Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 52
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Burknavellir 1 B – Hf. Opið hús í dag milli kl. 14-16 Sérlega falleg íbúð á 2. hæð í vönduðu nýlegu fjölbýli í vallarhverfinu í Hafnarfirði. Íbúðin er 109,6 fm. Skipting eignarinnar: forstofa, stofa, eldhús með borðkróki og gestasnyrting, 3 svefnherbergi, hol, baðherbergi og svalir. Gólfefni eru parket og flísar. Eign sem hægt er að mæla með. Verð 24,9 millj. Einar og Ágústa bjóða ykkur velkomin. M bl 9 09 51 4 52 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Til leigu Gjótuhraun 4 - Hf. Glæsilegt atvinnuhúsnæði Um er að ræða glæsilegt atvinnu/versl./þjónustuhúsnæði á sérlóð. Stærð 436 fm. með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum. Tilvalin eign fyrir léttan iðnað, heildsölu ofl. Malbikuð lóð. Frábær staðsetning. Sjón er sögu ríkari, eign í sérflokki. Laust í nóvember nk. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri, s. 893-2233 Hverafold 33 Glæsilegt einbýlishús með aukaíb. á útsýnisstað Opið hús í dag frá kl. 14-15 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Glæsilegt og vel staðsett 410 fm ein- býlishús á tveimur hæðum með 41 fm innb. bílskúr. Tvær íbúðir eru í húsinu í dag. Eignin skiptist m.a. í eldhús með þvottaherb. og búri innaf, setustofu með fallegri gluggasetn., arin- stofu, borðstofu, 2 herb. auk hjónaherb. með fataherb. innaf. Auk þess sér 3ja herb. íbúð á neðri hæð. Svalir út af stofu, arinstofu og hjónaherb. 933 fm ræktuð lóð með timburverönd, hellulögn og skjólveggjum. Hitalagnir í stéttum og fyrir framan bílskúr. Í raun er um sjávarlóð að ræða þar sem ekkert er byggt fyrir neðan lóðina og útsýni er óhindrað út á voginn. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15. Verið velkomin. Vorum að fá í sölu glæsilegan 71,5 fm bústað við Skorradalsvatn. Auk þess til- heyrir 8,6 fm gestahús. Bústaðurinn skipt- ist m.a. í stóra stofu, borðstofu, eldhús, tvö rúmgóð herbergi og baðherbergi. Háaloft er yfir bústaðnum. Í gestahúsi er rúmgott svefnherbergi, geymsla og háaloft. Stór verönd í kringum bústaðinn með heitum potti. Bátaskýli. Einstakt útsýni. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Skorradalur STÖÐUGT heyrum við af ógöngum Strætó bs. Hvað er til ráða? Hlaupa til eina ferðina enn og breyta leiðakerfinu? Segja kannski frekar stjórn- inni upp? Eða kannski allra helst að leggja af starfsemi fyrirtæk- isins í núverandi mynd? Þar sem ég er ósammála stjórninni um fyrirkomulag rekstrarins, m.a. um „að reka víðtækt en þéttriðið leiðakerfi“ langar mig að koma eftirfarandi hugleið- ingum á framfæri. Ég tel að fyrst og fremst þurfi að svara spurning- unni: Almenningssamgöngur í Reykjavík, fyrir hverja í dag? Einnig er auðvitað rétt að marka fyrirtækinu framtíðarsýn og reyna að ná til fleiri viðskiptavina með það fyrir augum að draga úr um- ferð einkabíla og mengun þar með. Almenningssamgöngur í dag eiga að taka mið af þörfum borg- arbúa sem eru auðvitað ein- staklingsbundnar en í mörgum til- vikum fyrirséðar. Ég tel að meirihluti ferða sé í og úr vinnu eða skóla eða að öðru leyti fyr- irséðar og því sé hægt að panta þær með a.m.k. dags fyrirvara. Ég tel að horfa eigi til rekstr- arfyrirkomulags á Ferðaþjónustu fatlaðra. Ég tel að útfæra eigi tölvukerfi Ferðaþjónustunnar sem gerir ráð fyrir að farþegar geti pantað fastar ferðir, annaðhvort á Netinu eða með símtali í þjón- ustuver. Þar verði allar ferðir færðar inn í gagnagrunn og út komi tiltekinn ferðafjöldi fyrir hvern og einn bílstjóra er gerir ráð fyrir að sækja farþega á brott- fararstað eða svo nærri honum sem kostur er og flytja þá síðan á áfangastað eða svo nærri honum sem nokkur er kostur. Ég tel að núverandi rekstr- arfyrirkomulag sé gamaldags og löngu úrelt. Ekki þarf annað en að líta á vagnaflotann, dísilvagna sem taka allt að 100 farþega þar sem gert er ráð fyrir að töluverður hluti þeirra standi í vagninum á annatímum sem í meginatriðum virðast vera tvær ferðir á dag, ein að morgni og önnur síðdegis. Ekki skil ég hvernig hvarflar að nokkr- um manni í dag að farþegum sé ætlað að standa í vögnunum og hafa þar eina stöng sér til halds og trausts. Að reka síðan leiðakerfi er auðvitað gam- aldags og úrelt líka. Búið er til kerfi sem að sjálfsögðu er alltaf verið að breyta vegna þess að það er alltaf óhentugt og alltof dýrt sem best má sjá á tómum vögnum mestallan daginn. Ég tel að mik- ilvægt sé að koma til móts við þann hóp íbúa borgarinnar sem ákveður að ferðast með strætó með styttri fyrirvara en svo að hægt sé að panta ferðina. Auðvit- að eru skyldur okkar við þessa ferðalanga aðrar en við þá sem nýta strætó til að sækja vinnu eða skóla. Ég tel að gjald fyrir þessar ferðir eigi að vera hærra en fyrir fastar ferðir í vinnu og skóla. Ég tel að nýta megi leigubíla til verksins með þeim hætti að leigu- bílastöðvarnar komi sér upp stæð- um víðsvegar um borgina þangað sem notendur sækja þjónustuna. Á heimasíðu FÍB kemur fram að rekstrarkostnaður venjulegs heimilisbíls m.v. 15.000 km akstur á ári nemur 822.743 kr. í janúar 2007. Við þessa fjárhæð þarf Strætó að keppa. Ég tel að með bættri einstaklingsmiðaðri þjón- ustu Strætó sé í raun hægt að hækka fargjald notenda þjónust- unnar frá því sem nú er. Ég tel sem sagt að selja eigi nú- verandi vagnaflota fyrirtækisins. Nota ber þess í stað bifreiðar fyr- ir á bilinu 10 til 15 farþega. Hægt er að hugsa sér að nota hefð- bundna leigubíla er taka frá 4 far- þegum. Ég tel að skynsamlegt sé að hefja breytingarnar til reynslu á afmörkuðu svæði og þá til hliðar við núverandi kerfi. Ekki að byrja á því að leggja af eitt kerfi áður en næsta er tekið upp. Ég tel að farþegar í strætó eigi að greiða gjald fyrir veitta þjón- ustu. Ég hef efasemdir um að bjóða tilteknum hópi frítt í strætó. Mér finnst það fremur líta út sem neyðarúrræði hugsað til þess að fá fleiri til að ferðast með strætó. Að sjálfsögðu skiptir máli að sá ferða- máti sé samkeppnishæfur við aðra og því ber að mínu mati fremur að huga að skipulagi en að hafa frítt í strætó. Ég tel að vel beri að gera við núverandi starfsmenn Strætó er kunna að missa vinnuna við breyt- ingarnar. Sérstaklega er um að ræða vagnstjóra, starfsmenn á verkstæði og þvottastöð og e.t.v. fleiri. Bjóða ber starfsmönnum að njóta ákveðins forgangs í ný störf er verða til, t.d. í þjónustuveri. Bjóða ber starfsmönnum sér- stakan styrk ef þeir kjósa að kaupa sér bíl og hefja störf hjá fyrirtækinu með sölu á þjónustu til þess. Tillögur þessar gera ráð fyrir að efla almenningssamgöngur verulega með miklu meiri sveigj- anleika en er í núverandi kerfi þá sérstaklega hvað varðar fastar ferðir. Tillögurnar gera ráð fyrir auk- inni hagkvæmni með viðeigandi vögnum. Þar er mikilvægt að horfa líka til vistvænna eldsneytis og gera bílstjórum skylt að kaupa slíka bíla þannig að ekki þurfi að kaupa syndakvittun í formi kolefn- isjöfnunar. Augljóst er að minni og léttari bílar slíta götum og öðr- um umferðarmannvirkjum mun minna en núverandi hlunkar. Sjálfsagt er að borgin styrki bíl- stjóra til kaupa á vistvænum bíl- um. Að lokum legg ég til að öll mót- orhjól verði útbúin með hljóðkút sem virkar þannig að borgarbúar þurfi ekki að lifa við algerlega óþarfan hávaða frá slíkum tækj- um. Strætó sem virkar Tryggvi Friðjónsson fjallar um almenningssamgöngur í Reykjavík »Ég tel að núverandirekstrarfyrirkomu- lag sé gamaldags og löngu úrelt. Tryggvi Friðjónsson Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.