Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 56
ESPIGERÐI - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Mjög góð 8 herbergja íbúð á tveimur hæðum á 8. og 9. hæð (efstu) í góðu fjölbýli með glæsilegu útsýni yfir borgina af þremur svölum, alls 187,8 fm. Neðri hæðin: forstofurými, 3 stofur, eldhús og gestasnyrting. Efri hæðin: stofa, 4 svefnherbergi, baðher- bergi, þvottahús. Í sameign er þvotta- hús, stórt leikherbergi og sérgeymsla. Húsið er vel við haldið og sameign lítur mjög vel út. Skipti á raðhúsi möguleiki. Verð 72 millj. Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is M b l 9 09 94 2 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 56 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÝRRI tillögu um skipulag í nánd Lækjartorgs er lagt til að húsið Lækjargata 4, sem nú telst ein höf- uðprýði Árbæjarsafns, verði flutt til baka í miðbæinn og sett niður við Kalkofnsveginn, norðan Lækj- artorgs. Vafalaust er að þar myndi húsið smellpassa og falla afar vel að hugmynd arkitektanna um nýja heildarmynd eldri húsa í Kvosinni. En þetta yrði ekki gert sárs- aukalaust. Húsið gegnir mikilvægu hlutverki í Árbæjarsafni segir borg- arminjavörður og mun ekki ofsagt. En, er nauðsynlegt að flytja hús- ið? Ef ég man rétt er Lækjargata 4 bindingshús, sem afar vandasamt yrði að flytja og það yrði mjög dýrt. Í þessu sambandi spyr ég: Yrði ekki hampaminna og jafnvel ódýrara að reisa einfaldlega „kópíu“ af Lækj- argötu 4 þarna við Kalkofnsveginn og leyfa upprunalega húsinu að dvelja áfram þar sem það nú er í Ár- bæjarsafni? Hafa má í huga að húsið í núverandi gerð er ekki „forn- gripur“ að öllu leyti. Ég leyfi mér að álíta að húsið sé nú fyrst og fremst vönduð nýsmíði í upprunalegum stíl utan um forna innviði og binding sem þar varðveit- ist að mestu hulinn þiljum. Annað atriði leyfi ég mér að nefna í þessu sambandi: Fyrrum stóð formfagurt hús austan Lækjartorgs, fast við lækinn, sem rann opinn þar til hann var leiddur í stokk í upphafi liðinnar aldar. Þetta hús byggði Carl Ziemsen árið 1840 og síðar rak Jes Zimsen þar verslun, segir Árni Óla í bókinni Skuggsjá Reykjavíkur. Við austurgafl hússins stóð auk þess lát- laust hús með háu risi, sem mig minnir að hafi verið nefnt Baðstofan og hýsti lengi minjagripaverslun. Því nefni ég þetta að mér kemur til hugar hvort hönnuðir gætu ekki sótt hugmyndir í þessi merku hús sem þarna stóðu fyrrum. ÓTTAR KJARTANSSON, Blásölum 22, Kópavogi. Á að flytja húsið Lækjargötu 4 úr Árbæjarsafni? Frá Óttari Kjartanssyni: Í MORGUNBLAÐINU 10. sept- ember var frétt undir fyrirsögn- inni „Útlendingar bjarga mál- unum“. Þegar ég las fréttina þá átti ég ekki til orð. Það sem verið var að tala um var að ráða útlend- inga í umönnunarstörf fyrir fatl- aða. Ég spyr er ekki allt í lagi? Hvernig haldið það að sé að vera fatlaður, aldraður eða barn og geta ekki átt eðlileg tjáskipti vegna tungumálaerfiðleika? Ég vil taka það fram að ég er alls ekki á móti útlendingum og finnst það í góðu lagi að þeir flytji hingað. Finnst þó að frumskilyrði eigi að vera að þeir læri íslensku áður en þeir eru ráðnir í sum störf. Maður getur ekki farið orðið í Bónus og spurt um vöru öðruvísi en að eiga það á hættu að lenda á útlendingi sem skilur mann ekki. Sömu sögu er að segja ef maður tekur strætó og ætlar að spyrja til vegar, það lyftir bara upp öxlum. Ég læt það svo sem ekki fara mikið í taug- arnar á mér en mér finnst það farið að ganga einum of langt að ætla að fara ráða útlendinga í umönnunarstörf. Þar sem ég tala ekki eða skil ensku er kannski kominn tími á að ég drífi mig í að læra hana. Ég gæti lent í því að þurfa á þessari þjónustu á að halda og þá er betra að geta tjáð sig. Það á að mínu mati að skylda hvern þann sem ræður útlendinga í störf að kosta þá á íslensku- námskeið. Svo þurfa Íslendingar að vera duglegir að tala íslensku við þá útlendinga sem hér eru. Það er ekki nóg að þeir læri ís- lensku og tala svo við þá á öðru tungumáli. Í sömu frétt er talað um að það þyrfti að mennta fleiri þroska- þjálfara og bæta starfskjör þeirra. Það er alveg rétt en ég vil benda á að það eru líka félagsliðar, sjúkra- liðar og stuðningsfulltrúar sem vinna þessi störf. Það þarf að bæta starfskjör og virða alla sem vinna við þessi störf. Þessi störf eru mjög krefjandi og ekki fyrir alla að vinna þau. Starfsfólk þarf að geta tekist á við mjög mis- jafnar og erfiðar aðstæður. Í annarri frétt sem birtist í sama blaði er talað um að ástandið sé miserfitt. Rætt er um að á sumar starfsstöðvar vanti 37 stöðugildi á meðan á aðrar vanti 3 stöðugildi. Manni finnst svolítið skrítið að það skuli vera svona mikill munur þarna á og spyr maður sig af hverju það stafar? Liggur það í því að á starfsstöðv- unum er komið misjafnlega fram við starfsfólkið og misjafnlega til móts við þarfir þess? Á mínum vinnustað er lagt mikið upp úr góðum starfsanda, þar er hverjum og einum hrósað fyrir vel unnin störf og það sem vel er gert. Stutt er við bakið á starfsfólkinu þegar eitthvað er að. Haldið er reglulega námskeið sem starfsfólki er boðið að fara á. Haldin eru keilumót, farið í gönguferðir og á árshátíðir og annað skemmtilegt þjappar starfshópnum saman. Einnig er reynt að koma til móts við starfs- fólkið eins og kostur er í sambandi við vaktir o.fl. Það skiptir miklu máli að manni líði vel í vinnunni og sé sáttur, en hitt er svo annað mál að launin mættu vera miklu hærri. RANNVEIG BERTHELSEN, félagsliði og starfsmaður hjá SSR. Umönnunarstörf Frá Rannveigu Berthelsen: NÆR 80 nemendur stunda leiðsögu- nám við Leiðsöguskóla Íslands í vet- ur. Aldrei áður hafa svo margir stundað nám við skólann. Vinsældir námsins eru vissulega góðar fréttir fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem hafa átt í erfiðleikum með að finna fagmennt- aða leiðsögumenn um hábjargræð- istímann. Menntun leiðsögumanna hófst með formlegum hætti árið 1977 þeg- ar Leiðsöguskóli Íslands var stofn- aður en áður höfðu verið haldin stutt námskeið á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins sem þá var og hét. Atvinnutækifærum fyrir verðandi leiðsögumenn hefur fjölgað síðustu ár í takt við fjölgun erlendra ferða- manna til Íslands en frá upphafi hef- ur Leiðsöguskóli Íslands útskrifað um 1.100 nemendur. Erlendum fararstjórum sem ekki hafa orðið sér úti um fagmenntun í leiðsögn um Ísland hefur einnig fjölgað undanfarin ár. Sú staða hlýt- ur að vekja spurningar um öryggi ferðamanna í náttúru Íslands, neyt- endavernd, brot á vinnulöggjöf með tilliti til skráningarskyldu, lág- markslauna og svartrar atvinnu- starfsemi. Leiðsögumenn skipta gríðarlega miklu máli í upplifun ferðamanna í skipulögðum hópferðum. Óhætt er að fullyrða að fagmenntaðir leið- sögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands hafi tekið þátt í því að skapa Íslandi framúrskarandi ímynd erlendis enda er vitað að ferðamenn sem heimsækja landið og fara ánægðir heim eru besta auglýsingin. Lögverndun starfsheitis leiðsögu- manna er löngu tímabær. Í 1. grein laga um skipan ferðamála 73/2005 er skýrt tekið fram að tilgangur lag- anna sé að hafa fagmennsku og neytendavernd að leiðarljósi. Lög- verndun starfsheitis leiðsögumanna kæmi ekki í veg fyrir að ófagmennt- aðir einstaklingar stunduðu leiðsögn frekar en kennarar koma í veg fyrir að leiðbeinendur stundi kennslu. Lögverndun starfsheitis leiðsögu- manna kæmi til með að gera leiðsög- unám enn eftirsóknarverðara til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu, íslenskt hagkerfi og ekki síst þá fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja landið. STEFÁN HELGI VALSSON, leiðsögumaður, Grundarstíg 6, Reykjavík. Leiðsögunám aldrei vinsælla Frá Stefáni Helga Valssyni:                !  "# $   %& ' (#& # ' ) $   " #&  # &  # & $   $ * #  #  #   " +% "*#& '  & '               Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Höfum fengið í einkasölu fallegt 106 fm einbýlishús í þessu rólega bæjarfélagi. Eignin er töluvert endurnýjuð að innan. Nú er rétta tæki- færið til að eignast sjarmerandi einbýlishús/ sumarhús á viðráðan- legu verði. Hagstæð áhvílandi lán. V. 14,9 m. 6820. Húsið Sólbakki stendur við Sandgerði 3 á Stokkseyri. Eignin verður til sýnis og sölu í dag sunnudag, á milli kl. 15-16. Ragna S. Óskarsdóttir sölumaður tekur vel á móti ykkur. Sími hennar er 892 3342. SÓLBAKKI -STOKKSEYRI 0PIÐ HÚS Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.