra nýrrar byggðar á þessu svæði, sem er heil Smáralind í fermetrum. Þetta átti að gera með betri nýtingu gömlu húsanna við Laugaveginn og bygg- ingu á baklóðum, einkum milli hans og Hverfisgötu. Við endurskoðunina var veitt heimild til að rífa nokkuð mörg hús sem áður var áætlað að skyldu standa, en það niðurrif skilar einungis 5.000 fermetrum til viðbótar við þá 50 þúsund sem áður voru heim- ilaðir. Ég held að allir sem stóðu að þessari endurskoðun á sínum tíma sjái mjög mikið eftir þeirri vinnu.“ Þessi lýsing á vinnubrögðum við deiliskipulag vekur furðu. Fyrst er lögð vinna í að finna leið til að sætta sjónarmið verndunar og nýtingar. Síðan er því öllu snúið á hvolf og verndunarsjónarmiðin látin lönd og leið fyrir takmarkaðan ávinning líkt og ekki hafi verið hugsað út í hvað stóð að baki þeirri vinnu og bollalegg- ingum, sem þegar höfðu verið lagðar í skipulagið. Hinn nýi forstöðumaður húsafrið- unarnefndar kveðst ætla að athuga hvort borgin hafi sinnt skyldu sinni gagnvart nefndinni um heimildir til niðurrifs þegar hann tekur við. Nikulás Úlfar segir hins vegar að þótt harkalega hafi verið gengið að gömlum húsum í Reykjavík séu enn fín eldri hverfi, svo sem Þingholtin, hluti Vesturbæjar, Grjótaþorpið og fleiri, sem hafi haldið sér. Byggingararfur Íslendinga er ekki gamall og það er ef til vill þess vegna, sem virðingu skortir fyrir honum. Þennan menningararf ber hins vegar að varðveita. Eitt af því, sem dregur fólk í miðbæinn, er umhverfið og sag- an. Ef hann missir sérstöðu sína mun hann ekkert hafa framyfir Kringluna og Smáralind nema stöðumælana. Nikulás Úlfar Másson hefur setið áð- ur í húsafriðunarnefnd og í viðtalinu kveðst hann telja að þar sé unnið gott starf í rannsóknum, en hann vill gera starf hennar meira áberandi og taka stundum betur af skarið en gert hef- ur verið. Hann kallar líka eftir stuðn- ingi frjálsra félagasamtaka á borð við Torfusamtökin, sem nýlega voru end- urvakin. Vonandi verður því kalli svarað. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ að er auðvelt að taka frelsi og mann- réttindum sem gefnum hlut. Það er auðvelt að gleyma því að stór hluti mannkyns býr við ófrelsi. Stór hluti mannkyns nýtur ekki mannrétt- inda. Stór hluti mannskyns býr í löndum þar sem hinir fáu vilja að hinir mörgu lifi eftir þeirra duttlungum og eru tilbúnir að beita svívirðilegum aðferðum til að fá vilja sínum fram- gengt. Viljinn til þess að stjórna öðru fólki og segja því hvernig það eigi að lifa lífi sínu eru ótrú- lega sterkt og hvimleitt afl í mannkynssögunni öf- ugt við hugmyndina um einstaklingsfrelsið og þá hugsjón að hver og einn eigi að fá að ráða sínu eig- in lífi að því marki að hann skaði ekki aðra í kring- um sig. Aðlögunarhæfni mannsins virðist eiga sér lítil takmörk og með ólíkindum hvernig einstaklingar geta lagað sig að því umhverfi, sem þeim er búið og reynt að finna leiðir til að lifa af og komast áfram. Oft verður það hins vegar með ærnum til- kostnaði. Þar sem ríkir ógnarstjórn getur fórn- arkostnaðurinn orðið svo mikill að einstaklingur- inn bíður þess aldrei bætur. Sums staðar hefur verið búið þannig að þjóðarhópum að þeir ná sér ekki á strik þótt líði margir mannsaldrar. Annars staðar hefur heilum samfélögum verið haldið í greipum ógnar þannig að eftir situr verpt og undin þjóðarsál. Í október er væntanleg bók eftir sagnfræðing- inn Orlando Figes, sem ber heitið Hvíslararnir (The Whisperers). Efni bókarinnar er líf almenn- ings á tímum Stalíns. Þar segir meðal annars af Antonínu Golovínu, sem var átta ára þegar hún var send í útlegð ásamt móður sinni og tveimur yngri bræðrum. Faðir hennar hafði verið handtek- inn og dæmdur í þriggja ára vist í vinnubúðum fyrir að vera „kúlakki“ eða „ríkur“ bóndi þegar verið var að stofna samyrkjubú í þorpinu þar sem fjölskyldan bjó í norðurhluta Rússlands. Allar eig- ur fjölskyldunnar, landbúnaðartól og búfénaður fóru til samyrkjubúsins og fjölskyldan fékk bara klukkutíma til að pakka saman fötum fyrir ferða- lagið. Húsið, sem fjölskyldan hafði búið í í margar kynslóðir, var eyðilagt og fjölskyldan dreifðist um allar trissur. Eldri bræður hennar og systir, afar og ömmur, frænkur og frændur flúðu í allar áttir, sum náðust og voru sett í gúlagið og mörg þeirra sáust aldrei aftur. Einstaklingurinn í skugga ofríkis E ftir þrjú ár í gúlaginu var Anton- ína Golovína látin laus ásamt fjöl- skyldu sinni, en hún komst aldrei yfir óttann og niðurlæginguna, sem spratt af uppruna hennar. Hún þorði ekki að verjast árásum og vissi að ekkert var öruggt. Stjórnvöld gátu kippt undan henni fótunum hvenær sem var og réttindi hennar voru engin. Hún var of hrædd til að verjast ofsóknum annarra barna. Hún sat þögul og full af skömm þegar einn af kennurum hennar sagði við hana fyrir framan allan bekkinn að hún og hennar líkar væru óvinir fólksins, „kúlakkaskít- ur“, sem full ástæða hefði verið að senda í útlegð og hefði mátt dúsa þar áfram. Golovína fann hins vegar leið til þess að lifa af í sovésku samfélagi og yfirvinna óttann og skömm- ina. Hún var staðráðin í að komast áfram þrátt fyrir að uppruna sinn og jókst smám saman sjálfs- traust. Þegar hún var sautján ára tók hún þá djörfu ákvörðun að leyna uppruna sínum fyrir yf- irvöldum og gekk svo langt að falsa skilríki sín til að komast í læknaskóla. Hún talaði aldrei um fjöl- skyldu sína við vini eða starfsfélaga í lífeðlisfræði- stofnuninni í Leníngrad þar sem hún vann í 40 ár. Hún gekk í kommúnistaflokkinn og var félagi í honum þar til hann var lagður af árið 1991. Í fjörutíu ár leyndi hún mann sinn meira að segja sannleikanum um uppruna sinn. Eins og fram kemur í bókinni töluðu þau hjónin örsjaldan um fjölskyldur sínar þar til árið 1985 að öldruð frænka eiginmanns hennar kom í heimsókn og missti út úr sér að faðir hans hefði verið yfirmaður í flota Rússakeisara og bolsévikar hefðu tekið hann af lífi. Án þess að vita það hafði Golovína í öll þessi ár verið gift manni, sem líkt og hún hafði í æsku verið í vinnubúðum. Þau byrjuðu eftir þetta að segja hvort öðru frá fortíðinni sem þau höfðu falið hvort fyrir öðru og fyrir umhverfi sínu. Ástæðan fyrir því var meðal annars að nú var Míkhaíl Gorbatsjov kominn til valda og glasnost- stefnu hans fylgdi opin umræða í sovéskum fjöl- miðlum um kúgunina í valdatíð Stalíns. En þau voru ekki tilbúin að tala um þetta við dóttur sína, sem var kennari, af þeirri einföldu ástæðu að þau óttuðust bakslag gegn Gorbatsjov og töldu að lík- legra að dóttur þeirra væri borgið vissi hún ekki um uppruna sinn ef stalínistar sneru aftur til valda. Það var ekki fyrr en 1991 þegar Sovétríkin voru hrunin að Golovína hleypti í sig kjarki til að segja dóttur sinni frá því að hún ætti rætur að rekja til „kúlakka“. Í bók sinni fjallar Figes um fjölskyldulíf í Sov- étríkjunum út frá siðferðislegu sjónarmiði. Eins og hann segir sjálfur rýnir hann í það hvernig fjöl- skyldur brugðust við þrýstingnum frá stjórnvöld- um. Hvernig þær reyndu að halda í hefðir og gildi og koma þeim til skila til barna sinna þegar þau stönguðust á við þau opinberu gildi, sem sovéska kerfið kaffærði ungu kynslóðina í bæði í skólum og ungliðahreyfingum. Hvaða áhrif hafði það á náin sambönd að búa við ógnarstjórn? Hvað hugsaði fólk þegar eiginmaður eða eiginkona, faðir eða móðir var skyndilega handtekin fyrir að vera „óvinur fólksins“? Hvernig áttu dyggir sovéskir þegnar að vinna úr árekstrinum milli þess að treysta sínum nánustu og trúa ríkisstjórn, sem þeir óttuðust? Hvernig var hægt að halda í kraft mannlegra tilfinninga í siðferðislegu tómarúmi ógnarstjórnar Stalíns? Ætlun Figesar er að sýna hvernig milljónir manna þurftu að þegja, ljúga, gera sér upp vináttu og svíkja og gera siðferð- islegar tilslakanir til þess eins að lifa af. Mikið hefur verið skrifað um hryllinginn í Sov- étríkjunum allt frá því að Alexander Solsjenitsín afhjúpaði gúlagið á sjöunda áratugnum. Figes er hins vegar að fjalla um fólkið sem, kúgað af oki óttans, bar sovétkerfið uppi þótt það þyrfti að af- neita rótum sínum. En frásagnir andófsmannanna lýstu fremur tilveru þeirra, sem buðu valdinu birginn, en hinna, sem löguðu sig að kerfinu og enduðu jafnvel með því að taka þátt í glæpum þess. Talið er að 25 milljónir manna hafi látið lífið vegna kúgunar Stalíns og eru þá ekki taldar með þær milljónir sem sultu í hel og féllu í heimsstyrj- öldinni síðari. Árið 1941 bjuggu 200 milljónir manna í Sovétríkjunum og því er um að ræða einn áttunda hluta þjóðarinnar. Þeir sem eftir voru lifðu í þögn. Fólk þorði ekki að tala upphátt vegna þess að óvarkárni gat haft skelfilegar afleiðingar. Það var í mesta lagi hægt að hvísla og þaðan kem- ur heiti bókarinnar. Samfélag byggt á lygum Þ að, sem Figes fjallar um í bók sinni, á vitaskuld mun víðar við en í Sov- étríkjunum. Kína er annað dæmi um samfélag þar sem stjórnvöld hafa ríkt í krafti ógnar. Þar var fólk ofsótt vegna uppruna síns og stöðu. Hryllingi menningarbyltingarinnar hafa verið gerð góð skil. Þar var þjóðfélaginu skipt upp. Ann- aðhvort voru menn meðal þeirra, sem ofsóttu, eða voru ofsóttir. Á einni nóttu gat hlutskipti einstak- lings síðan breyst frá því að ofsækja í að vera of- sóttur. Blaðamaður Morgunblaðsins átti fyrir nokkrum árum samtal á hóteli í Peking við Kín- verja, sem var í samstarfi við íslenskt fyrirtæki. Þegar viðtalinu var lokið barst talið að kínversku samfélagi og afdráttarlaus umsögn viðmælandans kom blaðamanninum í opna skjöldu. Hans skoðun var sú að kínverskt samfélag væri rotið inn að beini vegna þess að það væri byggt á lygi. Til þess að komast áfram í kínversku samfélagi þyrfti með einhverjum hætti að játa hollustu við kommún- istaflokkinn eða beygja sig undir vald hans. Vald kommúnistaflokksins væri byggt á blekkingum og lygum og einstaklingar sem þyrftu að gangast undir þetta til að eiga von um framgang eða vel- gengni væru einfaldlega skemmdir. Þetta er vitaskuld aðeins mat eins manns en vekur til umhugsunar um það hvernig fólk fari að því að halda í heilindi sín þegar allt í umhverfinu vinnur gegn því að það sé hægt. Hvernig fer fólk að því að halda sér gangandi í kerfi, sem í raun nið- urlægir það daglega og jafnvel fyrirlítur, vitandi það innst inni að með þátttöku sinni viðheldur það og hleður undir ranglætið. Mest sláandi dæmið um þetta er sennilega Vojciech Jaruzelski, fyrr- verandi leiðtogi Póllands. Stór hluti fjölskyldu Jaruzelskis lét lífið í gúlaginu í hreinsunum Sov- étmanna í Póllandi. Engu að síður gekk hann pólska kommúnistaflokknum á hönd, flokki, sem stjórnaði í skjóli valdsins í Moskvu, sem hafði murkað lífið úr fjölskyldu hans. Jaruzelski komst til æðstu metorða í Póllandi og er þekktastur fyrir að hafa sett herlög þegar var farið að hrikta í valdastoðum kommúnistaflokksins vegna upp- gangs Samstöðu. Síðan má deila um það hvort hann hafi afstýrt innrás Rússa og blóðbaði með því að setja herlögin, en hvað sem því líður var hann leppur valds sem erfitt er að skilja að hafi verið honum geðfellt. Glæpir ógnarstjórna eru ekki aðeins gegn þeim sem falla fyrir hendi þeirra. Þeir eru gegn öllum almenningi. Það er auðvelt að fordæma fólk, sem rís ekki upp gegn ofríki, en í þeim efnum verður að varast hrokann. Enginn getur sagt hvernig hann mun bregðast við í slíkum kringumstæðum, ekki Laugardagur 15. september Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.