Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 61

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 61                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR J. KRISTJÁNSSONAR veggfóðrara- og dúkalagningameistara, Bakkagerði 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Sóltúni fyrir góða umönnun. Guðni Guðmundsson, Guðný Hákonardóttir, Örn Guðmundsson, Svava Eiríksdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Þorvarður Jón Guðmundsson, Þórlaug Guðmundsdóttir, Baldvin G. Heimisson, Albert Guðmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæru UNU MARGRÉTA BJARNADÓTTUR frá Flateyri. Sérstakar þakkir til starfsfóks á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Sólveig Bjarnadóttir, Sigurður Ásgeirsson, Hjördís Björnsdóttir, Dagur Ásgeirsson, Sunneva Traustadóttir, Bergþóra Ásgeirsdóttir, Guðmundur Kristjánsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, KRISTJÁNS SVERRISSONAR, Garðavegi 6, Hnífsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Ísafjarðar og starfsfólks Heimhjúkrunar á Ísafirði. Anna Valgerður Einarsdóttir, Annetta Rut Kristjánsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Linda Marín Kristjánsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Berglind Kristjánsdóttir, Guðný W. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, Ásgeir Sverrisson, Unnur P. Stefánsdóttir, Anna Karen Sverrisdóttir, Rakel Sverrisdóttir, Ríkharður Sverrisson, Auður Pétursdóttir, Árni Árnason, Lára Jónsdóttir, Margrét Haukdal Marvinsdóttir, Einar E. Magnússon. ✝ Friðgeir Kempfæddist á Illuga- stöðum í Laxárdal í Skagafirði 29. apríl 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lúðvík R. Kemp bóndi og vegaverk- stjóri og Elísabet Stefánsdóttir hús- freyja sem lengi bjuggu á Illuga- stöðum. Friðgeir var fjórði í hópi níu systkina. Systkini Friðgeirs eru Júlíus, Ragna, Stefán, Aðils, Björgólfur, Oddný Elísabet, Helga Lovísa og Stefanía Sigrún. Friðgeir kvæntist 1950 Elsu Geirlaugsdóttur. Foreldrar henn- ar voru Geirlaugur Ketilbjarnar- son og Björg Benediktsdóttir. Friðgeir og Elsa eignuðust þrjú börn. Þau eru 1) Björgvin Geir. 2) Lúðvík Rúdólf, kvæntur Ólafíu Kristínu Sigurðar- dóttur. Synir þeirra eru: Friðgeir Kemp, maki Hulda Há- konardóttir, dóttir þeirra er Rósa Kristína Kemp. Guðjón Ragnar, lést í bernsku. 3) Elísa- bet, gift Jóhanni Ólafssyni. Dætur þeirra eru Elsa og Eva Björg. Friðgeir ólst upp á Illugastöðum í Laxárdal og stóð fyrir búi með foreldrum sínum þegar hann hafði aldur til. Árið 1950 hófu þau Elsa búskap í Efri- Lækjardal á Refasveit í Austur- Húnavatnssýslu og sátu þá jörð til 1993 að þau brugðu búi og flutt- ust til Sauðárkróks. Útför Friðgeirs var gerð frá Sauðárkrókskirkju 10. septem- ber. Frændi okkar, Friðgeir Kemp, bóndi í Lækjardal lék stórt hlut- verk í uppeldi okkar bræðra. Við bræður vorum vinnumenn í Lækj- ardal 4 sumur hvor á unglingsárum okkar. Friðgeir og Elsa kona hans höfðu því mikil og mótandi áhrif á okkur á viðkvæmum hluta ævi okk- ar. Þrátt fyrir freistingar í Reykja- vík komum við sumar eftir sumar í Lækjardal sem vinnumenn. Ástæð- an var einföld. Þar var frábært að vera. Hjá Friðgeiri og Elsu lærðum við bræður að vinna öll almenn sveitastörf, störf sem æ færri ung- lingar fá tækifæri til að kynnast. Við lærðum að umgangast skepnur. Við lærðum að ganga uppréttir. Við lærðum að leggja okkur eftir há- degismatinn. Við minnumst Frið- geirs með hlýju og þakklæti. Minn- ing hans lifir. Við vottum Elsu, Björgvini, Lúðvík og Elísabetu samúð okkar. Guðmundur Ragnar Sigurðsson og Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrrum vinnumenn í Lækjardal. Friðgeir Kemp Það er eitthvað svo ljóslifandi í minning- unni þegar við stóðum öll fyrir framan þig, þessa lágvöxnu, fíngerðu konu og þú settir mildilega ofaní við strákana. Þeir höfðu í ærsla- gangi sprautað vatni á hænsnin og við vinkonurnar hlupum inn og klöguð- um. Við vorum auðvitað ekki með snjóhvíta samvisku þar sem við höfð- um nú dálítið gaman af fjaðrafokinu sem skapaðist við atganginn en vor- um ekkert að flíka því. Þú talaðir um Jóhanna Jóhannsdóttir ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist í Króki í Meðallandi 26. mars 1928. Hún lést mið- vikudaginn 29. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljótshlíð 8. sept- ember. að við ættum alltaf að vera góð við dýrin, annars gætum við ekki leikið með Guðrúnu í Langagerði. Það hefði manni nú ekki þótt góður kostur. Í barnsminningunni varstu alltaf glöð og já- kvæð. Þú varst svo kvik og létt á fæti og sí- fellt eitthvað að stúss- ast í garðinum. Það hefur nú ekki veitt af með allt sem var rækt- að í þessum stóra garði.. Þótti okkur vinkonunum ekki slæmt að fara aðeins á beit í garðinum á síðsumardögum. Grænkálið rann ljúflega niður sem og gulrætur og róf- ur og næpur og hvað þetta hét nú allt, að maður tali nú ekki um sólberin sem við laumuðumst stundum í. Þú bak- aðir líka heimsins bestu pönnukökur úr heilhveiti, hollustan alltaf í fyrir- rúmi og það sem við gátum hámað þetta í okkur vinkonurnar helst löðr- andi í hunangi … namm. Þú varst langt á undan þinni samtíð í að rækta allskyns grænmeti. Það átti nú reynd- ar við ykkur hjónin bæði því Markús var önnum kafinn í skógræktinni og síðar veiðifélaginu við að rækta skóg og fisk. Margar hugmyndir sem fengu lítinn hljómgrunn þá, hafa sannað gildi sitt í dag. Kæra Jóhanna, þú ert í mínum huga alltaf eins og glöð og bjartsýn stelpa og ég get ekki með nokkru móti séð þig fyrir mér sem gamla konu. Ekki af því að þú hafðir ekki þroskann heldur af því hvað þú varst glaðleg og síung í anda. Það var alltaf svo gaman að tala við þig og velta leyndarmálum sannleikans fyrir sér. Þú varst svo einlæg og tilgerðarlaus og hafðir óbilandi trú á hinu góða í hverjum manni. Þessi óbilandi trú og bjartsýni færði þér kraft hvað eftir annað í erfiðum veikindum síðustu mánuði. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig, mín kæra. Elsku Guðrún vinkona mín og Markús, megi minningin um góða mömmu og ömmu ylja hjartarætur. Kristrún Ágústsdóttir. ✝ Bjarni Helgasonbifreiðastjóri fæddist í Borg- arholti í Stokkseyr- arhreppi 6. júlí 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Guðmunds- son, f. í Rifshalakoti á Rangárvöllum 13. sept. 1902, d. 25. sept. 1932, og Stein- vör Jónsdóttir, f. í Litla-Steinsholti í Reykjavík 18. jan. 1903, d. 27. apr. 1991. Systk- ini Bjarna eru Sigurjón, f. 1925, látinn, Gunnar, f. 1927, Áslaug, f. 1929, Guðrún Alda, f. 1930, og Helga, f. 1931, látin. Eiginkona Bjarna er Jóhanna Jóhannesdóttir frá Hömrum í Grímsnesi. Börn þeirra eru: 1) Er- lingur, f. 26. maí 1954, maki Ey- gerður Þórisdóttir, synir þeirra eru Þórir, Bjarni Þór og Jóhann- es. Þau eiga þrjú barnabörn. 2) Sigrún, f. 8. apríl 1956, maki 1 Reynir Zebitz, börn þeirra eru Guðmundur Steinar og Hjördís Berglind. Maki 2 Páll Sigurðsson. Börn Páls og stjúp- börn Sigrúnar eru Sigurður Óskar og Ásta Kristín. Þau eiga fjögur barna- börn. 3) Jóhannes, f. 13. sept. 1958, maki Hafdís Óladóttir, börn þeirra eru Jó- hanna, Hafþór Odd- ur og Linda Rós. Þau eiga tvö barna- börn. 4) Helgi, f. 24. júlí 1960, maki Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, börn þeirra eru Guðrún Vaka, Bjarni og Aþena. Þau eiga eitt barna- barn. 5) Hafdís Bára, f. 26. ágúst 1962, maki Guðjón Guðjónsson, börn þeirra eru Guðbjörg Rós og Birkir Snær. 6) Steinunn, f. 26. okt. 1965, maki Kjartan Jóhanns- son, börn þeirra eru Auður, Ragn- heiður, Sigrún og Jóhann. Þau eiga eitt barnabarn. 7) Sigríður, f. 21. maí 1973, maki Hafþór Ingi Pálsson, synir þeirra eru Daníel Smári og Patrekur Freyr. Fyrir átti Hafþór dótturina Sóleyju Maríu Nótt. Útför Bjarna var gerð frá Stokkseyrarkirkju 1. september. Nú ertu horfinn inn í veröldina björtu, læddist burt á þinn hógværa hátt á síðsumarmorgni. Eftir stöndum við og finnum að til- veran hefur breytt um svip, er orðin fátæklegri, þú ert ekki lengur í seil- ingarfæri – og þó – ef til vill ekki síð- ur, að vissu leyti. Alltaf var gleðiefni að fá þig í heim- sókn, enda varstu hlekkur í lífi okkar frá upphafi, fóstbróðir. Þú með þitt glettnislega bros, trausta handtak, tryggu lund. Gleðigjafinn sem lést sólskin ljóma á veg samferðamanna, jafnvel þegar líkaminn var orðinn ónýt flík. Þú gast látið fólk veltast um af hlátri með skondnum tilsvörum og sögum sem aldrei særðu neinn, voru einungis til að létta lífið. Þú lagðir ekki illt til nokkurs manns – aðeins gott. Allt neikvætt var þér víðsfjarri. Stundirnar með þér verða geymdar í minningunni sem sólskinsblettir í heiði. Sannur drengur, vinur, fjölskyldu- faðir og barnahópnum fögur fyrir- mynd. Hestarnir voru frá fyrstu tíð miklir vinir þínir og sálufélagar enda áttirðu þá marga góða og undir þér löngum við að snúast í kringum þá, dekra við þá, skreppa á bak, jafnvel temja. Já, ekki er langt síðan þú spurðir hvort ekki væri eitthvert hross á tamning- araldri í stóðinu okkar. Þú ert áreiðanlega núna eitthvað að dunda þér við efnilega fola eða fal- legar hryssur í þeim tilgangi að gera þau að góðum hrossum. Ég sé þig fyrir mér þeysandi um græna velli landsins ókunna á reist- um fjörugum hesti með faxið upp í fangið. Finnur nýjar götuslóðir, frjáls, glaður stefnir þú til fjallanna. Góða ferð og þökk fyrir samfylgd- ina. Sigríður I. Þorgeirsdóttir. Bjarni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.